Lögberg-Heimskringla - 22.01.1970, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 22.01.1970, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA.-FIMMTUDAGINN 22. JANÚAR 1970 Hljómkviða náttúrunnar (La Symphone Pasiorale.) EFTIR ANDRÉ GIDE: Eins og margir munu minnast, dvöldu þau hjónin Eggert læknir Steinþórsson og frú Gerður Jónasdóttir í Winnipeg úrin 1941-45 og stundaði Eggert íramhaldsnám í skurðlækn- ingum hjá Dr. P. H. T. Thorlakson. Óttar sonur þeirra fædd- ist í Winnipeg. Hér eignuðust þau marga vini og hafa ávalt síðan borið tryggð til Vestur-íslendinga. Gerður er dóttir hins mikla vinar Vestur-íslendinga Jónasar heitins Jónssonar frá Hriflu. — 1 sumar sem leið, buðu þau hjónin mér heim til sín; þar hitti ég hinar fallegu tvíburásystur þeirra, Guðrúnu og Sigrúnu, og eftir miðdegisverð fór Gerður með mig í bíl um alla Reykjavíkurborg og sýndi mér Norræna húsið og margt fleira, sem ég hafði mikla unun af. Hún var um það leyti að þýða sögu úr frönsku eftir fræg- an höfund og hafði lofast til að flytja hana yfir útvarpið. Sýndi hún mér og Lögberg-Heimskringlu þá vinsemd að gefa mér leyfi til að birta söguna í blaðinu og kann ég henni miklar þakkir fyrir það. Þareð sumir lesendur munu ekki þekkja mikið til þessa höfundar, hefur frú Hrund Skúlason bókavörður íslenzka safnsins við Manitoba háskóla gefið mér meðfylgjandi upp- lýsingar um hann og þakka ég henni fyrir þær. — I. J. 10. febr. 189— Það hafði snjóað látlaust í þrjá daga og vegirnir höfðu lokast. Ég komst ekki til R. . . . Það hefir verið siður minn síðustu 15 árin að halda þar guðþjónustu hálfsmánaðar- lega. í morgun komu aðeins 30 sálir í kapelluna í La Bre- vine. Ég ætla að notfæra mér þetta frí fyrst ég er neyddur til að vera innilokaður og líta um öxl og skýra frá, hvernig það atvikaðist, að ég tók það að mér að annast Gertrude. Ég hefi hugsað mér að skrifa hér allt, sem viðvíkur myndun og þroska þessarar ástúðlegu sálar, sem mér finnst ég hafa hjálpað til að komast út úr myrkrinu aðeins til þess eins að hún yrði til- beðin og elskuð. Þökk sé Drottni fyrir að hafa treyst mér fyrir þessu hlutverki. Það eru tvö og hálft ár síð- an ég fór til La Chaux-de- Fonds. Lítil stúlka, sem ég þekkti ekki neitt, kom til mín í miklum flýti og bað mig um að koma með sér til gamallar konu, sem lægi fyrir dauðan- um og átti heima í sjö km. fjarlægð. Það var ekki búið að losa hestinn frá vagninum, svo ég lét telpuna setjast í vagninn eftir að hafa sótt ljós- ker, því ég bjóst ekki við að komast heim fyrr en um nótt- ina. Ég hélt, að ég þekkti um- hverfið í öllu héraðinu út í æsar, en þegar ég var búinn að fara hjá La Saudraie sveitabænum, bað barnið mig að aka eftir götu, sem ég hing- að til hafði aldrei vogað að fara. Ég kannaðist samt sem áður við litla, dularfulla tjörn, sem lá vinstra megin við veg- inn, þegar við höfðum ekið í tvo km. Þar hafði ég stundum verið á skautum, þegar ég var unglingur. Ég hafði ekki séð þennan stað í 15 ár, því prests- [sótt, þegar hún sá að kraftar skyldur mínar höfðu ekki gef- ið mér neitt tilefni til að fara þangað. Ég hafði ekki getað lengur sagt hvar þessi staður væri, því hann var alveg horf- inn úr huga mér. En allt í einu þekkti ég hann aftur í töfrum hins bleika og gyllta kvöld- himins, en þó fannst mér ég aðeins hafa séð hann áður í draumi. Vegurinn lá meðfram tjörn- inni, þangað sem vatnið rann úr henni og lokaði leiðinni inn í skóginn. En vegurinn hélt áfram út í mýri. Það var áreiðanlegt að þangað hafði ég aldrei komið. Sólin var að ganga til við- ar, og við gengum lengi í skugganum. Að lokum benti ungi leiðsögumaður minn á kofa með hálmþaki, sem stóð í brekku á litlum hól. Maður hefði haldið, að hann væri í eyði nema vegna þess að ör- mjóan reykjarstrók lagði það- an. Hann bláraaði í skuggan- um og leystist