Lögberg-Heimskringla - 16.07.1969, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 16.07.1969, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, MIÐVIKUDAGINN 16. JÚLÍ 1969 Lögberg-Heimskringla Published ererj Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Prinled by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Slreei, Winnipeg 2, Man. Edilor: INGIBJÖRG JÓNSSON President, Jakob F. Kristjansson; Vice-President S. Aleck Thororinson; Secretary, Dr. L. Slgurdeon; Treoturer, K. Wllbelm Johonnson. KDITORIAL BOARD Wlnnipeg: Prof. Horoldur Beeeason, choirmon; Dr. P. H. T. Thorlokson, Dr. Voldimor J. Eylonde, Corollne Gunnoruon, Dr. Thorvaldur Johnson, Rev. Phlllip M. Peturuon. Vencouver: Gudloug Johanneeson, Boai Bjarnason. Minneopolie: Hon. Voldimor Biomeon. Vktorlo, B.C.: Dr. Richord Beck. Iceiend: Birgir Thor- lociui, Steindor Steindorseon, Rev. Roöort Jock. Subccription $6.00 per year — payable in advance. TELEPHONE 943-9931 "Second class mail reaistration number 1667'" Dr. VALDIMAR J. EYLANDS: Mannaferðir á mananum Ekki þótti það mikið hrós í gamla daga, ef einhver maður var nefndur skýjaglópur. Þótti það orð fremur niðrandi, sem lýsing á manni sem fékkst við loftkastalasmíðar, hafði höfuð og hugsun ofar hinu hversdagslega, eða hafði hendur bók- staflega í vösum sér, og góndi upp í loftið, í staðinn fyrir að bjarga sér við framleiðslustörfin í skauti jarðar. En einmitt þessa dagana má segja að meiri hluti miann- kynsins sé skýjaglópar. Allra augu mæná til himins, eða hug- urinn stefnir að minnsta kosti í hæðir, og það jafnvel hjá þeim sem venjulega láta sér nægja jarðbundin viðfanigsefni. Spennandi saga er að gerast í háloftum, hið ómögulega er að verða raunverulegt, hin ósigranlegu náttúruöfl eru að lúta valdi mannsins og láta sigraist, þrír menn hafa tekist á hendur 500,000 mílna ferð; þeir eru á leið til tunglsins, og gera fastlega ráð fyrir að kóma aftur lifandi úr þeirri för, búast við að hafa frá mörgu að segja, og sitt af hverju til að sýna, að ómakslaunum. Ekki er gert ráð fyrir að gista tunglbúann nema svo sem kaffitíma, en erindið er að fá að vita hvað karl sá á í pússi sínum, grípa það í snatri sem laust er fyrir af efni og hraða svo för sinni aftur heim. En líklega segja þeir „bless“ við tunglkarlinn, um leið og þeir svífa úr svölum hans, og „við sjáumst bráðum aftur.“ Gera má ráð fyrir, að ef vel tekst, verði þetta aðeins upphaf, en ekki endir tunglferða. Þessi tungKerð kyndir mjög undir hugmyndaflug og ímyndunarafl manna, sem von er til. Hér er um nýjan við- burð að ræða í sögu mannkynsins. Eitt er víst; aldrei hefir för svo fárra manna verið undirbúin af svo mörgum, og með svo miklum kostnaði og fyrirhöfn. Þúsundir manna hafa starf- að að undirbúningi þessarar tunglferðar, beint og óbeint, í meira en átta ár. Kostnaðurinn við ferðina er táknaður með svo svimandi háum tölum að þær verða markleysa ein í hug- um flestra manna. Þegar talað er um tugi biljóna, og hver biljón er þúsund miljónir þá hætta menn að geta reiknað út kýrverðin og fiskana. Augljóst er að aðeins auðugustu þjóðir heims geta veitt sér þann munað að efna til tunglferða, enda er nú talið að Rússar og Bandaríkjamenn hafi mest af heims- ins gózi og gæðum, en kapphlaupið Um tunglferðina, hefir einkum verið í milli þessara tveggja stórvelda. Það er langt síðan menn fóru að láta sig dreyma um það að ferðast til tunglsins. Maður nokkur að nafni Jóhannes Kepler var uppi um aldamótin 1700; varð hann fyrstur til að skrifa bókarkom um þennan óskadraum. En enginn tók hann alvarlega, fremur en bæn bamsins: „Tunglið, tunglið taktu mig, og berðu mig upp til skýja, þar situr hún móðir mín, og syngur lofgjörð nýja.