Lögberg-Heimskringla - 25.02.1965, Page 6
6
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 25. FEBRÚAR 1965
rt__----------------- - .
GUÐRÚN FRA LUNDI:
Tengdadóttirin i
Skáldsaga
• —' _________ ___=?=»
Maður hennar stóð áhyggju-
fullur á svip heim við bæjar-
dyrnar. „Ætli þú hafir haft
meira upp úr orðakastinu við
hana en ég“, sagði hann gram-
ur.
„Það vantar ekki kjaftavitið
og ósvífnina, þetta pakk“,
sagði hún.
Svo gengu þau þegjandi inn
í suðurhúsið. Þar var enginn.
Hann gekk um gólf hægum,
þreifandi skrefum, meðan hún
tók ábreiðuna ofan af rúminu
þeirra. Hana langaði til að
minnast eitthvað á þessa ham-
hleypu, sem ómögulegt var að
mæla máli, en fann engin orð,
sem við áttu. En gamli mað-
urinn var ekki að hugsa um
Höllu, heldur nágrannana,
sem höfðu búið við hlið hans í
mörg ár, friðsamir og viðmóts-
þýðir. „Mikil ósköp er að
hugsa sér, hvað mennirnir
geta verið falskir og ómerki-
legir, ef þetta er satt, sem hún
segir“, sagði hann, þegar hann
lagði frá sér seinni sokkinn.
„Fellsendabændum trúi ég til
alls, en Hannes á Borgum hélt
ég að væri ekki þannig í minn
garð, en ég heyrði konuskepn-
una kalsa um þetta sama efni
þarna við hlóðirnar í vor. Það
er víst engan hægt að
forsvara. Ég hefði gert betur
að tala aldrei orð við hana og
geri það líklega hæfilega oft
hér eftir“.
Þar þóttist Elín vita, að
hann ætti við Höllu, en ekki
Þorgerði á Borgum, þó að hún
yrði sjálfsagt ekki á marga
fiska metin hér eftir. „Ef þú
hefðir heyrt, hvað hún lét út
úr sér um þig sjálfan“, sagði
hún.
„Ég býst við að hafa heyrt
það. Mér þykir ólíklegt að þú
farir að taka þér slíkt í munn
eftir henni. Hún býr þetta
bara til, svo að maður geti
engu svarað henni. Þetta segir
enginn maður“, sagði hún lágt
og aðvarandi.
„Þvílík yfírsjón að fara að
ráða til sín manneskju úr ó-
kunnu héraði“, kveinaði
gamla konan.
„Það er þægilegt að grípa
til þess, enda spararðu það
ekki“, sagði hann gramur.
HALLA
HEFUR SIGURINN
Næsta dag var sjálfsagt að
koma heim heyinu. Þorgeir
var búinn að ná í hestana og
kominn með þá heim á hlað
áður en sauð á katlinum hjá
mæðgunum. Gunnhildur kom
brosandi út í dyrnar, þegar
hún heyrði til hans. Hún
hlakkaði til þessara hlýju
morgunkossa, sem maður
hennar hafði gefið tvo undan-
farna morgna. En nú varð
hann ólíkt kaldari. Honum
hafði runnið í skap við að sjá
engan úti, sem gæti lagt reið-
verin á hrossin með sér. „Er
Guðmundur ekki kominn á
fætur, svo að hann geti tekið
undir reiðingana á móti mér?“
sagði hann önuglegt.
„Jú, það hlýtur hann að
vera. Annars ertu svo snemma
á fótum, að við erum ekki bún
ar að hella á könnuna".
„Það er víst vanalegt að
taka daginn snemma, þegar á
að binda, þar sem nokkur hef-
ur áhuga fyrir að eitthvað
gangi“, sagði hann í sama tón
og áður.
I sama mund kom Gvendur
út og þeir fóru að leggja á
hrossin án þess að talast við.
