Lögberg-Heimskringla - 25.02.1965, Page 1

Lögberg-Heimskringla - 25.02.1965, Page 1
Siofnað 14. jan., 1888 Stofnuð 9. sept., 1886 79. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 25. FEBRÚAR 1965 NÚMER 8 Árnað Einn af hinum nafnkunn- ustu íslendingum í Winnipeg átti áttræðisafmæli á mið- vikudaginn 17. febrúar s.l. viku — Sigtryggur O. Bjerr- ing, 322 Burbank St., Winni- peg. Hann var fæddur að Húsavík S.-Þ. á íslandi 1885; foreldrar hans voru Óli P. H. Bjerring hafnsögumaður og kona hans, Nanna Vilfríður Bjerring (sjá V.-ísl. æfiskrár I). Þriggja ára að aldri flutt- ist Sigtryggur vestur um haf með foreldrum sínum og hefur átt heima í Winnipeg síðan. Hann var eigandi og forstjóri Canadian Stamp Co. sem framleiðir allskonar stimpla og innsigli og rak það fyrir- tæki með ágætum þar til hann lét af starfi fyrir nokkr- um árum. Hann hefir jafnan lagt góð- um málum lið, sérstaklega kirkjumálum Islendinga; hann var féhirðir Lúterska kirkjufélagsins 1934—50; for- maður djáknanefndar Fyrstu lútersku kirkju í mörg ár; átti sæti í stjórnarnefnd Sunrise Lutheran Camp og í útgáfu- nefnd Lögbergs um skeið og fl. Sigtryggur er tvíkvæntur, fyrri kona hans var Sigríður Jónsdóttir Sigurðssonar frá Gautlöndum. Börn þeirra eru Kári Herbert Bjerring, B.Sc., E.E., verkfræðingur í Mont- real, Guðrún Jóhanna (Mrs. heilla Parker), B.A., sem var Di- rector of Educational Visuals hjá National Film Board og Sigtryggur O. Bjerring Margrét vélritari og steno- grapher (fósturdóttir). Síðari kona Sigtryggs er Guðrún Ásdís, kennari og hjúkrunarkona, dóttir Gunn- laugs Jóhannssonar kaup- manns og fyrri konu hans Guðnýjar Stefánsdóttur. Sigtryggur hefir verið gæfu- maður um æfina og um allt drengur hinn bezti; hann er ungur í anda og sjón, svo sem mynd hans ber með sér. — Hinir mörgu vinir hans munu hugsa'hlýlega til hans á þess- um tímamótum og árna hon- um heilla. Frá Vancouver, B.C. Jólin á Höfn Mikið er gaman að geta hlakkað til jólanna, og það gjörum við hér á Höfn. Elli- heimilið „Höfn“ í Vancouver er vinsæl stofnun, og á marga góða vini, og aldrei kemur það betur í ljós en einmitt á jól- unum; þá fáum við heimsókn- ir, glaðningar og gjafir sem við fáum aldrei full þakkað fyrir, og þá koma Sólskins konur sem fyrr, og buðu öllu fólkinu hér í jóla party, des. 20. í neðri sal heimilisins. Þar stóð upp puntað jólatré og á því loguðu mislit Ijós. Svo voru þar uppbúin borð, með fallegum blómum og kerta- ljósum — og hlaðin jóla kræs- ingum. Sólskins konur fögnuðu gestunum við dyrnar og leiddu fólkið til sætis. John S. John- son formaður stjórnarnefndar Hafnar stóð þá upp og setti hann mótið, og bauð alla vera velkomna í nafni „Sólskins". Hann óskaði öllum gleðilgera jóla, og lét syngja jóla sálm- ana íslenzku. Máske að það hafi þá hrokkið tár af ein- staka auga, en þó engin sorg- artár, heldur viðkvæmar minningar frá liðnum dögum. Mrs. S. Gunnarsson las upp jólasögu, og María Howardson spilaði píanó sóló, en unglings- piltur spilaði á gítar