Lögberg-Heimskringla - 05.02.1970, Síða 2

Lögberg-Heimskringla - 05.02.1970, Síða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 5. FEBRÚAR 1970 MINNING: Fréttir fró fslandi Jónbjörn Gíslason Fæddur 22. júlí 1879 — Dáinn 29. okí. 1969. Enn muna einhverjir hér vesian hafs minnasi með söknuði þessa gáfaða og góða manns og leyfi ég mér þessvegna að biria þessi minningarorð úr Morgunblaðinu. — I. J. „Björn Breiðvíkingakappi fékk ekki enn að berjast fyr- ir vinqm sínum eða óvinum.“ Guðm. Kamban. Það virðist hafa einkennt athafnasama og víðförula ís- lendinga, jafnvel öðrum frem- ur, að kringum þá hefur sag- an alltaf verið að gerast. Þeg- ar svo langri sögu lýkur, verður þögnin, sem á eftir fer, furðu mælsk, en fullviss- an um, að sögunni sé lokið, lamandi. En hvenær er sög- unni lokið? Og hvenær hætt- ir þögn hennar að hrópa? Hin langa saga Jónbjörns Gíslasonar er á enda. Hún verður ekki rituð hér. Hún hefur verið skráð á allt önnur blöð. En fáeinum minningum um manninn er mér sem íslendingi skylt að koma til skila, enda afar ljúft, þó að sjálfsögðu fjölmargir aðrir gætu vottað það sama, austan hafs og vestan. Jónbjörn er Húnvetningur, og af traustu fólki kominn. Hann fylgist vökulum augum með breytingum þjóðfélags- ins heiman úr héraði. Hann sér aldamóta hræringarnar sem fullþroska maður og dregur sína lærdóma af hverju einu. Hann gerir sér sjálfur ljóst, sem fátítt hefur verið um almúgamenn þess tíma, að hann er heimsborg- ari. Þessi yfirsýn glepur hann þó ekki, heldur vekur hjá honum þjóðlega kennd og gerir hann að heitari íslend- ingi. Til Reykjavíkur kemur hann 1912 og svipast um. Hann verður verkstjóri við hafnargerðina árum saman. Þá birtist í áþreifanlegum myndum samúð hans með lítilmagnanum. Vafálítið hef- ur sú samúð blandazt þrosk- uðum skilningi hans á Þjóð- félagsháttum, og að einhverju leyti verið skyld hugsjónum hans. En þó hefur hjálpfýsi hans við ótalda einstaklinga verið nærtækari en barátta á mannfundum og gatnamótum. Mér er í barnsminni, enda vel staðfest, að Jónbjöm kom á hjóli sínu neðan frá höfn og suður á Grímstaðarholt í matartíma sínum til þess að bera föður minn milli rúma meðan búið var um hann, daglega í meira en tvö ár. Þar er þó aðeins einn hlekk- urinn í keðjunni miklu talinn. Ég hef síðar verið að rekast á fólk víða út um land, sem hefur talið Jónbjörn nokkurs konar bjargvætt sinn eða sinna. Hann hafði komið, hjálpað og horfið. Framhjá þeirri staðreynd verður ekki gengið, að Jón- björn Gíslason hefur verið þjóðsaga í marga áratugi. Hafi hann gert sér þess grein, mætti hann hafa feng- ið þar einu umbun sína: að vera kenndur við þá þjóð sem hann unni. Því þjóðemi og þjóðleg verðmæti mat hann öðru og öðrum fremur. Hann hóf, lík- lega fyrstur íslendinga, að safna á hljóðrita íslenzkum kvæðalögum og skrá ákveðn- ar vísur, sem lagboða við þau. Alls safnaði hann á sjötíu og tvo vaxvalsa kvæðalögum og röddum fjölmargra kvæða- manna, á árunum 1921 til 1925. Þetta varð það vega- nesti, sem hann lagði af stað með. að heiman, þegar hinn stóri heimur seiddi hann til sín. Á sinni rúmlega þrjátíu ára avöl í Ameríku, ferðaðist hann í tómstundum sínum meðal landa, hvar sem hann frétti til þeirra, ef þeir skyldu hafa gaman af að heyra ís- lenzkustu kveðjuna að heim- an. 1 þeim ferðum kannaði hann flest farartæki þeirra byggðarlaga og oft lagði hann land undir fót með hljóðrit- ann og valsakassann á bak- inu, eftir langa járnbrautar- ferð, en aldrei glataðist mín- úta af umsömdum vinnutíma. Þar héldust í hendur þjóð- ræknin og skylduræknin. Heimkominn til íslands aft- ur, sat hann