Lögberg-Heimskringla - 03.12.1970, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 03.12.1970, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 3. DESEMBER 1970 DÁNARFREGNIR Vicior R u s s e 1 Einarsson. Fregnin um lát hans birtist í L.-H. 29. október s. 1. en þess var ekki getið að hann lézt 24. október, 1970. * * * Mrs. Sigrún Bradley eigin- kona Wilfred Armin Bradley, 454 Kilbride Ave., Winnipeg lézt 7. nóvember 1970. Hún var fædd í Winnipeg en ólzt upp í Vestfold og átti lengi heima í Clarkleigh héraðinu. Auk eiginmanns hennar lifa hana tveir synir, David Arm- in í Winnipeg og Wilfred Maurice í Vancouver; þrjár dætur, Irene — Mrs. John Coghill í Ottawa, Ruth — Mrs. Frank Gould í Winnipeg og Lois — Mrs. Leonard Andree í St. Boniface; fimmt- án barnabörn; ein systir, Mrs. Kári Byron að Lundar. Hún var í söfnuði St. Luke's lútersku kirkjunnar og starf- aði í kvenfélagi United Col- lege. * * * Guðrún Jónsson fyrrum til heimilis í Selkirk og St. Pet- ers, Man., lézt 10. nóvember, 1970 á Bethania Nursing Home, 93 ára. Hún flutti af íslandi til Canada árið 1901 og settist að í Selkirk og starf- aði fyrr á árum mikið að mál- um lútersku kirkjunnar þar í bæ. Eftirlifandi eru þrjár dætur, Elizabeth — Mrs. Michael Kelly í Selkirk, Caroline — Mrs. John Lind- strom í McLennon, Alberta og Mabel — Mrs. Walter Prince í Elmwood, Winnipeg, Man.; 12 barnabörn; 31 barna- barnabarn. Eiginmaður henn- ar Björn, dó árið 1948. * * * Helgi J. Sigurdson, 77 ára, búsettur að Hnausa, Man., lézt 12. nóvember, 1970. Hann var fæddur að Geysir en flutti að Hnausum 1926 þegar hann kvæntist Sigurlaugu og lifir hún mann sinn; ennfrem- ur lætur hann eftir sig tvo syni, Gest og Marino, að Hnausum og systur, Vigdísi Sigurdson í North Hollywood, California. :Jt :;: * Sigrid Davidson eiginkona Frank Ness Davidson, 735 Alverstone St., Winnipeg, lézt 17. nóvember, 1970. Eftirlif- andi eru eiginmaður hennar og sonur þeirra, Gerald í Winnipeg. Mrs. Olöf Anna Oddleifsson, Árborg, Man., eiginkona Sig- urðar Óskars, sonar Gests Oddleifssonar landnáms- manns varð bráðkvödd 22. nóvember 1970. Hún var fædd í Red Deer, Alberta 17. okt. 1890 dóttir hinna merku land- námshjóna Einars Jónassonar læknis og Jónínu Sigfúsdótt- ur. Hann var einn af fyrstu íslenzku landnámsmönnum á Gimli 1875, dvaldi síðan nokk- ur ár að Mountain og í Vest- ur Canada en vegna beiðni Ný-íslendinga fór hann aftur til Gimli 1899 og stundaði þar lækningar til æviloka. Þar ólzt £)löf upp ásamt mörgum syst- kinum. Hún stundaði nám í Gimli skólanum og útskrifað- ist frá kennaraskólanum í Winnipeg. Varð síðan kenn- ari í Gimli og Framnes skól- unum þar til hún giftist eftir- lifandi manni sínum árið 1919 og stofnuðu þau bú í grend við Árborg og áttu þar heima síðan. Hún tók góðan þátt í starfi Únítara kirkjunnar og öðrum félagsmálum. Auk eig- inmanns hennar lifa hana tveir synir, Einar og Sammy, báðir í Árborg og dóttir Thor- ey — Mrs. A. Fjeldsted í St. Boniface; einn bróðir Jóhann- es Jónasson í Selkirk; tólf barnabörn og tvær barna- barnadætur. Útfararathöfnin fór fram í Únítarakirkjunni í Árborg; séra Philip M. Pét- ursson flutti kveðjumál. HJARTASJÚKDÓMAR OG KRABBAMEIN ALGENGUSTU DANARORSAKIR BÆÐI í EVRÓPU OG AMERÍKU R ú m u r helmingur allra dauðsfalla í Bandaríkjunum á rætur að rekja til hjarta- sjúkdóma og krabbameins. Sama ástand ríkir í 20 af þeim 23 Evrópulöndum, sem senda heilbrigðisskýrslur til Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar (WHO). Þessar upplýsingar er að finna í „World Health Statis- tics Annual" sem WHO hef- ur nýlega sent frá sér og fjallar um skýrslur frá 1966. Enda þótt dánartalan hafi lækkað síðan 1962 í nálega öllum" löndum Evrópu, hefur dauðsföllum af völdum hjartasjúkdóma og krabba- meins fjölgað bæði í Banda- ríkjunum og flestum löndum Evrópu. Undantekningarnar e r u Frakkland, Júgáslavía, Ungverjaland og Austurríki, en þar hefur dauðsföllum af völdum hjarta- og æðasjúk- dóma fækkað. Island og Rúm- enía eru einu löndin þar sem krabbamein er á undanhaldi. í þeim löndum, sem skýrsl- urnar taka til, eru hjarta- og æðasjúkdómar langalgeng- asta dánarorsökin. Bandarík- in eru efst á blaði, en þar eru 54,3 prósent dauðsfall- anna af völdum þessara sjúk- dóma. Næst kemur Finnland með 54%. Á öðrum Norð- urlöndum