Lögberg-Heimskringla - 16.07.1969, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 16.07.1969, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, MIÐVIKUDAGINN 16. JÚLÍ 1969 MINNINGARORÐ Árni G. Eggertsson lögmaður Nýlega fréttist hingað til landsins, að Ámi G. EggertS' son hæstaréttarlögmaður (Q. C.) í Winnipeg væri látinn eft- ir stutta legu. Andlát hans bar að 7. marz. Árni Guðni, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur í Winnipeg 10. jan. 1896. For- eldrar hans voru Ámi Eggerts- son og fyrri kona hans Oddný Jónína Jakobsdóttir. Ámi eldri var umsvifamikill fasteigna- sali í Winnipeg, tók mikinn þátt í kirkjulífi og þjóðræknis- starfi. Átti hann um skeið sæti í borgarstjóm Winnipegborgar og var mér tjáð, að hann hefði meðal annars átt frumkvæði að vatnsveitu til borgarinnar, sem þá var mikið mannvirki. íslendingum heima var Árni kunnur vegna afskipta hans af s t o f n u n Eimskipafélags ís- lands. Ámi var af borgfirzkum ættum, en Oddný kona hans og móðir Árna yngri var af Tjörnesi. Ámi yngri ólst upp í Winni- peg og gekk menntaveginn. Hann lagði stund á lögfræði og útskrifaðist frá Manitoba há- skóla árið 1921. Hafði hann þá verið aðstoðarmaður Hjálmars A. Bergmanns, sem var kunn- ur málafærslumaður á sinni tíð. Að loknu prófi fékk Ámi leyfi til málflutnings í Mani- toba, og ári síðar í Saskatch- ewan. Flutti hann þá til Wyn- yard og var þar búsettur frá 1922 til 1939, er hann gekk inn í lögfræðingafélag í Winnipeg, og settist þar að á ný, 12. okt. 1920 gekk Ámi að eiga M a j u Laxdal, dóttur Gríms Laxdals og konu hans Sveinbjargar Torfadóttur Lax- dal. Þau árin, sem ég var prest- ur í Wynyard, höfðum við hjónin náin kynni af þeim Árna og Maju og bömum þeirra. Tókst góð vinátta bæði með börnum og fulorðnum. Maja Eggertsson var glæsileg kona, fríð sýnum, skemmtileg í viðkynningu og hvers manns hugljúfi. Mest var þó vert um góðvild hennar og mannlega samúð. Heimili þeirra Árna og Maju var fagurt og byggt upp af smekkvísi. Yfir því var sá fordildarlausi höfðingsbragur, sem gleður ekki aðeins augað, heldur slær á flesta strengi listrænnar tilfinningar sam- tímis. Böm þeirra vom þrjú, Ámi Marvin varð flugkennari og síðar útfararstjóri í Winni- peg. Sveinn Halldór Octavius varð læknir í Winnipeg, Ólöf Thelma, stundaði nám við há- skólann í Manitoba í hús- stjórnarfræðum og var um tíma tízkuráðunautur hjá einu stærsta verzlunarfélagi Can- ada, Eaton Co. — Öll hafa syst- kinin gifzt og myndað sín eigin heimili. Þau Árni og Maja studdu bæði kirkjulegt starf og þjóð- ræknisstarf meðal Islendinga. Það var mikils virði, að hag- synir fjármálamenn og við- skiptamenn legðu félagsstarf- inu lið, hvort sem um var að ræða kirkjuna eða þjóðræknis- félögin. Árni v a r traustur stuðningsmaður hvors tveggja. í verkahring sínum naut Árni álits. Eins og háttað er mál færslustarfi í engilsaxneskum löndum er mikið undir því k o m i ð , að málafærslumenn hafi ekki aðeins þekkingu sína á atkteinum, heldur kunni að neyta hennar í kappræðum, þar sem beita þarf bæði mælsku og rökvísi. Ámi naut trausts dómaranna í fylkinu. Mér er ekki kunnugt um einsstök atriði í þátttöku Árna kanadisku viðskiptalífi, en hann var varaforseti í The North Canadian Trust Co. og forseti Columbia Press Ltd. Hins vegar er öllum íslending- um kunnur áhugi hans á Eim- skipafélagi Islands. Faðir hans var um langt skeið milliliður m i 11 i Eimskipafélagsins og Vesturíslendinga. Ámi yngri kom oft til íslands til að sitja f u n d i Eimskipafélagsins og vestan hafs var hann umboðs' maður þess í Norður-Ameríku. Ef ég ætti að lýsa Árna G. Eggertssyni, minnist ég hans aldrei nema á einn veg. Hann var glaðlegur í fasi, blátt áfram og yfirlætislaus. Meðal lagi hár á vöxt, breiðleitur og