Lögberg-Heimskringla - 04.02.1971, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 04.02.1971, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA FIMMTUDAGINN 4. FEBRÚAR 1971 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Prinied by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Sireei, Winnipeg 2, Man. Ediior: INGIBJÖRG JÓNSSON President, Johonn T. Beck; Vice-President S. Alex Thorarinson; Secretary, Dr. L. Slgurdson; Treasurer, K. Wilhelm Johannson. EDITORIAL BOARD Winnipeg: Prof. Horoldur Bessoson, chairman; Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnorsson, Dr. Thorvaldur Johnson, Hon. Phillip M. Petursson. Minneopolis: Hon. Voldlmor Bjornson. Victorio, B.C.: Dr. Richord Beck. Icetond: Birglr Thorlacius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jack. Subscripiion $6.00 per year — payable in advance. TELEPHONE 943-9931 "Second class mail registration number 1667". GÍSLI JÓNSSON: Hrafl um Ijóðaþýðingar Fyrir skemmstu var eg að lesa síðasta árgang Skírnis og varð undrandi og sáróánægður. Eg hafði keypt og lesið Skírni hátt uppí hálfa öld og lært þar og lesið margt mér til gamans og gagns. Þetta hefti er stærra en nokkru sinni áður og vægast sagt skrítið. Að einni eða tveimur greinum undantekniun svo sem langdreginni sögu Þingvallafundar- ins 1888, er hitt alt athuganir, umræður, ritdómar og hár- toganir á annara manna verkum, fyrr og síðar. Kastar þó fyrst tólfunum þrjátíu blaðsíða grein, sem nefnd er „Dante á íslenzku“, eftir einhvern útlending sem skilur íslenzku en skrifar ekki, svo hún er þýdd. Heima á íslandi er aldrað öndvegis skáld, sem heitir Guðmundur Böðvarsson. Hann hefir gefið út margar ljóða- bækur, en er lítt eða ekkert þekktur hér vestra, að undan- tekinni grein um hann í L.-H. nýlega eftir vin okkar Richard Beck. Guðmundi varð á það sama glappaskot og séra Jóni Þorlákssyni forðum, að þýða stóran kvæðabálk eftir annari þýðingu, því hann kann ekki tungu frumkvæðisins. Kvæðið kallar hann „Gleðileikinn guðdómlega“, eftir ítalska mið- aldaskáldið Dante. í ensku þýðingunum er kvæðið nefnt The Divine Comedy. Kvæðið er talið sígilt listaverk og er það vafalaust. Eg las þýðingu Longfellows fyrir mörgum árum, en gat einhvernveginn ekki orðið eins hrifinn og eg hefði átt að verða — fannst hún svo langt fyrir utan íslenzk- an hugsunarhátt og trúarviðhorf. Eins og áður er sagt, er þessi þýðing Guðmundar eftir annari þýðingu, líklega danskri, því hann skilur vitanlega ekki ítölsku og getur því ekki fylgt ítalskri framsetningu eða línuskilum, en samt þrástaglast þessi ritdómari á því, að hann fylgi ekki frumtextanum orðrétt, hann ýmist felli úr eða bæti inní frá sjálfum sér. Um nákvæmnina veit eg vitanlega ekkert, en getur nokkur lifandi maður bent mér á ljóðaþýðingu úr einni tungu á aðra, sem sé „orðrétt"? Það er beinlínis lífsómögulegt. Hvað mundu okkar gömlu og góðu ljóðaþýðarar segja, sem oft og tíðum þýddu meira eftir andanum en orðunum. Þetta þeytti mér meira en sjötíu ár aftur í tímann — heim til íslands. Eg kunni þá lítið í ensku, gat naumast stautað mig fram úr læknum hans Tennysons, sem „goes on forever,“ og hafði aldrei séð Miltons Paradise Lost. Þar, á Oddeyrinni, bjó gamall elskulegur karl, sem eg talaði stundum við. Hann átti Paradísarmissi Jóns Þorláks- sonar. Eg bað hann að lána mér bókina, en hann þvertók fyrir, sagðist aldrei lána bækur og allra sízt þessa. Eg fór svo heim bónleiður, en seinna um kvöldið kom hann heim til mín með bókina og sagði brosandi, að hann ætlaði að gera eina undantekningu. Eg fór svo með hana í rúmið og lauk lestrinum áður en eg fór á fætur um morguninn. Eins og alkunnugt er las séra Jón ekki ensku, og varð því að fara eftir dönskum og þýzkum fyrirmyndum. Vita- skuld gat þar ekki verið um neina orðrétta þýðingu að