Lögberg-Heimskringla - 19.01.1967, Qupperneq 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 19. JANÚAR 1967
5
fcciöd^ flswudinqAu itL Qadandic.
XV
íslendingar komu til Kanada
fyrir um það bil níutíu og
fimm árum. Fyrst reyndu þeir
að stofna byggð í Ontaríó.
Síðan fóru þeir til Nova Scotia
eða Nýja Skotlands, eins og
þeir nefndu það.
í Nýja Skotlandi stofnuðu
íslendingar byggðina Mark-
land. Sú byggð hélzt í nokkur
ár.
Haustið átján hundruð sjö-
tíu og fimm komu fyrstu ís-
lenzku innflytjendurnir til
Manitóba. Eftir skamma við-
dvöl í Winnipeg héldu þeir
ferð sinni áfram norður að
Víðirnesi (eða Víðinesi) við
vesturströnd Winnipegvatns.
Þeir reistu sér hús, þar sem
UojjcdmlcVu^ :
áður en, before
byggð, seitlement
bæði.,. og, both ... and
bærinn, the town
eftir skamma viðdvöl, after a
brief sojourn
eins og, as
fann, discovered
fyrir ... árum, .... years ago
fyrst, first
gerði, did
hauslið átján hundruð etc., in
the fall of eighteen hundred
etc.
héldu þeir ferð sinni áfram,
they continued their journey
hélzt, lasted
hinn heppni, the Lucky
innflytjendurnir, the immi-
grants
í allmörg ár» for quite a few
years
í nokkur ár, for a few years
í rauninni, in fact
í samræmi við, in accordance
komu til, came to
landamæri, the boundary
landar, fellow countrymen
landnemarnir, the settlers
lög, laws
Manilóbafylkis, the Province
of Manitoba
nú er bærinn Gimli. Byggðina
nefndu þeir Nýja ísland.
Nýja Island var í rauninni
sérstök nýlenda norðan við
landamæri Manitóbafylkis.
Þess vegna urðu landnemarn-
ir að mynda sína eigin stjórn
og skrifa lög fyrir nýlenduna.
f samræmi við þessi lög var
málum í Nýja íslandi stjórnað
í allmörg ár.
Nærri níu öldum áður en
íslendingar komu til Nýja fs-
lands, fann Bjarni Herjólfsson
þetta meginland. Það var árið
níu hundruð áttatíu og sex.
Bjarni steig þó ekki á land,
eins og Leifur Eiríksson hinn
heppni gerði nokkrum árum
síðar. Þeir Bjarni Herjólfsson
voru bæði landar og samtíma-
menn.
málum, matters
meginland. continent
mynda, form (verb)
nefndu, called
níu, nine
nokkrum árum síðar, a few
years later
norðan við, north of
nýlenda, colony
nærri, almost
reistu sér hús, built them-
selves houses
reyndu, tried
samtímamenn, contemporaries
síðan, then
sérstök, separate (adj.)
sína eigin, their own
skrifa, write
steig... á land, stepped ashore
stjórn, government
stjórnað, governed
stofna, (to) found
sú, that
um það bil, about
urðu. were compelled to
Víðirnesi (Víðinesi), Willow
Point
þar sem, where
þess vegna, therefore
þó, however
öldum, centuries
Ég labbaði upp Sargent
hér um daginn
„Hið óskaplega sköpunarverk"
Einu sinn var prestur nokk-
ur, sem var orðinn gamall og
hrumur, að spyrja fermingar-
börnin sín í kirkjunni sinni
eftir messu. Hann var með af-
brigðum samvizkusamur og
þess vegna vildi hann fræða
börnin sem allra bezt og þess
vegna las hann fyrir þau kafla
úr biblíunni og kaflinn, sem
hann valdi var úr sköpunar-
sögu mannsins. Áður en hann
byrjaði lesturinn, þurfti hann
að bregða sér út fyrir kirkju-
dyrnar eigin erinda.
Á meðal drengjanna voru
prakkarar eins og gengur og
gerist, og tóku þá tveir sig til
á meðan presturinn var úti, og
rifu eitt blað úr biblíunni, þar
sem sagt var frá Örkinni hans
Nóa, og límdu það við eitt
blaðið í sköpunarsögu manns-
ins.
Þegar prestur kemur inn,
tekur hann biblíuna og byrjar
lesturinn:
„Og guð lét Adam falla í
fasta svefn, tók eitt af rifjum
hans og myndaði af því konu,“
síðan flettir hann við: „sem
var þrjú hundruð álnir á
lengd, þrjátíu álnir á breidd,
fimmtán álnir á dýpt og rjóðr-
uð biki að utan og innan.“
Hér þagnaði prestur andar-
tak, þar til hann segir:
„Þetta hef ég aldrei rekið
mig á hér fyrr, börnin góð, en
það stendur hér, og því mun
það satt vera, og sýnir oss
glöggt, hversu óskaplegt sköp-
unarverk konan er; amen.“
Ég labbaði upp Sargent hér
um daginn, engri ljúfri snót
mætti ég þó; ekkert kunnug-
legt andlit varð á vegi mínum.
