Lögberg-Heimskringla - 22.10.1969, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 22.10.1969, Blaðsíða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, MIÐVIKUDAGINN 22. OKTÓBER 1969 3 HÓLMFRÍÐUR DANIELSON: 50. Ársþing Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesfurheimi Haldið í Winnipeg, 24, 25, og 26. febrúar, 1969 Þingið hófst með guðsþjón- ustu í Fyrstu lútersku kirkju á sunnudagskveldið, 23. febr- úar. Dr. V. J. Eylands, sem var gestur þingsins ásamt frú Lilju, flutti stólræðu, en séra P. M. Petursson, las guðs- spjöllin. Þingsetning fór fram í Par- ish Hall, F. L. Church, á mánudagsmorgun, 24. febrúar. S é r a Ásgeir Ingibergsson, sóknarprestur í Ashern, Man. s t ý r ð i guðræknisstund, en hann er kominn frá íslandi fyrir rúmu ári síðan til þess að þjóna lúterska söfnuðinum þar. Sálmar voru sungnir og Gunnar Erlendsson var við hljóðfærið. Forseti, séra P. M. Peturs- son, setti þing, bauð þinggesti og fulltrúa velkomna, og bauð einnig velkominn herra Jó- hann Hafstein, ráðherra, og konu hans frú Ragnheiði, en ráðherrann var fulltrúi ríkis- stjómar íslands á þessu fimmtíu ára afmæli Þjóð- ræknisfélagsins. Forsetinn gat þess að enn eru á lífi þrír menn sem voru á stofnfundi félagsins: Gísli Jónsson ritstjóri, séra-Albert Kristjánsson (sem var eitt sinn forseti félagsins) og Stef- án Einarsson, ritstjóri, sem var í fyrstu stjómamefndinni. Þingheimur hyllti frú Petrínu Pétursson, en hún hefir setið öll þing félagsinse nema tvö þau fyrstu. Einnig voru mætt- ir tveir fyrrverandi forsetar, Dr. Richard Beck og Dr. V. J. Eylands, og gladdi það allan þingheim. Síðan flutti forseti skýrslu sína. Minntist hann á frá- fallna meðlimi og stóð þing- heimur upp til heiðurs minn- ingu þeirra. Ellefu stjórn- málanefndir voru haldnir og óteljandi aukafundir sérstakra nefnda. Hópferðin til felands í júlí, s. 1. heppnaðist ágæt- lega að öllu leyti. Nú er stjórnarskráin fullgerð og hef- ir verið útbýtt á meðal allra á þingi. Sagði forseti svo þing sett: Dr. Beck gerði tillögu að þessi ítarlega skýrsla forseta sé meðitekin með þakklæti til forseta og stjómarnefndar. Tóku allir undir það með lófa- taki. Nefndir vom settar: 1. Kjörbréfanefnd, Mr. Albert Arnason, Snorri Gunnarsson, Gestur Pálsson; 2. Dagskrár- nefnd: Dr. Richard Beck, Kristín Skúlason, Mrs. Guð- rún Thompson. Annar f undur, kl. 2. e. h. Fundargjörð lesin og sam- j^ykkt. Dr. Beck flutti skýrslu dagskrárnefndar sem var með þeirri breytingu að skeyti og kveðjur verði flutt á morg- unn kl. 2. e. h. Þá kemur fram hinn ágæti fulltrúi íslands, herra Jóhann Hafstein, iðnað- armálaráðherra kirkju- og dómsmálaráðherra. Páll Hall- son studdi, og var skýrslan samþykkt. Kj örbréfanefnd gaf skýrslu sem sýnir að þessir eiga sæti sem fulltrúar deilda á þingi: Frón Winnipeg: J. F. Kristjánsson, Gunnar Baldvinson, Mrs. Kristín Johnson, Páll Hallson. Esjan, Arborg: Gestur Pálsson, Herdís Eiríksson, Kristín Skúlason. Gimli: Mrs. W. J. Arnason, Mrs. Guðrún Thompson, Mrs. S. A. Sigurdson. Brúin, Selkirk: Leifi Skagfjörð, Guðrún Vigfússon, (Varamenn: Kristín Stefáns- son, Gestur Johannson). Báran, Mounlain, N. D.: Dr. Richard Beck, Mrs. Margrét Beck. Lundar: Ingibjörg Ragnkelson, Snorri Rögnvaldson. ísland, Morden: Thomas