Lögberg-Heimskringla - 03.12.1970, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 03.12.1970, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 3. DESEMBER 1970 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Prinied by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Sireei, Winnipeg 2, Man. Ediior: INGIBJÖRG JÓNSSON Presldent, Jakob F. Kristjansson; Vice-President S. Alex ThoTarinson; Secretary, Dr. L Sigurdson; Treosurer, K. Wilhelm Johannson. EDITORIAL BOARD Winnipeg: Prof. Haraldur Bessason, chairmon; Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Hon. Phillip M. Petursson. Minneopolis: Hon. Valdimar Bjornson. Victorio, B.C.: Dr. Richard Beck. Icelond: Birgir Thorlacius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jack. Subscripiion $6.00 per year — payable in advance. TELEPHONE 943-9931 "Second class moil reglstration number 1667". Á ferð og flugi VIII. Einn sólskinsríkan morgunn lögðum við systurn- ar leið okkar til Madame Tussaud’s vaxmyndasafns- ins á Marlylebone Road. Flest ferðafólk til London Jætur ekki hjá líða, að skoða það heimsfræga safn. Það fyrsta, sem við festum augun á þegar við gengum inn í aðal sýningarsalinn var Winston ChurC' hill. Hann sat þar með barðabreiðan hatt á höfði, og var að mála landslagsmynd, en eins og menn minnast, var hann flotamálaráðherra Bretlands í fyrri heims- styrjöldinni og var þá ásakaður fyrir ófarir sjóflotans við Dardanelles sundið og varð að segja sig úr stjórn- inni. — Sér til hugarhægðar tók hann þá til að mála myndir, auk þess sem hann ritaði margar bækur sínar á þessum árum. En hann fylgdist samt ávalt vel með öllu, sem var að gerast í stjórnmálunum heima og erlendis meðan hann var í nokkurskonar útlegð frá stjórnmálunum, eins og síðar verður skýrt frá. Þarna voru myndir af drottningarfjölskyldunni, og mörgum forustumönnum á sviðum stjórnmála og lista. Ekki fannst okkur myndirnar af Trudeau né John F. Kennedy líkar þeim. En hið stóra vaxlíkan af de Gaulle þótti okkur tilkomumikið. Þarna var sýnd aftaka Mary Stuart, og niðri í kjallara voru myndir af allskonar glæpamönnum og er þessi salur nefndur Chamber of Horrors. Við inngönguna í aðal salinn, sat gömul kona á bekk og virtist vera að hvíla lúin bein. Systir mín sem getur stundum verið dálítið hrekkjótt, settist um stund við hlið vaxkonunnar og hreyfði hvorki legg né lið. Nokkrir krakkar komu og störðu á báðar konurnar — héldu að báðar væru vaxmyndir, þar til Thora deplaði við þeim augunum og þá hrukku þau við — og svo var hlegið dátt. Madame Tussaud stofnaði þetta safn í París 1770 og þarna eru myndir af Louis XVI og Marie Antoinette og börnum þeirra. Madöminni var og fyrirskipað að gera vaxmyndir af höfðum yfirstéttar fólks, sem háls- höggvið var í uppreisn alþýðunnar 1793-94, og mun það hafa verið óhuggnanlegt verk. Eitt er víst að hún fór til London 1802 og kom sér þar fyrir og hefir safn- ið verið síðan undir verndarhendi brezku konungs- fjölskyldunnar. Gömul kona sem er þjónustukona í snyrtiherbergi kvenna þarna á staðnum, sagði okkur, að safninu hefði farið aftur frá því sem áður var, og margar myndir væru í láni víða um heim, en samt er safnið þess virði að sjá það. Þarna á staðnum eru framleiddar ágætar máltíðir og eftir að við höfðum neytt miðdegisverð- ar, náðum við í bíl til Hyde Park Corner. Þetta horn á þessum stærsta lystigarði London borgar, er frægt fyrir það, að hver sem vill, getur stígið þar upp á kassa og flutt ræður um hvaða ræðu- efni, sem hann