Lögberg-Heimskringla - 15.10.1970, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 15.10.1970, Blaðsíða 4
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 15. OKT;óBER 1970 4 . Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Prinled by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Slreei, Winnipeg 2, Man. Ediior: INGIBJÖRG JÓNSSON Presfdent, Jakob F. Kristjansson; Vice-President S. Alex Thorarinson; Secretary, Dr. L. Sigurdson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson. EDITORIAL BOARD Winnipeg: Prof. Haraldur Bessason, chairman; Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Hon. Phillip M. Petursson. Minneopolis: Hon. Valdimar Bjornson. Victorio, B.C.: Dr. Richard Beck. Iceland: Birgir Thorlacius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jack. Subscripiion $6.00 per year — payable in advance. TELEPHONE 943-9931 "Second class mail registration number 1667". VALDIMAR J. EYLANDS: Ljós úr austri Þegar menn ferðast um löndin, sem liggja fyrir botni Miðjarðarhafsins og nefnast hin vestlægu Austurlönd, má oft að sumri til sjá hópa af verkamönnum að iðju, sem kemur ókunnugum einkenni- lega fyrir sjónir. Menn eru að grafa inn í fjallshlíðar, hóla og hauga, stundum fjarri alfaraleið, en stundum rétt við þjóðvegina. í fyrstu mætti ætla, að hér væru vegabóta- menn að verki eða hér sé ver- ið að leita að olíu eða málm- um. En svo er þó ekki. Þetta eru fornleifafræðingar, lær- dómsmenn, sem leggja stund á fornaldarsögu og mannfræði, og vinnulið þeirra. Vinnuliðið er oft hópar námsmanna í sumarleyfum f r á háskóla- námi. Uppgröftur fornminja, undir umsjón fræðimanna á þessu sviði, er oft gerður að skyldugrein á námsferli þeirra. Fornleifagröftur í þessum löndum hófst fyrir alvöru árið 1865. Stóðu samtök, sem n e f n a s t Rannsóknarfélag Palestínu, fyrir fyrstu fram- kvæmdunum. Samkvæmt stofnskrá þessa félags var til- gangurinn sá „að rannsaka fomleifafræði, mannfræði og þjóðfélagsfræði Landsins helga til skýringar og stað- festu Heilagrar ritningar.“ Hugmyndin var sú að efla sannfræði Ritningarinnar og staðsetja frásagnir hennar og greina aldur þeirra. En verksvið fornleifafræð- innar er nú miklu yfirgrips- meira en það var í fyrstu, samkvæmt ofangreindri stefnuskrá. Fjöldi annarra fé- laga hefur verið myndaður til eflingar fornminja-rann- sóknum, og einstakir auð- menn hafa skipulagt og kost- að leiðangra í þessum til- gangi. í þeim þáttum, sem hér eru skráðir, verður gerð tilraun til þess að gera grein fyrir, hvers vegna menn leggja stund á fonleifafræði, hvers konar vísindagrein hér er um a$ ræða og hvernig rannsókn- um er háttað. Einnig verður reynt að bregða upp smá- myndum af því, sem áunnizt hefir, og sýna, hvers konar fróðleikur það er, sem menn hafa grafið úr iðrum jarðar um sögu og menningu löngu horfinna kynslóða. Fornleifafræðin er grein mannkynssögunnar, en ólík henni að því leyti, að hún leitar fræðslu, sem er ekki numin af bókum, heldur úr jarðlögum, haugum, rústum borga og bæja, hrundum stór- hýsum ýmiss konar, af áletr- unum grafhvelfinga, leirker- um og leifum, sem finnast í gröfum framliðinna. Starfs- svið fornleifafræðinga hafa einkum verið hin vestlægu Austurlönd, Egyptaland, Me- sopotamía, Palestína, Jórd- anía, Sýrland og Litla-Asía. Talið er, að vagga vestrærin- ar menningar hafi staðið í þessum löndum og þangað megi rekja spor manna, unz þau hverfa með öllu í sandi tímans. Á síðari árum hefir áhugi manna á þessari fræðigrein farið mjög vaxandi. Raunvís- indi nútímans hafa að mörgu leyti breytt viðhorfi manna til framtíðarinnar. Sálarfræð- in hefir sýnt leyndardóma hugans og hræringar tilfinn- ingalífsins. Efnafræðin og eðl- isfræðin hafa gert mönnum kleift að umskapa umhverfi sitt og jafnvel að ferðast til tunglsins. Margir vilja því einnig horfa um öxl, skyggn- ast inn í fortíðina, svo langt sem auðið er, og spyrja. Hva&- an? Hvers vegna? Hvar, og á hvern hátt h