Lögberg-Heimskringla - 04.11.1971, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 04.11.1971, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 4. NÓVEMBER 1971 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. 303 Kennedy Sireei, Winnipeg 2, Man. Prinied by WALLINGFORD PRESS LTD. Ediior Emeriius: INGIBJÖRG JÓNSSON Ediior: CAROLINE GUNNARSSON President, Johann T. Beck; Vice-President, S. Aleck Thorarinson; Secretary, Dr. L. Sigurdson, Treasurer, K. Wilhelm Johonnscn. EDITORIAL CONSULTANTS: Winnipeg: Prof. Horaldur Bessason, chairman; Dr. P. H. T. Thorlakson, Dr. Valdimor J. Eylands, Tom Oleson, Dr. Thorvaldur Johnson, Hon Philip M. Petursson. Minneopolis: Hon. Valdimar Bjorrison. Victoria, B.C.: Dr. Richard Beck. Icclond: Birgir Thorlacius, Steindor Steindorsson, Rev. Robert Jack. Subscripiion $6.00 per year — payable in advance. TELEPHONE 943-9931 "Second class mail registration number 1667" Bezt að vera einn á ferð og kanna fólkið Ef mér væri falið að reka ferðaskrifstofu skildi ég fara svo spart með upplýsingar og leiðbeiningar að ferðalangarnir hlytu að koma á áfangastaðinn alókunnugir og óviðbúnir því sem á eftir að bera fyrir þá. Þó tel ég nauðsynlegt að ráð- leggja þeim sem mest vilja hafa uppúr skemmtiferðum að leggja uppí þær einir síns liðs. Fylgifiskar geta oft orðið til þess að stýra manni framhjá ævintýrum sem sízt mega missa sig. Það er ómissandi að villaist af förnum vegi ef menn vilja komast undir yfirborðið á ókunnum stað. En aðal atriðið er að kanna fólkið, og það tekst ekki ef maður snýr aldrei af réttri leið. Ekki hefði mér orðið ljóst hvert skínandi djásn Nýja Skotland er í fylkjasambandi landsins okkar, ef ég hefði ekki hagað ferðum mínum um fylkið af handahófi. Til dæmis flaug það í hug mér fyrirvaralaust, að stíga útúr ferðabilnum á miðri leið milli Halifax og Peggy’s Cove, og labba það sem eftir var út á eyjuna. Hún er öl'l einn fannhvítur klettur með fáum og smáum grasblettum hér og þar. En ég sá að lágvaxin heimkynni eyjaskeggja höfðu haldið þar velli í stórviðrum Atlantshafsins. Ekki hefir þó grunnurinn verið grafinn í bjargið. Ég hefi ekki enn komist yfir sannleikann í þessu máli, en mér er næst að halda að hinir þreklegu menn sem urðu á vegi mínum þama úti á eyjunni hafi karlmennzku til að halda heimilum sínum við grunninn af eigin magni og þrautseigju. Hópur ungra manna var að gera við turninn á hvít- málaðri kirkju. Hún var lítil og vina'leg þar sem hún stóð, umkringd legsteinum og vafin geislum kvöldsólarinnar. Ungu mennimir gengu rösklega að verki og bölvuðu eins og sléttubændur eða íslenzkir sjómenn. Fyrirbænimar átti fugl sem heitir wood pecker og beitir goggnum til að rífa göt á tré, jafnt í fiskihjall og kirkjutum. Orðbragðið var stórtækt en góðlátlegt. Þeir heilsuðu mér glaðlega þegar ég gekk framhjá, sögðu að eyjan væri fögur í kvöld og héldu svo áfram að bæta sárin á guðshúsinu. Einu sinni villtist ég í Halifax, alveg í miðri borginni. Þá kom til mín pólití sem sagðst ekkert betra hafa að gera enn að fylgja mér hvert sem ég væri að fara. Ég hafði enga áætlun á reiðum höndum, svo hann gerðist bráðarbyrgðar leiðsögumaður, og hverjum stað sem hann sýndi mér fylgdi draugasaga, bæði skemmtileg og sennileg. Þó ég nyti aðeins augnabliks samvista við þennan mann, er hann mér ógleym- anlegur. Hann kvaðst vilja koma vestur á Sléttur ef honum entist