Lögberg-Heimskringla - 04.02.1971, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 04.02.1971, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIIVIMTUDAGINN 4. FEBRÚAR 1971 5 Án þéss að fikta úti ein- stakar ^ínur eða skilning, þá held eg að þýðingin sé í alla staði sómasamleg, og eitt er víst, að hér er ekki um neitt orðréti rugl að ræða, sem höfundur Skírnis greinarinn- ar gerir kröfu til (Fyrirgefðu Paul, hversvegna varð fjórða línan í fimmtu vísunni einum braglið styttri en í öllum hin- um?) Ef eg mætti nokkuð segja um heildaráhrifin, þá finnst mér að geigurinn, sem hvílir yfir frumkvæðinu, sé síður áberandi í þýðingunni. Eg verð víst að gera lítinn útúrdúr útaf þessu. I>egar Isak bróðir minn gerði okkur Guttorm kunn- uga fyrsta árið mitt í þessu landi vorum við báðir ungir menn, Guttormur tveimur ár- um yngri. Okkur féll strax vel saman — töluðum víst mest um skáldskap. Guttorm- ur var þá hrifinn af Long- fellow, sem glöggt má sjá á upphafs kvæðinu í „Jóni Aust- firðingi“, sem sýnilega hefir orðið fyrir áhrifum af inn- gangi „Evangeline“ Longfel- lows. En tíðræddara varð hon- um samt um Edgar Allan Poe. Nefndi hann „Hrafninn“ sem sérstakt dæmi. Yfir honum hvílir þessi geigur og hrollur, sem ekki verður beinlínis skýrður í orðum. Þegar Guttormur orti Sandy Bar t ó k hann bragarhátt Hrafnsins og með hættinum fluttist geigurinn yfir á kvæð- ið. Hér er þó um enga stæl- ingu eða eftirlíkingu að ræða, enda eru efnisþræðir kvæð- anna óskyldir. En þó þori eg samt að fullyrða, að Sandy Bar hefði aldrei orðið til í þessari mynd, ef Guttormur hefði ekki þekkt Hrafninn. Að stæla er auðvitað ekki það sama og að þýða. Það er fornt orð, sem þýðir, að líkja vísvitandi e f t i r einhverju öðru og jafnvel hnupla hug- imyndum og orðbragði annara skálda. Fomskáldunum var borið á brýn, að þeir stseldu fyrirrennara sína, og það sama hefir verið sagt um yngri Skáldin niður til þessa dags. Um eitt skeið kvað svo ramt að þessu, að illkvitni gekk næst, einkum ef skáldið tilheyrði öðrum flokki en rit- dómarinn. En oftast er um áhrif að ræða en ekki hnupl. Og hvað má segja um stéfn- ur og strauma og arf liðinna kynslóða? Er það líka stæling? HÓLMFRÍÐUR DANÍELSON: 51. Ársþing Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi Framhald írá síðasta blaði Haldið í Winnipeg, 27. og 28. febrúar, 1970. Heiðursgestur þingsins og kveðjur: Vara-forseti bauð nú velkomna Dr. Guðrúnu Helgadóttur, þinggest okkar frá íslandi. Flutti hún kveðjur og þakkaði góðar viðtökur. Hældi hún okkur fyrir það góða vald sem við höfum enn á okkar ást- kæra, yl'hýra máli. (Grettir Jóhannson las kveðj- ur frá íslandi: 1. frá forseta íslands, Dr. Kristjáni Eldjárn; 2. frá Ríkisstjórninni (Dr. Bjarna Bene- diktssyni;) 3. frá biskupi, Dr. Sigurbjörn Einars- son; 4. frá Jóhanni Hafstein, ráðherra og frú Ragn- heiði; 5. frá ráðuneytisstjóra, Pétri Þorsteinssyni og frú Oddnýju; 6. frá ÞjóðrBéknisfélaginu í Reykjavík; 7. frá Sigurði Sigurgeirssyni og frú Pálínu Guðmundsdóttur; 8. frá Brynjólfi Jóhann- essyni, leikara; 8. frá Hönnu og Agústi Guð- mundssyni. Einnig flútti hann kveðjur frá bróð- ur sínrnn, Walter Johannson og frú og henni fylgdi $25.00 gjöf. Fögru blómin sem prýddu salinn voru gjöf frá konsúl, Gretti og frú Dorothy. Var öllum þessum kveðjum tekið með dynj- andi lófataki. Tillaga Dr. Beck, studd af G. L. Johannson að öllum þessum kveðjum sé svarað bréflega af skrifara, samþykkt. Skýrsla Menningarmálanefndar: Páll Hallson, formaður, flutti skýrsluna, í fimm liðum: 1. Ald- arafmæli Manitobafylkis, — hvern þátt þjóðar- brot vort getur tekið, — t. d. skrúðfylkingu (Float) eða að einhverju öðru leyti. Þess er getið að þjóðarbrot hér (Ukrainians) hefði haft minjasýn- ingu í aðalgangi þinghússins og hefði verið vel tekið. Væri ekki tiltakanlegt að við gætum gert eitthvað af slíku tagi, t. d., í október mánuði, í minningu um 95 ára landnám ísl. hér í landi. 