er hlutfallið sem hér segir: Danmörk 52,3%, ísland 43,9%, Noregur 50,1% og Svíþjóð 52,4%. Lægsta hundraðstalan er í Júgóslavíu, 29,9%. Sé litið á hlutfallið milli karla og kvenna, kemur í ljós, að hlutfallslega fleiri konur en karlar deyja af hjarta- og æðasjúkdómum í öllum löndum nema Islandi. FLÓTTINN ÚR SVEITUNUM í skýrslunni er einnig fjall- að um eitt mesta vandamál fátæku landanna í heiminum, sem sé flóttann úr sveitum til borga og bæja. Það eru einkum ungt fólk sem yfir- gefur landbúnaðinn og held- ur til borganna. Það tekur sig upp af margvíslegum orsök- um — að nokkru vegna þess að jörðin veitir ékki nægileg- an afrakstur, að nokkru vegna þess að jarðarskikarnir eru ekki nógu stórir til að framfleyta a 11 r i fjölskyld- unni, og að nokkru vegna þess að því finnst tilveran úti á landsbyggðinni ömurleg og finnst það vera einangrað, bæði andlega og efnalega. Eftir því sem menntunar- skilyrðin batna, eykst straum- urinn t i 1 borganna. Þess vegria er ofureðlilegt, að ýmis ríki telji, að betri menntun orsaki flóttann úr sveitum til bæja og þar af leiðandi at- vinnuleysi í þéttbýlinu. Það hefur víða komið á daginn, að ungt fólk af báðum kynj- um, sem lýkur skólagöngu um 16 ára aldur, lítur á það sem fullkomna niðurlægingu að snúa aftur heim til for- eldrahúsanna til að stunda landbúnaðarstörf. J skýrslunni er þó lögð á- herzla á, að þéttbýlismyndun sé eðlilegt fyrirbæri í landi þar sem efnahagskerfið er að breytast. 1 stað þess að leit- ast við að stöðva þessa þróun eru hlutaðeigandi lönd hvött til að horfast í augu við hana og færa sér hana í nyt með því að veita því sveitafólki, sem er fastákveðið að flytjast í þéttbýlið, faglega grund- vallarmenntun, sem búi það undir vistaskiptin og hina nýju lífshætti. Fyrir þá, sem búa áfram í sveitunum, er fagleg menntun einnig nauð- synleg, svo þeir geti gert landbúnaðinn nýtízkulegri og arðbærari. Einn helzti þröskuldur þess að veita sveitafólki í vanþró- uðu löndunum faglega tilsögn er ólæsið, sem er algengara í sveitum en þéttbýli. Jafnvel fólk, sem einhvern tíma hef- ur lært að lesa og skrifa, gleymir einatt þessari kunn- áttu á nokkrum árum, sé henni ekki haldið við. Þar sem þéttbýlið býður upp á ý m i s lestrarörvandi fyrir- bæri, svo sem dagblöð, vegg- spjöld og annað prentað efni, eru slík örvunarmeðul sjald- gæf í strjálbýlinu. Þegar lengra er horft, felst 1 a u s n þessara vandamála í auknu barnaskólanámi í sveit- um, en stundum getur orðið nauðsynlegt að ' skipuleggja faglega kennslu fyrir ólæst fólk, þar sem þörfin er allra brýnust. Þetta er m. a. hægt með því að samhæfa raun- hæfa sýnikennslu munnleg- um skýringum. Skort á prent- uðu efni má að vissu marki bæta upp með því að færa sér í' nyt hljóðvarp og sjón- varp. Fréttir frá S. Þ. Garlic-laukur er heilnæmur Garlic-laukur er sóttvarnarmeðal, sem hreinsar blóðið og hamlar gegn rotounarsýklum. í Adams Garlic Pearles er sérstök Garlic-olía er notuð hefir verið til lækninga árum sam- an. Milljónir manna haía um aldir neytt Garlic-lauks sér til heilsubótar og trúað á hollustu bans og lækningamátt. Eflið og styrkið heilsu ykkar. Fáið ykkur i dag í lyf jabúð einn pakka af Adams Garlic Pearles. Ykkur mun liða betur og finnast þið styrkari, auk þess sem þið kvefist sjaldnar. Laukurinn er i hylkjum, lyktarlaus og bragðlaus. S* *W*ttK<**<itt***P€*l**>*lV*Xt€K<*X'**t**t€*lV€m*X<<*<W€W*<V*** WESTHOME SUPERMARKET LTD. WHERE QUALITY COUNTS Corner of Wellington Ave. and Beverley 737 WELLINGTON AVE—PHONE 774-3491, 774-3492 SHOULDER LAMB — Cured and Smoked LEG OF LAMB — Cured and Smoked Heavy or Medium Smoked Available By Professional Experts Good Supply of "RÚLLUPYLSA" AvailabU WE WILL SHIP ACROSS THE COUNTRY. IF WE GET ORDERS SOON WE ALSO SPECIALIZE IN QUALITY MEATS FOR YOUR HOME FREEZER AT LOW PRICES "What kind of gift can I get them this year?" is a question you may be asking yourself right now. Why not consider these, or one of the many other novel gift appliances at Winnipeg Hydro Showrooms? • ELECTRIC BLENDERS • ELECTRIC CARVING KNIVES • ELECTRIC CAN OPENERS • ELECTRIC SHOE SHINERS • ELECTRIC TOOTH BRUSHES • ELECTRIC STEAM PRESS VALET • ELECTRIC KNIFE SHARPENERS • ELECTR1C HAIR DRYERS w/uam YDRO 405 Portage Ave. Phone 946-0201

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.