ó f s t ferill mannsins á jörð? Augljóst er að fornleifafræðin getur ekki, fremur en a ð r a r greihar mannlegrar þekkingar, svar- að þessum spurningum til fulls. Þekking vor er enn í molum og mistri hulin, að því er snertir upphaf mannlífsins. En í fornleifafræðinni telja menn sig komast nær upp- runa hlutanna en með bók- lestri einum, því að menn hafa skilið eftir ýmis um- merki um tilveru sína, löngu áður en ritöld hófst. En jörð- in hefir geymt þessi ummerki trúlega, einkum í þeim lönd- um, þar sem loftslag er heitt og raki lítill. En það er eink- um á síðari hluta aldarinnar sem leið og þeirri, sem nú er að líða, að mönnum hefir tek- izt að sækja fróðleik um for- tíðina í faðm jarðar. Er forn- leifafræðin því talin ný vís- indagrein. Það er óralangt síðan menn tóku fyrst að veita fornleif- um eftirtekt. Assurbanipal Assyríukonungur (669—626 f. Kr.) er talinn hafa fyrstur manna gefið gaum að þessari fræðigrein, og hann var einn- ig fyrsti bókasafnari, sem sögur fara af. Hann sendi menn í ýmsar áttir, þar sem hann vissi af handritum, sem auðvitað voru leirtöflur með áletrunum, og lét gera skrá yfir og hlaða svo upp í sér- stöku stórhýsi áföstu við höll sína í Níneve. í þessu safni má finna sendibréf, verzlun- arsamninga, orðabækur, mál- fræðirit, landafræði, laga- bálka og ritgerðir um sögu og guðfræði þeirrar tíðar. En konungur þessi lét sveina sína einnig leita í gömlum haug- um og rústum og safna mun- um, er þar fundust. Yfirlýs- ing konungs um safnið hljóð- ar svo: „Ég lét safna þekk- ingu Nebós (þ. e. vísdóms- guðsins í goðahöll Babyloníu- manna) í alls konar bókum og töflum, sem ég hefi upp- ritað, endurskoðað og skrá- setja látið, til náms og lestr- ar.“ Hefir fræðahneigð og fyr- irhyggja þessa konungs komið sér vel, því að safn þetta er ótæmandi fróðleiksnáma um sögu, trúarbrögð og almenna menningu hinna fornu Ass- yríumanna á blómaskeiði rík- isins. Nabonídus, sem var síðast- ur Assyríukonunga (556—539 f. Kr.), var einnig áhugasam- ur um fornfræðileg efni. Hann lét safna minjum, sem fund- ust í fæðingarborg Abrahams, Úr í Kaldeu. Dóttir hans og systir Belshazzar, sem lét Daníel spámann ráða áletrun- ina frægu á veggnum (Dan. 5. kap.), er eina konan, sem getið er um -að hafi sinnt fomfræði, en hún hafði eins konar forngripasafn í einka- eigu. En þessi elzta viðleitni á sviði fornleifafræðinnar var e i n k u m á yfirborðinu, og hélzt svo um margar aldir. Menn tíndu það, sem lá laust fyrir, en hugkvæmdist ekki að grafa eftir huldum fjár- sjóðum. Sem vísindagrein átti fom- leifafræðin lengi erfitt upp- dráttar. Kom þar margt til. Ý m s a r þeirra þjóða, sem höfðu látið eftir sig fornleif- ar, voru löngu horfnar af sjónarsviði og tungur þeirra gleymdar og mönnum óskilj- anlegt það, sem þær höfðu í letur fært. Því var það, að fyrst lengi veittu menn at- hygli aðeins þeim munum, sem höfðu áletranir á þeim málum, sem þeir gátu lesið, en það voru einkum gríska og latína, og þeim einum byggingum, sem höfðu áletr- anir á þessum málum, varð skipað á sinn stað í sögunni. Þegar H e r ó d ó t, hinn svo nefndi faðir sagnfræðinnar, h e i m s ó 11 i Egyptaland á fimmtu öld f. Kr., sá hann og dáðist að ýmsum augljósum minnismerkjum þrjú þúsund ára gamallar menningar. En hann gat e k k i lesið hið egypzka rúnaletur. Varð hann því í frásögn sinni að notast við misjafnlega áreiðanlega heimildarmenn, eins og síðar kom í ljós. Þeir sem ferðast um þessar slóðir, jafnvel nú á dögum, vita bezt, að rausi þeirra manna, sem hafa það fyrir atvinnu að leiðbeina ferðamönnum, er ekki ævin- lega treystandi. Þegar fom- tunga Egypta hvarf af vörum þeirra, var um langan aldur enga fræðslu að fá um forn- sögu landsins og frumbyggja aðra en þá, sem Heródót hafði ritað. Þ e g a r svo evrópskir fræðimenn tóku að gefa egypzkri menningu gaum og ferðast þangað til rannsókna, höfðu þeir venjulega Heródót upp á vasann, eða aðra höf- unda, sem höfðu fengið