og söng. Á eftir var útbýtt gjöfum — og því um líkt — og svo komu konurnar með heitt súkkulaði og kaffi sem hver vildi, með brauðinu á borðunum — veru- leg jólaveizla. Hjartans þökk Sólskins konur, fyrir þessa gleðistund, gjafir og alla góð- vild! Og svo komu blessuð jólin, og þá var snjór á jörð, en ekki þó svo að það aftraði Jim sonarsyni mínum frá því að koma frá White Rock til að sækja „ömmu“ gömlu. Þegar við komum á „free way“ þá var vegurinn auður eins og um sumar. Nú var líka gaman að koma heim til Peggy og George og litla Eríks — og þá fann ég líka fullkomna sælu, þegar drengurinn okkar kom með opinn faðminn til að heilsa mér — hann er nú orð- inn 5 ára gamall. Þar var líka jólatré og skraut og kertaljós í fallegu stofunni. í eldstæðinu logaði og snarkaði í viðnum, og nú naut ég jólanna með ástvinum mínum. Stjórnarnefnd Hafnar hélt ársfund sinn 25. janúar og þangað voru allir velkomnir. Mr. John S. Johnson, sem er forseti nefndarinnar, setti fund og las skýrslur um starf- rækslu heimilisins. Mrs. Emily Thorson féhirðir nefndarinn- ar sagði frá innkaupum og kostnaði í því sambandi. Kom þar greinilega fram að hagur heimilisins er í bezta lagi, enda óhætt að fullyrða að hvergi fengist betra fólk held- ur en Mr. Johnson og Mrs. Thorson í þeirra stöðu. Heim- ilið er full setið, 62 manns og 10 starfsfólk. Nýlátinn er hér aldraður maður, Björn Þor- varðarson, 89 ára, búin að vera á Höfn í mörg ár og oft mjög vesæll. Björn var vel greind- ur maður og mesta prúðmenni. Blessuð sé minning hans. Skemmtanir á Höfn Oft kemur hingað fólk ein- ungis til að skemmta okkur. Lítill drengur, dóttursonur S i g u r ð a r Stefánssonar (á Höfn) kom og dansaði svo fallega, allskonar „fancy tap dancing“ og var það hrífandi að horfa á hann svo lipran og léttstígan. Hann hefur tví- vegis komið hingað, okkur til ánægju, og hafi hann hjart- ans þökk fyrir. Þá kom líka hljómleika flokkur (8 manna) string ensemble, og spiluðu þeir fyrir okkur mörg falleg lög. En Mrs. Anna McLeod kom með þeim og söng is- lenzk ljóð svo yndislega vel, sem fyrr. Þetta var bezta skemmtun og við þökkum fyrir. Ströndin, deild þjóðræknis- félags íslendinga í vestur- heimi hér í Vancouver hélt sinn ársfund 9. febrúar í neðri salnum á Höfn. Snorri Gunn- arsson forseti setti fund kl. 8 e.h. Fundargjörðir frá liðnu ári voru lesnar og samþykkt- ar. Þá las Snorri skýrslu for- seta, sem sýndi að mikið og vel hafði verið starfað. Má þar með nefna bókasafnið sem Ströndin gaf Höfn, og ég hef áður sagt frá. Nú er búið að flokka allar bækur, og koma þeim fyrir í rlýju skáp- unum, skrásetja þær og núm- era, og var það vissulega mikið verk, og vel gjört. Ný- skeð gáfu þau dr. og Mrs. S. E. Framhald á bls. 3. Barði Skúlason lögmaður látinn Fyrsti íslendingurinn, sem útskrifaðist frá Norður Da- kota háskólanum var Barði G. Skúlason og er hann nú nýlega látinn, hátt á fjórða ári yfir nírætt. Hann var fæddur 19. janúar 1871 og voru foreldrar hans Guðmund- ur Skúlason frá Reykjarvöll- um