Lögberg-Heimskringla - 25.02.1965, Side 4

Lögberg-Heimskringla - 25.02.1965, Side 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 25. FEBRÚAR 1965 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Edilor and Business Manager: INGIBJÖRG JÓNSSON Board of Directors' Executive Committee President, Grettir L. Johannson; Vice-President, Grettir Eggertson; Secretary, S. Aleck Thorarinson; Treasurer, K. Wilhelm Johonnson. EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Haraldur Bessason, Rev. Valdimor J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Johann G. Johannson, Thorvaldur Johnson, Jakob F. Kristjansson, Rev. Philip M. Petursson. Vancouver: Dr. S. E. Bjornsson. Boulder, Col.: Askell Love. Minneapolis: Valdimar Bjornsson. Grand Forks Richard Beck. Reykjavik: Birgir Thorlacius. Akureyri: Steindor Steindorsson. London: Dr. Karl Strand. Subscription $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorized as second class mail by the Post Office Department, Ottawa, and for payment of Postage in cash. Ársþing Þjóðræknisfélagsins „Þetta er það bezta þjóð- ræknisfélagsþing sem ég hefi sótt!“ sagði roskinn og ráð- settur bóndi frá Leslie í Sas- katchewan við mig að lok- inni síðustu kvöldsamkomu ársþings félagsins á miðviku- dagskvöldið síðastl. viku. — Ekki mun hann hafa sótt þau öll, því nú eru þau orðin fjörtíu og sex að tölu en hann mun hafa sótt mörg þau fyrstu, þegar starfskraftarnir voru e.t.v. öflugri en nú, og þótti mér því vænt um þessi ummæli hans, því þau gefa til kynna að ekki er um afturför að ræða hvað snertir þessa miðsvetrar stórhátíð okkar. Þrátt fyrir óblítt vetrarveður sátu þingmenn fundi í þrjá daga og kvöldsamkomurnar fjórar voru fjölsóttar. Vegna þess að L.-H. verður að koma út hvernig sem á stendur, var mér ekki mögu- legt að sækja fundi á þriðju- daginn og fyrir hádegi á mið- vikudaginn, en vænti þess að ritari félagsins, frú Hólmfríð- ur Danielsson gefi yfirlit hér yfir gjörðir þingsins síðustu tvo daganna; fyrsta deginum voru gerð nokkur skil í síð- asta blaði. Við höfum sannfrétt að ræðumaðurinn í miðdegis- verðarboði Icelandic Canadian Club á þriðjudaginn, Sigtrygg- ur O. Bjerring hafi flutt afar skemmtilega ræðu um ís- lenzka viðskiptamenn á fyrstu árunum hér í Winnipeg og séra Sveinbjörn Ólafsson hafi flutt íturhugsað og skörulegt erindi á samkomu félagsins þá um kvöldið og munu þær ræð- ur væntanlega birtast í næsta riti félagsins. Ennfremur var til þess tekið hve formaður félagsins Bill Finnbogason stjórnaði þessum samkomum með mikilli lipurð og háttvísi. Miðdegisverðarboð Þjóð- ræknisfélagsins í Paddock Restaurant Sigurði Helgasyni og frú til heiðurs var ánægju- legt, salurinn þéttsetinn og framreiðsla góð. Þar var staddur Guttormur J. Gutt- ormsson skáld frá Riverton og ávarpaði hann samkvæm- ið, kvaðst hann þangað kom- inn til að biðja Sigurð for- stjóra að flytja Loftleiða- mönnum þakkir sínar fyrir höfðinglegar og ógleymanleg- ar móttökur og fyrirgreiðslu, er hann heimsótti Island sumarið 1963. Síðan flutti hann þeim vísu með viðeig- andi inngangsorðum og lét skrítlurnar og gamanyrðin fjúka, þannig að hlustendur veltust um af hlátri. Vænt þætti okkur um ef hann yrði að tilmælum okkar að láta blaðinu í té vísuna til Loft- leiða og inngangsorðin. Stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins Á þingfundinum eftir há- degi var samkvæmt lögum gengið til kosninga og voru allir embættismenn félagsins endurkosnir og er nefndin þannig skipuð: Forseti, séra Philip M. Pétursson; varafor- séti, próf. Haraldur Bessason; ritari, frú Hólmfríður Daniels- son; vara-ritari, Páll Hallson; féhirðir, Grettir L. Johannson; vara-féhirðir, Jóhann T. Beck; fjármálaritari, Guðman Levy; vara-fjármálaritari, frú Krist- ín Johnson; skjalavörður, Jakob F. Kristjánsson. Snorri Gunnarsson var kjör- inn sérstakur fulltrúi