Lögberg-Heimskringla - 19.03.1970, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 19.03.1970, Blaðsíða 1
t THJOOMINJA3AFNIO, R£YKJAVIK, I C £ L A N 0 • Högberg - i)eímslmrtg;la Síofnað 14. jan. 1888 Slofnað 9. sepl. 1886 84. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 19. MARZ 1970 a NÚMER 11 Rætf- við sendiherra íslands Magnús Vignir Magnússon, sendiherra Islands í Washing- ton, er tiltölulega nýkominn þangað. Hann er einnig sendi- herra Kanada og var nýkom- inn þaðan, er Mbl. hringdi til hans. Þar hafði hann afhent landstjóranum í Ottawa trún- aðarbréf sitt sem ambassador Íslands. Kvaðst hann hafa verið viku í ferðinni, og ekki komið til mestu Islendinga- byggðanna í þetta sinn. En hann kvaðst gera ráð fyrir að fara þangað einhvern tíma á þessu ári. Þess má geta að Manitobafylki, þar sem mest er um V e s t u r-Islendinga, heldur upp á 100 ára afmæli sitt á þeSsu ári. Við spurðum sendiherrann í Washington hvort nokkuð væri að frétta af Islendingum og íslenzkum málefnum þar. — Ekkert sérstakt, svaraði hann. Ég veit ekki betur en allt gangi vel hjá öllum. Hið nýstofnaða Íslendingafélag hér í Washington efnir til þorrablóts 7. marz. Og er það fyrsta samkoma félagsins eft- ir stofnun þess. Ég hefi ekki nákvæma tölu um félags- menn. En ætli þeir séu ekki á annað hundrað. Það eru Is- lendingar búsettir hér og ís- lenzkar konur, giftar Banda- ríkjamönnum, og svo nokkrir Islandsvinir. íslendingar eru nokkuð margir. En ekki hef- ur fyrr verið stofnað íslend- ingafélag. Þá sagði sendiherrann, að við Alþjóðabankann og Al- þjóða gjaldeyrirsjóðinn störf- uðu nokkrir Islendingar, fjór- ir talsins. — En hvað er að frétta af viðskiptamálum Islendinga1 við Bandaríkin. Er ekki eitt- í hvað í gangi á því sviði, sem | er í frásögur færandi. — Ekkert sérstakt. Eins og þið hafið séð í fréttatilkynn- i ingu frá utanríkisráðuneyt-! inu, þá eiga að fara fram um- j ræður í næsta mánuði í sam-1 bandi við það að Loftleiðir eru að taka í sína þjónustu j þotur á Atlantshafsleiðinni og á að ræða viðhorf, sem skap- ast við það. Það koma hingað fulltrúar frá ríkisstjórninni og f a r a umræðurnar fram í j Washington. — Búist þið við erfiðum umræðum? — Það er lítið hægt að segja um það á þessu stigi. En mað- ur vonast til að þetta gangi sæmilega. — Nokkuð að segja um inn- flutning á fiski til Bandaríkj- anna. — Nei, salan hingað hefur gengið á g æ 11 e g a og verið mjög hagstæð. Að lokum sagði sendiherr- ann okkur frá flugslysi, sem orðið hafði nýlega, er íslenzk- ur maður, Hgrmann Helga- son, týndi lífi, við að lítilli flugvél hans hlekktist á í lendingu. En Hermann hafði verið búsettur skammt frá Washington. Mgbl. 18. febr., 1970. Fréttir tró Sameinuðu þjóðunum FENEYJUM ÓGNAÐ AF TORTÍMINGU Aðeins fáir af þeim þúsund- um ferðamanna, sem árlega koma til Feneyja, hafa nokk- urn grun um þá alvarlegu hættu, sem nú steðjar að borginni. En staðreyndin er sú, að áður en 100 ár eru lið- in gætu Feneyjar verið eilíf- lega glataðar — sokknar í lónið. Litkvikmynd í enskri út- gáfu, sem nýlega var send á markaðinn af Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), gefur ljósa hugmynd um, hvað er í húfi og í hverju vandinn er fólginn. Æ fleiri flóð af völd- um storma, hægfara hækkun vatnsborðsins vegna þess að eyjan sem borgin stendur á er að smásökkva, skemmdir á grunnum