“ Aldir liðu. Það var ekki fyrr en eftir heimsstríðið, að menn fóru að hugsa sér áð þetta væri ef til vill mögulegt. Munu það hafa verið eldflugur Hitlers sem bentu á möguleikann til geimferða. Nú vildi svo til að Rússar náðu á sitt vald, að loknu stríðinu fjöldamörgum af frægustu visindamönnum Þjóðverja. Þannig voru það þýzk tæknivís- indi og rússnezkt auðmagn sem hrintu geimferðunum af stað í alvöru. Rússar voru fyrst langt á undan í þessari viðleitni. Þeir sendu hunda uppí háloftin, síðan menn og svo konu eina, og er sú dama sú fyrsta og eina af sínum kynsystrum til að fara áleiðis til tunglsins. Allar líkur virtust benda til þess að það yrði Rússi sem fyrstur stigi fæti á tunglið, og að rússnezka sigðarflaggið yrði fyrsti þjóðfáninn til að rísa þar við hún. En er fram í sótti virtist Ivan, í stóru vetrarkápunni hægja á sér, en Samuel frændi þeystist fram í klaufhamarsfrakkan- um, og hefir ekki lint á sprettinum síðan. Aðdáendur hins síðasta píslavotts í Hvíta húsinu í Wash- ington, gefa honum heiðurinn af því að hafa hert á þessu kapphlaupi við Rússann, og unnið sigur. Víst er um það að snemma á stjómartíð sinni var hann að litast um eftir verk- efni sem gæti gripið hug þjóðarinnar, beint athygli hennar frá kalda stríðinu, Krúséff og Kúpu vafstrinu. í fyrstu mun- hann hafa hugsað sér eitthvað hversdagslegra en gandreið til tunglsins. En ráðgjafar hans hertu á honum. Svo kom Lyndon Johnson, og bar fram spurningu: Eru ekki Bandaríkin fremst allra þjóða? Og það var ekki hægt að svara slíkri spurningu öðru vísi betur en með því að undirbúa og framkvæma, einn túr til tunglsins. Það er þessvegna engin illkvitni í því fólgin þótt sagt sé að þjóðarmetnaður kom hér mjög til greina, eins og ávalt í samskiftum ríkja. Gamla spurningin lætur ekki að sér hæða: Hver er ríkastur? Hver hefir mest völd í þessum heimi? Hver er sú þjóð, sem hefir svo öflugum her á að skipa, að öllum heimi standi beigur af? Allir vita að það er herinn, tækni hans og þær auðlyndir sem hans eys af sem stendur að baki geim- ferðanna, og tunglför þessari. En þar með er ekki öll sagan sögð. Menn gera sér miklar vonir um vísindalegan árangur af þessari tunglferð. Auðvitað er það óskhyggja ein, enn sem komið er. En vonir og draumar verða til alls fyrst. Menn gera sér vonir um ýmisskonar upp- götvanir, sem koma til með að bæta kjör manna og miklum mun, er tímar líða. Menn gera sér vonir um að læra ýmislegt um lofthita og raka sem geti haft mikil áhrif á akra og upp- skeru; um það hvernig megi losna við sorp og eiturefni, á landi, í sjó og vötnum, en þetta er að verða eitt af mestu vandamálum nútímans um allan heim; hvernig megi sjá mákna, og strauma og fisktorfur í djúpi hafsins; hvernig veð- urathugunastöðvar sem staðsettar verða úti í himingeimnum verða látnar fylgjast með fellibyljum, jarðhræringum, sem leiða kunni til jarðskjálfta, og hafísreki, segja til um ferðir þessara vágesta, stefnu þeirra og væntanlega viðkomustaði. Menn gera sér ennþá glæsilegri vonir um árangur tungl- ferðarinnar. Menn hugsa sér hvorki meira né minna en það að komast fyrir uppruna lífsins á jörð, á þessari ferð. Rök- færslan í þessu efni er eitthvað á þessa leið: Allar lífverur jarðar, dýraríki, allt sem lifir, er til komið af ólífrænu efni, sem fyrir vatnsrás og núning kveiki af sér líf, eitthvað svipað og þegar Indíánar kveiktu eld með því að nugga tveimur spýtum saman. Nú er ekkert vatn á tunglinu, og engin hreifing á þeim efnum sem þar kunna að fyrirfinn- ast. Ekkert líf getur þessvegna kviknlað, þar sem hvorki er til vatn, nudd, né hiti. 'Ólífræn frumefni kunna sem sagt að finnast á tunglinu. Nú eiga tunglfararnir að taka með sér í poka eins mikið og þeir geta af tunglinu, eða þeim efnum sem þeir finna þar og liggja laus fyrir. Þegar heim kemur á að hella á þetta vatni, og nudda því saman við ákveðið hita- stig, og hver veit nema líf kvikni! Það verður ekki lítið um að vera þegar þremenningamir kom aftur með mánamoldina. Fyrst verður hún sett í sóttkví til þess að aftra því að hún flytji með sér óþekkta og óvið- ráðanlega tunglsýkla. Síðan verður henni útdeilt á meðal helztu vísindastofnana; verða suma-r þeirra að gera sig ánægð- ar með sem svarar einni