breiður um herðar, og fjörleg- ur í hreyfingum. Svipbreyting- ar gátu orðið snöggar, svo að fljótt skipti um, bæði til gam ans og alvöru. Oft er talað um það sem blóðtöku, er fólk tekur þá á- kvörðun að flytja til útlanda — Á vesturfarartímunum seinni hluta 19. aldar urðu þeir jafnvel fyrir þungum á- sökunum, er fóru af landi burt Vel má það rétt vera, að ís- land tapi einhverju við brott- flutning sinna barna. Sjálfur er ég þó svo kaldrifjaður, að ég álít enga ástæðu fyrir neinn Islending til að búa hér af ein skæru tilliti til þjóðarinnar, því að í raun og vem stendur þjóðinni sem slíkri hjartanlega á sama, þótt börn hennar komi aldrei heim. Allt veltur á því. hvemig málið horfir við mann- inum sjálfum og fjölskyldu hans. Hitt er annað mál, að þeir, sem dvelja langdvölum utan lands, h a f a stundum fundið til nokkurs trega með sjálfum sér, og komust hreint og beint ekki hjá því að elska sitt „gamla land“. Þeir varð- veittu arf þjóðemisins ög með dví að reynast dugandi menn sínu nýja landi, urðu þeir til að efla velvild og virðingu fyr- ir íslenzkum menningarerfð- um. Einn af merkustu forystu- mönnum íslenzks þjóðræknis- starfs í Vesturheimi, dr. Rögn- valdur Pétursson, sagði einu sinni við mig: „Við gerum ætta ekki aðeins af innri þörf okkar sjálfra, heldur af því að okkur, stendur ekki á sama, hvemig það fólk er, sem frá íslenzkum þjóðstofni flytzt inn í þjóðlíf þessa nýja lands.“ Mér verður oft hugsað til þessara orða, þegar ég rifja upp mín gömlu kynni af Vest- ur-lslendingum. Þegar allt kemur til alls, er það mest virði, sem gerir m'ennina að mönnum, fremur en sérstakri þjóð. Þegar ég rifja upp þau ár, sem ég og fjölskylda mín átt- um í nágrenni við þau Árna og Maju og þeirra heimili, finn ég til þakklætis til þeirra fyrir þann stuðning, sem þau bæði tvö veittu þeim hugsjónamál- um, sem við áttum sameigin- legan þátt í að starfa að. — En þó var það mest virði, að hjá þeim var hægt að finna þær eigindir, sem gildi hafa, af hvaða þjóð sem maðurinn er. Af þeim reyndum við aldrei annað en gott eitt og því ætti enginn að gleyma, sem finnur sér eða sínum opnar dyr, þeg- ar mest er þörf fyrir liðsinni mannanna. Einstök atvik, sem ekki þættu frásagnarverð í annálum, vega þar ekki minna en það, sem sjálfsagt þykir að skrásetja. Senn kemur að því, að þeim fækkar óðum, sem hafa skilyrði til að skilja, hvers virði það var, sem þetta fólk hafði mestan hug á. En ef við setjum okkur fyrir sjónir, að ekki eru hundrað ár síðan alda Ameríkuferðanna gekk yfir alla Evrópu, þá liggur í hlut- arins eðli, að menning og at- hafnalíf nýs lands gat ekki þ r ó a s t eðlilega nema með miklu átaki, og í rauninni er það undravert, að menn, sem fengust við hin mörgu verk- efni nýs þjóðfélags, skyldu einnig vera þess um komnir að taka þátt í uppbyggingu „gamla landsins“, t. d. með því að styðja stofnun Eimskopafé- lags íslands. Það fyrirtæki varð ekki til vegna kaldrifjað- ar viðskiptamennsku, heldur lá þar að baki heit tilfinning og heilög trú heillar þjóðar. Það var sú h r i f n i n g, sem kynnti undir það, að Vestur- Islendingar lögðu fram sinn drjúga skerf. Það varð hlut- verk Áma Eggertssonar að taka þar við góðum arfi og eiga þátt í varðveizlu hans. Þess vegna ber okkur að virða minningu hans og þakka um leið, að hann var einn af full- trúum íslenzks þjóðemis, sem átti þátt í athafna- og við- skiptalífi hins nýja þjóðlífs. Frá mér og mínu heimili vildi ég að lokum votta þakkir til þeirra Árna og Maju, og biðja þeim báðum guðs friðar í því landi, sem alhr duglegir menn eiga að lokum að erfa, • um leið vottum við öllum aðstandendum samhug og biðj- um þeim blessunar í bráð og lengd. Vænti ég þess, að marg- ir verða að taka undir þá kveðju — bæði þeir, sem áttu þeim gott upp