Lögberg-Heimskringla - 04.11.1971, Blaðsíða 1
t
I .1 J v o » N J A S Af N I ö •
REYKJAVIK,
I . £ L A N L' .
gber g - ^emtékrtngla
Síofnað 14. jan. 1888 Slofnað 9. sept. 1886 ___
85. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 4. NÓVEMBER 1971 © NÚMER 33
Heimsfrægur tónlistarmaður
og íslenzk kona hans koma
til Winnipeg
Hinn heimsfrægi píanóleik-|
ari, Vladimir Ashkenazy, er
væntanlegur til Winnipeg á
vegum The Symphony Or-
chestra, og er áætlað að hanm
leiki með hljómsveitinni í
Centennial Concert Haill þar
í borg, llaugardaginn 13. nóv-
ember og sunnudaginn 14.
nóvember.
Ashkenazy er kvæntur ís-
lenzkri konu, Þórunni Jó-
hanmsdóttir. Hún fylgir manni
sínum úr einni heimsborg í
aðra, og hefir hann sjálfur
sagt að hann vilji hafa hana
í náinni návist við sig þegar
halnn kemur fram á sviði við
hljóðfærið. Bíður þá Þórunn
bak við tjöldin og er manni
hennar títt að skjótast til tals
við haná þegar hlé verður.
Hann segir að Þórunn hafi
næmt eyra og henni sé
smekkur á músík í blóð bor-
irm, enda kynntust þau fyrst
þegar hún tók þátt í Tchai-
i kovsky samkeppninni í
Moskvu árið 1958. Kynnin
urðu lítil í það ákipti, en Þór-
unn kom aftur til Moskvu.
Þau lentu hjá sama kennara.
Árið 1961 giftust þau þar.
Jafnan fylgja því nokkrir
erfiðleikar að rússneskir rík-
isborgarar giftist útlending-
um en Vladimir og Þórunn
fengust ekki um það þá í svip-
inn. Þórunn fékk rússneskt
vegabréf, og árið 1963 fluttu
þau til London á Englandi.
Þar átti Ashkenazy marga
vini meðal tónlistarmanna og
iþar undu ungu hjónin sér vel.
Smátt og smátt varð það lista-
manninum ljóst að hann gæti
ekki snúið aftur til föðurlands
síns eins og sakir stóðu þá.
Fyrir nærri þrem árum
fluttu þau hjón frá London
til Reykjavíkur og búa þar í
eigin húsi með þrjú börn sín.
Elztur er Vladimir Stefán, þá
Nadia Liza og Dimitri Thor.
Icelandic Canadian Club boðar
skemmfifund
Icelándic Canadian Club
býður öllum íslendingum sem
geta komið því við að sækja
fyrsta fimd vetrarins í fund-
airsal Fyrstu lútersku kirkju
á Victor St., rétt fyrir simn-
an Sargent Ave., miðviku-
dagskvöldið, 17. nóvember, kl.
8.30.
Þar verður glatt á hj alla.
Þótt í ráðum sé að halda fund
áður enn skemmtunin byrjar
ög ræða mál er kemur öllum
Íslendingum við, verður svo
spart farið með orðið að sá
fundur mun varla standa
lengur enn hálítíma, og er
öllum gestum félagsins vel-
komið að hlýða á málið.
Þá sýnir dr. Björn Jónsson
frá Swan River fagrar lit-
myndir frá íslandi. Læknir-
inn er fjörugur, skemmti-
legur og fyndinn i ræðum og
verður sýningin eflaust upp-
lífgandi og fræðandi. Hann er
fæddur, uppalinn og að miklu
leyti menntaður á íslandi og
ber því öðrum fremur skyn
á efnið. Hann ferðaðist um
allt Island í sumar sem leið
og lét myndavélina, ekki
hanga iðjulausa á herðum sér.
Svo verður rabbað yfir kaffi
áðurenn ha'ldið er heim.
Margt ungt námsfólk frá
íslandi er í Winnipeg um
þessar mundir og langar Ice-
landic Canadian Club til að
koma því í kynni við landa
sínia hér. Er vonandi að fjöl-
mennt verði á fundinum.
Dr. Richard Beck
Séra Ásgeir
Ingibergsson
fer til Alta.
S é r a Ásgeir Ingibergsson
prestur í Ashern, Manitoba,
hefur tekið kalli frá lúthersku
kirkjunni í Bawlf, Alberta.
Bawlf er um 15 mílur fyrir
austan Camrose.
Séra Ásge*i*tekur við störf-
um í nýja prestakallinu um
m i ð j a n nóvember. Síðasta
meSsan í Ashern verður 14.
nóvember kl. 10 fyrir hádegi.
Séra Ásgeir hefur verið prest-
ur í Ashem síðan í janúar
1968. Þar áður var hann prest-
ur á íslamdi (Hvammi í Döl-
um og Keflavíkurflugvelli).
Hann nam guðfræði við
guðfræðideild Háskóla íslands
og var við framhaldsnám í
Trinity Colllege, Dublin.
Hann er kvæntur írskri
konu, Janet (fædd Smiley) og
eiga þau fjögur börn, sem
heita Davíð Bergur, Ragnar
Jakob, Elísabet Ósk og Mar-
grét Unnur.
Þau hyggja gott til að
kanna nýjar slóðir í Albertá
og hefðu gaman af að kynn-
ast löndum í Edmonton, sem
er um 70 mílur frá Bawlf.