svo upp við gylltan himininn. Ég batt hestinn við eplatré, sem var nálægt og gekk svo eftir barninu inn í dimmt skúma- skot, þar sem gamla konan hafði dáið fyrir stundu. T i g n náttúrunnar, þögn hennar og hátíðleiki þessarar stundar gerði mig höggdofa. Kona, sem enn var á æsku- skeiði, kraup við rúmið. Telp- an, sem ég hafði haldið að væri barnabarn hinnar látnu, en var aðeins vinnustúlka hennar, kveikti á kerti og stóð síðan hreyfingarlaus við fóta- gaflinn. Á hinu langa ferðalagi okk- ar hafði ég reynt að fitja upp á samtali við hana en ekki tekist að fá nema einsatkvæð- is orð. K o n a n , sem kraup þarna, reis nú á fætur. Hún var ekki ættingi, eins og ég hafði álitið fyrst, heldur að- eins nágrannakona, vinkona, sem þjónustustúlkan hafði húsmóður hennar voru að fjara út, og sem nú bauðst til að vaka yfir líkinu. Hún sagði mér, að gamla konan hefði liðið útaf þjáningalaust. Við vorum sammála um undirbún- ing jarðarfarinnar og líkræð- una. Eins og oft endranær í þessu afskekta héraði kom það í minn hlut að sjá um allt. Ég verð að játa, að mér féll það illa að skilja húsið eftir, þótt fátæklegt væri, einungis í um- sjá þessarar nábúakonu og þjónustustúlku. Þ a ð virtist minnsta mjög ólíklegt, að nokkur falinn fj ársj óður leyndist í einhverju skoti í þessu hrörlega hreysi . . . En hvað gat ég gert .annað? Ég spurði samt, hvort gamla kon- an hefði átt einhverja erf- ingja. Þá tók konan kertið og lyfti því þar sem eldstóin var í horninu, og þar gat ég greint einhverja óljósa veru, sem lá í hnipri við eldstæðið og virt- ist sofa. Þ y k k u r hárlubbi huldi hér um bil alveg andlit hennar. „Þessa blindu stúlku. Hún er f r æ n k a hennar, segir vinnustúlkan. Hún er víst sú eina sem eftir er af fjölskyld- unni, að því er virðist. Það verður að koma henni á fá- tækrahæli. Ég sé ekki, hváð ætti annars að verða um bana." Mér sárnaði að heyra á þennan hátt ákveðið um fram- tíð hennar og það í viðurvist hennar, og ég var hræddur um, að þessi ruddalegu orð mundu valda henni sársauka. ,,Vekið hana ekki," sagði ég blíðlega til að gefa konunni í skyn, að hvað sem öðru líði, yrði hún að lækka röddina. „— ó, ég held, að hún sofi ekki, en hún er fáviti. Hún talar ekki og skilur ekkert, sem maður segir. Ég er búin að vera hérna síðan í morgun, og hún hefir varla svo mikið sem hreyft sig. Fyrst hélt ég, að hún væri heyrnarlaus, en þjónustustúlkan segir, að það sé ekki, en gamla konan hafi sjálf verið heyrnarlaus og hafi aldrei sagt orð við hana eða nokkurn annan. Hún hafi ekki opnað munninn í langan tíma nema til þess að drekka eða borða." — Hvað er hún gömul? — Ég held hún sé um það bil 15 ára. Annars veit ég nátt- úrlega ekkert meir um það en þér. . . . Mér kom ekki strax til hug- ar að taka að mér þetta vesal- ings olnbogabarn, en eftir að ég hafði beðið — eða réttara sagt — meðan ég baðst fyrir og ég kraup á milli konunnar og þjónustutelpunnar, sem báðar krupu við fótagaflinn á rúminu — þá varð mér allt í einu ljóst, að Guð hafði á viss- an hátt lagt skyldu á herðar mínar, sem ég ekki gat hliðrað mér hjá, nema ég væri hug- leysingi. Þegar ég reis á fætur var ákvörðun mín tekin, ég ætlaði að fara heim með barn- ið strax um kvöldið, þó ég h e f ð i eiginlega ekki spurt sjálfan mig um, hvað ég ætl- aðist fyrir með hana eða hverjum ég ætti að trúa fyrir henni. Ég dvaldi nokkur and- artök lengur og virti fyrir mér andlit hinnar öldruðu látnu konu með samankiprað- an, innfallinn munn, sem minnti mig á pyngju nirfils- ins, sem rykkir budduna fast saman með snúru, svo ekkert sleppi. Þá snéri ég mér að blindu stúlkunni og sagði ná- grannakonunni frá fyrirætlun minni. „Já, það er betra, að hún sé ekki þarna á morgun þegar líkið verður sótt," sagði hún. Og þetta var allt og sumt. Það væri auðvelt að koma mörgu í framkvæmd, ef ekki væri