Lögberg-Heimskringla - 03.09.1970, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 03.09.1970, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 3. SEPTEMBER 1970 7 Fréttir frá íslandi Framhald af bls. 4. tmina, var ekki eftir neinu að bíða, svo við létum til skarar skríða í gærkvöldi. Stíflan var byggð með ráðherraleyfi á sínum tíma, en þá lá ekki fyrir, h v a ð a áhrif stíflan mundi hafa til skaða fyrir vatnið, eða til gagns fyrir virkjunina. Með þessari stíflu lokaðist fyrir fiskiveg milli Mývatns og Laxár og urrið- inn nær ekki að komast upp í vatnið úr ánni. Silungastig- inn, sem gerður var , sam- bandi við stífluna, er gagns- laus með öllu, því hann flutti aðeins 1,5 rúmmetra af vatni, en það er allt of lítið fyrir árfarveginn sem er fyrir neð- an, og var þó búið að búa svo um, að vatnið nýttist sem bezt. Eftir skoðunarferð um af- rétt Flóa- og Skeiðamanna í Árnessýslu, telja kunnugir, að afrétturinn muni vart ná sér eftir öskufallið á skemmri tíma en fimm árum, svo þykkt og mikið er öskulagið víða. STÓRGJÖF TIL MINNINGAR UM FORSÆTISRÁÐHERRA- HJÓNIN OG DÓTTURSON ÞEIRRA Seðlabanki íslands hefur tilkynnt Félagsstofnun stúd- enta, að bankinn hafi að höfðu samráði við viðskiptabankana ákveðið að gefa úr tékkasjóði minningargjöf um dr. Bjarna Benediktsson, forsætisráð- herra, frú Sigríði Björnsdótt- ur, konu hans, og dótturson þeirra Benedikt Vilmundar- son. Gjöfin er fjárhæð er nægi til að standa straum af bygg- ingarkostnaði þriggja íbúðar- eininga í væntanlegum hjóna- garði, er reistur verði á vég- um Félagsstofnunar stúdenta. Óskað er eftir því að hver þessara íbúða verði á viðeig- andi hátt tengd nafni eins þeirra þriggja, er gjöf þessi er til minningar um. F élagsstofnun stúdenta þakkar þessa höfðinglegu minningargjöf sem er stofn- uninni mikilvæg hvatning og stuðningur til að hrinda í framkvæmd hinu brýna nauð- synjamáli stúdenta, byggingu hjónagarðs. (Frá Félagsstofnun stúdenta). Mgbl 30. júlí. NORSKT SKÓGRÆKTARFÓLK HEIMSÆKIR ÍSLAND í fyrradag kom hingað til lands 83ja manna hópur norsks skógræktarfólks, sem dvelja mun hér næsta hálfan piánuðinn við skógrækt á veg- um Skógræktar ríkisins. Sama dag héldu svo utan til Noregs 74 Islendingar, sem munu dvelja jafnlangan tíma þar við skógrækt. — Þessi samskipti hófust árið 1949 og hafa slíkar ferðir verið farnar á þriggja ára fresti síðan, s a g ð i Hákon Bjamason skógræktarstjóri í viðtali við Mbl. í gær. Hákon sagði, að hópurinn sem hing- að hefði komið, væri að mestu æskufólk á aldrinum 18—25 ára og einnig hefðu íslending- arnir sem fóru utan verið á svipuðum aldri. Voru þeir víðsvegar að af landinu, til- nefndir af Skógræktarfélög- unum á hverjum stað. Eftir að Norðmennimir komu hingað var þeim skipt í smærri hópa og dreift um landið. Fóru um 20 manns að Laugarvatni og í Haukadal, 10 manna hópur fór í Borgar- fjörð, 10 til Akureyrar og S u ð u r - Þingeyj arsýslu og stærsti hópurinn, um 30 mamns, fór svo að Hallorms- stað. Mgbl. 6. ágúst. ÁLFRAMLEIÐSLA álvers- ins í Straumsvík nam 17.214 tonnum á fyrri helmingi þessa árs. Á sama tíma voru 15.456 tonn send með skipum Eim- skipafélags íslands og nam brúttósöluverðmæti þ e i r r a 796,6 milljónum kr. Gæði málmsins reyndust 99,83 pró- sent. Framleiðslugjald nam 23,5 milljónum, raforkukostn- aður var 72,3 milljónir og launagreiðslur 58,9 milljónir. Fjöldi starfsmanna hjá álver- inu var 30. júní sl. 474. Morgunblaðið. TÆPLEGA 12 ÞÚSUND ERLENDIR FERÐAMENN í júlímánuði sl. komu alls 14,891 ferðamaður til landsins, þar af 11,674 erlendir ferða- menn. Með skipum komu alls 510 manns, en með flugvélum 14,381 farþegi. Flestir komu erlendu far- þegarnir frá Bandaríkjunum eða 3268 talsins, bæði með skipum og flugvélum. 