Lögberg-Heimskringla - 22.10.1969, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 22.10.1969, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, MIÐVIKUDAGINN 22. OKTÓBER 1969 GUÐRÚN FRA LUNDI: SÓLMÁNAÐARDAGAR í SELLANDI Skáldsaga „Ætli hún hafi nokkur verið. Ég býst við að bæði þú og húsbóndinn hafi búizt við að þvottur- inn þvægi sig sjálfur, eða að ég, sem ekki hef þvegið þvott í mörg ár, færi til þess“, sagði Bergljót. „Mér hefði áreiðanlega aldrei dottið í hug að þvo hann, þó að mér hefði verið sagt það“, sagði Ráða. „Ég bjóst við því að hann yrði látinn úldna í balanum. Ég býst við því að einhver húsbóndi hefði sagt vinnukonunni sinni að gera það, þó að þessi höfðingi hérna skifti sér ekki af neinu slíku, frekar en honum komi það ekkert við, og aldrei hefði læknir verið sóttur, ef Páll hefði ekki drifið í því. Því segi ég það, sem ég hef margsagt, að það er sá elskulegasti piltur sem ég hefi nokkru sinni kynnzt á ævi minni“, sagði gamla konan. Svo var hún staðinn upp og farin með mjólkur- fötuna sína, án þess að Ráða væri nokkru fróðari um þvottakonuna. Um kvöldið léttist talsvert svipur húsbóndans, þegar hann sá rúmin hrein og umbúin og spurði hann Bergljótu, hvort heilsufarið þama fyrir inn- an væri ekki eitthvað að skána. „Þær em ólíkt hressari núna, einkanlega þó Sæja“, sagði gamla konan. Um morguninn sagði Simmi við Ráðu út við hverfisteininn þar sem hamn var að draga á: „Nú veit ég hver þvottakonan er. Hún fór fram í nótt, hefur líklega verið að sækja vatn út í læk. Það var engin önnur en Jónanna“. „Hvert þó í logandi. Bara komin heim 'aftur og skammast sín svo fyrir að láta sjá sig. Skyldi það ekki hafa verið nær fyrir hana að hanga við heimilið. Hvað ætli faðir hennar hafi sagt við hana. Ég hefði viljað gefa talsvert til að heyra það“, sagði Ráða. „Mér þykir líklegt að hann virði það við hana, sem hún er búin að gera héma núna. Hún er búin að gera baðstofuna hreina, brenna gamla heyinu úr rúmbálkunum og láta nýtt í staðinn. Svo hefur hún skipt um í rúmunum og þvegið óhreinu sængurfötin. Það var mikill munur að hátta inni í baðstofunni eða liggja eins og hundur úti í hlöðu. Aldrei hefðir þú afrekað þessu á ein- um degi“, sagði Simmi. ,Hver sefur í mínu rúmi?“ spurði hún. „Húsbóndinn og Bessi litli“. „Þá verð ég að sofa á þessu fjárans háalofti þarna frammi í allt sumar. En ég skal þó heldur þrauka þar en fara inn og fá kannske þessa bölv- aða veiki“, sagði Ráða. Um þetta ræddu þau út við hverfisteinimn, þar sem Simmi var að leggja á Ijána en Ráða sneri sveifinni. Þá kom Páll með ljáinn sinn í hendinni og bauð þeim góðan dag. „Kom ég kannske á eitthvað óhentugum tíma? Mér sýnist þið eitthvað svo skrýtin á svipihn“, sagði hann. „Nei, við tölum ekki um það, sem allir mega ekki heyra“, sagði Simrni. „Ég var bara að segja henni hver þessi dularfulli kvenmaður er, sem komin er í bæinn, en enginn hefur séð hana úti við þvottasnúruna", sagði hann. „Já, vel verði henni fyrir dugnaðinn og mynd- arskapinn. Hún skipti á rúminu mínu í gær og lét mig hafa hrein nærför. Það var talsverður -munur að hátta í gærkvöldi eða hin kvöldin. Ég elska hana fyrir það, meðan ég man eftir henni“, sagði Páll. „Veiztu hver hún er?“ spurði Ráða. „Já, ég hef áreiðainlega séð hana fyrr“, sagði Páll. „Máttu vera að snúa steininum fyrir mig, Ráða?