Lögberg-Heimskringla - 16.07.1969, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 16.07.1969, Blaðsíða 1
JAN 70 D A V I 0 BJ0RNS0N, 763 BANN ING ST. , WINNIPEG 3, MAN. Hö gber J^etntékrtngla Stoínað 14. jan. 1888 83- argangur Slofnað 9. sept. 1886 WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN 16. JÚLl 1969 @ NÚMER 26 Klifrar tíunda tuginn Mrs. Thora Olson ' í^að er harla sjaldgæft að fólk fjöri, nái tíræðisaldri, í fullu j, '*> andlega og líkamlega. sjaldgæfa marki náði Thora Olson, 156 Canora hér í bænum, þann 4 þ. m. er hún og vinir hennar fögn- uðu 90. afmæli hennar. Mrs. Olson er fædd í Villingadal, í Haúkadal, Dalasýslu. Foreldr- ar hennar voru þau Þorleifur Andrésson og Ragnheiður Sig- valdadóttir, sem þar bjuggu. Hún missti föður sinn er hún var um fimmtán ára að aldri, og fluttist með móður sinni vestur um haf, til Canada, aldamótaárið. Hefir hún dvalið í Winnipeg lengst af síðan. Mann sinn, og son, sem þau áttu, hefir hún fyrir löngu misst, en dvelur nú hjá dóttur sinni, Mrs. Claire Watson og tengdasyni, í bezta yfirlæti. Á langri ævi hefir hún ;séð marg- ar breytingar í borg og byggð, og í hugsunarhætti fólks. En hún er lífsglöð og bjartsýn, og telur þá afstöðu til lífsins miklu heillavænlegri til heilsu og langlífs en meðalagutl og pillur. Árnað heilla j ‘Hn vinsæli athafnamaður, gj . • Johnson á Gimli, átti afmæli nýlega. Var af- fÍö] lS^ns mfnrisf er rneðlimir L^^yfdunnar og aðrir vinir ,Tu Saman a Leimili dóttur. °g tengdasonar, Mr. og fjj. L a w r en e e Stevens á V0. 1- Rúmlega þrjátíu manns 41 f. Samankomnir, þar á með- sy ltnrntan barnabörn. Allir Syw. hans og dætur, tengda- VjfcjJ'., °g tengdadætur voru að undanteknum, Jó- vf syni hans, og Charlotte konu hans, en þau eiga heima í Crystal Lake, 111., og tengda- sonur. Bill Sylvester einnig frá Crystal Lake, en hann var ný- lega horfinn heim á leið, eftir að hafa dvalið tvær vikur í sumarfríi á Gimli; en kona hanis og dóttir urðu eftir á Gimli, og voru viðstaddar af- mælisfagnaðinn. Dr. Cleghorn tengdasonur M r. Johnson’s flutti skálaræðuna, en annar tengdasonur bar fram margar góðar gjafir. Mr. Jöhnson svar- aði með þakkarávarpi. Fögur afmæliskaka í laginu eins og skip, skreytti borið. Mr. Johnson er enn við góða heilsu, þrátt fyrir háan aldur, eins og sjá má af því að hann sækir „sjóinn“ daglega. Allt þar til fyrir tveimur árum fór hann í f i s k i v e r á hverju sumri. Hann er enn starfandi í safnaðarráði Gimli safnaðar, og í þjóðræknisdeildinni á Gimli. Lögberg-Heimskringla óskar „J. B.“ til hamingju með af- mælið, og þakkar honum þjóð- þrifastörf hans í þágu Vestur íslendinga, og biður honum blessunar á ófarinni leið. Dr. Beck skrifar, 8. júlí frá Reykjavík . nJonin komum a sunnu- Ö5, . Veldið úr sérstaklega á- ferð til átthaga ^ a Austurlandi; sátum í Ve ’ f^mt fjölmörgum öðrum beirj. U r Ísíondingum, meðal áý frú Ingibjörg Jónsson, skejj^10 i n, virðulegt og og mjög fjöl- oóf Þjóðræknisfélags- ins hér til heiðurs Vestur Is- lendingum og munt þú fá frek- ari frétt af því síðar. Nú bíðum við hjónin eftir flugi til Akureyrar, þar sem við verðum fram á næsta sunnudagskvöld, heimsækjum þar frændur og vini. Þar