velur sér, og má segja hvað hann vill. Þarna voru fjórir eða fimm ræðumenn skammt frá hverjum öðrum og þrumuðu hver eitthvað um sín áhugamál. Allmargir hlustendur þyrptust í kringum þá. En ofsahiti var þennan dag og við forðuðum okk- ur undir trjáskugga í stað þess að hlusta á þá. Þar hittum við hjón frá Chicago, og sögðust þau koma til London á hverju ári. Maðurinn var prófessor í bókmenntum og leikmennt við háskóla þar og koma þau sérstaklega til að sækja leikhús í London, því þar er „Live Theatre“ alla tíma árs; sem beztu leikarar Breta og leikarar frá öðrum stöðum taka þátt í. Þau hjónin höfðu verið í London í tvær vikur og höfðu farið í leikhús á hverju kveldi. Meðan við vorum að tala við hjónin horfðum við yfir lystigarðinn. Þar var óhuggnanleg sjón að sjá. Ungt fólk — Hippies — lá eins og hráviður hingað og þangað um garðinn, sofandi með bakpoka sína undir höfði eða þá í faðmlögum og óskemmtilegum stellingum, en enginn skipti sér af þessum ófögnuði. Eftir stutta stund kvöddum við þessi skemmti- legu hjón, og gengum út um hliðið og í gegnum neð- anjarðargöng, sem lágu að strætinu hinumegin, þar sem við náðum í strætisvagn heiin. Við sóttum líka leikhús í London, aðallega leik- ina, sem byrjuðu kl. hálf tvö eða þrjú eftir hádegi, því við vorum ekki nógu kjarkmiklar til að vera úti seint á kveldin. Við sáum vitaskuld Mousetrap — Músagildruna — eftir Agatha Christie — minn uppáhalds glæpa- og spæjarasögu höfund. Hún er nú orðin fjörgömul og hefir ritað um sjötíu bækur og fjórtán leikrit. Þetta leikrit hennar, Músagildran, hefir verið leikið sam- fleytt í 18 ár, en vitaskuld hefir orðið að breyta um leikendur af og til. Við sáum og seinna samskonar glæpaleikrit — Sleuth, eftir Anthony Shaffer og var sá leikur all snjall. Á Garrick leikhúsinu sáum við The Two of Us eftir Michael Frain. Voru það fjórir stuttir leikir og aðeins tveir leikendur í þeim öllum, þau Lynn Red- grave, ein af hinni frægu Redgrave leikarafjölskyldu og hinn leikarinn var Richard Briers. Leikirnir fjórir voru mjög ólíkir hverjum öðrum en þau léku bæði af mikilli snild. En svo sáum við The Greai Walíz á Theatre Royal í Drury Lane. Þetta var söng- og músíkleikur og fjall- ar um ævi Johanns Strauss. Það var hrífandi skemmt- un, sem við munum lengi minnast. — I. J. DR. V. J. EYLANDS: Ljós úr austri v. GOÐSÖGNIN UM ISCHTAR (ASTARTE). Það litla sem vér vitum um trúarbrögð Súmera, að öðru en hér er skráð að framan, er til vor komið í hinum ýmsu útgáfum goðsagnarinnar um Ischtar, en hún virðist hafa verið talin frjósemisgyðja í goðaheimi Babyloníumanna. Trúin er annars fjölgyðistrú. Menn trúa á guðlegan mátt, Elím, en af því er dregið guðsnafnið Elóhím og Allah. En þessi máttur birtist í ótelj- andi goðum eða guðum, sem hver um sig er herra vissra staða, borga eða ættbálka. Framliðnir lifa þokukenndu lífi á sléttu einni mikilli og þurri í undirheimum, og er sá staður nefndur Aralu, og þangað fara bæði réttlátir og ranglátir. Allir fá þeir vængi og fjaðrir og flökta aðgerðar- lausir í undirheimum, unz þeim er falið það hlutverk að hrjá þá, sem lifa, og verða þeim til sem mestrar mæðu. Á hverju hausti er Ischtar neydd til að fara til undir- heima, þar sem systir hennar, grimm norn Kigal að nafni, ræður ríkjum. Hún verður að fara inn um sjö hlið, sam- kvæmt skipun systurinnar, og við hvert þeirra verður hún að leggja af sér sþjör eða skartgrip og kemur svo loks fram fyrir Kigal allsnakin, og er henni þá samstundis varp- að í dýflissu hinna