Lögberg-Heimskringla - 22.10.1969, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 22.10.1969, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, MIÐVIKUDAGINN 22. OKTÓBER 1969 Að lifa í sátt yið landið sitt Framhald af bls. 1. Skaftafell í Öræfum, sem nú hefur verið gert að þjóðgarði. Hæst 4 myndinni gnæfir Hvannadalshnúkur. Ljósm. Rafn Hafnfjörð. að ástæðulausu, að efnalegt sjálfstæði þjóðarinnar verði aðeins tryggt með betri nýt- ingu auðlinda landsins, orku vatnsfalla og hvera, gæða gróðurmoldarinnar og frjó- semi fiskimiðanna. En þess virðist einnig þörf, ef við vilj- um halda andlegu sjálfstæði og tryggð við það land, sem hefur fóstrað okkur, að við nýtum betur en við nú gerum andlegar auðlindir íslenzkrar náttúru. Vellíðan fólks í þessu landi, andleg sem líkamleg, fer að verulegu leyti eftir því, hvernig því lærist að njóta lífs, sem er í eðlilegu sam- ræmi við umhverfi sitt“. En mér virðist skorta ærið á, að fólki sé kennt þetta. Tök- um dæmi. Af er sú tíð, að litið sé á jarðhitann á íslandi sem sönnun þess, að þar þrumi sjálft helvíti undir. Við höfum lært það á síðasta aldarþriðj- ungi að nýta, okkur til mikils þægindaauka, það vatn, sem yljast í landsins vörmu iðrum. Þetta er ánægjulegt dæmi um aðlögun að landsháttum. Við höfum komið okkur upp hita- veitum, hitum sundlaugar um allt land með hveravatni og ræktum í gróðurhúsum, hituð- um hveravatni og gufu, blóm og grænmeti okkur til fegurð- ar- og fjörefnaauka. En s k a m m t er öfganna á milh og meðalhóf vandratað. Börn eða bamaiböm þeirrar kynslóðar, er ólst upp í torf- bæjum, þar sem botnfraus í næturgögnum á köldum vetra- nóttum, eru nú alin upp í svo óhóflega hituðum húsum, að þar hafast ekki aðrir við en íslendingar. „Hraustir menn“ er að vísu eitt vinsælasta óskalagið í útvarpinu okkar, en íslenzkar „hetjur af kon- unga kyni“ reka upp vein og f&r um þær hrollur ef þær dýfa fæti í sundlaug, sem kæld er niður í hitastig, sem þykir hæfilegt í sundlaugum frænd- þjóða okkar. Þar sækja menn simdlaugar til að synda í þeim en ekki til þess að lóna í ný- mjólkurvolgu vatni, svo ekki sé notað ljótara orð. Það sam- rýmist illa þeirri staðreynd, að við búum í nyrztu höfuðborg veraldar, að ala hér upp kul- vísar kveifar. Heilbrigð sál kvað þrífast bezt í hraustum líkama, en ég fæ ekki b e t u r séð en að líkamsrækt fari hér heldur hrakandi. Sakir skorts á leik- fimihúsum gerist leikfimin æ minni þáttur í kennslunni í s k ó 1 u m höfuðborgarinnar. Þessi íþrótt, ein hin fegursta og hollasta íþrótt, virðist eiga hér formælendur fá um þess- ar mundir og vera í auðsærri afturför. Ættum við þó ekki að þurfa að hafa verri aðstöðu til iðkunar þessarar íþróttar en aðrar þjóðir, þar sem hún er að mestu óháð veðráttu. Það er mjög rætt um heilsu- bótargöngur og hollustu úti- vistar á þessari öld hjarta- kvilla. En því a ð e i n s fást menn til útivistar sér til sálar- og líkamsbótar að þeim líði þolanlega utandyra. ísland er óvéfengjanlega þannig stað- sett á kringlu jarðarinnar, að það jaðrar við að vera heim- skautaland. V e t u r eru hér langir og sumur ekki ýkja heit, og þótt ætla mætti af ís- lenzkum kvikmyndum, að hér dragi vart ský fyrir sólu, talar reynslan öðru máli. Þetta land er ekki vænlegt til mikillar útivistar fólki, sem ekki getur notið