Þorgeir gleymdi fljótt gremju
sinni — hann var léttlyndur
að eðlisfari. Svo kom gamli
húsbóndinn út, krossaði sig og
leit til veðurs. Hann hagaði
sér líkt og tryggur hundur,
sem býst hálfvegis við höggi,
en langar til að nálgast hús-
bónda sinn. Hann þurfti að
tala við Þorgeir, en vissi ekki,
hvernig undirtektir hann
fengi. Þeir höfðu ekki talazt
við síðan Gunnhildur gekk á
milli inni í suðurhúsinu nema
það, sem Þorgeir spurði hann
um veðrið fram á engjunum.
Þorgeir mundi of vel, hvernig
séra Sigurður kom fram við
sinn tengdaföður, til þess að
vera að erfa þetta uppþot. —
Loks vogaði þó sá eldri að á-
varpa hinn: „Nú vantar okkur
Láfa minn til að fara á milli.
Heldurðu að Keli litli geti
það? Það er ekki vanalegt að
það fari illa á hjá þér. Ég er
orðinn svoddan garmur og
treysti mér ekki til að koma
fyrir einn“, sagði hann blíður
í máli.
„Ég léti þá heldur einhverja
stúlkuna hjálpa þér og Gvend
fara á milli“, svaraði Þorgeir
jafnhlýlega og vanalega.
„Nafni litli er heldur ungur
ennþá“, sagði gamli maðurinn
sárfeginn að heyra engan vott
af kala í svari tengdasonar
síns. „En ekki var hún móðir
hans eldri, þegar hún vildi
fara að teyma heylestina. Það
var nú meiri kjarkurinn í
þeirri manneskju seint og
snemma“.
„Já, já“, sagði Þorgeir, „en
hann getur kannske riðið með
og séð hvernig fer á lestinni".
Gvendur hrúgaði reipum á
klakkana og teymdi hestana
fram túnið á meða tengda-
feðgarnir gengu inn í búrið til
að hressa sig á kaffinu. Mæðg-
urnar voru tvær einar í búr-
inu. „Hver fer nú á milli?“
sagði gamla húsmóðirin nöldr-
andi. „Líklega er það þó ekki
meiningin að Hjálmar komi
einn fyrir eins og hann er
slæmur af gigt í handleggn-
um?“
Hjálmar gaf konu sinni ó-
hýrt auga. Það leit út fyrir að
hún ætlaði að fara að leggja
það í vana sinn að senna við
fólk og koma öðrum til þess.
„Það er sjálfsagt engin hætta
á því að Þorgeir ætli honum
það“, sagði Gunnhildur. „Ég
var að hugsa mér að Sæunn
gæti hjálpað honum“. Það var
sjaldan, sem hún lagði orð í
samræður eins og þessar, en
nú óttaðist hún að einhver
þrætumál kæmu fyrir og
reyndi að tefja fyrir með því
að tala. Hún sá svipinn á móð-
ur sinni og vissi, hvað hafði
gengið á úti við lækinn kvöld-
ið áður, en um það vissi Þor-
geir ekkert.
„Við vorum að tala um að
drengirnir færu á milli“, sagði
gamli húsbóndinn.
Halla geystist inn í búrið
áður en Gunnhildur gat svar-
að því til, að sér fyndist ó-
mögulegt að láta Hjálmar litla
eiga við það að fara á milli.
Það leit helzt út fyrir að
gömlu hjónin vildu gufa upp,
þegar þessi orðfreka griðka
settist við borðið og hringlaði
tómum yfirbollanum á undir-
skálinni trl að vekja athygli
húsmóðurinnar. Hún hellti
líka samstundis í bollann hjá
henni. Það leit út fyrir að hún
væri vel kunnug því, sem þau
voru að vandræðast yfir, því
að hún tók upp þáttinn, þar
sem Gunnhildur hafði sleppt
honum. „Það skyldi nú verða
vandræði með, hver ætti að
halda í tauminn á bikkjunum
heim að stakknum. Ég get
áreiðanlega gert það, ef ykkur
sýnist svo. Hef reyndar ekki
ósjaldan reyrt sátu líka, en
það er erfitt verk og svo þyk-
ist ég vita, að Þorgeir kæri
sig ekki um svoleiðis puð. —
Mér dettur ekki í hug að bjóð-
ast til að koma fyrir með
gamla manninum. Hann kysi
sjálfsagt heldur að hafa fjand-
ann sjálfan í verki með sér
en mig---------“.
