Lögberg-Heimskringla - 04.11.1971, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 04.11.1971, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 4. NÓVEMBER 1971 5 MINNINGARORÐ: # Kristján Jonasson Þann 7. september síðastlið- inn lézt Kristján Jónasson, bóndi, við Silver Bay í Siglu- nes-sveit í Manitoba. Kristján var fæddur 10. des- ember 1912 við Silver Bay, sonur hjónanna Björns Jónas- sonar, sem lengi var sveitar- Stjóri í Siglunes-sveit, og konu hans Kristjönu Sigurgeirs- dóttur Peterson. Voru báðir foreldrarnir ættaðir úr Þing- eyjarsýslu. Kristján ólst upp í foreldra- húsum í Silver Bay og vann að bústörfum með föður sín- um þangað til hann tók við búinu sjálfur og stofnaði sitt eigið heimili ásamt konu sinni Þórdísi (Dísu) Finney árið 1953. Þeim Kristjáni og Dísu varð þriggja barna auðið, sem öll eru í skóla í Ashern. Börn þeirra eru: Alexandra Guðný María, Arnþór Björn og And- rew Kristján. Ég kynntist Kristjáni vel og heimili hans eftir að ég kom hingað til Ashern 1968. Sú kynning var mér einkar kær því að Kristján var valmenni ával'lt hægur og ljúfur í dag- fari, gildur bóndi, enda naut hainn Iþess að eiga góða konu, sem var honum mikil‘1 styrk- ur fyrr og síðar og ekki sízt í veikindum hans síðasta árið, sem hann lifði en þá var bú- stjómin að miklu leyti á hennar herðum. Kristján leitaði ekki eftir mannaforráðum í sveit sinni. Hann helgaði búskapnum og heimilinu ailla kraifta sína. Hann tók í föðurarf einhvern f'allegasta blettinn við Mani- toba-vatnið hér um slóðir, Silver Bay Beach. Þar hefur Víðfrægur rithöfundur sjötugur Framhald af bls. 4. hann eins og faðir hans á undan honum leyft mönnum að hafa sumarbústaði sína, Ashern-búum til m i k i 11 a hlunninda. Það er mikill missir fyrir sveitina og harmur fyrir eig- inkonu og böm og eftirlifandi systur (Maríu konu Jóns Sig- urdson) að missa góðan dreng á bezta aldri, 58 ára. Jarðarförain fór fram frá Grace lúthersku kirkjunni í Ashern, laugardaginn 11. sep- tember, en jarðsett var í Betel grafreitnum í Silver Bay við hlið bróður og föður og móð- ur. Vér sjáum, hvar sumar rennur með sól yfir dauðans haf og lyftir í eilífðan aldingarð því öllu, sem Drottin gaf. (Malih. Joch.) Blessuð sé minning Kristj- áns Jónassonar. Ásgeir Ingibergsson. liánn lítur lífið björtum augum þrátt fyrir allt andstreymi þess og duttlunga. Á hinn bóginn er hann raunhyggjumað- ur og skilur vel fallvaltleik alls þess sem jarðneskt er. Á einurn stað í bókinni segir hann meðal annars: „Við erum alla ævina að missa eitthvað, sem okkur er kært: ástvini, tryggðir, eigur og vonir. Líf okkar er grát- broslega duttlungafullt og grundvöllur jarðneskrar tilveru ótraustur. Svo hríðvalt hljól er vera'ldargæfan, að við vit- um aldrei að kvöldi neins dags, hvort við sjáum sólina rísa morguninn eftir. . . . Öll eigum við um sárt að binda, og vangæfu okkar verður margt að vopni. En furðulega oft er lífssteinn í sáru sverði, svo að margt það, sem okkur virðist hörmulegt, þegar það dynur yfir, verður okkur síðar til gæfu og yndisauka.“ Slík virðist lífsreynsla Kristmanns Guðmundssonar hafa orðið. Og þannig virðist hann oft hafa brugðist við hinu mótdræga í lífinu, og vangæfa hans hafi orðið honum til gæfu og yndisauka. Og um það vitnar einmitt þetta síðasta bindi ævisögu hans.