ræða, og svo breytti hann bragarhættinum í tilbót. En þrátt fyrir alt tókst honum að gera kvæðið mun skemmtilegra og læsilegra en Milton sjálfum, hvað sem nákvæmninni leið. Hafi Guðmundi Böðvai-ssyni heppnast álíka vel sín þýðing eftii* þýðingu af Dante má hann vel við una, hvað sem „orðréttri“ kröfu ritdómarans í Skírni líður. Nítjándu aldar skáldin þýddu mestu kynstur af úrvals skáldskap Evrópulanda alla leið frá Homer og niður til þeirra tíma. Mundu íslenzkar skáldbókmenntir að mun fátæklé^ri, ef þeirra hefði ekki notið við. Má þar telja fyrst- an á blaði Sveinbjöm Egilsson, sem þýddi Homer allan úr forngrísku yfir á gullaldar íslenzku. Jónas Hallgrímsson þýddi samtíðar skáldskap síns tíma svo fagurlega, að hann er enn fyrirmynd vorra tíma skálda. Hann breytti að vísu háttum, en málfegurðin var svo eðlileg að hans þýðingar voru líkari frumkvæðum. Ein ljóðlína í Álfareiðinni angraði mig samt í langa tíð: Hornin jóa gullroðin blika við sund. Eg hafði aldrei heyrt né vitað til að hestar væru horn- óttir, jafnvel ekki frumhestar sem grafnir hafa verið upp undan rótum fjallanna eftir milljóna ára svefn. En svo mintist eg alt í einu Víkinganna, sem skreyttu höfuðbúnað sinn með fáguðum nautshornum.'Eftir langa mæðu rakst eg á þá frásögn, að konungakyn og aðalsmenn miðaldanna hefðu skreytt hesta sína með fagurgljáandi hornum líkt og Víkingarnir gerðu á sinni tíð. Eftir það leið mér betur. Næst koma þeir risaþýðararnir Steingrímur og Matthías, sem báðir þýddu margar og stórar bækur á bundnu og óbundnu máli. Ljóðaþýðingarnar einar slaga hátt uppí það frumkveðna. Steingrímur þýddi Shakespeare, Byron, Burns, Goethe, Shiller, Heine, Tegner og enn fleiri merka höfunda Norðurálfunnar. Matthías þýddi fjóra leiki Shakespear’s Brand eftir Ibsen, Friðþjóf eftir Tegner og fleiri af hans kvæðum, stærðar ljóðaflokk eftir finnska skáldið Topelius, heilstóra ljóðaflokka eftir samtíðarskáld Norðurlanda, auk aragrúa af einstökum kvæðum úr ensku og þýzku, svo og enska og þýzka og danska sálma. Loks klykkir Hannes Hafstein út öldina með stórum kvæðaflokki eftir Heine. Hann hafði áður þýtt ljóðaflokk eftir vin sinn og skóla- bróður Bertel Þorleifsson úr dönsku. Hann þýddi og part úr Brandi Ibsens, auk nokkurra danskra kvæða, svo sem ,,Þess bera menn sár“, sem mér hefir altaf þótt fallegra en sjálft frumkvæðið, einkum síðan Árni Thorsteinsson bjó til lagið. Fleiri liðtækir þýðendur aldarinnar gætu auðvitað kom- ið hér til greina, en það yrði of langt mál. Enginn skyldi gera lítið úr þýðurum. Efnið er að vísu fyrir hendi, en það þarf skáld eigi að síður til þess að koma því í listrænt form á öðru tungumáli. , Rímnaskáldin voru í raun og veru að gegna samskonar hlutverki. Þau tóku innlendar eða útlenskar sagnir og sneru þeim í Ijóð — oft með snildarbrag. Sigurður Breiðfjörð tók útlendan reyfara, þýddi hann úr dönsku og kvað um leið Númarímur, sem jafnan hafa verið taldar hans bezta verk. Elínborg föðursystir mín átti Númarímur og neyddi mig, strákhnokkann, til að lesa þær og jafnvel kveða fyrir spuna- konunum á vökunni, en það var fyrir nærri níutíu árum, svo lítið man eg úr þeim nú. Á þessari öld, einkum fyrri helmingnum, hefir mestu kynstrum af ýmiskonar ljóðum verið snúið á íslenzku, en þó engu stóru skáldverki, svo eg til viti, nema Pétri Gaut, sem Einar Benediktsson lauk við að þýða í byrjun aldarinnar. En þá var eg kominn hingað vestur og hefi oft átt erfitt með að fylgjast með bókmentastarfi heimaþjóðarinnar. Meðan íslenzk ljóðagjörð stóð í mestum blóma hér vestra voru það einkum þeir Jón Runólfsson og séra Jónas Sigurðsson, sem snéru ljóðum á íslenzku. Jón þýddi all- mörg einstök ljóð og sálma og skömmu fyrir andlátið lauk hann við ljóðskáldsögu Tennysons, Enoch Arden, sem fékk verðugt lof. Séra Jónas þýddi pg mörg