Þjóð- ræknisfélagsins á Kyrrahafs- ströndinni. Yfirskoðunarmenn reikninga voru endurkosnir — þeir Davíð Björnsson og Gunnar Balwinsson. Allir þessir nefndarmenn hafa starfað mikið og vel á árinu (sjá skýrslu forseta) og var því ánægjulegt að þeir gáfu kost á sér aftur í nefnd- ina. Lokasamkoma Þjóðræknis- félagsins var með afbrigðum vel sótt, þannig að naumast voru nægileg sæti fyrir alla. Þeirri samkomu stjórnaði, samkvæmt venju varaforseti, Haraldur Bessason prófessor. Höfðu mörg skemmtiatriðin á þessari samkomu og á Fróns- mótinu fengist fyrir hans at- beina. Góður rómur var gerður að hinni ágætu og tímabæru ræðu Sigurðar Helgasonar forstjóra og var hún birt í síð- asta tölublaði L.-H. — Sjald- an hafa verið sýndar fegurri litmyndir frá íslandi en þær er hann kom með og skyldi hann þær eftir í vörslum ræð- simannsins, Grettis L. Johann- son, svo sýna mætti þær í fleiri Islendingabyggðum. Jóhannes Pálsson lék af mikilli list, eins og ávalt, á fiðlu sína og hefðum við gjarnan viljað hlýða á hann lengur. Systir hans, frú Lilja Martin, lék undir á píanó, eins og bezt verður ákosið. Ungu stúlkurnar Carol Thorstein- son og Doreen Borgford skemmtu gestum vel með söng sínum og voru kennara sínum Mrs. Ölmu Gíslason til sóma, en hún lék undir. Heiðursfélagar Að skemmtiskrá lokinni tók forseti, séra Philip M. Péturs- son aftur við stjórn og bað hann ritara að bera upp til- lögur stjórnarnefndar um kjör heiðursfélaga og voru þessir kjörnir heiðursfélagar í Þjóðræknisfélagi Islendinga í Vesturheimi: Dr. Bjarni Bene- diktsson, forsætisráðherra Is- lands, frú Ingibjörg Jónsson, ritstjóri Lögbergs-Heims- kringlu og Grettir L. Johann- son ræðismaður íslands og fé- hirðir Þjóðræknisfélagsins, og afhenti forseti skrautrituð skírteini í fallegri umgerð þessu kjöri til staðfestingar. Að því loknu sagði hann hinu fertugasta og sjötta ársþingi Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi slitið. Bréf til Ingibjargar Kæra vinkona, Ingibjörg, Þetta verður bara ófullkomið svar við þínu góða og skemmtilega bréfi sem ég þakka innilega. Hér verða taldir aðeins fáir af mörgum merkis atburð- um sem skeðu í hinu söguríkasta samkomuhúsi íslendinga í Winnipeg. I gömlum blöðum fleiri að fjalla. I minningunni er Tjaldbúð- arkirkjan ennþá uppistand- andi á horninu á Furby Str. og Sargent Ave. í Winnipeg. Hún var reist fjórum eða fimm árum fyrir síðustu alda- mót, af söfnuði sem klofnað hafði út úr söfnuði Fyrstu lútersku kirkjunnar, norður söfnuðinum svonefnda. Tjald- búðin er ferkantað kassalagað timburhús með krossþaki (of- 'an að sjá úr flugvélum sem ekki voru til þá) og pínulitl- um turni upp úr miðju þak- inu. Skömmu eftir að hún var fullgerð og tekin í nótkun, skeði sá ömurlegi atburður að þakið bilaði undir turninum, líklega fyrir óvandvirkni kirkjusmiðanna, og sökk, með turninn ofan á sér, djúpt nið- ur í efri tasíuna. Sem nærri má geta olli þetta mikilli óá- nægju innan safnaðarins. Lýsti einn safnaðarstólpinn í heyrenda hljóði á safnaðar- fundi, yfir því að hann sæi sér ekki fært, samvizku sinn- ar vegna, að tilheyra kirkju sem væri sliguð. Má vera að frá slíku erfiðleikatímabili sé komið upphaf einnar sam- komuræðu séra Hafsteins Pét- urssonar: „Ég er þreyttur, dauðans þreyttur af störfum og áhyggjum næstliðinna daga“. Hann var fyrsti prestur Tjaldbúðarinnar; hafði áður þjónað í Argyle byggð, elsk- aður og virtur af öllum, ógift- ur og barnlaus. Hann var tal- inn fluggáfaður; flutti allar sínar ræður af munni fram blaðalaust. Hann hafði og forframast norður við íslend- ingafljót, búið þar börn undir fermingu, fært gild rök að því, að allir hlutir sönnuðu þrenn- ingar kenninguna: t.d. rúmið sem við sofum í, það er lengd þess, hæð þess, breidd þess. Ekkert var eðlilegra og skiljanlegra en það, að sann- og doðröntum er um marga leikurinn kæmi fram meðal fiskimanna í norður Nýja