„Drekktu kaffið, manneskja,
og hættu þessum ósköpum“,
sagði gamli húsbóndinn.
Hún saup á kaffinu. „Nema
það sé meiningin að ég eigi að
fara burtu í dag — svona án
þess að hafa gert nokkuð af
mér. Mér skildist það helzt á
gömlu hjónunum í gær-
kvöldi“, hélt hún áfrapi og
beindi tali sínu til Þorgeirs.
„En ég segi nú bara það sama
og ég sagði þá, að gangandi
fer ég ekki. Ykkur er óhætt
að setja einhverja truntuna
undir mig. Þær eru heldur
ekki svo fáar hérna“.
Það varð þögn við borðið.
Þorgeir var óviðbúinn þessari
dembu og skildi hvorki upp
né niður í rausi hennar. Hún
drakk kaffið ekki laus við
glettni í svipnum.
„Kannske þú viljir taka að
þér að fara á milli, Halla?“
sagði Þorgeir óþarflega hátt.
„Auðvitað vinn ég það, sem
mér er ætlað, eins og vant er“,
svaraði hún og stóð upp með
bollann í hendinni, fór fram
að eldavélinni og hellti kaffi í
hann án þess henni væri boðið
og settist svo í sæti sitt aftur.
„Það þurfa nú fleiri að
drekka kaffi en þú“, sagði
Elín heldur óþýðlega. Henni
ofbauð þessi frekja. Það var
heldur ekki í fyrsta sinn, sem
hún gekk fram af henni. Og
þarna stóð Gunnhildur rétt
hjá kaffikönnunni og lét þetta
háttalag afskiptalaust.
„Það sýður á katlinum og
því vandalaust að skvetta ofan
í pokann“, sagði Halla. „Mér
stendur á sama, þó að það sé
skollitað handa þeim, sem á
eftir mér drekka. Ég er búin
að fá minn skerf vel útilát-
inn“.
„Þetta er líkt þér“, sagði
Elín.
„Eins og hver sé ekki sjálf-
um sér næstur“, svaraði sú
orðhvata kona Halla. Gunn-
hildur snéri til dyra, því að
henni leizt ekki friðsamlega á
samræðurnar. „Farðu ekki,
Gunnhildur, ég þarf að tala
við þig“, sagði Halla.
„Hvað skyldi nú koma?“
spurðu gömlu hjónin hvort
annað með augunum.
Gunnhildur færði sig inn að
borðinu. „Hvað var það, sem
þú vildi segja við mig?“ söngl-
aði hún fram um nefið.
„Er það eftir þinni ósk og
þínum vilja, að foreldrar þín-
ir segja mér í burtu af heim-
ilinu? Mér fannst að þau
hefðu einhverjar sakir á mig,
sem þau hikuðu við að nefna.
Ég get vel ímyndað mér hvað
það er. Kannske þú getir gefið
mér einhverja skýringu“,
þrumaði Halla.
Þorgeir spratt upp eins og
stunginn af nálaroddum. —
„Jæja, það er líklega heppi-
legra að fara að komast fram
á engjar en sitja hér yfir tóm-
um kaffibollum og óþarfa
samræðum", sagði hann og
var horfinn fram úr dyrunum
með sama. Það leit út fyrir að
það væri ekki allt búið ennþá.
Þvílík þó djeskotans reki-
stefna í þessu fólki, hugsaði
hann og gremjan blossaði upp
í honum á ný. Hann langaði til
að heyra svar Gunnhildar, en
hafði ekki geð í sér til að sitja
lengur inni.
„Ég hef enga ástæðu til að
óska eftir því að þú farir“,
sagði Gunnhildur. Svo bætti
hún við þessum vanalega úr-
skurði: „Það er bezt að Þor-
geir ráði því“.