Thomasson. Norðurljós, Edmonton: Albert Amason. Einnig vom mættir á þingi fjöldi af utanbæjar meðlim- um félagsins, frá Gimli, Oak Point, Pine Falls, Selkirk og fleiri stöðum. Snorri Gunn- arsson, fulltrúi félagsins á vesturströndinni og frú hans sátu þing, og Dr. V. J. og frú Lilia Eylands frá Rugby, N. Dak., og séra Ásgeir og frú Janet Ingibergsson frá Ash- em. Skýrsla Skógræklarnefnd- ar: Dr. Beck flutti. Sýndi hún að $165.00 hafa verið gefnir í sjóðinn af deildum og ein- staklingum (hér er ekki talið framlagið frá Þjóðræknisfé- laginu sjálfu). Formaður nefndarinnar, Dr. Beck hafði ritað tvær greinar um málið sem vom prentaðar í Lögbergi-Heimskringlu, 31, okt. og 7. nov. 1968 og prýdd- ar mörgum myndum, en Dr. og Mrs. Beck stóðu straum af k o s t n a ð i fyrir myndamót ($35.00) og er það myndarleg viðbót frá þeim í framlag það sem þau hafa gefið í sjóðinn. Dr. Beck las þakklætis bréf frá skógræktarstjóra, Hákon Bjarnason. Skýrslan var við- tekin með þakklæti. Síðan var milliþinganefndin í skógrækt- armálinu endurkosin: Dr. Beck, Mrs. S. E. Bjomson, og Mrs. Herdís Eiríksson. Skýrsla um Hópferðina til íslands: J. F. Kristjánsson sagði að ferðin hefði tekist alveg sérstaklega vel, um 130 manns voru í hópnum og allir mjög ánægðir. Nefndin komst i út skuldlaus og nokkurt fé umfram sem notað var við heimsókn Sigurðar Sigur- geirssonar og konu hans' hing- að vestur, en eins og kunnugt er var þeim boðið hingað í virðingarskyni fyrir allt hans óeigingjama starf í þágu Þjóð- ræknisfélagsins og V.-lslend- inga yfirleitt. Fyrir boðinu stóðu Þjóðræknisfélagið, Is- lendingadagsnefndin og Loft- leiðir, og varð ferð þeirra hjóna alveg dásamlega skemmtileg og ánægjuleg að öllu leyti. Þingheimur þakk- aði nefndinni fyrir frámima- lega mikið og gott starf og sér í lagi formanni, J. F. Kristjánssyní sem hefir staðið straum af þessu mikla starfi með hetjuskap og árvekni. Skýrsla féhirðis var lesin af J. T. Beck. Var skýrslunni út- býtt til allra fulltrúa og með- lima sem viðstaddir voru og féhirði* og varamanni hans, J. T. Beck þakkað mikið starf. Kristín Johnson las skýrslu yfir rekstur á húsi félagsins að 652 Home St. og einnig skýrslu sína sem fjármála- ritara. Nefndir voru skipaðar sem fylgir: Útbreiðslu- og fræðslumál: Dr. Richard Beck, Gestur Pálsson, Mrs. Guðrún Thompson, Thomas Thomasson, Leifi Skagfjörð, Mrs. Snorri Gunnarsson, Hólmfríður Danielson. Fjármál: Páll Hallson, Baldur Sigurdson, Mrs. W. J. Amason, Mrs. Margrét Beck, Framhald á bls. 5. HALLDOR SIGURDSSON AND SON LTD. Lathing and Plastering Contractors H. Mel Sigurdson, Monager Office ond Warehouse: 1212 St. Mary's Road, Winnipeg 8 Ph. 256-4648 Res. 452-3000 TALUN, KRISTJANSS0N PARKER & SMITH Barristers & Solicitors, 210 Osborne Street North, WINNIPEG 1, MANITOBA, Area Code 204, Telephone No. 775-8171. Asgeirson Paints & Wailpapers Ltd. BUILDING MATERIALS 696 Sargent Avenut Winnipeg 3, Manitoba • All types of Plywood 0 Pre-finish doors and windows 0 Aluminum combination doors 0 Sashless Units 0 Formica 0 Arborite 0 Tile Boards 0 Hard Boards etc. 0 Table Legs Phones SU 35-967 SU 34 322 FREE DELIVERY Business and Professional Cards • ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI • Foriati: SÉRA PHILIP M. PÉTURSSON 681 Banning Str««t, Winniptg 10, Mamtobo Styrkið félagið með þvi að gerast meðlimir. 