ís- landi. En hitt verður aðeins lærðra manna hlutskifti að vita, hve náinn skyldleiki er með afstæðirkenningu Ein- steins og rúmstæðiskenninu Hafsteins. — Kirkjulegur félagsskapur og samvinna hafa sennilega hvergi verið betri en í tjald- búðinni á þeim dögum. Áhuga- málin voru mörg á döfinni. Eitt þeirra, gizka ég á, að verið hafi brýnast: að fá gert við tjalbúðar þakið áður en fólki færi að þykja það fallegt og byggingameistarar að taka það til fyrirmyndar. Árið 1895 orti síra Hafsteinn sálm og var hann sérprentað- ur og sunginn með laginu Eld- gamla Isafold, við mörg há- tíðleg tækifæri í Tjaldbúðar- kirkju. Ekkert man ég nú annað en þetta úr sálminum: Hér er guðs heilagt orð, helg skírn og náðarborð Tjaldbúðar trú. Aldrei var meira tómahljóð í Tjaldbúðinni og aldrei sýnd- ist hún meira niðurbrotin en þá er síra Hafsteinn hvarf úr íslenzkum félagsskap og flutt- ist til Danmerkur og giftist þar. En svo vel vildi til að mað- ur kom í manns stað. Síra Bjarni Þórarinsen, þá nýkom- inn frá íslandi gerðist þjón- andi prestur í Tjaldbúðar- kirkju. Áður hafði hann nokkrum sinnum embættað í „Northwest Hall“ sem þá var stærsti samkomusalur Winni- peg-íslendinga, og fengið svo mikla aðsókn áheyrenda að ekki mátti meiri vera rúms- ins vegna. Síra Bjarni virtist hafa alla kosti sem einn prest má prýða; ræðumaður svo af bar; framkoma og flutningur málsins með ágætum. Auk þess var hann gleðimaður mikill, góð glettinn (humor- iskur) og hláturmildur, en stiltur og staðfastur, þegar því var að skifta, sem eftirfylgj- andi smásaga vitnar um. Sodakexmessan svonefnda var morgunmessa einn sælan sunnudag í Tjaldbúðinni, full- skipaðri fólki. Síra Bjarni hafði lokið einni af sínum á- gætu stólræðum, búinn að blessa yfir fólkið og var að lesa sálminn eftir colektu fyr- ir altari. Þá öllum á óvart kemur inn í kirkjuna öldruð kona með körfu á handleggn- um sem í voru nokkrir bréf- bögglar, og gengur rakleitt inn ganginn og upp á söngpall, sezt hjá söngfólkinu og fer að éta sódakex upp úr körfunni. Mörgum varð að brosa að þessu, en séra Bjarna stökk ekki bros. Hann lauk við að lesa sálminn og söngflokkur- inn stóð upp til að syngja. Þá leggur gamla konan frá sér * körfuna og stendur upp með munninn fullan af sódakexi og hóf að syngja með söng- flokknum en hélt áfram að tyggja — líklega taktlaust. Söngflokkurinn varð að hætta að syngja, ætlaði alveg að s p r i n g a af niðurbældum hlátri. Gamla konan settist þá bara niður og hélt áfram að éta sódakexið upp úr körf- unni. Allir í kirkjunni reyndu auðvitað að halda niðri í sér hlátrinum, en flestir, ef ekki allir, að undan skildum hinum óvænta kirkjugesti og síra Bjarna, biluðu og mistu út úr sér hláturinn. Ef þetta hefði verið skipu- lagður hlátur í leikhúsi, þá mundi ærinn hvellur hafa kveðið við. En þessu var ekki þannig farið, aðeins óvenju- legir smellir heyrðust á víð og dreif um alla kirkjuna, líkt sem sprengdar væru knell- hettur. Sjálfsagt hefur síra Bjarni trúað því að synd væri að hlæja í kirkjunni meðan á messu stæði, og gert sér grein þess að syndin var hin sama, hvort sem hláturinn var inni- byrgður, látinn laus, eða mist- ur út fyrir slys. Þess utan hefur hann fundið, að hann mátti ekki hlæja upphátt vegna síns geislega embætt- is. Hann varð að standast próf- ið frammi fyrir siðuðum mönnum ef nokkrir voru. Andlit hans bólgnaði og tútn- aði út af ofraun að standast það. Og sjá, hann sigraði og hélt sínum helgidómssvip, þó nokkuð örðugt væri að greina hann, því andlitið stóð á blístri. Ef allir hefðu verið eins samvizkusamir og síra Bjarni, þá hefðu allir orðið eins og hann í framan, og hann ekki getað stilt sig frammi fyrir slíkum söfnuði. Þetta fór allt á annan og betri veg. Síra Bjarni las út- gönguversið með andakt og skjálfraddaður, eins og hann Framhald á bls. 5.

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.