allan níunda ára- tuginn á friðarstóli með dótt- ur sinni, Judit, á Akureyri. Og enn sem fyrr lagði hann eyr- un við þeirri sögu sem var að gerast, dæmdi stundum, fordæmdi aldrei. Hver nýj- ungarfregn féll sem tilhöggv- inri steinn í myndina, sem var óðum að fullgerast, myndina af tækniþjóðfélögum í heimi, þar sem því mannlega og þjóðlega er ekki gleymt. Þjóðminjasafnið fær nú vaxvalsana víðförlu, en hver tekur við lífsreynslu níræðs karlmennis, sem ekki fékk að berjast, en þekkti manninn í þjóðfélaginu, gegnum kreppu og viðreisn, styrjaldir og auð? Kjarian Hjálmarsson. VIKING GIFT SHOP 698 SELKIRK AVENUE WINNIPEG Imporfers of Wooden Shoes and Scandinavian Articles Business Hours Monday to Thursday: 1 p.m. to 6 p.m. Friday—1 p.m. to 9 p.m. Saturday—9 a.m. to 6 p.m. Framhald af bls. 1. nefndar, má og telja til heim- ildarsagna: Signý, lýsir bar- áttu ungrar stúlku í erfiðu námi í framandi landi, Leyni- göngin, stríði ungs manns við þungan sjúkdóm. Tíminn 20. des. RITSTJÓRASKIPTI VIÐ AKUREYRARBLÖÐ Tveir ritstjórar Akureyrar- blaða létu af störfum nú um áramótin, Herbert Guðmunds- son við Íslending — ísafold og Þorsteinn Jónatansson við Verkamanninn. Við ritstjórn íslendings — Isafold hefur tekið Sæmundur Guðvinsson, sem áður var blaðamaður við það blað, en enginn hefur enn tekið við ritstjóm Verka- mannsins. Mgbl. 10. jan. TILNEFNA VERÐLAUNA- HAFA NORÐURLANDARÁÐS Næstkomandi miðvikudag verður kunngert í Osló hver h 1 ý t u r bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs að þessu sinni, en þau verða afhent á f u n d i Norðurlandaráðs í Reykjavík í febrúar. Fulltrú- ar íslands í dómnefndinni eru prófessor Steingrímur J. Þor- steinsson og Helgi Sæmunds- son og fara þeir utan til fund- ar dómnefndarinnar í Osló. Hvert land hefur leyfi til að leggja fram 2 bækur, en ekki er gefið upp hvaða bækur það eru fyrr en tilkynnt hefur verið hver verðlaunin hlýtur. Mgbl. 9. jan. HITAVEITAN STENDUR SIG VEL í FROSTUNUM Hitaveitan í Reykjavík hef- ur staðið sig vel í frostunum að undanförnu og ekki verið um neinn vatnsskort að ræða, nema þar sem um staðbundn- ar eða tímabundnar bilanir hefur verið að ræða og hefur raunar verið mjög lítið um þær að undanfömu. Þetta sagði Jóhannes Zoega, hita- veitustjóri, í stuttu viðtali við Mbl. í gær. Slík bilun kom fram á vegamótum Holtaveg- ar og Seljavegar og var þar um stíflun að ræða, sem gert var við sl. föstudag. Jóhannes Zoega kvað á- stæðu til að minna fólk á, að einmitt á svona kuldaskeið- um væri hætta á óþarfa vatnseyðslu, sem ekki kæmi húsinu að gagni. Þess vegna væri nauðsynlegt að fylgjast með vatnseyðslunni á mælun- um og ef hún væri óeðlilega mikil að láft'a þá framkvæma lagfæringar. Reynslan sýndi, að einmitt eftir mikil frost fengju menn háa hitaveitu- reikninga vegna þess að ekki hefði verið fylgzt sem skyldi með vatnseyðslunni. Mgbl. 1 i. jan. FLEN SUBÓLEFNI VARPAÐ ÚR LOFTI J Inflúensan herjar mjög á Norðlendinga um þ e s s a r mundir. Nú fyrir skemmstu hefur hún tekið að stinga sér niður í tólafsfirði, en þar hef- ur héraðslæknirinn átt í mikl- um vandræðum með að verða sér út um bóluefni, að sögn fréttaritara, þar sem Múlinn hefur verið ófær. Hann greip til þess ráðs í fyrradag að fá Tryggva Helga son til að fljúga yfir á sjúkra flugvél sinni og varpa niður bóluefni. Var síðan strax tek- ið til við að bólusetja sjúkl- inga, gamalt fólk og aðra þá, sem sízt mega við því að fá flensuna. Héraðslæknirinn hefur enn fremur farið fram á, að sem minnst verði af skemmtana- haldi í bænum á næstunni, og barnaskólanum hefur ver- ið lokað. Mgbl. 10. jan. ICELAND REVIEW