náttúrunnar nema á lognkyrrum sólskins- dögum. Eitt af frumskilyrðum þess að geta notið útivistar í íslenzku loftslagi, er að kunna að klæða sig svo sem hæfir þessu loftslagi. En berum sam- an klæðaburð skólafólks hér og í nágrannalöndunum. Þar er ullarfatnaðurinn enn ein- kennandi fyrir vetrarklæðnað og skómir aðrir á vetrum en sumrum. Hér er nælonið að útrýma ullinni á mannkind- inni, en hinsvegar ganga sauð- kindumar nú iðulega í tveim- ur reyfum í íslenzkum högum. Vetur eru hér ærið langir og landið víða snævi þakið meir en hálft árið. Væri því ærin ástæða til að leggja meiri rækt við skíðaíþróttina en gert er. Það skal vissulega játað, að hér í umhverfi höfuðborg- arinnar háir það mjög þessari íþrótt hversu umhleypinga- söm tíðin er, en þó koma flesta vetur alllangir kaflar með góð skilyrði til skíða- íþróttar. En það þarf að kenna fólki það eins og annað að njóta þess að vera á skíðum. í skólunum mun vera gefið skíðafrí dag og dag, en sjaldan eða aldrei nema einn dag í senn. Slík skíðafrí eru næsta gagnslítil. Krakkamir eða unglingamir líta á þau meira sem frí frá lexíum en skyldu til skíðaferðar og reyna að snúa sig út úr því með ýmsu móti að nota fríið svo sem til var ætlazt. # Úti í Skandinavíu tíðkast það, einkum í páskaleyfum — en þá er einnig hérlendis oft beztur snjór og veðurfar til skíðaiðkana — að fara með skólaæskuna í vikutúr á skíð- um. Þá fyrst komast börnin í þá æfingu, sem gerir skíða- íþróttina að þeirri nautn, sem margir vilja síðan ekki án vera. Og þamer lögð áherzla ekki hvað sízt á skíðagöngur. Hér færist skíðaíþróttin æ meira í það horf, að láta hala sig á spotta upp á brekkubrún og renna sér svo niður á jafn- sléttuna. Óneitanlega em svig og brun fallegar íþróttagrein- ar og hollar að auki. Þó hygg ég að ekki sé síður holl sú hreyfing að klífa upp brekku en að bruna niður hana og horft hef ég hér á keppnir í þessum greinum, sem báru helzti mikinn keim af tízku- sýningum þar sem stælgæjar kepptu um það, hver bæri skrautlegustu peysuna, stíf- pressuðustu buxumar og dýr- ustu kíðin og skóhnallana, enda kostar þessi útgerð nú orðið ærnar fjárfúlgur. Sem sagt, bnm og svig em ágætar íþróttir og ekki skal ég lasta það, þótt þeir, sem efni hafa á, klæði sig skraut- lega og punti upp á skíða- brekkurnar. Skíðalyftumar gera mikið gagn með því að laða fólk að skíðaíþróttinni. Aðalatriðið er að koma sem flestum á skíði, en ég fer ekki í launkofa með það að ég tel að skíðagöngur ætti að stunda meir en nú er gert og að nauðsyn sé að efla áhuga á þeim og skapa þeim betri skil- yrði, m. a. með b y g g i n g u svefnskála með hæfilegri göngudagleið á milli, hér í nágrenni höfuðstaðarins. Mér hefur orðið tíðrætt um veturna, enda em þeir lengst- ir árstíða á íslandi ef miðað er við veðráttu. En við eigum þó einnig vor, sumur og haust, og lahd sem er svo fagurt á þessum árstíðum, að flestir geta öfundað okkur af. Nátt- úra íslands er furðulega fjöl- breytt af ekki stærra landi að vera. Fræg ferðamannalönd, svo sem Noregur og Sviss, komast þar langt í frá til jafns. Hér má heita að nær hver byggð sé öðmm ólík. Og svo em það hin miklu öræfi, heillándi undraheimur, og víð- erni jÖkla, sem ailtof fáum hefur enn gefizt kostur á að kynnast. Því nær engan veit ég hafa iðrað þeirrar kynn- ingar. Sízt