“ — Af sjónarhóli 70 ára á Kristmann Guðmundsson yfir langan og óvenjulega afkastamikinn rithöfundarferil að líta, enda tók hann daginn snemma. Fyrsta bók hans Rökkursöngvar kom út 1922, er hann var rúmlega tvítugur, áður en hann fór til Noregs. Hlutu þessi æskuljóð hans vinsamlega dóma, enda báru þau vitni hreint ekki lítilli ljóðgáfu, svo að meira mátti af höfund- inum vænta, héldi hann áfram á þeirri braut. Ekki er mér kunnugt um, að Kristmann hafi fengist mikið við ljóðagerð síðan, en þau kvæði hans frá síðari árum, sem mér hafa fyrir augu borið, eru vel gerð og smekklega, með ósvikn- um ljóðrænum blæ, og efnið tekið föstum tökurn. Ekki hafði Kristmann verið nema tvö ár í Noregi, þeg- ar fyrsta bók hans kom út á norsku (ríkismáli), smásagna- safnið Islandsk Kjærlighet (íslenzkar ástir, 1926), sem bæði lýstu ríkri frásagnargáfu og frábæru valdi á norskri tungu, enda hlaut bókin mikið lof norskra gagnrýnenda. Nýlega hefi ég endurlesið hana, og eftir að hafa lagt mikla rækt við norska tungu og kennt hana (ríkismálið) áratugum sam- an, varð mér, við endurlestur þessarar fyrstu bókar Krist- manns á norsku, iþað enn ljósar en áður, hvert afrek hún er frá sjónarmiði málsins einu saman. Hinar mörgu skáld- sögur hans á norsku sem fylgdu í kjölfar þessa fyrsta smá sagnaSafnS hans, sýna það vitanlega enn betur, hve norsk tunga leiur í höndum hans. Síðan framannefnd smásagna- safn hans kom út, hefir Kristmann ritað fjölda smásagna á íslenzku, norsku og öðrum Norðurlandamálum, og hafa sumar þeirra verið þýddar á ensku og fleiri önnur tungumál. Árið 1961 kom út á vegum Alimenna bókafélágsins S í ð a n hann hvarf aftur heim til íslands 1938, hefir Kristmann skrifað fjölda skáldsagna, auk annarra rita. Að sjálfsævisögu hans, sem út kom á árunum 1959-1962, hef- ir þegar verið vikið, en hún er hið merkaista rit, svipmerkt þeirri stílfimi, sem höfundur- inn á 1 svo ríkum mæli, bregður björtu ljósi á ævin- týralegan æviferil hans, bar- áttu hans og sigursögu. Heimsbókmenntasaga hans, sem Bókaútgáfa Menningar- sjóðs í Reykjavík gaf út í tveim bindum 1955 og 1956, er gagnfróðlegt rit og læsilegt vel, og þakkarvert að sama skapi, þar sem það er fyrsta heildaryfirlit á íslenzku af því tagi. Styrktarsjóður Lögbergs- Heimskringlu In memory of my husband A u g u s t Davidson of Oak View, Man. Mrs. Gladys Davidson, Ashern, Man.........$10.00 * * * In loving memory of Slefan and Kristin Einarson Guðrun Stefanson, 245 Arlington Street, Winnipeg, Man. ..... $10.00 * * * In loving memory of Stefan and Kristin Einarson Anna Stefanson, 245 Arlington Street, Winnipeg, Man....... $5.00 * * * In loving memory of Gutt- ormur Finnbogason, Howard and íhorun A. McMillan Mrs. Aleph S. Johalnnesson, 7112-2Íth Ave., North West, Seattle, U.S.A........$15.00 Mrs. Johanna Solvason, Golden Acres., Wynyard, Sásk. V. Váldimarsson, . $7.00 Lanlgruth, Man. Mrs. Elin Sigurdson, Box 1114, $10.00 Gimli, Man O. Hjartarson, . $10.00 Steep Rock, Man. ... Gunnar Eríendsson, . $10.00 Ste. 21-694 Sherbrook St., Winnipeg 2, Man. .. I. O. Iwersen, Point Roberts, . $10.00 Wash., U.S.A S. Frank Josephson, P.O Box 117, . $25.00 Mlnneota, Minn. .... John D. Johnson, ... $5.00 Wynyard, Sask ... $5.00 Meðtekið með þakklæti, K. W. Johannson, 910 Palmerston Ave., Winnipeg 10, Man. Reykjavík úrval úr smásögum og ljóðum Kristmanns