líf og aldur til að innvinna sér fé til fararinnar, faðir hans hefði einu sinni borið gæfu til að komast alla leið vestur til Saskatchewan, óskaddaður uppá þaki á járnbraut- arvagni. Svo hefði hann unnið allt haustið í þreskingu og ferðast heim aftur kostnaðarlaust í ónáð járnbrautarinnar. Haustnæðingurinn skar innað beini á heimleiðinni, hefði faðir hans sagt honum, en hann sá landið í alllri sinni víð- áttu og dýrð, kynntist mörgum manntegundum sem hann grunaði ekki að þjóðin ætti til í eigu sinni og fékk inngrip í ýmislegt. Pólitíið kvaðst vilja haga ferðinni eitthvað líkt því sem faðir hans hafði gert ef það ætti fyrir honum að liggja að fara landkönnunar ferð um föðurlandið, og ef hann færi einu sinni af stað ætlaði hann frá hafi til hafs. — C. G. rDr. RICHARD BECK: Víðfrægur rithöfundur sjötugur Kristmann Guðmundsson, einn af víðkunnustu íslenzk- um rithöfundum samtíðarinnar, varð sjötugur 23. október í ár. Hefir það merkisafmæli þess mikilvirka skáldsagna- höfundar efalaust verið hátíðlegt haldið við verðleikum heima á ættjörðinni. Sæmir einnig vel, að þess sé að nokkru minnst hér vestan hafs. í hausthefti The Icelandic Canadian í fyrra skrifaði ég grein um Kristmann þar sem ég rakti ævi- og rithöfundar- feril hans í megindráttum, jafnframt því og ég dvaldi sér- staklega við þær skáldsögur hans, sem þýddar hafa verið á ensku, og vitnaði til hinna ágætu dóma enskra og amer- ískra gagnrýnenda um þær. Ekki verður sú ritgerð mín endurtekin hér nema að litlu leyti, því að ég veit, að margir lesendur Lögbergs- Heimskringlu eru einnig lesendur The Icelandicl Canadian. Mun ég ekki stikla á stóru í þessari grein um skáldið, og um annað fram að draga athygli lesenda að nýjustu bók hans, en það er Smiðurinn mikli. Kristmann Guðmundsson var fæddur að Þverfelli í Borgarfirði vestra 23. október 1901 (ekki 1902, eins og mis- sagt var í fyrrnefndri grein minni, og sum íslenzk bók- menntarit hafa talið). Til- breytingaríkt, fagurt og svip- mikið æskuumhverfið hafði djúpstæð áhrif á hið hrif- næma ungmenni, eins og viða speglast í bókum skáldsins. í nokkrum aðaldráttum rakti ég í grein minni sögu hinnar hörðu lífsbaráttu Kristmanns á yngri árum hans heima á Islandi, er leiddu til þess, að hann fór til Noregs að leita sér frægðar og frama, að dæmi fomskálda vorra, og vann hann þar á stuttum tíma óvenju- lega glæsilega sigra á sviði bókmenntanna með smásögum sínum og lengri skáldsögum. I mjög athyglisverðri grein „Hvernig er að vera íslenzkt skáld í Noregi?“ (Morgunblaðið 31. maí 1961) komst Krist- mann þannig að orði: „íslenzkum skáldum hefur allajafna verið vel tekið í Noregi, og var ég þar engin imdantekning. Ég kom þangað blásnauður og nær dauða en lífi af langvarandi hungri og efnaskorti, en öll þau ár, sem ég átti þar heima, skorti mig aldrei mat að eta, og flest gæði lífsins önnur féllu mér þar einnig í skaut. Þetta var mér mikilsvert, en iþó var annað betra, að mikill fjöldi manna og kvenna sýndu mér hlýleika í orði og verki og veitti mér ýmsar fyrirgreiðslur, sem ég bjóst ekki við af erlendum mönnum. Raunlar leið ekki á löngu, áður en Norðmenn hættu að vera útlendingar í mín- :im augum og hafa aldrei verið það síðan. Ég kom til þeirra ungur, samdist að siðum þeirra og hugsunarhætti án þess að bíða nokkurt tjón á minni íslenzku sál. Ég var íslend- ingur og Norðmaður í senn, og þekki nú að ég held báðar þjóðir jafnt og skil viðhorf þeirra, veraldleg sem andleg.