bíða mín ræðuhöld, eins og annar- staðar á landinu. Sfjórnarskipfi Nýlt blað var brolið í stjórn- málasögu Manitobafylkis í kosningunum, 25. júní s. 1. eins og öllum er þegar kunnugt. Frambjóðendur gömlu flokk- ana féllu eins og strá fyrir slingum sláttumanni, en Nýju demokratarnir, undir forystu E d w a r d E. Schreyer báru glæsilegan sigur af hólmi. V erður þeim nú falið að mynda nýja stjórn. Er það í fyrsta sinn sem sá flokkur fer með stjórn í Manitoba, eða nokkru öðru fylki í Canada, n e m a Saskatchewan. Mr. Schreyer hefir nú iilnefnt þreitán menn í stjórn sína, og tók fylkisstjórinn af þeim em- bættiseið við hátíðlega athöfn, í gær. Einn hinna nýju ráðherra er hinn góðkunni landi vor, séra Philip M. Pétursson. Mun hann vera fjórði maðurinn af þjóðflokki vorum sem skipar ráðherraembætti í s t j ó r n Manitobafylkis. Lögberg-Heimskringla óskar nýja ráðherranum gæfu og gengis í þessu veglega og á- byrgðarmikla embætti. Forsetaihjónin Kristján Eld- járn og frú tóku vingjarnlega á móti okkur í anddyri Bessa- staða kirkju og flutti forsetinn síðan mjög fróðlegt og skemmtilegt erindi um þetta foma og söguríka guðshús. Mikið dáðust gestirnir að hin- um listfögru gluggum er sýna myndir af postulunum. Þaðan var svo gengið inn í forseta- bústaðinn, og eru þar mörg málverk og forna gripi að sjá. Þar var gestum vel veitt og gengu forsetahjónin meðal gesta og spjölluðu við þá. I lok veizlunnar tók til máls Erling Bjamason fararstjóri hópsins frá Vancouver og þakkaði fyrir hönd gesta fyrir þetta virðulega boð. Afhenti hann forsetanum lindarpenna á marmaraplötu að gjöf til minningar um ferðina. Um kveldið fór síðan fram gestaboð til heiðurs Vestur- Islendingum í hinum stóra og fallega samkvæmissal í Hótel Sögu. Voru þar samankomnir um 270 manns. Sigurður Sigur- geirsson forseti Þjóðræknisfé- lagsins á íslandi stjómaði hóf- inu m j ö g kemmtilega. Þá fluttu ræður s é r a Ólafur Skúlason, sem var all mörg ár prestur í íslenzku byggðunum í Norður Dakota, ennfremur Dr. Richard Beck og Pétur Sig- urðsson regluboði og mæltust. þeim öllum vel. Ennfremur sagði Ingibjörg Jónsson nokk- ur orð. Ragnar Bjarnason skemmti með söng. Erling Bjamason fararstjóri flutti þakkarorð fyrir hönd gesta. Hann er son- ur Páls heitins Bjamasonar skálds. Gleðilegt var að hitta þarna márga gamla vini; Dr. Finn- boga Guðmundsson landsbóka- vörð og Kristjönu lækni konu hans; frú Gerði og Dr. Stein- þórsson, séra Benjamín Kristj- ánsson og fl. Eftir að hafa not- ið kaffiveitinga fóm gestir heim g 1 a ð i r og þakklátir í huga. Stjórnarnefnd Þjóðræknisfé- lagsins stóð fyrir þessu virðu- lega gestamóti og eins fyrir skemmtiferðum fyrir gestina um suðurlandið fyrsta daginn, sem þeir voru í Reykjavíkur- borg. í nefndinni eru Sigurður Sigurgeirsson forseti, séra Ól- afur Skúlason, Indriði Indriða- son rithöfundur. Sindri Sigur- jónsson og Ottó J. Ólafsson og veit ég að Vestur-íslending- ar meta mikils þann vinahug og þá miklu vinnu sem þeir leggja á sig að gera heimsókn- ir þeirra svona ánægjuríkar. Með beztu kveðjum, Ingibjörg. Bréf frá frú Ingibjörgu Básendi 14., 10. júlí, 1969. Kæru vinir, lesendur L.