í Skagafirði og kona hans, Guðrún Guðmundsdóttir. Þau áttu mörg börn og komust fimm til fullorðinsára, þrjár dætur og tveir synir, Barði og Skúli. Fjölskyldan flutti vest- ur með stóra hópnum 1876 og settist fyrst að í Nýja íslandi, en flutti til Norður Dakota 1880 og nam land í Víkur- byggð. Barði var einn af nemend- unum sem innrituðust í Moun- tain skólann þegar hann var stofnaður 1881. Sex árum síð- ar hóf hann nám við kennara- skóla og varð síðan með fyrstu kennurum í héraðinu og vann sig þannig áfram gegnum háskólanámið og lauk prófi með hæztu einkun sem Bachelor of Arts 1895. Tveim árum síðar lagði hann fyrir sig lögfræðinám og að því loknu gerðist hann lögfræð- ingur í Grand Forks og kenndi jafnframt lögfræði við N.-Dak. háskólann. Hann gengdi og störfum sem aðstoðar saksóknari rík- isins og átti um skeið sæti á þingi Norður Dakota ríkis. Barði kvæntist Charlottu Robinson og fluttu þau til Portland, Oregon, 1911 og átti hann þar heima síðan og rak þar lögmanna fyrirtækið Skúlason og Clark til dauða- dags við góðan orðstýr. Barði Skúlason hvarf úr ís- lenzku félagslífi snemma á ár- um en var þó ávalt áskrifandi að íslenzku blöðunum og fylgdist með því sem var að gerast meðal landa hans. Hann var ræðismaður Islands í Oregon. Hann lætur eftir sig eina dóttur, þrjú barnabörn og fimm barna-barnabörn. Fréttir frá íslandi Þáttlaka íslands og Norðurlanda í heimssýningu í Montreal Morgunblaðið hafði í gær samband við Gunnar J. Frið- riksson, framkvæmdastjóra, sem er fulltrúi íslands í nefnd- inni, sem annast undirbúning fyrir ríkisstjórnir N o r ð u r- landa vegna heimssýningar- innar, sem væntanlega verður opnuð í maímánuði 1967 í Montreal í Kanada. Gunnar sagði, að nefndin vinni nú að fyrsta undirbún- ingi fyrir sýninguna, sem rík- isstiórnir fjölmargra landa verða aðilar að. Norðurlöndin öll verði með sameiginlegt sýningarsvæði og verði á því allt hið helzta, sem þessar þjóðir séu stoltar af og vilja láta þekkja sig af. Ekki verði sýndar beinlínis vörur ein- stakra framleiðenda, nema þá sem liður í heildarmynd, t.d. útflutningi. Gunnar sagði ennfremur, að nefndin hafi haldið nokkra fundi og sé gert ráð fyrir að hún haldi fund í Reykjavík annaðhvort í apríl eða maí í vor. Mgbl. 3. febr. ☆ Geipiverð á íslenzkum frímerkjum í New York Sænska blaðið Dagens Ny- heter skýrir frá því, að á upp- boði í New York fyrir skömmu hafi selzt umslag, sem á voru nokkur hinna elztu íslenzku frímerkja, fyrir 150 þús. ísl. krónur. Merkin eru að verð- gildi t v e i r skildingar og þriggja skildinga samstæða. Þau eru ekki metin nema á nokkur hundruð krónur. En frá tímabilinu 1873 til 1876, þegar þessi merki voru í gangi á Islandi, eru ekki til varð- veitt nema 18 frímerkt bréf — og þegar eitthvert þeirra fer á markaðinn, er eftirspurnjn gífurleg. Þessi eftirspurn hefur aldrei verið meiri en einmitt nú. Hjá uppboðsfyrirtækinu I r w i n Heiman varð hennar fyrst Framhald á bls. 2.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.