1725 komu frá Bretlandi, 1541 frá Þýzkalandi og 1457 frá Dan- mörku. Frá Svíþjóð komu 756, Noregi 586 og Frakklandi 565. Færri komu frá öðrum lönd- um, en einstaka ferðamaður er þó býsna langt að kominn. T. a. m. komu 2 frá Hong Kong, 1 frá Venezuela, 8 frá Nýja Sjálandi, 1 frá Malasíu, 2 frá Kuweit, 1 frá Kína, 16 frá Japan, 1 frá Ceylon. Þess- ir lengst að komnu voru hér yfirleitt á ferð með flugvél- inn, og margir því eflaust átt hér aðeins skamma viðdvöl. Alls voru erlendu ferðamenn- irnir, sem til landsins komu í síðasta mánuði frá 53 þjóð- döndum. Mgbl. 5. ágúst. Aths. Einkennilegt er, að enginn Kanadamaður fór til íslands í júlí. — I. J. MIKIL AUKNING FARÞEGA LOFTLEIÐA • Á fimm næstu mánuðum ársins 1970 fjölgaði farþegum Loftleiða hf. um 44,4% ef mið- að er við sama tímabil ársins 1969 og voru samtals 71.589. Nýttir sætakílómetrar hækk- uðu um 24,2% upp í 570.643.716 km og nýttir farþegaflutn- ingakílómetrar hækkuðu um 43,7% upp í 395.516.269 km. Sætanýting varð 69,3% og er það 9,4% hækkun frá fyrra ári, en sem kunnugt er hefur orðið veruleg aukning á flug- flota þeim er Loftleiðir hf. hafa yfir að ráða. Vöruflutn- ingar jukust einnig verulega á fimm fyrstu mánuðum árs- ins og var nýtingin 71,6% — hækkaði um 6,7%. Veruleg auking varð einnig á farþegaflutningum með In- temational Air Bahama, fyrstu fimm mánuði ársins eða 56% miðað við sama tíma 1969 og var farþegatalan nú 17.318. Hækkaði sætanýtingin þar um 14,4% frá 1969. Mgbl 25. júlí. Katfradoran í síðasta hlúta ágústmánað- ar 1918 bar það við eitt kvöld, að dætur Guðmundar lsleifs> sonar á Háeyri, Solveig og Elín, fóru í heimsókn til f r æ n k u sinnar, Jóhöninu Helgadóttur, að Bergi á Eyr- arbakka. Það var tæplega tveggja mínútna gangur. Þá var Solveig 25 ára, en Elín 23. Húsið Berg stendur nyrzt í svo nefndu Sandvíkurhverfi. Þar fyrir norðan taka við tún og engjalönd. Milh Bergs og næsta húss fyrir vestan var grindagirðing. Þ a r n á m u margir staðar, er þama áttu leið um, til að njóta hins víð- kunna fjallahrings, sem við sjónum blasir frá Eyrarbakka. Þær systur gerðu svo í þetta sinn. Veður var stillt og blítt og aðeins tekið að húma. Þær höfðu ekki lengi hinkr- að þama við, þegar þær taka eftir einhverju, sem er á hreyfingu austur á svo köll- uðu Simbakotstúni. Þ e 11 a heldur í áttina til þeirra, og sjá þær brátt, að þetta er þvílík halarófa af köttum, að hvergi virtust sjá fyrir end- ann á henni. Jóhanna sér út um glugg- ann, að þær systur einblína á eitthvað. Hún kallar til þeirra og spyr, á hvað þær séu að horfa. Þær skipa henni að koma strax út, því að hér sé það á ferðinni, sem hún muni hafa skemmtun af að sjá. En Jóhanna var einstak- ur kattavinur og hafði alltaf kött. Jóhanna skundar út. „Hvað sýnist þér þetta vera?