dauðu. Um leið og Ischtar yfirgef- ur jörðina, deyr allur jarðar- g r ó ð u r , og tímgunarhvöt manna og dýra slokknar. Guðir jarðarinnar sakna Isch- tar, hún hafði gert lífið un- aðslegt. Nú kemur Ea, vizku- dísin, aftur til sögunnar. Hún skapar mann, Asu-Shu-Nam- ir, en það nafn þýðir sólar- upprísa. Þessi maður er send- ur til helheima til að sækja Ischtar, en áður en hún á afturkvæmt til jarðar, verður hún að hljóta skírn í vatni líísins. Hún er leidd út sömu leið og hún kom inn, og við hvert hliðanna sjö fær hún aftur þær spjarir, sem af henni höfðu verið teknar, er hún fór inn. Kemur hún svo aftur til jarðheima, með vor- dögum, í öllum skrúða sínum. Má ætla, að menn hafi reynt að gera sér grein fyrir árs- tíðum með þessum hætti. Þessi goðsögn virðist hafa borizt til Grikklands og kem- ur þar fram í nýrri mynd. Ischtar er nú nefnd Astarte og birtist þar í þremur mis- munandi persónum. Þar er hún allt í senn: Afródíte, ást- argyðjan; Demeter, náttúru- gyðjan, og Persefone, frjó- semisgyðjan. LÖGFRÆÐI Um langan aldur var Móses talinn fyrsti löggjafi og „lög- sögumaður“. A 11 i r kannast við boðorðin tíu, sem hann „samdi“ uppi á Sínaífjalli og urðu undirstaðan að löggjöf Gyðinga og síðan hins mennt- aða heims. En svo kom Hammúrabi Babyloníukonug- ur til sögunnar (1792-1750 f. Kr.). Hafði hann samið lög- gjöf mikla, og þykir sýnt, að Móses (um 1260) hafi haft hana til hliðsjónar, er hann samdi hin frægu „Móselög“. Löggjöf Hammúraba er rit- uð fleygletri á steinsúlu eina mikla, sem nú er geymd á Louvresafninu í París, og vekur hún m j ö g athygli ferðamanna. Þeir sem læsir eru á letur þetta, segja, að þar séu um þrjú hundruð ákvæði um ýmis efni, að undanförnum formála til veg- semdar kóngi þessum og svo eftirmála, sem sá þrunginn bölbænum. Þegar þessi súla fannst, þótti synt, að Móses yrði að víkja úr heiðurssessi sögunnar sem hinn fyrsti lög- gjafi og Hammúraba bæri hann með réttu. En hann hélt því sæti ekki lengi. Árið 1947 kom annar löggjafi, um hundrað og fimmtíu árum eldri, til sög- unnar. Er hann nefndur Lipit- Isthar, súmerskur konungur, og er löggjöf hans rituð á þjóðtungu Súmera. í sam- bandi við þessa löggjöf er einnig formáli og eftirmáli, en á milli þeirra fjöldi til- skipana, en aðeins þrjátíu og sjö þeirra eru læsilegar. Árið 1948 fannst enn önnur löggjöf í Bagdad, um sjötíu árum eldri en sú, sem kennd er við Lipit-Isthar. Loks var árið 1952, að enn önnur löggjöf var grafin úr jörðu. Er hún samin af súm- erskum konungi, Úr-Nammu að nafni, en hann var uppi um 2050 árum f. Kr., eða um þrjú hundruð árum áður en Hammúrabi kom til sögunn- ar. Er löggjöf Úr-Nammu sú elzta, sem kunn er fram að þessu. Ekki er hægt að telja Úr- Nammu hógværð til gildis, ef dæma skal eftir formálanum að lagabálki þessum. Hann staðhæfir, að guðimir hafi látið „konungsembættið síga af himnum ofan“ og tengjast sinni virðulegu persónu, og sé hann því sá eini og sanni full- trúi guðs á jörð og Súmerar útvalinn lýður guðanna. Má af þessu merkja, að kenning- in um guðdómleg forréttindi konunga, sem um aldir var haldið að alþýðu manna, á sér langa sögu. En margt virðist þó skynsamlegt og jafnvel mannúðlegt í þessari fyrstu löggjöf, sem um er vitað. Þar eru t. d. ákvæði um það, hvernig breyta skuli við und- irhyggjumenn, svikara og þjófa, sem grípa kvikfénað bænda. Einnig eru þar á- kvæði um rétta vigt og mál, um ekkjur, munaðarleysingja og fátæklinga. Yfirleitt bera

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.