vizku sína frá honum, svo sem Starbo og Pliny. Um aðrar heimildir var lengi vel ekki að ræða. Annar erfiðleiki, sem forn- leifafræðingar áttu lengi við að stríða, voru hinir alda- gömlu fordómar, sem mönn- um virðast áskapaðir gagn- vart nýjum leiðum í sann- leiksleit. Sagnfræðingar, sem byggja allt á rituðum heim- ildum, 1 i t u fornleifafræðina lengi vel homauga og líktu þeim, sem fást við þá iðju, við böm, sem leita að skelj- um. Fornleifafræðingamir héldu því hins vegar fram, að þeir gætu seilzt langt að baki r i t u ð u m heimildum með rannsóknum sínum, að stein- amir töluðu og segðu frá liðn- um atburðum, sem engar aðr- ar heimildir væru fyrir. Enn annar þröskuldur á leið fomleifarannsókna voru staðirnir sjálfir. sem rannsaka skyldi, og svo afstaða þeirra, sem áttu þar ítök eða eignar- rétt. Oft er það, að bæir og borgir standa á rústum gam- alla borga, sem menn vilja rannsaka, og er þá ekki hægt að komast að þeim. Oft eru stórar landspildur, sem forn- leifafræðingar vilja rannsaka, í einkaeign og eigendurnir hafa engan áhuga á þessum fræðum og vilja ekki gefa uppgraftrarleyfi. Þannig reyndist það t. d. á stað, sem nefnist Tell-el- Mutesellim eða M e g i d d o, skammt frá Nazaret í Pale- stínu, sem er talinn mjög merkur staður í þessu efni. Það svæði, sem um var að ræða, náði yfir þrettán ekrur, er voru í eigu níutíu manna, og þurfti að semja við þá alla, hvern um sig, áður en fram- kvæmdir hófust. En þær bám mikinn og glæsilegan árang- ur. Jarðlög sýndu, að þarna hafði verið borg snemma á bronzöld, og síðan um alda- raðir. Ýmsar þjóðir höfðu far- ið með völd þarna og skilið eftir verksummerki, svo sem Kanverjar, Egyptar og ísra- elsmenn, hinir fornu. Dýr- mætir munir gerðir úr gulli, alabastri og fílabeini fundust þarna frá valdatímum Egypta, um tólf hundruð árum f. Kr. Verðmætir munir, sem finnast við uppgröft, verða oft tilefni öfundar og lög- sókna. Verkamenn, sem ráða verður til starfsins í þessum löndum, eru oft óáreiðanlegir og koma mörgu, sem þeir finna, undan með leynd og selja til eigin hagnaðar. Oft er loftslagið mjög óhagstætt, malaría og eiturflugur hafa lagt. margan fornleifafræðing að velli. Þá er þessi starfsemi oft lífshættuleg vegna ofbeld- is stigamanna eða hjátrúar heimafólks. Víða í þessum löndum þykir það goðgá að raska- ró framliðinna, og það þótt þeir hafi hvílt í gröfum sínum í nokkur þúsund ár. Ræningjar koma tíðum aðvíf- andi úr eyðimörkunum, gera aðsúg að vinnuflokkum, ræna menn og drepa, þegar þeim býður svo við að horfa. Þann- ig var það fyrir nokkrum ár- um, að brezkur vísindamað- ur á þessu sviði týndi lífinu í Palestínu. Sagt er, að marg- ir hafi farið sömu leið. En þrátt fyrir alla erfiðleika, h æ 11 u r , og geipilegan til- kostnað halda menn áfram að grafa og gægjast í iður jarð- ar. Oftast er rannsóknarsviðið gamalt borgarstæði, eins og t. d. Megiddo, þar sem ekki hefir verið byggt á ný. Er hér j a f n a n um hæðir að ræða, sem eru mjög áberandi, en þær fyrirfinnast víða í vest- lægum Austurlöndum. Þessar hæðir eru nefndar tell (flt. tutul). Þetta orð kemur að sögn fyrst fyrir í babylónsk- um fræðum, en er tökuorð í máli Araba, er þýðir hóll eða hæð. Önnur arabísk orð, sem koma oft fyrir í bókum á ýms- um málum, þar sem fjallað er um þessi efni, eru: ain, upp- spretta; bahr, tjörn; jebel, fjall; kalaí, kastali; khirbet, rústir; nahr, fljót; og wadi, uppþornaður árfarvegur eða dalur. Þessi orð eru einnig oft prentuð á landabréfum, og er þvú gott fróðleiksfúsum mönnum að þekkja merking þeirra. Þessar íell, eða hæðir, sem hér er vikið að, hafa jafnan myndazt þannig, að ein borg- in er byggð á rústum hinnar næstu á undan. í rás aldanna eyðilögðust þessar borgir, ým- ist í hernaði eða af eldi eða jarðskjálftum. En hver þeirra um sig skildi eftir menjar í rusli og rústum, sem svo mynduðu jarðlög í ræmum. Þegar grafið er í þessar hæð-

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.