1 Ársgjald — Einsiaklingar $3.00 — Hjón $5.00 Sandist lil fjármálaritara MRS. KRISTIN R. JOHNSON 1059 Dominion St., Winnipeg 3, Manitoba. Phona 783-3971 Building Mechanics Ltd. Pcintlng - Decoroting - Construction K. W. (BILL) JOHANNSON Monager 938 Elgln Avanua Winnlpeg 3 Lennett Motor Service Operotad by MICKEY LENNETT IMPERIAL ESSO PRODUCTS Horgrova L Bonnotyn* WINNIPEG 2, MAN. Phon* 943-8137 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Shorbrook Storot Selur líkkistur annast um útfarir. Allur utbúnaður ■á bezti Stofnað 1884 SPruce 4-7474 G. F. Jonasaon, Pr«s ond Mon. Dlr. KEYSTONE FISHERIES LIMITED Wholetal* Dlttrlbutora of FRESH ond FROZEN FISH 16 Mortha St. 942-0021 Goodman and Kojima Electric CLKCTRICAL CONTRACTORS 770 ELLICE AVE., WINNIPEG 10 774-5549 ARTHUR GOOOMAN M. KOJIMA SP 2-8361 LE 3-6433 lvMtln0f uá Holldey* Canadian Fish Producers Ltd. J. H. PAGE, Monoglng Dlrector Wholesale Disfrlbutor* of Frtsh and Froz^n Flsli S11 CHAMBERS STREET Offlce: But.: 775-0481 772-3917 SPruce 4-7S5S ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Ro-roof, Aephalt Sfilngloe, Roof Repalra, Inatoll Venta, Ineulation ond Eaveatroughing. 774-7855 612 Simcoe St., Wlnnlpeg 3, Mon. ICELANDIC GENEAL0GIES Americans of lcelandic origin con have their lcelondic ancestry traced ond irv formation about nearest llving relativet In lceland. MODERATE FEE. PLEASE CONTACT Stefén Bjornoson, P.O. Box 1353, Reykjovík, lcelond Selkirk Funeral Chapel Ltd. Director: GARTH CLARY Licensed Embalmer Serving Selkirk and Intertoke oreas Ambulonce Service Coll Selkirk Phone 482-6284 Collect 209 Dufferin Ave. Selkirk, Monitobo LATHING AND PLASTERING CONTRACTORS H. Mel Slgurdeon, Moneger Office ond WorehouN 1212 St. Mory's Rood Winnipeg 8 Ph. 256-4648 • Rm. 452-3000 S. A. Thorarinson Í0rrleter 6 Solicltor 2nd Fioor, Crown Truet Bldg. 364 MAIN STREET OHIce WHiteholl 2-7051 IU«l4*nc« HU 9-6488 TALUN, KRISTJANSSON PARKER, MARTIN & MERCURY Barrlttert & Sollcitort 210 Otborne Street North WINNIPEO 1, MANtTOBA Skúli Anderson Custom Jewellery Engraver. 810 PARIS BLDG. 259 PORTAGE AVE. Ofíice: 942-5756 Home: 783-6688 T 52 ie Wes 1 HARSRi (BUHJROTHtj, •»OUS« PAUÍl J. SHI A. t tern Paint Co. Ltd. kVK ST. WINNIFKQ "THE PAINTERS' SUPPLY HOUSE" SINCE 1908 WH 3-7393 MNOWSKI, Pre.lden* 1. COTE, Treoturer Divinsky, Birnboim & Company Chartardd Accountanti 707 Monireal Trusi Bldg. 213 Noire Dame Ave. Winnipeg 2, Telephone: 943-0526 Minnist BETEL í erfðaskróm yðor Benjaminson Construction Co. Ltd. 1425 Erin Sireei. Winnipeg 3. Ph: 786-7416 QiNERAL CONTRACTORI L 6INJAMINSON, Manaifr FRÁ VINI RICH ARDSON & COMPANY Barrlftar* and Soilcitort J74 Gorry StrMt, Wionípag 1, Monitobo Tel«phon« 942-7467 a. RICHARDSON, Q.C. J. F. R. TAYLOR, LL.B. C. R. HUBAND, LL.B. W. S. WRIGHT, B.A., LL.B. W. NORRIE, B.A., LL.B. W. J. KEHLER, B.A., L.L.B. «. M. KRICKSON, B.A., LL.B. E. C. BÍAUDIN, B.A., L.L.B. "GARTH M. ERICKSON ot the firm of Richardson & Company ottends ot the Gimli Credit Union Office, Gimll, 4:00 p.m. tt> 6:00 p.m. on the firet ond thírd Wedneedoy of eoch month."

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.