húsa og halla, og mengun andrúmsloftsins frá nálægum iðjuverum sem j jspillir marmaranum — öll þessi atriði fela í sér dauða- dóm, nema gerðar séu skjótar og víðtækar ráðstafanir. ítalska stjórnin hefur þeg- ar í samvinnu við UNESCO skipað alþjóðlega ráðgjafar- nefnd fyrir Feneyjar, sem er j byrjuð að kljást við vandann með því að gera uppdrætti að ’ og búa til ný síki, öldubrjóta j og flóðgáttir til að hafa hemil j á vatnsmagni síkjanna. Venice in Peril er 16 mín- útna kvikmynd, sem panta má frá upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Kaup- mannahöfn, H. C. Andersens Boulevard 37. VELDUR MINNKANDI FISKAFLA EGYPTA Fiskafli Arabiska sambands- lýðveldisins hefur farið si- minnkandi síðustu árin, að nokkm leyti vegna Assúan- Framhald á bls. 3. Úr borg og byggð UPPLÝSINGAR 'ÓSKAST Halldór Vilhjálmsson, Lag- arfelli í Norður-Múlasýslu óskar efir upplýsingum um frændfólk sitt hér vestra. Björn Hallgríms Björnsson og Margrétar konu hans á Ekkju- felli fluttust vestur um haf frá Seyðisfirði, árið 1900 og Björn sonur þeirra fór mörg- um árum síðar. Upplýsingar sendist til: Mrs. A. R. Hawkins, Box 1060, Jamestown, N. Dakota, 58401. Séra S. Oclavius Thorlak- son, aðalræðismaður íslands í San Francisco, hlakkar mjög til ferðar sinnar á Expo 70 í Japan og fleiri staða þar, því þar var hann trúboði í 25 ára skeið. Nefnir hann það afmæl- isferð sína, því hann verður áttræður 27. maí, en leggur af stað til J^pan 29. marz. Við óskum honum til hamingju með þetta merkisafmæli og ferð hans á fornar slóðir. * FRÁ EDMONTON (Scandinavian Centre News) Islendingafélagið í Edmon- ton vonast til að fá tækifæri til að taka aftur á móti Hon. J. T. Thorson, en hann er væntanlegur þangað vestur innan skamms. * * * M i s s Mattie Halldorson, Winnipeg, dvaldi nýlega í viku heimsókn hjá Bill bróður sínum og Thoru konu hans. * * * Mrs. Margret Cameron og Mr. Herb Vigfússon voru ný- lega kosin í stjórnarnefnd Scandinavian Centre. * * * DÁNARFREGN Mrs. Sigrún Olson, Marker- ville, Alberta lézt 27. janúar 1970. Eiginmaður hennar, John Andrew, dó árið 1934. Eftirlifandi eru tvær dætur, Mrs. Regina Jóhannson í Markerville og Mrs. Kristine Mueller í Olds; tveir synir, Kári og Frederick, báðir í Markerville; t v e i r bræður, FJanklin Sigurdson að Sylvan Lake og Joe Sigurdson í Bald- ur, Man.; 20 barmabörn og 33 barna-barnabörn. Kveðjuathöfn fór fram í Markerville. Hin látna hvílir í Tindastól grafreit. Skemmtisamkomur Þjóðræknisfélagsins Ekki má ljúka svo frásögn- um um þjóðræknisþingið, að ekki verði minnst á kveld- skemmtanirnar þrjár. Ávalt er unaðslegt að hlýða á listakonurnar — söng Evel- yn Allen við undirleik Snjó- laugar Sigurdson, og svo var á Frónsmólinu. Sænski karla- kórinn virtist ekki eins ör- uggur og venjulega — senni- lega „flúnni“ að kenna. Ungu píanóleikararnir, Helga Stef- ansson og Heiða Kristjánsson nemendur Snjólaugar voru á- kveðnar í að láta sér ekki skeika og léku með æskufjöri. Lenore Borgfjörð, nemandi í íslenzku deildinni við Mani- toba háskóla, kann vel að meta kennara sinn eins og allir hans nemendur og bauð hún öllum að rísa úr sætum í virðingarskyni við hann, og flutti síðan kvæði eftir Hann- es Pétursson, eitt af vinsæl- ustu skáldum íslands nútím- ans og tókst vel. Dr. Richard Beck aðalræðu- maður kveldsins valdi, efni, sem átti vel við