að inna fyrir vestan og hér á landi. Jakob Jónsson. ísl. þætiir, Mbl., 9. maí, '69. „SÓTT OG DAUÐI ÍSLENZKUNNAR VESTAN HAFS 1. febrúar 1907 birti Þjóðólf ur frásögn um kappræðu sem fram fór í Winnipeg, um efni það er að ofan greinir. „Spursmálið var rætt með all miklu fjöri. Sækjendur héldu því fram að íslenzkan mundi fyrr eða síðar líða hér undir lok, og að það stæði oss aðeins fyrir þrifum að reyna að halda henni við. Oss væri langt um betra að leggja hana frá oss, því þá gætum vér hindrunarlaust fleygt oss út í hinn a m e r ís k a menningar- straum og sökkt oss niður í hinar ensku bókmenntir; þær hefðu hvort sem er miklu meira að bjóða. Ennfremur héldu þeir fram, að íslenzkan væri orðin svo afskræmd, og orðskrípin svo mörg hjá oss að landar vorir væru í stórvandræðum með að skilja oss fyrst þegar þeir kæmu að heiman. Afleiðingin væri sú að almenningur tapaði ö 11 u m smekk fyrir fegurð málsins, öllum smekk fyrir rit- hætti, og tæki möglunarlaust við hvaða óþverra, sem kæmi fram í íslenzkum blöðum og bæklingum. Verjendur aftur á móti héldu því fram að þó að það ef til vill lægi fyrir íslenzk- unni að líða einhvemtíma und' ir lok, þá væri það háleit skylda vor allra að leggja rækt við móðuimál vort, og varð' veita tungu vora og þjóðerni svo lengi, sem oss væri unnt Það væri svo margt göfugt i þjóðemi voru, og svo margt fagurt í bókmenntum vorum, sem vé'r mættum alls ekki missa. Þeir sýndu fram á að ef vér fleygðum frá oss íslenzk- unni, þá væri bræðrasamband ið milli Austur og Vestur ís- lendinga slitið; og um leið ræktarsemi til ættingja og vina til lands og þjóðar, sem væri hin fegursta dyggð í fari hverrar þjóðar, gereyðilögð Eftir ú r s k u r ð i dómenda bæm sækjendur sigur úr byt- um, það er að segja þeir sem afnema vildu íslenzkuna með öllu.“ Svo bætir blaðið við: „Þetta er eftirtektarvert tákn tim- anna, og sýnir ljósast að is* lenzk tunga á ekki uppá ha- borðið meðal Vestur íslend- inga, enda mun það sannast, sem Þjóðólfur hefir sagt fynr löngu, að án stöðugs innflutn- ings frá íslandi, stöðugar blóð- töku frá gamla Fróni, verður íslenzk tunga sjálfdauð í Vest- urheimi. Viðhald íslenzks þjóö ernis vestanhafs verður aldrei til frambúðar, og gamla ís' land þar einskis styrks þaðan að vænta í framtíðinni. Sem Islendingar eru útflytjendur dauðir og algerlega tapaðir JS' lenzku þjóðinni.... Það er furðulegt hve lengi blessuð íslenzkan endist á sótt- arsæng sinni, án þess að deyja- Þessi spádómur var, sem sagt, borinn fram fyrir meira en sextíu árum. FORSETINN SÆMDUR HEIÐURSDOKTORS NAFNBÓT Á fimmtudáginn verður f°r' seti Islands, dr. Kristján Eld' jám, sæmdur heiðursnafnbót í lögum við háskólann í Abei' deen. Við sama tækifæri verða ýmsir aðrir vísindamem1 sæmdir doktorsnafnbót a, lálfu Aberdeenháskóla, að þvl er segir í fréttatilkynningu fra skrifstofu forseta Islands, er blaðinu hefur borizt. Fréttatilkynningin er sV0* hljóðandi: „Forseti Islands, dr. KristjaI1 Eldjám, hefur þekkzt boð ha skólans í Aberdeen í Skotlan®1’ um að taka við heiðursdokt ors nafnbót í lögum. DoktorS, kjöri verður lýst við athöfn 1 háskólanum á fimmtudagi1111 10. þ. m., og verða við sama tækifæri ýmsir aðrir vísind menn sæmdir doktorsnafnb af hálfu Aberdeenháskó^ Forseti íslands mun verða V1 staddur athöfnina, og fer ha utan ásamt konu sinni, m1 vikudaginn 9. þ. m. Á fimmf° dag munu forsetahjónin m- sitja hádegisverðarboð borg Stjórans í Aberdeen, og a laug' ardag hefur fulltrúi brez ^ ríkisstjórnarinnar boð inni U ir þau í Edinborg. Forsetahj0 in koma heim mánudaginn þ. m. Tíminn 8. júlí- MESSUBOÐ Fyrsta lúlerska kirkí3 Preslur: Séra J. V. Arvidson- A" E n s k a r guðþjónustU , hverjum simnudegi kl- júlí og ágúst.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.