Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 29.09.1966, Qupperneq 2

Lögberg-Heimskringla - 29.09.1966, Qupperneq 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 29. SEPTEMBER 1966 Saga þroskans Hagir manns og hættir breytast, haggast margir siðir til. Fylgja þroska öllum oftast afturfaratímabil. Menn hafa hraðar hinzta spölinn haldið fram, svo flestu er bylt. Þó er eðlið illa tamið, undirniðri hrátt og villt. Nú er flogið álfu úr álfu aðeins fárra stunda skeið. Orka ný til iðju tamin, er síns tíma falin beið. Nú fær vélin vinnulúa varið þann er strita hlaut. Auk þess getur iðjuleysi orðið manni torleyst þraut. Nú er margur vöðvinn veikur, vinna, sem að hefði treyst, og við nýju ósiðunum alltof lítil skorða reist. Æskan, sem að ekki kynnist öðru en sinni nýju tíð, skilur ekki eðlilega ættslóðanna þrautastríð. Vandi fylgir vegsemd hverri, verða mun það ennþá ljóst. Nú er eftir ónytjunni einni saman mikið sótt. Goldin skyldi æ í elju einhverskonar, nauðsyn hver, ella færð þú ekki metið eldi það, sem veittist þér. Þegar vinna vöðva og heila verður ekki lengur nýtt, þá mun öllum leti-löstum lýðsins fram á sviðið ýtt. Fjölga munu glöp og glæpir, gangan fram til þroskans heft. Eftir tómu einskis virði ímyndaðra nautna keppt. P. G. Sigurður Nordal átfræður 1 dag, 14. sept., verður dr. Sigurður Nordal prófessor átt- ræður, en hann hefur borið hróður Islands víðar og betur á sviði íslenzkra fornfræði- rannsókna en nokkur annar maður á þessari öld. Dr. Sigurður fæddist að Eyjólfsstöðum í Vatnsdal 14. sept. 1886, sonur Bjargar Jósef- ínu Sigurðardóttur og Jóhann- esar Nordals, síðar íshússtjóra í Reykjavík. Ég hef getið mér þess til, að fagurt landslag hafi átt sinn þátt í að marka andlegt svip- mót einstaklingsins og þeim mun fremur sem andlegt at- gjörvi og hæfileikar hafi í hon um búið. Þannig ólust þeir Bjarni Thorarensen og Þor- steinn Erlingsson upp í Fljóts- hlíðinni, einni fegurstu sveit á Suðurlandi, Jónas Hallgríms- son í Öxnadal, sérkennilegasta dal á öllu Norðurlandi, Jó- hannes Kjarval í Borgarfirði eystra, þar sem fjöllin loga og glitra í aftanskini, og þannig mætti lengi telja. Dr. Sigurðui1 fæddist og ólst upp í einhverri gróskumestu byggð og um leið í röð þeirra fegurstu á Norður- landi, Vatnsdalnum. — Mætti ekki ímynda sér, að fegurð landsins hafi átt sinn þátt í að glæða gáfur og fegurðarskyn hins vatnsdælska ungmennis? Það lá f^rir Sigurði að ganga menntaveginn og 1906 útskrif- aðist hann úr Menntaskólan- um 1 Reykjavík, sex árum síð- ar lýkur hann norrænuprófi við Kaupmannahafnarháskóla og 1914 varði hann doktors- ritgerð sína um Ólafs sögu helga. Má segja, að frá þeirri stundu hafi ævi Sigurðar ver- ið óslitinn framaferill og nafn hans tengt íslenzkum bók- menntum og bókmenntasögu að fornu og nýju órjúfandi böndum. Með útgáfu doktorsritgerðar sinnar vakti dr. Sigurður at- hygli erlendra norrænufræð- inga á sér. Hann hélt að vísu námi áfram fyrstu árin á eftir, fyrst í Berlín og síðar í Ox- ford, en erlendar menntastofn- anir sóttu eftir honum jafnt til kennslu fyrirlestrahalds og ritstarfa. Arið 1923 bauðst hon- um prófessorsstaða við Oslóar háskóla, en Sigurður kaus heldur að helga landi sínu og löndum starfsemi sína og það getur íslenzka þjóðin seint fullþakkað honum, því svo mjög gætti áhrifa hans meðal nemenda hans