þetta hundrað ára afmælisár Manitoba — fyrsta landnám íslendinga í þessu fylki og mun hin ágæta ræða hans birtast seinna í því eintaki blaðsins, sem helgað verður þessum áfanga fylkis- ins. — Samkoma Icelandic Cana- dian Club verður sérstaklega minnisstæð vegna systkina söngflokksins, barna Dr. og Mrs. Bjarka Jakobson frá Neepawa. Virtust systkinin — 4 stúlkur og 3 drengir — vera á aldrinum 7-17 ára og sungu þau svo yndislega að allir urðu stórhrifnir, Slóð ég úii í iunglsljósi og Sofðu unga ástin mín bæði á íslenzku og ensku og fleiri lög. Barna- raddirnar voru svo mjúkar, hljómfagrar og vel æfðar að unun var á að hlýða. Fjöl- skyldan kom alla leið frá Neepawa til að veita okkur þessa gleði. Hafi hún þökk fyrir það. Eins komu fiðluleik- arinn Sigmar Martin og móð- ir hans, Lilja Martin, alla leið frá Brandon. Lilja er þegar kunn fyrir píanóleik sinn og sonur hennar spilaði af list eins og hann á ætt til. — Brian Bjorklund við undir- spil Vivian Laurie söng á þann hátt sem gert er í „night clubs“ og munu yngstu áheyr- endur hafa kunnað bezt að meta það. Mrs. Lára Sigurdson minnt- ist margra Manitoba skálda íslenzkra og fór með ljóð eft- ir nokkra. Er hún kona mjög ljóðelsk, en hún bað afsökun- ar á því að verða að mæla á íslenzku i 10 mínútur, og höf- um við aldrei skilið það, að ekki virðist mega mæla orð á íslenzku í þessu félagi, þó flestir í Icel. Can. Club kunni íslenzku mætavel. Hafi hún þökk fyrir að brjóta skarð í þann múr. Höfðu allir mestu skemmtun af ræðu hennar og ljóðaframsögn, og vonum við að ræðan verði birt. Þessi samkoma var fjöl- mennust, vegna þess að 14 eða 15 íslenzkunemendur áttu að taka á móti verðlaunum fyrir nám sitt, og í fylgd með þeim komu foreldrar, afar og ömm- ur, systkini og annað frænd- fólk. Walter L. Lindal dómari. átti frumkvæðið að þessum verðlaunaveitingum og hefir afhent þau ár eftir ár, og er þetta virðingarvert og hvatn- ing til nemenda að stunda vel nám sitt. Því miður hefir dómarinn verið á spítala nokkrar undanfarnar vikur vegna lungna veikinda — af- leiðingar af herþjónustu hans í fyrri styrjöldinni — og var því ekki víst að hann gæti komið. Gestir fögnuðu honum því mæta vel þegar hann gekk inn og upp á pallinn með lækni sínum og stóð teinrétt- ur við ræðustólinn, flutti á- gæta ræðu styrkum rómi og afhenti verðlaunin. Kjarkur- inn og viljaþrekið höfðu ekki bilað, en að þessu loknu fór hann þó strax aftur til spítal- ans. Munu allir óska að hann nái heilsu aftur til að halda áfram störfum sínum. Ræða Heimis Thorgríms- sonar var skemmtileg eins og honum er lagið og væntum við þess að hún verði birt í Icelandic Canadian ritinu. — S.kúli Jóhannsson átti í miklu annríki þessa þrjá daga þingsins og í tvö kvöld. Hann stjórnaði þingi og bæði Fróns- og lokasamkomunni og gerði það skörulega. Söngkonan og söngstjórinn, Elma Gíslason kom með söng- krafta frá Arborg og Riverton og hafði hún æft söngflokk- inn frá Arborg — 4 konur og 3 karlmenn — og annaðist sjálf undirleik við píanóið. Tókst söngurinn vel og var eitt lagið frumsamið af John Hornfjord; hafði hann samið það í t i 1 e f n i aldaramælis Manitoba og verður það vænt- anlega birt seinna í hátiðar- blaði L.-H. Laura Lynn Dal- man söng einsöng og var gerð- ur góður rómur að söng henn- Framhald á bls. 3.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.