“ bætti hann við, þegar Simmi lét honum eftir sætið á kassanum. „Henni hefur þá runnið blóðið til skyldimnar og komið heim til móður sinnar fárveikrar“, sagði Ráða. „Hún hefði sjálfsagt verið komin fyrr, ef hún hefði vitað, hvemig ástatt var. Það er fáferðugt fram 1 afréttina“, sagði Páll. „Bölvaður asnaskapurinn í henni að láta strák- inn narra sig fram í þessa kofa. Náttúrlega er allt búið á milli þeirra“, sagði Ráða. „Kannske hann verði eins hræddur við tauga- veikina og þið og þori ekki að kyssa hana framar“, sagði Páll og fór svo að raula vísu og ætlaði sér áreiðanlega ekki að tala meira við Ráðu í það skiptið, þó að Ráðu langaði mikið til þess. Það var alltaf gaman að tala við kátan og laglegan pilt. „Það ert þú, sem ekki ert hræddur við þessa voða veiki“ sagði hún. „Ekki get ég sagt að mér sé vel við hana. En hitt er annað mál, að það er ekki heppilegt að láta eins og fáviti. Láta sér detta í hug að fárveik- ar manneskjur geti gengið milli rúma og þrifið sig sjálfar. Það er meira fíflið, sem hann er, karl- vargurinn. Þess vegna þykir mér líklegt að hann hafi orðið feginn að fá manneskju, sem hafði kjark til þess að rétta hjálparhönd. Hún er ekki í minni hættu en þið hin, sem ekki þorið að líta inn fyrir dyrastafinn. Vel gæti ég trúað því, að karlinn ætti eftir að leggjast. Það vill oft verða svo“, rausaði Páll, meðan hann dró ljáinn á. Ráða stirnaði af skelfingu og lengdi ekki sam- talið. Þegar ljárinn var fulldegin, þakkaði Páll henni fyrir að hún sneri hverfisteininum. Þá gekk Jónanna út að læknum með stóran þvottabala yfir höfðinu og hélt í eyrun. Páll hljóp á eftir henni. „Það er aldrei að hann getur tekið til fótanna“, tautaði Ráða í barm sér. „Þetta er allt of stór og þungur hattur handa þér“, sagði Páll, þegar hann náði henni. „Láttu mig halda í annað eyrað, þá verður það léttara. „Hvernig hefur þér svo liðið þarna fram í af- réttinni? Var þar eins gaman og í fyrrasumar?“ sagði hann. „Tæplega hefur það verið eins skemmtilegt, en samt hefur mér liðið vel þar þennan tíma. Svo þakka ég þér fyrir að þú komst fram eftir um daginn. Annars hefði ég aldrei frétt neitt héðan“, sagði hún. „Hefurðu ekki veitt silung nokkrum sinnum?" spurði hann. „Jú, nógan silung“, sagði hún og brosti. Svo hljóp hann út túnið með ljáilnn í hendinni. „Framan í allar getur hann galað og glennt sig, þessi strákur“, tautaði Ráða við sjálfa sig. „Hvað skyldi vera orðið af þessari kærustu, sem hann átti í fyrra. Mér veitir sjálfsagt ekki af að taka til hrífunnar, ef mér er ætlað að raka á eftir þeim þremur. Tæplega hefur Jónanna fyrir því að koma út þennan daginn. Bara farin að þvo aftur?“ Svona liðu nokkrir dagar. Jónanna sást sjald- an nema við þvottasnúruna. Faðir hennar bjóst við að hún kæmi út með hrífuna sína einhverja stund. En svo varð ekki. Það var svo sem ekkert álitlegt, ef þær ætluðu að sitja inni fjórar í allt sumar, hugsaði hann en talaði aldrei um það við neinn. Einn daginn, þegar sólin skein í blæjalogni, sást Sæja sitja sunnan undir bænum. „Það var þó gott að sjá, að hún gat stigið í fæturna aftur“, sagði Hrólfur við pilta sína, þegar þeir gengu heim til að borða. „Þetta er allt í áttina til hins betra, Hrólfur minn“, sagði Páll. Svo veifaði hann til Sæju og bauð hana velkomna út í sólskinið. „Það er þó mikið að einhver hreyfing sézt á þessu kvenfólki hér á Bakka“, hnussaði í bónd- anum. „Annað eins sumar hef ég aldrei lifað á minni ævi“. Þann sama dag reið læknirinn og fylgdarmað- ur hans í hlaðið á Bakka. Hann hafði verið sóttur út í Hlíðina og lagt svo krók á leið sína til að vita, hvemig liði á Bakka, þar sem engar fréttir höfðu borizt út af heimilinu. Hann var ekki hræddur við að fara inn í hjónahúsið. Útlitið var ágætt. Konan farin að hressast og dóttirin komin á fætur. Það hlaut að vera