skal því n e i t a ð , að margt hefur gerzt á síðustu áratugum, sem auðveldar fólki ferðalög um byggðir landsins og öræfi, og á Ferðafélag ís- lands þar drjúgan þátt í með skálabyggingum s í n u m og skipulagningu ferða. Um margt er þó enn að bæta í þessum efnum. T. d. er enn alltof látið úrval útbúnaðar til ferðalaga. Tjöld og ýmis ann- ar útilegubúnaðar, sem hér er á boðstólum hefur þó batn- að stórlega síðustu árin, en erfiðara er hér enn að útvega sér hentug ferðaföt en fín- an samkvæmisklæðnað, og al- mennilegir bakpokar eru hér sjaldgæf sjón. Kemur hér að því sama sem ég var að klifa á í sambandi við vetraríþróttir, að alltof lítið er lagt upp úr gönguferð- um, einnig á sumrin. Hér þarf að beygja krókinn strax í bemsku. Fara með skólaböm í langar gönguferðir 1 ná- grenni bæja og borga bæði vor og haust. Og til þess að auð- velda langar gönguferðir um landið þarf að korna upp svefnskálum á merkilegum ör- æfaleiðum það þétt, að ekki sé nema s æ m i 1 e g dagleið gangandi bakpokafólki milli þeirra. Margir þeir sem nú tala með fyrirlitningu um bakpokalýð, munu finna það síðar á iífsleiðinni að þeim tJ hefði verið hollara að tilheyra einhvemtíma slíkum félags- skap. Hingað til hefur það mikið b j a r g a ð uppeldi íslenzkra bama hve mörg þeirra hafa komizt til dvalar á íslenzkum sveitaheimilum á summm og þar með í snertingu við ís- lenzka náttúm og holla lífn- aðarháttu, en við verðum að horfast í augu við þann veru- leika, að sveitabýlum fækkar en kaupstaðarbörnum fjölgar ört og því komast hlutfalls- lega æ færri á sveitaheimili á sumrum. Hér þarf að grípa til annarra úrræða. Og þar þarf athafnir fremur en orð. Ekki veit ég hvað margar nefndir hafa á undanförnum árum setið á rökstólum um uppeldismál og hversu marg- ir sérfræðingar hafa kannað spillingu æskulýðsins, en ekki var það þó fyrir tilstilli neinna slíkra nefnda eða sérfræðinga aíð komið var upp skíðaskála í Kerhngarfjöllum, en það er eitt hið ágætasta framtak í uppeldismálum unglinga, sem gert hefur verið hér síðustu áratugina. Skal þó ekki van- metin sérfræðileg könnun á vandamálum nútímaæsku. 1 s 1 e n z k sumur eru ekki löng. Þó þarf ekki endilega að æða út yfir pollinn til að afla Framhald á bls. 7. Aðeins $ 1 16 00 með Loftleiðum Það er einmill núna, á þessu ári, að þú ællir að fara heim fil Islands, og taka þáit í hátíðahöldunum sem þar fara fram, um land alll, í lilefni af luttugu og fimm ára afmæli lýð- veldisins. Auðvitað ferðu með Lofileiðum, en það er félagið sem um aldarfjórðung hefir boðið fólki beztu ferðabréfin. Fargjaldið, báðar leiðir, er venjulega aðeins $232.00, en um hásumarið er það örlílið hærra, eða $320.00. Ef þú erl í 15 manna hóp koslar ferðin þig aðeins $180.00. Ef þú ætlar alla leið til meginlandsins, bjóða Loftleiðir betri kjör en nokkurt annað flugfélag. • aðra leiðina á venjulegum árstlma. MUNDU AÐ LOFTLEIÐIR BJÓÐA LÆGSTU FARGJÖLD TIL ÞESSARA LANDA: ÍSLANDS, SVÍÞJÓÐAR, NOREGS, DANMERKUR, ENGLANDS, SKOTLANDS OG LUXENBOURG. Hafið samband við umboðsmenn vora: ICELANDIC tmuNSr ©• mmnaim 610 FIFTH AVENUE (ROCKEFELLER CENTRE) NEW YORK, N. Y. 10020 PL 7-8585 New York Chicago San FrancUco Fáið upplýsinga beeklinga og ráðstafið ferðlnrd 4 farOa- skriístofu yðar.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.