2. Jakob Kristjánsson og Páll Hallson voru á fundi með stjórnarnefnd Gimli deildar, þar sem rætt var um möguleika til þess að varðveita graf- reit íslenzkra landnema í Nýja íslandi. 3. Á síðasta þingi var rætt um að fá samvinnu við útgefendur Lögb.-Heimskr., til þess að bæta upp að einhverju leyti fyrir það að Tímaritið hætti að koma út s. 1. ár. 4. Þá ber einnig að athuga hvort hægt sé í framtíðinni að nota aðeins íslenzkt mál fyrir þingstörf og stjónarnefndar fundi, því óðum fækkar þeim sem skilja og mæla málið. 5. Grettir Jóhannson minntist á það á síðasta þingi að þörf væri að viðhalda ýmsu því sem skeð hefir á undanförnum árum með því að setja það á „micro-film, — skjöl, og því helzta úr blöðum og tímaritum, til fróðleiks komandi kynslóðum. Skýrslan var viðtekin með þakklæti. Gimli grafreiiurinn á Gimli: Stefán Stefáns- son las skýrsluna, og þar sem þetta er mjög sögu- legt skjal, fylgir skýrslan hér aðeins ofurlítið stytt: Gimlii deildin er fáliðuð og hefir litlum efn- um á að skipa og leitar því samstarfs hjá Þjóð- ræknisfélaginu í heild. Þetta mál snertir grafreit sem sennilega hefir ekki verið notaður síðan fáum árum eftir aldamót, en mun hafa verið til á allra fyrstu landnámsárum ísl. í Nýja íslandi. Hann innifelur þrjár lóðir skammt frá norð-vestur horni Gimlibæjar, og hefir sennilega verið afmarkaður veturinn 1876-77. Er því líklegt að þar hvíli flest- ir þeir sem létust þar í bólunni og aðrir sem lét- ust þar á fyrstu árunum. Árið 1906 þegar járn- brautin var lögð, og svo aftur, árið 1934 þegar þjóðbrautin númer riíu var lögð, voru grafnar upp nokkrar grafir og leifar hinna látnu, þá lagðar í eina gröf innan reitsins. En við lagningu vatns- verks á Gimli, 1957, voru leifar greftraðar í nýrri grafreitnum. Lengi tilheyrði grafreiturinn krúnunni, en í marz, 1969 fékk Gimlibær eignarrétt á þessum lóðum og auglýsti þær til sölu, en bað um leið hvern sem væri því mótfallinn að gefa sig fram. Gáfu sig þá ýmsir fram, þar á meðal frú Lára Sigurdson og Jón Samson frá Winnipeg, og vissu sumir af Skyldmenni þeirra hefðu verði grafin þarna; einnig báðu ýmsir í Gimlideild að leggja fram mótmæli, og voru þau lögð fram við bæjar- ráðið, bæði af erindrekum deildarinnar og öðrum. Bæjarráðið tók þeim vel og sendi síðan bréf með loforði um að selja ekki lóðirnar að svo komnu. En vitanlega er það aðeins stundarfrest- ur ef ekkert meira verður gert í málinu. Sé þessi grafreitur skrásettur (registered) sem virðist sennilegt úr því hann tilheyrði krúnunni, þá má telja næst um því að hann sé sá elzti íslenzki grafreiturinn í Canada sem þannig hefir verið viðurkenndur. Einu byggðir, sem koma til sam- anburðar eru Kinmount byggðin sem varði aðeins eitt ár, 1874-5 og var ekki afmörkuð íslendingum fremur en öðrum, og Markland byggðin í Nova Scotia, sem var fámenn, byrjaði ekki verulega fyrr en 1875 en entist aðeins sex til sjö ár (1881-2). Hafi Isl. haft þar sérstaka grafreiti, sem óvíst er, er næsta ólíklegt að þeir hafi verið skrásettir; og óhugsanlegt að þeim hafi verið haldið við. Við Kinmount og Markland verður að bæta Rosseau-nýlendunni í Muskoka-héraðinu í On- tario, elztu íslenzku nýlendunni í Canada, stofn- aðri 