Flest af því sem ég heyrði fólk
mæla var á annarlegum tung-
um. Nei, nú er Sargent ekki
lengur „Icelandic Main Street“
eða „Já — já, Street" sem á
yngri árum þess, er íslenzkan
glumdi hátt og snjallt um
þvera og endilanga götuna.
Ég stend á horninu Furby
Street. Hér stóð fyrrmeir
Tjaldbúðarkirkjan eða Suður
kirkja Winnipeg íslendinga.
Nú er hún ‘jöfnuð við jörðu;
þurrkuð út af korti borgarinn-
ar, eins og hin gamla Borgar-
ráðshöll Winnipeg búa.
Hinn fámenni Tjaldbúðar-
söfnuður lét reisa nýjá kirkju
á sínum síðustu dögum, er átti
að standa sem virðulegt sýnis-
horn sameiginlegra átaka ís-
lenzks verkalýðs í hinu nýja
landi. Já, svo glæsilegt guðs-|
hús var ekki að finna hjá Is-|
lendingum. Enda vildu allir
eignast það og sjá. Þeir, sem
urðu hlutskarpastir í þeirri
orrahríð, eru löngu hættir að
virða það Grettistak, er sá fá-:
menni hópur fátækra fslend-j
inga lyfti. Nú hefur öllu verið j
breytt, svo engin líking eftir1
stendur. Hin dýru efni og hið
vandaða verk; öllu hefur verið
kastað í ruslahrúguna, svo
ekkert íslenzkt hantak stendur
eftir. En þetta kvað bera vott
um framför, eða svo segir
fólkið.
Ég eigra upp á hornið á
Sherbrook. Ja, hvar er nú hið
gamla „Wonderland“, þar sem
hvert Vesturbæjarbarn eyddi
sínum laugardögum til að dá
Lone Rancher, hans hvíta gæð
ing og dygga Tonto? Eða Char-
lie Chaplin og hans stóru fæt-
ur? Þetta var auðvitað löngu
fyrir tíð sjónvarps og tveggja
bíla á hverju heimili. Nú ríkir
hér hinn voldugi Woolworth
með eina af sínum skranverzl-
unum. Nú sést þar engin bið-
röð barna.
Hinum megin götunnar
stendur enn Royal Bank of
Canada, en með nýtízku sniði.
Nú heyrist ekki lengur ís-
lenzka töluð við afgreiðslu-
grindurnar. Ég man þegar ég
kom þar í fyrsta sinn. Þá stóð
lágur, hnellinn maður við af-
greiðsluborðið, er ræddi glað-
ur og reifur á hreinni íslenzku
við viðskiptavinina. Nú er það
þýzka eða afbökuð enska, sem
þú heyrir.
Þarna á suðaustur horninu
stóð gamla Únítarakirkjan. Nú
óþekkjanleg úti sem inni. Þar
syngur líka Heilags anda söfn-
uður messur sínar í dag.
■ Já, tímarnir breytast og
mennirnir með. Ég færi mig
vestur á næsta götuhorn. Hér
stóð fyrr meir gamla Mary-
land Meðódista kirkjan með
sinn háa spírumyndaða turn,
er minnti helzt á vísifingur
manns, er teygði sig hátt til.
himins, eins og hann vildi
benda mannanna börnum til
hæða, lyfta þeim fjær frá dufti
og andstreymi þessa heims. Nú
stendur á þeim stað allreisu-
leð rauð múrsteinsbygging,
drykkjustofa afturkominna
hermanna.
Ég man er við hjónin vorum
hér eitt sinn á gangi að nýaf-
stöðnu steypiregni, þá voru
aðeins sporvagnar til fólks-
flutninga, en ein hefðarmær
Vesturbæjarins kom akandi á
sínum lúxusbíl og missti hann
ofan í teinaskorningana, svo
aurleðjan kom í bogamynd-
aðri gusu yfir götuna og
steyptist yfir manninn minn,
sem gekk utar á gangstéttinni.
Ungfrúin, sem á þeim tíma
var talin leiðtogi ungra íslend-
inga, reigði sitt stolta höfuð
aftur á milli herðablaða síns
stutta kropps, steig á benzín-
ið og geystist vestur götuna.
Þetta var löngu fyrir tíð hins
margumþráttaða „Metro“. —
Nú kæmist enginn upp með
slíkt.
Hér skammt fyrir vestan
var prentsmiðja Ólafs Thor-
geirssonar. Þar var gefin út
„Syrpa“, „Breiðablik“ og hið
vinsæla Almanak Ólafs. Nú er
þetta allt gengið fyrir ættern-
isstapa ásamt útgefanda.