kvæði, flest held eg eftir Tennyson. Einhverjir aðrir fengust og dálítið við ljóðúþýðingar. Vendi eg mínu kvæði í kross. Skáldin urðu hrum og féllu í valinn og sum dóu um aldur fram. Svo nú er fátt hér um fína drætti. Jakobína Johnson er orðin háöldruð og víst hætt að yrkja eða þýða og svo er að mestu um aðra. \ ngsta og líklega síðasta skáldið sem yrkir íslenzk ljóð hér vestra er Dr. Beck. Hann er nú farinn að reskjast en held- ur vonandi lífæð íslenzkrar ljóðagjörðar enn um stund sláandi hér í vestrinu. En hann þýðir víst lítið. Alllöngu áður en skáldin hér fóru að týna tölunni, fór að bera á hringiðu og straumhvörfum í íslenzkri ljóðagjörð. Sumir, sem enn kváðu á íslenzku fóru að gera tilraunir með að yrkja á enska tungu og einkum þó að snúa íslenzkum kvæðum á ensku. Hér gefst ekki rúm til að nefna nema örfáa. Skúli prófessor Johnson, mikill tungumálamaður, þýddi forn latnesk skáld á ensku. Hann þýddi Stefán G. og fleiri íslenzk skáld, en meira virtist mér það gjört af lærdómi en skáldlegri andagift. Jakobína Johnson hafði til margra ára fengist við þýð- ingar jafnframt því að frumkveða. Kvæði hennar komu fyrst út, þau íslenzku. Síðast komu þýðingarnar í sérstakri bók. Hennar þýðingar eru undantekningarlaust fagrar í formi og mjög svo nákvæmar að efni og altaf skáldlegar og hrynjandi. Næstan á blaði verður að telja Pál Bjarnason. Hann gaf einnig út ljóðabækur á tVeim- ur tungum. í íslenzka kver- inu eru þýdd kvæði úr ensku þarámeðal hin víðfræga tukt- hússkviða Oskar Wilde’s. í enska kverinu eru íslenzk kvæði á ensku. Páll lagði fyr- ir sig þá ótrúlegu gestaþraut að ríma enskuna eftir íslenzk- um bragreglum — stuðlar, höfuðstafir og endarím, og tókst það víst ótrúlega vel. En hræddur er ég um að þar hafi hann unnið fyrir gíg, því enskurinn kann ekki að meta þesskonar listrænar firrur. Einhvern tíma í haust eða nokkru fyrir jólin fékk eg óvænta heimsókn frá upp- gjafa prófessor í vísindum, sem eg hafði lítið eitt kynnst áður. Eg hefi ekki leyfi til að gefa nafn hans, en marga mun hinsvegar renna grun í hver hann er. Fyrir honum fór eins og svo mörgum öðr- um, sem verða að leggja nið- ur störf, að hann varð að leita sér að einhverju til dægra- styttingar. Engum hefði víst dottið til hugar, að hann væri skáld. En þarna stóð hann með fúllar lúkurnar af ljóða- þýðingum. Hann hafði ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur, því þarna voru kvæði aðallega eftir Stefan G. og Guttorm J. Fyrir mann, sem ekki var þrautreyndur í listinni, var þarna um merki- legar tilraunir að ræða. Það er sagt, að yfirleitt séu þýð- ingar aðeins skuggamyndir af frumkvæðunum, en þarna voru mörg þýdd kvæði meira en í meðallagi, og a. m. k. eitt, sem mér hefði veitzt erfitt að gera upp í milli hvort væri betra — þýðingin eða frum- kvæðið. Hann lét þar í Ijós aðdáanlega hugmynd. Þegar Vestur-íslendingar halda há- tíðlegt hundrað ára afmæli ís- lenzka landnámsins í Vestur Kanada (1875-1975) þá skyldi gefin út bók með kvæðum Vestur-íslenzkra skálda, öll þ ý d d á ensku af Vestur- íslendingum. Þar yrði áreið- anlega úr mörgu góðu að velja. Þessi hugmynd er sann- arlega þess virði, að henni sé ýtt í framgang á næstu þrem- fjórum árum. Upp úr jólunum kom Ice- landic Canadian með nýja þýðingu af Sandy Bar eftir Guttorm. Áður höfðu tvær þýðingar v e r i ð prentaðar. Þessi þýðing er eftir Paul Sig- urðsson, skólakennara hér vestur í fylkinu. Þýðingunni fylgir úr hlaði langur formáli þýðandans. Eg hefi stundum séð breytingar og umskriftir eldri 9kálda á kvæðum sínum, sem óefað hefir kostað þá andlegar skjálftahríðar. En aldrei hefi eg áður séð eins skemmtilega lýsingu á hrolli þeim og þrengingurp, sem þýðari varð að fara \ gegn- um, áður en hann var ánægð- ur með verk sitt.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.