óhætt að fara að sótthreinsa heimilið. En það yrði langt þangað til þær mæðgur mættu ' fara að vinna. Þetta sagði hann, þessi blessaður læknir. „En þú tekur þér það ekki nærri, þó að hann 1 gösli hingað inn sem hann hefur aldrei þorað að koma síðan þú veiktist, bara til þess að gera mér gramt í geði“, sagði Jónanna. „Ég mun ekki tala til hans að fyrrabragði, en ég ætla ekki að vægja, þegar á mig er ráðizt“. ,.,Þú verður að hætta við þennan ógerðarstrák. Faðir þinn gefur aldrei samþykki sitt til þess að þú farir þangað aftur“, sagði Friðgerður. „Ég ætla heldur ekki til hans“, sagði Jónanna, stóð upp og fór fram til þess að slá botn í þessar umræður. 34. GÓÐAN GEST BER AÐ GARÐI Það leið ekki löng stund, þar til annan gest bar að garði. Jónanna var að rangla úti við, þeg- ar yfirsetukona sveitarinnar reið í hlaðið á Bakka. Hún hét Ingunn og átti heima á Svelgsá. Sá bær var utarlega í Hlíðinni. Hún var systir Hrólfs bónda. „Ég átti leið hérna um, svo að mig langaði til að vita, hvemig liði hér á heimilinu. Ég heyrði sagt, að búið væri að sótthreynsa hjá ykkur. Svo þá er víst öllu óhætt“, sagði hún, þegar hún hafði heilsað Jónönnu frænku sinni með kossi. „Það er fallega gert af þér að líta inn til okk- ar. Það hefur verið fáferðugt hér undanfarið“, sagði Jónanna. „Sæja er talsvert hress og farin að vera úti eftir hádegið, þegar gott er veður, en mamma er vesalingur ennþá“. Ingunn gekk inn með Jónönnu. Friðgerður var sæmilega hress, en kvartaði aðeins um, hvað hún væri máttfarin og slæm fyrir hjartanu. Ingirnn var eina manneskj an í sveitinni, sem hafði eitthvert vit á veikindum, og var því oft til hennar leitað. Hún gaf holl ráð og hafði talsvert af meðölum hjá sér. Hún bjóst við að hún gæti látið hana hafa hjartastyrkjandi dropa og kannske eitthvað, sem styrkti hana. Ekki ætlaði hún samt að stanza neitt í þetta sinn. En það gæti einhver orðið sér samferða til þess að ná í meðulin. Þá kom Hrólfur bóndi inn í húsið í annan sinn á þessum degi og heilsaði gesti sínum hlýlega. „Það er gaman að sjá þig systir góð“, sagði hann. „Ég vildi óska að þú gætir nú verið hjá mér í nokkra daga til þess að reyna að hressa konuna við. Mér ofbýður að sjá duglega og fullvinnandi manneskju sitja inni í bæ, þegar brakandi þerrir er á hverjum degi og nóg til að þurrkta“, sagði hann. „Já, hvað er nú að heyra til þín, maður. Ég sá ekki betur en þið væruð sex við verk héma á túninu áðan, svo að ég kenni víst ekki mikið í brjósti um þig. Ég er nú búin að vera í fimm daga við yfirsetukonustörf frá töðunni minni, og hún þarf víst að þoma eins og taðan þín, en fáir til að rifja og taka saman. Náttúrlega er heldur færra á fóðmnum hjá okkur. En ég get ekki verið hjá þér, enda ertu ekki í vandræðum, þar sem þú hefur hana Jónönnu, sem ég hef alltaf ætlað að láta taka við af mér að sitja yfir og hlynna að fólki. Ég sé að hún hefur reglulegar ljósmóð- urhendur. Það eina, sem ég get gert, er að láta dropa, sem gætu eitthvað lífgað aumingja stráið hana Friðgerði. Nú skaltu láta drenginn sækja hest. Jónanna getur riðið með mér út eftir. Mér sýni'st hún nú ósköp þreytuleg, svo að henni veitir ekki af að koma á hestbak til að hressa sig“. Þetta þausaði sú góða systir Ingunn yfir bróð- ur sínum. „Ég hef nú ekki marga til að senda eftir þeim meðulum“, sagði Hrólfur. „En hrossin eru héma rétt hjá“. r Jónanna var fljót að þrífa beizlið sitt og ná í Bleik. Systkinin ræddust við á meðan, ekki þó um neitt sérstakt. Hún saup kaffi við búrborðið hjá Bergljótu gömlu.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.