“ spyrja þær Jóhönnu. „Það eru kettir," svaraði Jóhanna. Og nú streymir kattarunan fram hjá þeim, um 30 faðma frá þeim, allir hoppandi eins og í takt fram í hægra fram- fótinn, hver fast á eftir öðr- um, allir mósvartir á lit, allir álíka stórir og meðalkettir. Þó segir Solveig, að sér hafi virzt þeir ívið stærri. Þessi furðu- sýn hafði þau áhrif á Elínu og Jóhönnu, að það setti að þeim hlátur, en á Solveigu verkaði hún hálfvegis óhugnanlega. Þannig rann kattadoran áfram fremur hægt, stanz- laust og óslitið og alltaf í sama takti, vestur Simbakots* tún, Sandvíkurtún og Níels- enstún og hvarf smátt og smátt, eftir því sem henni miðaði vestur, bak við húsa- þyrpingu, sem var vestan við Níelsenstún. Svö löng var þessi kattalest, að þegar fyrstu kettirnir voru að hverfa fyrir húsaþyrpinguna, voru þeir síðustu dálítinn spöl fyrir vestan mörk Simba- kotstún og Sandvíkurtúns. Hefur lestin því verið allt að 360 metra löng. Konunum, sem þessi býsn sáu, kom saman um, að þó að smalað hefði verið öllum köttum á Eyrarbakka og Stokkseyri og settir í sams konar röð, þá hefði hún ekki orðið lengri. Kettina sáu þær eins greini- lega og þama væru náttúr- legir kettir á ferli. Guðmundur spurði dætur sínar, þegar þær komu heim um kvöldið: „Segið þið nokk- uð í fréttum?“ Þær héldu nú það, og sögðu frá sýn sinni. Varð nokkuð tal um, hvort þetta mundi vera fyrirboði einhverra tíðinda. Guðmund- ur sagði: „Mér segir svo hug- ur um, að þetta muni boða plágu eða drepsótt og jafnvel eitthvað meira.“ Spænska veikin kom um haustið, eins og kunnugt er, og dóu úr henni margir á Eyr- arbakka. Einnig gaus Katla þetta haust, og féll þá svo mikil aska á Eyrarbakka, að ekki var ratljóst, eftir að skyggja tók. (Saga þessi er rituð eftir frá- sögn þeirra þriggja, sem á kettina Horfðu, og bar þeim vel saman. Solvéig og Jóhanna sögðu Þór- bergi Þórðarsyni einnig söguna. Bar hann þeim það orð, að þær hefðu sagt mjög skýrlega frá.) Garlic-laukur er heilnæmur Garlic-laukur er sóttvamarmeðal, sem hreinsar blóðið og hamlar gegn rotnunarsýklum. í Adams Garlic Pearles er sérstök Garlic-olía er notuð hefir verið til lækninga árum sam- an. Milljónir manna hafa um aldir neytt Garlic-lauks sér til heilsubótar og trúað á hollustu hans og lækningamátt. Eflið og styrkið heilsu ykkar. Fáið ykkur í dag í lyfjabúð einn pakka af Adams Garlic Pearles. Ykkur mun líða betur og finnast þið styrkari, auk þess sem þið kvefist sjaldnar. Laukurinn er í hylkjum, lyktarlaus og bragðlaus. ÍSLANDSFERÐ FRAM OG TIL BAKA FRÁ NEW YORK Lægsiu fargjöld! Þotu þjónusia! Ný lág fargjöld 1970 til íslands fyrir alla — — unga, aldna, skólafólk, ferðahópa! fsland er líka fyrir alla. Hið fagra ísland minninganna; núlíðar ísland sem erfitl er að ímynda sér; hið hrífandi ísland, sem frændur og vinir hafa skýrt ykkur frá — og sem þið gelið sagt frá þegar heim kemur. Nýju fargjöldin frá New York--aðeins $100 fram og til baka með 15 mannahóp eða fl. Fyrir einslaklinga aðeins $120* fram og til baka fyrir 29-45 daga á fslandi; aðeins $145* upp að 28 dögum aðeins $87*. Aðra leið fyrir stúdenta er stunda nám á íslandi í 6 mánuði eða lengur. Fleiri lág fargjöld er gegna þörfum ykkar. LÆGSTU FLUGFARGJÖLD TIL: ÍSLANDS, SVÍÞJÓÐAR, NOREGS, DANMERKUR, ENGLANDS, SKOTLANDS OG LUXEMBOURG. ICELANDICaTrunes ■& MIFuMUWS} Frekari upplýsingar hjá ferðaumboðsmanni þínum eða Tcelandic Air Lines.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.