Ég stanza, horfði í gluggann
á búðinni á suðaustur horni
Victor Street. Hér réð Stein-
dór Jakobsson eða Steini But-
cher, eins og hann var oftast
nefndur. Til hans sóttu Vestur-
bæjar konur sér í matinn.
Steini hafði orð á sér fyrir að
. höndla það bezta kjöt, er fáan-
legt var í borginni. Eitt er víst;
hvergi hef ég fengið Ijúffeng-
ara kjöt né aðrar matvörur
betur handtéraðar.
Spölkorn vestur var hinn
gamli, góði „Wevel“, er náði
hámarki sinna vinsælda með
| langri starfrækslu Rúnu Ste-
vens. Nú skiptir kaffistofan
um nafn og eigendur árlega;
allt Evrópufólk; þó man ég
einn Kínverja, prýðis karl, en
j það var fyrir tíð Þýzkaranna
i í Vesturbænum. Nú sitja ekki
j íslenzku karlarnir þar lengur
vfir kaffibollanum og spreyta
sig við vísnagerð. Þeir, er léku
j þann lei’k, eru flestir fluttir til
Brookside-grafreits eða ann-
arra slíkra staða, sumir alla
leið til íslands.
Næst var „Pool Room“ Helga
Jónssonar og annarra Islend-
inga. Þar hittust karlarnir á
kvöldin til að þjarka um ein
og önnur mál, er efst voru á
baugi í huga þeirra þann og
þann daginn. Nú er þar Ás-
geirson Paints & Wallpapers;
eina verzlunin í götunni, sem
enn ber íslenzkt nafn.
Þá kom bókabúð Davíðs
Björnssonar, er varð að víkja
fyrir þvottahúsi; eflaust þarf-
ari stofnun í hugum fjöldans
en íslenzk bókasala.
Hinum megin götunnar var
aðalbækistöð Islendinga, —
hvaðan úr heiminum sem þá
bar að, — þar var Columbia
Press og vikublaðið Lögberg.
Allir áttu' erindi við ritstjór-
ann, Einar Pál Jónsson, þann
glaða og góðviljaða íslending.
Var þar svo gestkvæmt dag
hvern, að mann undraði,
hvernig nokkru varð komið í
verk á þeirri skrifstofu. Ég
stóð oft við gluggann í verzlun
manns míns, sem var í sömu
byggingu, og horfði á fólk
streyma út og inn. Austur-ís-
lendingana var auðvelt að
þekkja úr, göngulagið, hreyf-
ingarnar, hörundslitinn; allt
bar annan blæ en hjá þeim
innfæddu.
Oft kom þetta fólk inn í
skartgripaverzlun mannsins
míns. Kenndi þar margra
grasa. Maður kynntist þar alls
konar fólki; hákristnum og
heiðingjum, ríkum sem fátæk-
um. Eitt fannst mér einkenna
þá alla. Þeir voru hver og
einn með sína eiginlegu
breyskleika. Stundum fannst
manni meira bera á því hjá
þeim hákristnu og ríku. En
staða þeirra í mannfélaginu
hefur máske veitt þeim hæfi-
leikum meiri þjálfun; en hjá
öllum fannst mikið gott.
Eru mér minnisstæðir hinir
austur-íslenzku flugmenn, er
hér dvöldu á stríðsárunum. Þá
notuðu allir úlnliðaband (Iden-
tification bracelet) með nafni
og stöðu í hernum, hver deild
hafði sitt einkamerki. Nú til-
heyrðu þeir íslenku engri
deild, en þráðu mjög að bera
band eins og aðrir; svo maður-
inn minn teiknaði þeim merki.
Var það miðnætursólin rétt
við hafflötinn og tveir flug-
vængir undir. Þótti íslenzku
strákunum þetta prýðilegt; og
var enginn þeirra fyrr kominn
til borgarinnar en hann setti
inn beiðni um þennan grip.
Man ég einn sérstaklega; hann
kóm ásamt tveimur félögum
sínum; dáði hann þetta mikið;
lét það í ljós með sextvinnuð-
um blótsyrðum. Hvað þetta
væri-------------------fallegt.
Þetta yrði hapn að eignast.
Stödd var í búðinni vestur-
íslenzk hefðarfrú. Hallaði hún
undir flatt, horfði hrifin á
strákana, er allir voru mynd-
armenn, þar til hún segir:
„Mikið er blessað, elsku
móðurmálið okkar fallegt,
þegar það er talað með svona
hreinum framburði!“
Það er svo margs að minn-
ast frá þessum árum. Ég man
er verkafólk Columbia Press
geystist út á götuna að dags-
verki loknu, skvetti sér upp
með hlátri og ærslagangi. Það
minnti mest á ungviðið, þegar
því er fyrst sleppt út að vor-
lagi, — þó sumir stigju bár-
una ofurlítið, er þeir leiddust
ofan götuna, dagana fyrir
stórhátíðir og kyrjuðu fullum
hálsi: „Mikið lifandis skelfing
og ósköp er gaman að vera
Framhald á bls. 7.