komið með staðlausar mótbárur, sem menn hafa stundum mikla ánægju af að finna upp. Frá barnæsku er- um við margoft hindruð frá að gera hitt og þetta, sem okkur langar til vegna þess að við heyrum fólk í kringum okkur endurtaka: hann getur ekki gert það. . . . Blinda stúlkan lét flytja sig eins og hún væri blindur hlutur. Andlitsdrættir hennar voru reglulegir og heldur fall- egir en alveg sviplausir. Ég tók með teppi af hálmdýn- unni, sem hún hafði vanalega sofið á, en það var úti í horni í herberginu, undir stiganum, sem lá upp á kornloftið. Nábúkonan reyndist greið- vikin og hjálpaði mér að hlúa vel að henni, því að nóttin var mjög björt og köld. Eftir að hafa kveikt á ljóskerinu í vagninum, hélt ég heim á leið með stúlkuna. Hún hnipraði sig saman og hallaði sér upp að mér, þetta sálarlausa hold, sem ég gat ekki greint að væri með nokkru lífsmarki, en þó stafaði frá henni óljósri hlýju. Alla leiðina heim hugs- aði ég: er hún sofandi? og hverskonar dauðasvefn er þetta? . . . Og á hvaða hátt er vakan frábrugðin svefninum? En í þessum myrkviði er á- reiðanlega gestur, innilokuð sál, sem býður eftir geisla af náð yðar, Drottinn, til þess að verða frjáls. Leyfið þér, að kærleikur minn ef til vill megi bægja frá henni þessu hræðilega myrkri? . . . Ég ber of mikla virðingu f y r i r sannleikanum til að þegja yfir hinni smánarlegu móttöku, sem ég fékk, þegar ég kom heim. Kona mín er fram úr skarandi dyggðug, og þ e g a r erfiðleikarnir hafa steðjað að okkur, hefi ég aldrei þurft að e f a s t um hjartagæzku hennar. Enhjálp- fýsi hennar þolir ekki, að menn komi henni á óvart. Hún er mjög reglusöm kona og gætir þess að ganga hvorki of langt né of skammt í skyldu- rækni sinni. Jafnvel ást henn- ar er stillt og hóf eins og kær- leikurinn væri fjársjóður, sem hægt væri að þurausa. Þetta er það eina, sem við erum ósammála um . . . Og þegar hún sá mig koma þarna um kvöldið með vesal- ings stúlkuna, hrópaði hún upp fyrir sig: „Hvað hefir þú nú tekið að þér í þetta skifti?" Eins og ævinlega, þegar \>ið verðum að komast að sam- komulagi, byrja ég á því að láta krakkana fara út. Þau Framhald á bls. 7. André Gide Það er ekki hægt að gera persónunni, André Gide, skil í fáum orðum og verður þetta því aðeins smá umgetning. André Gide (André Paul Guillaume Gide) var frægur franskur rithöfundur. Hann fæddist í París 22. nóvember 1869 og dó þar 19. febrúar 1951. Faðir hans, Paul Gide, var af Huguenot ættum, fæddur í Uzes. Hann útskrifaðist í lögum frá College d'Uzes og kenndi lögfræði við Faculté de Droit í París. Hann dó snögg- lega þegar Andre var 11 ára gamall. Móðir André, Juliette Rondeaux, var ættuð frá Nor- niandy, afkomandi sterk kapólskra bænda ætta, sem snúist höfðu til mótmælatrúar (Protestant). Faðir hennar var ríkur og átti tvo stóra búgarða, annan í Calvados héraði og hinn í Caux og dvaldi André þar oft tímunum saman. Árið 1895 giftist André frænku sinni, Madeleine Rondeaux og sagan segir að þau hafi aldrei búið saman sem hjón og ai^ ást þeirra hafi verið af andlegum toga spunnin. Eina dóttir eignaðist hann með konu, Elizabeth Van Rysselberge og hét hún Catherine. André segist hafa tekið að erfðum andstæður þær er ávalt hafi búið í sál sinni og segir: „Breytni mín orsakaðist af því að ég var samsteypa tveggja ætta, tveggja sveita og tveggja trúarflokka." Hvað sem öllu þessu líður varð hann einn af frægustu rithöfundum Frakklands. „Goethe" Frakka segir einn um hann. Nóbels rithöfunda verðlaunin hlaut hann 1947 þá kom- in undir áttrætt. Mikið var, og'er deilt um rit hans og nú hafa íslenzkir lesendur tækifæri til að dæma sjálfir um verðmæti verka hans. Þessar fáu upplýsingar sem hér eru gefnar voru teknar úr bókinni: André Gide; his life and art, eftir Wallace FowHí>.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.