-H. Vel gekk ferðin til íslands. Air Canada skilaði mér á J. F. Kennedy flugvöllinn um kl. 4. e. h. og innan stundar var ég komin á skrifstofu Loft- leiða, þar sem ég beið þar til, flogið var til íslands um átta leytið, það tók því ekki að fara inn í New York borgina fyrir svo stuttan tímai Flugfar okkar var Þorvaldur Eiríksson nefnt eftir bróður Leifs Eiríkssonar — stór flug- vél með sætum fyrir 163 far- þega. Aðrar flugvélar þeirra héita Eiríkur Rauði, Bjarni Herjólfsson, Leifur Eiríksson, Þorfinnur Karlsefni, Guðríður Þorbjarnardóttir, Snorri Þor- finnsson og Vilhjálmur Stef- ánsson og er gerð grein fyrir þessum íslenzku söguhetjum, fyrir farþega í bæklingum þeirra og er þar mikil fræðsla um sögu Islands, er Loftleiðir breiða vítt um heim á þennan hátt. Við biðum alllegni í flug- farinu og voru vélarnar í gangi á meðan, var víst verið að rannsaka hvort allt væri í lagi með þær, því Loftleiða- menn gæta ávalt stökustu var- úðar, enda hefir þeim aldrei hlekkst á, í þau 25 ár, sem liðin eru síðan þeir hófu flugferðir sínar. Gaman var að hlýða á hina mjúku rödd flugfreyjunnar er talaði í hátalararm og bauð far- þega velkomna, fyrst á ís- lenzku og svo á ensku og dönsku. Allar flugfreyjurnar fjórar töluðu saman á íslenzku og svo við farþega á þeim tungumál- um sem þeir skildu. Þær hlúðu einstaklega vel að okk- ur og fannst mér heimilislegt um borð. Fyrst komu þær með hressandi drykki, eftir því, sem hver vildi og kaus ég katnpavín, því það hafði ég ekki smakkað fyrr. Þótti mér það dálítið súrt á bragðið, en áhrif þess hressandi. Síðan var borin fram ljúffeng máltíð um 12 leytið. Aðalréttur var kjöt ásamt rauðvíni og öðrum lyst- ugum réttum. Að máltíð lokinni komu stúlkurnar með ullar ábreiður fyrir okkur og hreiðruðum við okkur, niður í sætin, en ekki varð mér svefnsamt um nótt- ina. Yngsti farþeginn lét aldrei á sér bæra, svaf víst alla nótt- ina, en það var Kristín Guðný, tveggja ára; móðir hennar ís- lenzk en faðirinn fyrrv. her- maður á Keflavíkurflugvelli. Fóru þau í heimsókn til ömm- unnar á íslandi. Talaði móðirin jafnan íslenzku við Kristínu htlu. Fjölskyldan á nú heima í New York. Lent var á Keflavíkurflug- velli um tíu leytið — íslands tíma. Varð ég fegin þegar ég sá töskurnar mínar tvær koma inn á rennibeltinu en þær hafði ég sent beina leið til Reykjávíkur frá flugstöðinni í Winnipeg og hafði áhyggjur um að þær myndu villast út í bláinn. Frá flugvellinum var ekið með Islands farþega rak- leitt til hins nýýja og glæsilega hótels Loftleiða í Reykjavík. Þar fögnuðu mér frú Sigríður og Sindri Sigurjónsson, en hann er sonur séra Sigurjóns heitins Jónssonar, er var bróð- ir Einar Páls, manns míns. Eftir að þau hjónin höfðu hresst upp á mig á hinu vin- gjarnlega heimili þeirra, segir Sindri mér að ég sé boðin til Bessastaða ásamt hóp Vestur íslendinga sem komið höfðu til íslands 5. júlí og áttum við að koma þangað um kl. 3 leyt- ið. Þótt ég fagnaði þessu boði leyst mér ekki á, að ég yrði samkvæmisfær vegna svefn- leysis, eiginlega í tvær nætur. En ég fleygði mér í rúmið og steinsvaf í klukkustund og vaknaði svo endurnærð að ég gat slegist í hópinn og það þótti mér verulega vænt um.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.