1873. Þar er nú deild af United Church graf- reit helguð íslenzku landnemunum, en enginn grafreitur sér. Við vitum ekki hvort að hann var nokkru sinni sérstæður, eða hvort að greftranir þar byrjuðu fyrr en í Gimli-grafreit. Kunnugt er að hér og þar í Nýja íslandi finn- ast grafir frá landnámstíð og síðar á heimilisrétt- arlöndum (private farms), og sumsstaðar allmarg- ar, eins og á hirtum alkunna reit við Sandy Bar, sem er í prívat landeign, og er frægur fyrir kvæði G. J. Guttormssonar, og fyrir að þar er gröf Indíánakonunnar Betty Ramsay, sem er merkt minnismerki sem vottar tryggð Islendinga við þá sem reyndust þeim vel á landnámstíð, en ekki er útlit fyrir að sá grafreitur tilheyri ís- lendingum frekar en öðrum, þó margur landinn hvíli þar. Hinn gamli grafreitur á Gimli var aftur á móti, frá fyrstu landnámstíð afmarkaður ís- lendingum einum, og viðurkenndur, sem almenn- ur grafreitur (Public or community cemetery). Ýmsum hefir komið til hugar að þar gæti verið fallegur lítill skrúðgarður, plantaður runnum og blómum og hæfilega merktur til heiðurs land- nemunum. Hefir jafnvel komið til orða að flytja þangað landnemaminnisvarðann á Gimli. Það er álit Gimlideildar að eina aðferðin til að varðveita þennan reit til lengdar, sé að fá hann viðurkenndann sem sögustöðvar (historic site) til minningar um íslenzku landnemana og fá hann merktan á hæfilegan hátt, og honum séð fyrir viðhaldi. I því sambandi hefir hún skrifað Manitoba Centennial Commission, án svars, og einnig Provincial Archives, sem svöruðu vingjarn- lega; og hefir svo að síðustu lagt fram umsókn til National Historic Sites and Monuments Board um að veita reitnum viðurkenningu sem elzta grafreit íslendinga í Manitoba, og sennilega í Canada, og fá hann hæfilega merktann og veita honum viðhald sem sögustöðvum bundnum við landnám íslendinga í Manitoba og Canada. Nú vill Gimlideild leita til Þjóðræknisfélags- ins um aðstoð í þessu máli yfirleitt, og yrði fyrsta sporið meðmæli með fyrirtækinu við National Historic Sites and Monuments Board; væri líka ákjósanlegt að fá meðmæli frá Icelandic Cana- dian Club. En heppnist þetta ekki, hefir deildin í huga að leita víðar fyrir sér, og mundi þá einnig þurfa frekari aðstoð. Skýrslan var viðtekin og Gimlideild þakkað fyrir mikið starf í þessu máli. Dr. Beck lagði til að máli þessu verði fylgt af Þjóðræknisfélaginu og íhugað vel. G. Johannson tók í sama streng og að verði leitað styrks frá Sögumenningadeilda Ottawa og Manitoba. J. F. Kristjánsson sagði að Gimlideild ætti heiður skilið fyrir að hafa stemmt stigu fyrir því að reitur þessi yrði seldur til annara nota. Tillaga J. F. Kristjánsson (studd af Dr. Beck) að komandi stjónarnefnd sé falið að styðja og styrkja Gimlideild eftir fremsta megni. Samþykkt. Grettir Johannson kvaðst hafa rætt við Próf. H. Bessason um að taka niður á segulband, kvæði, ræður og annan fróðleik (sem fram fer á þinginu), Dr. Beck var því sammála að slíkt gæti orðið til framtíðar sögugildis. Skjalavörður, J. F. Kristjánsson hefir haft samband við Dr. Herbert, formann Manitoba Museum of Man and Nature um að fá stað þar fyrir minjagripi Þjóðræknisfélagsins. Tillaga J. F. Kristjánsson. Að þingið heimilaði væntanlegri stjórnarnefnd að gera þær ráðstafanir sem henni virðast heppilegar um að Manitoba Museutn of Man and Nature taki til varðveizlu og sýninga þá muni sem safnið getur notað, og nú eru eða kunna að koma í vörzlur félagsins. Tillagín var stutt og samþykkt. Framhald í næsta blaði.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.