Úr blöðunum fró íslandi
Kornuppskeran lauk í sept-
ember á Hnausum í Meðal-
landi og var axið rúmlega sjö
tonn að þyngd, sem er minna
enn áður. Hefir uppskeran
náð 30 tonnum þegar bezt lét.
Gæsunum er kennt um hall-
ann í ár, því þeir gráðugu
gestir hafa verið skæðir í ökr-
unum.
Að undanförnu hefur verið
ágæt veiði í Þórisvatni og
ýmsum vötnum Veiðivatna,
en áður fyrr var ekki vitað
um fisk í þessum vötnum. Það
mun hafa verið Þóroddur
J ónsson stórkaupmaður og
Guðmundur Jónasson bif-
reiðastjóri, sem fyrstir settu
fisk í Þórisvatn fyrir 20 ár-
um og um sama leyti fluttu
þeir fisk á milli Veiðivatna.
Tóku þeir fisk úr fiskivötnum
Veiðivatna og settu í vötn,
þar sem ekki hafði orðið vart
við veiði.
Þóroddur Jónsson sagði í
samtali við Morgunblaðið að
þegar þeir settu silunginn í
Þórisvatn á sínum tíma hefðu
Dr. Beck lætur af bókfræðistarfi
Dr. Richard Beck hefir und-
anfarin 23 ár nánar tiltekið
1949-1970, að upphafs og loka-
árinu meðtöldum, átt sæti í
undirbúningsnefnd ritskrár-
innar „American Scandina-
vian Bibliography“ en nýlega
látið af því starfi, hinn eini
nefndarmanna, sem verið hef-
ir í nefndinni samfleytt frá
byrjun.
Ritskrá þessi hefir komið út
árlega í ársfjórðungsritinu
Scandinavian Siudies, mál-
gagni Félagsins til eflingar
norrænum fræðum (The So-
cieiy for ihe Advancemeni of
Scandinavian Siudies). Hefir
dr. Beck sérstaklega annúst
skráningu þeirra rita, ritgerða
og ritdóma, er fjalla um ís-
lenzk efni að fomu og nýju.
Hefir það verk útheimt ná-
kvæmni og miklum tíma, þar
sem skrásetjarinn hefir orðið
að yfirfara fjölda amerískra
og kanadískra rita árlega.
Auk framlags síns til rit-
skrárinnar, hefir dr. Beck lagt
mikinn skerf til Scandinavian
Studies á síðastliðnum 40 ár-
um með fjölda ritgerða og
ritdóma, einkum um íslenzk
efni. Nýjasta tillag hans af
því tagi var ritdómur um bók
lektors Helgu Kress: Guð-
mundur Kamban. Æskuverk
og ádeilur (Reykjavík, 1970),
er kom í vetrarhefti ritsins
fyrir yfirstandandi ár. Dr.
Beck var einnig í allmörg ár
í ritstjórn Scandinavian Siu-
dies.
Hann hefir ennfremur með
öðrum hætti komið mjög við
sögu Félagsins til eflingar
norrænum fræðum. Hann var
forseti þess þrisvar sinnum,
1940-1942, 1950-1952, og 1958-
1959, og hefir í fjöldamörg ár
flutt erindi um íslenzkar bók-
menntir á ársfundum félags-
ins, meðal annars á 40 og 50.
afmælum þess. Því miður gat
hann ekki sótt 60 ára afmælis-
fund félagsins í Chicago í
fyrra vor, en sendi bréflega
kveðju, er forseti las upp í
afmælisveizlunni, og tekið
var með miklum fögnuði.
Það lætur að líkum, að bók-
fræðistörf dr. Richard Becks
eru ekki einungis gagnleg
þeim, sem lesa t í m a r i t i ð
Scandinavian Siudies, heldur
hefir margt, af bókfræðilist-
um hans verið fellt inn í
verk annarra bókfræðinga og
fræðimanna. Sem aðstoðar
ritstjóri Scandinavian Studies
leyfi ég mér að þakka dr.
Beck hans miklu og gagnlegu
störf í þágu bókvísi og fróð-
leiks.
Haraldur Bessason.
Violet Einarson borgarstjóri
ó Gimli
Mrs. Violet Einarson náði
bæjarstjóra kosningum á
Gimli 27. október með stór-
um meirihluta yfir tvo mót-
stöðumenn, Normain Valgard-
son og Frank Cronshaw. Mrs.
Einarson hefir áður gegnt
bæjarstjóra embætti á Gimli,
en í tveim undanfömum kosn-
ingum tapaði hún fyrir Danny
Sigmundson. Hann gaf ekki
kost á sér í seinustu kosning-
um.
Sex kepptu um þrjú auð
sæti í bæjarráðinu, og tveir
þeir ekið honum þangað í
brúsum og lifðu 30 silungar
ferðina af. Hafa þeir því skil-
að góðum stofni á síðustu 20
árum.
Rauði Kross íslands hefir
safnað 440 þúsund krónum til
hjálpar Austur-Pakistain sem
Framhald á bls. 3.
'Islendingar komust að. Flest
a t k v æ ð i hlaut Laurence
Sveinsson, póststjóri bæjar-
ins, Daniel Sigmundson, son-
ur fyrrverandi borgarstjóra
náði einnig kosningu. I auka-
kosningu var Dóri Hólm kos-
inn í bæjarráðið til eins árs.
Raymond Sigurdson náði
kosningum í sveitarráðið
(Rural Municipality of Gimli).