og bókmennta í landinu í heild. Engu að síð- ur nutu erlendir háskólar og fræðastofnanir starfa og hæfi- leika Sigurðar. Hann kenndi við Oslóarháskóla 1925, Stokk- hólmsháskóla 1933 og hann ferðaðist um Norðurlönd, Bret land og Ameríku og flutti fyr- irlestra. Samtímis þessu skrif- aði hann ritgerðir, sem birtust víðsvegar í erlendum vísinda- ritum, og segja má, að með hverju erindi sem hann hélt og hverri ritgerð sem hann skrifaði, hafi vegur hans vax- ið. Dr. Sigurður varð með ár- unum einn mest virti norrænu fræðingur núlifandi manna og heldur þeim sessi enn í dag. Af þessari ástæðu og vegna þess álits, sem hann naut með- al menningarfrömuða á Norð- urlöndum, var honum falið á hendur að annast ýmsar merk- ustu útgáfur íslenzkra bók- mennta á þessari öld, eins og t. d. Monumenta typographica Islandia I—VI, en hann var ritstjóri útgáfunnar og sá um útgáfu sumra bindanna sjálf- ur. Sama gegndi og um hina m i k 1 u ljósprentanaútgáfu Munksgaard’s, sem kom út í 20 bindum á árabilinu 1930 og fram um 1950, en þar kom Sigurður við sögu ásamt öðr- um merkustu norrænufræð- ingum, íslenzkum og erlend- um. Hann var útgáfustjóri ís- lenzkra fornrita 1933—1951, sem er vísindalegasta og merk asta útgáfa íslenzkra fornrita fyrr og síðar. Dr. Sigurðar var ritstjóri Studia Islandica fyrstu 10 árin, Nordisk Kultur VIII, bindi A—B, auk fjölda annarra útgáfna fyrr og síðar. Hér er ekki rúm til að telja nema aðeins-þær veigamestu. En það er annar þáttur í rit- mennsku dr. Sigurðar Nordals, sem vekur ekki síður athygli lesandans heldur en fræði- mennskan, skarpskyggnin og rökfestan. Sá þáttur er skáld- æð hans, ritfimi og stílsnilld. Þegar smásagnasafn hans, „Fornar ástir“, kom út 1919, vakti sú bók alþjóðarathygli vegna skáldlegs innsæis og rit- leikni. Þetta var byrjandaverk eins og þau gerast bezt í bók- menntum, og ýmsir söknuðu þess, að dr. Sigurður skyldi ekki helga sig fagurbókmennt- um og skáldskap með þeim hæfileikum, sem hann sýndi jafnótvírætt með þeirri bók. Raunar má segja, að hann hafi aldrei yfirgefið þetta hugðar- efni sitt að fullu, því ýmislegt fleira hefur frá honum komið í áþekka átt, eins og til dæmis Ijóðakver hans „Skottið á skugganum“, sem fáir þekkja, því bókin kom aldrei út nema í 54 eintökum og er þess vegna aðeins í fárra höndum. Líka má nefna leikritið „Uppstign- ing“, sem kom út 1946 og vakti athygli bókmenntamanna. Svo eru enn önnur rit, sem teljast ekki til skáldskapar, en skrifuð samt af þeirri skáld- legri innsýn og innblæstri, að stappar nærri skáldskap, meira að segja skáldskap eins og hann getur beztur orðið. Til þeirra rita dr. Sigurðar verður að telja Áfanga I—II, íslenzk menning, bók hans um Snorra Sturluson o. fl. 1 þeim öllum hefur dr. Sigurður náð einstæðum tökum, sem hafin eru yfir gagnrýni eins og þær bækur og sú list, sem snertir mann dýpst. Þess hefur enn ekki verið getið í ævi dr. Sigurðar, sem snertir yfirborðið sjálft, lífs- feril hans og mannvirðingu. Því skal hér að mestu sleppt, því persónulega finnst mér ó- endanlega miklu meir til at- gjörvis hans koma heldur en frama hans og mannvirðinga, þótt miklar séu. Þess skal þó aðeins getið, að dr. Sigurður gegndi prófessorsstörfum við Háskóla Islands frá 1918 til 1945 og eftir það án kennslu- skyldu og rektor háskólans var hann 1922—23. Hann átti sæti í bygginganefnd Háskóla