Níu síður -í nýútkomnu hefti af Iceland Review eru helg- aðar Armstrong tunglfara og félögum hans, og er mest af því myndir sem ekki hafa birzt áður, af þessum fræg- asta manni veraldar, og voru teknar hér á landi sumarið 1967. Litmyndimar eru tekn- ar af Ingimundi Magnússyni, og sýria þær Armstrong í öðru umhverfi en blaðalesendur hafa átt að venjast á undan- fömum mánuðum. Svo sem kunnugt er, þá kom Armstrong hingað, ásamt öðr- um geimfömm, og var koma hans hingað í beinu sambandi við sjálfa tunglgönguna, sem fræg verður í veraldarsög- unni. Af öðru fróðlegu efni í blaðinu, — bæði fyrir útlend- inga og Islendinga — má nefna grein og myndir af listaverkum hjónanna Krist- ínar og Jóhanns Eyfells myndaseríu frá sjávarsíðunni, eftir hinn iðna áhugaljós- myndara Freddy Laustsen, sem er annars trésmiður að atvinnu hér. Elsa E. Guðjóns- son skrifar um útsaum í Þjóðminjasafninu, og margar fallegar myndir fylgja með. Þá er smásaga eftir Svövu Jakobsdóttur, og nefnist hún á ensku: The childrens moth- er. Tryggvi Þorfinnss., skóla- stjóri gefur nokkrar upp- skriftir að síldarréttum, og grein er eftir Magnús Magn- ússon um Shetlandseyjar og teikningar eru frá grásleppu- vertíðinni í Skerjafirði eftir teiknarann Winfrid Weller. Þá fylgir ritinu fréttaannáll með myndum, auk þess sem föstu þættirnir eru á sínum stað í blaðinu. Ritið fæst í bókaverzlunum. Tímiíiíi 23. dc-s. ÁRNAGARÐUR AFHENTUR EIGENDUNUM Árnagarður, hús Handrita- stofnunar Islands og Háskóla Íslands, var í gær afhentur eigendum við hátíðlega at- höfn, sem fram fór í húsinu sjálfu. Formaður bygginga- nefndar hússins, dr. Jóhann- es Nordal seðlabankastjóri, afhenti menntamálaráðherra fyrir hönd ríkisins þar húsið, en ráðherrann afhenti það eigendunum, og tóku þeir dr. Einar lól. Sveinsson prófessor, forstöðumaður Handritastofn- unarinnar og Magnús Már Lárusson, prófessor, rektor Háskólans, við húsinu fyrir hönd stofnana sinna. Ámagarður hefur verið í smíðum síðan vorið 1967, og er húsið 829 ferm. á fjórum hæðum, samtals um 11300 rúmm. Kostnaður við húsið er um nokkrar milljónir kr.. en endanlegar tölur liggja þó enn ekki fyrir. Húsið skiptist þannig milli eigenda, að Hand- ritastofnunin hefur 30% húss- ins, en Háskólinn 70%, og eru í hluta Háskólans bæði kennslustofur og vinnuher- bergi fyrir kennara; einnig hefur Orðabók Háskólans ver- ið komið fyrir í Árnagarði. Með athöfninni í gær hef- ur Árnagarður verið tekinn formlega til notkunar, en starfsemin hefur þó þegar hafizt í hluta hússins, en öðr- um hlutum þess er enn ekki að full lokið. SKYMASTER SÓTTI GRÆNLANDS- SJÚKLINGINN 1 gær tókst að fljúga norð- ur til Daneborg á Austur- Grænlandi, þar sem sjúkling- ur með botnlangabólgu, Jens Riis yfirmaður Sirius seðla- deildarinnar, beið eftir að komast til uppskurðar á sjúkrahúsi í Reykjavík. Dakota flugvél var búin að bíða tilbúin í nokkra daga, en veðurskilyrði voru slæm í Daneborg, sem er norður und- ir 75. breiddarbug, en hún hefði þurft að millilenda í Meistaravík. I gær birti svo upp í Daneborg, en Meistara- víkurflugvöllur lokaðist. Þá var fengin Skymaster- flugvél frá Landhelgisgæzl- unni, sem hefur lengra flug- þol og getur flogið þessa löngu leið án viðkomu. Lagði hún af stað kl. 9.55 í gærmorg- un. Flugstjóri er Ingimar Sveinbjörnsson. Og með flug- vélinni fór Dr. Friðrik Ein- arsson, læknir og hjúkrunar- kona. I Daneborg var bjart veður og 16 stiga frost. Og var búið að merkja 1800 m langa braut á hafísinn, sem er yfir 50 sm þykkur. Lendingarbrautin var lýst með luktum. Mgbl. 11. j&n>

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.