fingurbjörg af mánamold. Spekingar veraldarinnar setja nú upp sín beztu gleraugu, og horfa með þeim inní sínar sterkustu smásjár, og spyrjia moldina: Er hann heitur eða kaldur? Er hann flatur eða sléttur? Er hann lifandi eða dauður? Er hann hrímkaldur og grár? Er hægt að fá þenn- an kaldranalega karl í tunglinu, sem oft virðist horfa á mann- anna börn með góðlátri glettni til að svara á vísindalegan hátt fyrir fullt og allt, þessum kvimleiðu spurningum sem hafa verið lað plaga menn um aldimar: Hvaðan? Hversvegna? Hvert? Það em ekki aðeins heimspekingar sem vilja spyrja tungl- ið spjömnum úr, heldur einnig jarðfræðingar. En hér er úr vöndu að ráða fyrir þá. Þeim kemur ekki saman um það hvort máninn hafi orðið til í upphafi sem heilur hnöttur eða kaldur. Er þegar hafin hatrammleg deila um þetta með hlið- sjón af fyrri ferðum manna í nálægð mánans, og ljósmynd- um af honum. Þykir mikið við liggja að ganga úr skugga um þetta, og er talið að þessi tunglferð muni taka af skarið í þessu efni. Mönnum sýnist, eins og gengur, sitt hverjum, um þessa tunglferð og nytsemi hennar. Allir eru þó á eitt sáttir um að hér sé um dáisamlega tækni að ræða, og hyggjuvit á háu stigi. En mörgum finnst það einkennilegt að þelta skuli vera mögulegi, en að margt annað, sem í fljótu bragði virðist meira aðkallandi, og þýðingarmeira fyrir velferð manna, skuli reynast ómögulegt. Menn geta til dæmis ekki sagt fyrir um það með neinni vissu hvernig veðrið kunni að verða á morgun. Menn geta ekki ferðast öruggir um þjóðvegi landsins. Menn geta ekki spornað við eitrun lofts og lagar sem nú ógnar öllu sem lifir í æ vaxandi mæli, Menn geta ekki stöðvað stríðið í Vietnam, sem allar hlutaðeigandi þjóðir segja að sé háð gegn vilja sín- um. Menn geta ekki stöðvað uppþot og ofbeldisverk í skólum landsins. Menn geta ekki afnumið fátækralhverfin sem standa eins og opin og eitruð sár á líkama samfélagsins, — en menn hafa nóg ráð á því að ferðast til tunglsins. Gamlar kerlingar af báðu kynjum, spyrja í fáfræði sinnU Væri ekki manninium skaiuU1 ar nær að sinna verkefu sem liggja í hlaðvarpanu^ heldur en að vera að álp3^ upp í tungl? Er ekki því salU félagi áfátt, þrátt fyrir a sem ver himingnæfandi UP^ hæðum til tunglferða, en 1 ~ ur sig litlu skifta kynþáf ^ stríð, hungursneyð, og ul° , feril bræðra sinna? Er þa ekki staðreynd að fjarlæS 1, milli kynflokka og þjó^a jörð, er að vissu leyti meir' en fjarlæg ðin frá jörð ri f • n(J tungls, og nauðsyn brýnni, brúa hana? Er það skyns311^ legt að varpa öllum sínuna 3 hyggjum uppá tunglið, vaenta tum oé þess að það svari öllum ga leysi alla leyndardóma: kenni jarðarbúum að ^ mannsæmilega á æviskel sínu? Karlinn í tunglinu ver^ul svo sem ekki uppnæmur fý öllum þessu brambolti anna. Hann verður ekki UP^ með sér af þessari heimsók11 Hann hristir hessar mannftu^ rtlý' ur af sér sem væri þær 11; Hann heldur áfram að kuldalega og það mætti 20 að hann sendi jarðarbuUl^ kveðju sína, og mælú yiljið þið hingað upp- Ykku, væri nær að færa allt í ta^ neðra! Whv The Christían Science Monitor reconunends you read your local newspaper Your local newspaper keeps yoU 'Jf formed of what’s happening in Ljc area — community events, |fl meetings, stories about pe°P' anj your vicinity. These you can t-" shouidn’t — dowithout. H0W THE M0NIT0R COMPLEMff YOUR LOCAL PAPER lujing The Monitor specializes in and interpreting national anu ,c|ies news ... with exclusive dispa' from one of the largest npW5 and reaus in the nation’s caPltaL 40 from Monitor news e*PerH Jtates- overseas countries and all 5°5 pEg TRY THE M0NIT0R — IT'S A PnJ(,Y THE WH0LE FAMILY The Christian Science Monitor One Norway Street „ . noil5 Boston, Massachusetts, U.S.A. {jf Please start my Monitor subscript'°c|0SÍ> the period checked below. 1 $__________(U.S. funds). □ 1 YEAR $26 □ 6 months Q 3 months $6.50 Name_ Street_ City___ State_ _ZIP Code.—p-jjý

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.