undir heitinu Völuskrín. í ritdómi um það (Heima er bezt, marz 1962) fór Steindór Steindórsson skólameistari um það safn þessum maklegu viðurkennilngarorðum: „Almenna bókafélagið hefur unnið þarft verk með því að gefa út sýnishorn af smásögum hans og ljóðum, svo að hver og einn fái þar sjálfur dæmt. Og ekki er að efa, að eftir lestur á Völuskríni verður sá dómur Kristmamni í vil. Smásögur hans eru margar hinar ágætustu, þær leita ef til vill ekki langt til fanga, en klappa undurþýtt á vangann eins og stökurnar íslenzku. Flestar fjalla þær um ástir karls og konu í einhverri mynd, en dulúð og dulskynjanir liggja að baki margra þeirra, og þar finnst mér höfundur oft ná sér allra bezt. Þær sögur eru í senn draumfagrar og kynngi- magnaðar, fylltar ljúfum seið eða uggvekjandi hrolli þjóð- trúarinnar. Æskuljóð Kristmanns sýna, að vel hefði hann orðið hlutgegnur á sviði ljóðagerðar, ef hann hefði iðkað þá list en ekki kann ég að meta rímlausu ljóðin, þótt vel megi vera að þau séu góð.“ Krisltmann hóf ritun hinna lengri skáldsagna sinna með Brodekjolen (Brúðarkjóllinn, 1927), og eru lofsamlegir dóm- ar norskra gagnrýnenda ærin sönnun þess, hve vel var þar úr hlaði farið í skáldsagnagerðmni. Má hið sama segja um hinar níu skáldsögur hans á norsku, sem komu út á næsta áratug; þær fengu mjög góða dóma og var eigi síður vel tekið af norskum lesendum, enda var Kristmann einn af vinsælustu rithöfundum í Noregi á þeim árum. Þessar skáld- sögur hans hafa verið þýddar á íslenzu af höfimdinum sjálf- um eða öðrum. Allar eru sögur þessar taldar upp, og sumar þeirra teknar til nokkurrar athugunar, í grein minni í The Icelandic Canadian, og læt ég nægja að vísa þangað, rúms- ins vegna. Af skáldritum Kristmanns síðan heim kom, ber hæst skáldsöguna Þ o k a n rauða (I-II, 1950-1952) og bókina Smiðurinn mikli, seinasta rit hans fram að þessu, er út kom síðastliðið haust. Þokan rauða gerist aðallega á íslandi í fornöld, þar sem írskir og norrænir trúar- og menningarstraumar f a 11 a í einn farveg. Aðalpersóna sög- unnar og persónugervingur samruna þeirra strauma er ísarr Dagsson, en hann er írskur í móðurkyn, sonur völvunnar Kaðlínu, en nor- rænn í föðurætt. Hámark sög- unnar er það, er ísarri, sem er í innsta eðli sínu drauma- maður og skáld, birtist í sýn efni hins stórbrotna forn- kvæðis Völuspár. Er lýsing höfundar úr þeirri sýn aillt í senn: skáldleg, fögur og áhrifa- mikil. En um þessa viðamiklu skáldsögu má segja í heild, að djúpt innsæi höfundar og lifandi og litaríkur stíll hans njóta sín þar ágætlega. Og sannarlega ætti hún það skil- ið að vera þýdd á erlend tungumál, því að sá boðskap- ur, sem hún hefir að flytja, á erindi til hugsandi manna, hvar sem er. Sveinn Sigurðs- son ritstjóri hitti ágæt'lega í mark, er hann fór eftirfar- andi orðum um 2. bindi Þok- unnar rauðu (Eimreiðin, apríl- júhí 1953): „Sagan er táknræn um ei- lífa leit mannsandans að æðstu gæðum, og í henni birt- ist mikil fegurðardýrkun og þroskaþrá. Hún sýnir söguöld vora í ljóma mikils mann- dóms og mikillar ævintýra- birtu.“ Smiðurinn mikli (Endur- sögn í skáldsöguformi) var eigi kominn í mínar hendur, þegar grein mín um Krist* mann í The Icelandic Cana- dian var rituð; gat ég«því einungis sagt frá því, að þessi Framhald á bls. 7.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.