„Ertu kannske hrædd um
hann fyrir mér?“ spurði Halla
og bætti svo við, þegar Gunn-
hildur svaraði engu: „Þú þarft
ekki að óttast það, því er nú
fjandans verr. Við höfum
aldrei haft nokkurt tækifæri
til neins, þótt við hefðum ver-
ið reiðubúin, sem ég veit ekk-
ert um hvað hann snertir, en
það hefði ekki staðið á mér“.
Hjálmar gekk fram fyrir
hurðina og stóð þar, svo að
sér yrði það ekki á að tala til
þessarar óhemju. Hann ætlaði
ekki að ganga á það heit, sem
hann hafði gefið sjálfum sér
kvöldið áður, að mæla ekki
við hana framar.
„Þú hefur svívirðilegt orð-
bragð og lýgur líka“, reifst
Elín gamla.
„Hverju svo sem hef ég log-
ið?“
„Hvernig skyldi þér ganga
að sanna það, sem þú sagðir
um hann Hjálmar minn í gær-
kvöldi? — aijnan eins hrein-
lífismann, sem aldrei hefur
verið kenndur við nokkra
konu nema mig“.
„Ja, ég sagði það nú bara
svona til að reyna að stinga
upp í þig, svo að þú rifir mig
ekki alveg á hol. Með ein-
hverju verður maður að reyna
að verja sig, þegar ráðist er á
mann svona aldeilis óvörum“,
sagði Halla og stóð upp. „En
hvað sem þið afráðið, fer ég
að hafa mig á engjarnar. Við
getum þá rifist heldur í kvöld,
ef tími vinnst til. Ég sem á að
verða milliferðamaður í dag.
Það gæti ég nú hugsað að yrði
heldur skemmtilegra en að
jagast hér“. Hún greip álitleg-
asta sykurmolann úr sykur-
karinu go snaraðist fram.
Gunnhildur hafði dregið sig
fram í hlóðaeldhúsið, sem var
gengið í úr bæjardyrunum. —
Hún ætlaði að reyna að standa
utan við þessar erjur, sem allt
í einu voru komnar á þetta
þögula heimili. Hún var að
brjóta sundur taðflögur og
leggja að í hlóðum, þegar
Halla renndi sér inn úr dyr-
unum og var komin ofan í
pilsvasa hennar og búin að ná
í tóbaksglasið áður en Gunn-
hildur var eiginlega búin að
átta sig á nálægð hennar. Hún
hressti sig á tóbakinu og dæsti
ánægjulega. Svo hvíslaði hún
fast við eyra hennar hlýlega:
„Blessuð vertu ekki óróleg
mín vegna. Ég hef litið eftir
honum og sé hvernig hann er
— alveg ómögulegur í þeim
sökum eins og þér er líklega
mest og bezt kunnugt um“.
Svo kyssti hún hana fyrir
hressinguna og þaut út. Gunn-
hildur stóð eftir kafrjóð eins
og sakborningur með tóbaks-
glasið í hendinni. Þar hafði
Halla stungið því. Hún fékk
sér í nefið og gekk svo inn í
búrið. Þar sátu gömlu hjónin
ósköp niðurbeygð. Elín var
fyrst að drekka kaffið á þess-
um morgni.
,Það verður að láta þetta
detta niður, pabbi“, sagði
Gunnhildur. „Það er óvana-
legt að hér sé ófriður, en hún
lætur ekki sinn hlut, þessi
kona“.
GOING TO ICELAND?
Or perhaps you wish to visit
other countries or places here,
in Europe or elswhere? Where-
ever you wish to travel, by
plane, ship or train, let the
Triple-A-Service with 40 years
travel experience make the
arrangements. Passports and
other travel documents secured
without extra cost.
Write, call or telephone to-
day witnout any obligations to:
ARTHUR A. ANDERSON
TRAVEL SERVICE
133 Claremont Ave.,
Winnipeg 6. Man.
Tel.: GLobe 2-5446