ís- lands 1936—1940, hefur setið í stjórn fjölmargra bókmennta- og vísindafélaga, verið heiðr- aður af ýmsum háskólum bæði í Bretlandi og á Norðurlönd- um, verið meðlimur bók- mennta- og vísindafélaga víðs vegar um heim og loks sendi- herra íslands í Danmörku ára- bilið 1951—57. Dr. Sigurður er kvæntur Ólöfu Jónsdóttur yfirdómara Jenssonar, hinni merkustu konu og sem einnig er þjóð- kunn fyrir ristörf sín. Synir þeirra eru dr. Jóhannes banka stjóri og Jón tónskáld, báðir þjóðkunnir menn. Eina dóttur, Beru, eignuðust þau hjón, en hún dó aðeins fjögurra ára að aldri. Þótt dr. Sigurður Nordal sé áttræður að aldri, ber hann aldurinn ótrúlega vel. Hann býr enn yfir töfrandi frásagn- arhæfileikum og með engum manni er skemmtilegra að ajnitiiiiiiiiiii eiga viðræðustund en honum. Sá, sem einu sinni hefur cynnzt dr. Sigurði, gleymir íonum aldrei og það er bezti minnisvarði, sem einn maður getur reist sér. Þorsteinn Jósepsson. Vísir, 14. sept. 1966. Þýðir fornsögur á iékknesku. Um þessar mundir er stadd- ur hér á landi tékkneskur menntamaður, dr. Ladislav Heger. Hann hefur á undan- förnum árum þýtt allmargar íslenzkar fornsögur á tékk- nesku. Hafa þýðingar hans selzt vel í Tékkóslóvakíu, en þar mun vera talsverður áhugi á Norðurlandabókmenntum yfirleitt, t. d. seldist fyrsta útgáfa Grettissögu, 1500 ein- tök, upp á hálfum degi, og Edda, sem gefin var út í 4500 eintökum, seldist upp á mjög skömmum tíma. Dr. Heger flytur fyrirlestur í Háskólan- um í dag kl. 5.30 og talar þá á dönsku um íslenzkar bækur og þýðingar þeirra á tékk- nesku. Þýðingar hans beint úr ís- lenzku á tékknesku eru: Grett- issaga, sem kom út 1958, Sæ- mundar-Edda, 1962, Eiríkssaga rauða, Eyrbyggjasaga Gísla saga Súrssonar, Laxdæla og Njálssaga, sem allar komu út árið 1965. Nú vinnur dr. Heger að þýðingu á Heimskringlu (Ólafssögu helga). Dr. Heger kom til íslands í síðastl. viku í boði mennta- málaráðuneytisins og mun dveljast hér í nokkra daga. Morgunbl. 24. ágúst. Spakmaeli dagsins. Raddir berast langt út yfir hafið. Og þótt þín sé veik, er þess að gæta, að kærleikshaf Guðs er allsstaðar umhverfis þig. — H. Redwood. Illlllllllllllllg LÆGSTU FLUGFARGJÖLD TIL ISLANDS | OG TIL ALLRA SKANDINAVíULANDA | 1 Ráðgerið þér ferð til íslands? Fljú^ið þá með LOFTLEIÐUM 1 = og sparið nóg til að dvelja lengur, sja fleira, og njóta þess betur. = = LOFTLEIÐIR bjóða lægstu flugiargjöld til af öllum flugfélög- s = um á öllum árstimum — aðra leiðina eða fram og aftur. Þer ee = greiðið miklu minna en þotu Economy fargjöld. Fljúgið 1 rúm- ee = góðu og þægilegu farrými í hraðfara, nýjum Rolls-Royce 400 = = Jet Props beint til íslands, og þaðan með langferða DC-6Bs = = til annara áfangastaða I SKANDINAVIU. okeypis heitar = = máltíðir, drykkir og snacks til boða á hverju flugi. I FRA NEW YORK TIL: ÍSLANDS - ENGLANDS - 1 = SKOTLANDS - HOLLANDS - NOREGS - SVÍÞJ6ÐAB = | - DANMERKUR - FINNLANDS - LUXEMBOURG. S Fljúgið með Loftleiðum—og sparið—til allra landa Evrópu = og lengra BRAUTRYÐJANDI l&gra fargjalda tU Evrópu WELANDfCairunes i mpw&íijmtö i 3= = 610 Fifth Avenue (Rockefeller Center) New York, N.Y. 10020. = PL 7-8585. NIW YORK - CHICAGO - SAN FRANCISCO = F&iS upplýsingabækling, farmiða og fl. hjó ferðaskrifstofu yðar. | illlllllllllllli lllllllllllllllí?'

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.