“ í tveim fyrri bíndum sjálfsævisögu sinnar hefir Krist- mann* eins og hann víkur að í umræddri grein sinni, fjallað ítarlega um Noregsdvöl sína, en í seinni bindum ævisög- unnar sagt frá því, sem á daga hans dreif eftir að hann livarf heim til íslands (1938) fram að þeim tíma, er síðasta bindi ævisögunnar kom út 1962. Óneitarilega hafa honum oft verið sendar kaldar kveðjur síðan heim kom, bæði sem rithöfundi og persónulega, en hann hefir átt og á sinn trygga hóp vina og velunnara eigi síður en andstæðinga. Og það er honum til mikils hróss, að þrátt fyrir það kald- viðri, sem um hann hefir blásið, hefir hann ekki glatað heilbrigðri og jákvæðri lífsskoðun sinni. Ingólfur Kristjánsson rithöfundur lagði réttilega áherzlu á þetta grunvallaratriði, um leið og hann lýsti öðrum megin- þáttum í skapgerð Kristmanns, í einkar skilningsríkum rit- dómi sínum um fjórða bindi ævisögunner, ísold hin gullna (Eimreiðin, sept.-des. 1962): „Eins og í sumum fyrri bókum Kristmanns kennir mjög du'lhyggju hans og trúhneigðar í þessari bók, og virðist þetta orðinn snar þáttur í skaphöfn hans, en þessi eigin- leiki léttir honum tíðum hið mótdræga í tilverunni, svo að Framhald á bls. 5. Kristmann Guðmundsson „Það bar ekki mikið á strákakvöldinu þetta árið,“ sagði einn karl við annan núna í vikunni, en ég sat fyrir aftan þá á bussinu og heyrði á talið. Með því einu held ég opnum augunum þangað til ég kemst í vinnuna á morgnaria að beita eyrunum að því sem fólk skrafar á bussinu. Hinn karlinn varð hugsi. „Yes og jam,m,“ sagði hann svo. „Ég veit bara ekki hvar það lendir með þessa modern stráka, sem eru hvorki nógu vakandi eða smart í sér til að hafa gott af þessu eina kvöldi ársins sem þeim á að líðast allur fjandinn. Við vorum ekki að raga það, Gestur minn. Það var okkar historik ræt að hvolva öllu á hausinn þetta kvöld og við notuðum okkur það.“ „Ja, það er náttúrlega ekki hlaupið að því að finria uppá nýjum glettum, Doddi minn. Svo margt hefir glatast úr líf- inu sem gerði manni þægilegt að nota sér strákakvöldið.“ „Ain’t it the truth?“ svo maður grípi. til enskunnar,“ sagði Doddi. Manstu eftir litlu húsunum sem stóðu á bak við Stóru húsin. Allir reyndu að passa uppá þau þetta kvöld, enn þó tókst okkur að ná í þau og fara með þau eitthvað út í hvippinn og hvappinn. Svdleiðis fonn er nú búið að vera.“ „Þetta var nú sport, ekki sízt ef mann grimaði að ein hver sæti þar í mákindum við að lesa gömul blöð sem þar voru látin liggja af högulsemi húsbæridanna. Manstu eftir karlinum sem sat við embætti í skúmum sínum þegar við lóduðum hann uppá hjólbör- ur og tókum á sprett. Við gáf- um honum fjörugt ræd, skal ég segja þér.“ „Þetta var nú samt ekki fafllegt af okkur,“ sagði Doddi og hló við. „Karl greyið hefir verið á líkum aldri og við erum núna, en hann var fjandi reffilegur með gráa hárið og gula skeggið. Hann þoldi þjaskið.“ „Nú hugsa strákar ekki um annað enn að troða sig fulla af sætindum strákakvöldið. Það væri þó léttara fyrir þá að stela sér flugvél og koma henni uppá topp á þinghús- inu, heldurenn það var fyrir ökkur að draga stóran vagn uppá fjósþak -í gamla daga.“ „Jæja, strákagreyin. Það er ekki von að þeir nenni að glettast þegar sumt er orðið ómögulegt og sumt s\lo and- skoti ísí. — C. G.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.