Lögberg-Heimskringla - 04.11.1971, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 4. NÓVEMBER 1971
GUÐRÚN FRÁ LUNDI:
SViÐUR SÁRT
BRENNDUM
Skáldsaga
Kalla hafði setið þögul all'a leiðina frá Brúsa-
stöðum. Henni fannst hún vera að koma heim
fyrir fullt og allt. Það hlyti að vera gaman að
setjast aftur að í Mýrakoti, yfirgefa skvaldrið í
höfuðborginni um stund og láta þreytuna og leið-
indin líða frá sér í faðmi gamla dalsins. Hún var
næstum orðin þess fullViss, að hún ætti eftir að
búa hérna. Svo fór hún að líta í kringum sig og
virða fyrir sér æskustöðvarnar. Náttúrlega hafði
margt breytzt á þessum árum síðan þau fluttu
burtu. Túnin höfðu stækkað mikið, og á sumum
bæjunum voru komin upp lítil og lágkúruleg
steinhús í stað gömlu torfbæjanna með mörgu og
háu burstunum. Samt stóð hann ennþá gamli og
hlýi torfbærinn í Mýrakoti. En hann hafði samt
látið talsvert á sjá að utain, og sennilega að innan
líka. Það hefði verið gaman að því, að mega hafa
þar viðdvöl og líta inn í gamla bæinn. En þess var
enginn tími í þetta sinn. Brautin lá rétt fyrir neð-
an túnið og inn eyrarnar upp með ánni. Þar var
komin brú yfir ána, svo að hún var ekki lengur
farartálmi. Það var því óþarfi fyrir montrassana
á Dailsá að vera að leika sér að því að sundríða
ána. Og fyrir hugskotssjónum hennar rann upp
myndin af Bimi á Skjóna, þegar hann lagði forð-
um út í ófæra ána. En hún vildi ekki minnast
þessa atviks, en samt sótti það á hana og þrengdi
sér inn í endurminningar hennar. Og svo rann
upp hver endurminningin eftir aðra.
„Nú þyrftum við ekki að vaða ána, þó að kým-
ar færu yfirum“, kallaði Hanna til systur sinnar,
sem sat á milli foreldra sinna í aftursætinu.
„Ég er viss um, að ég á eftir að búa héma í
Mýrakoti", sagði Kalla. „Það hefur svo oft borið
við í draumum mínum, að mér hefur fundizt ég
eiga þar heima“.
„Það væri þó ekki óskemmtilegt fyrir þig að
búa í öðm eins nágrenni“, sagði Jóel. „Þeir hafa
svo sem reynt að myndast við að stækka túnið
talsvert hjá sér, skammirnar, en ekki hafa þeir
þó byggt upp bæinn, enda eru þeir leiguliðar“.
„Það er búið að byggja steinhús á öllum bæj-
unum, nema þessum tveim yztu, síðan við fórum“,
sagði Villi.
Kalla hallaði sér fram að vanga bróður síns,
svo að hann heyrði til hennar.
„Ég var einmitt að segja pabba, að mér fynd-
ist ég eiga eftir að búa 1 Mýrakoti. Mig dreymir
það svo oft. Heldurðu, að þú kaupir ekki kotið,
Villi minn, þegar þú ert orðinn ríkur, og byggir
mér það svo?“
„Það er svo sem ekki ólíklegt, að ég geri það,
þegar peningamir em orðnir það miklir að þeir
komist ekki fyrir í bönkunum11, svaraði hann. „En
hvað á svona pipafólk eins og við að gera með
jörð“, bætti hann við og hló.
„Byggja hana upp og búa þar að sumrinu“,
greip Hanna fram í.
„Þú gætir víst ekki yfirgefið höfuðstaðinn í
nokkrar vikur og verið í sveitinni“, sagði Jóel.
„Jú, mér gæti þótt gaman að því, ef tíðin
væri góð“, sagði Hanna.
Þegar kom að Brekkum vom flestir íbúar
dalsins þar samankomnir og margir kunningjar
neðan úr sveitinni.
Mýrakotsfjölskyldan heilsaði gömlu kunningj-
unum brosandi. En hjónin á Dalsó og Gísli hurfu
inn í bæjardymar, svo að þeim yrði ekki heilsað.
Köllu fannst það ágætt.
Bráðlega kom þó ísak gamli út aftur. Hann
trítlaði lítill og lotinn á milli gestanaa, kímdi og
hló framan í þá flesta og sagði eitthvað, sem
honum sjálfum faxmst fyndið.
„Það lítur út fyrir að fólk ætli að fjölmenna
hingað í dag“, sagði hann við ekkjuna. „Þar sem
Reykvíkingarnir sýna það lítillæti að koma hing-
að, þó að þeir hinir sömu vilji gjarnan skafa það
burt úr ævisögu sinni, að þeir hafi nokkum tíma
búið í sveit“.
„Það em víst engir hér, sem vilja gleyma kynn-
um sínum við Magnús heitinn“, sagði ekkjan. „Eða
hvað væm þeir þá að koma allla leið hingað? Veri
þeir allir hjartanlega vel)komnir“.
Þá labbaði karlinn til annarra kvenna, heilsaði
þeim vingjarnlega. Það voru húsmæðumar á
fremstu bæjunum í dalnum, þær Sæunn í Selja-
teigum og Margrét á Urðum.
„Finnst ykkur það vera nokkur uppfærsla á
Mýrakotsslektinu fyrrverandi11, sagði hann við
Sæunni. Hún var stór kona og skömleg í orði.
„Varla hefur Jóel skepnan gengið í frakka, þegar
hann var í Mýrakoti, og kerlingin hans í kápu.
Að maður minnist nú ekki á systumar. Þar sáust
þær aldrei öðmvísi en á buxum þetta ár, sem ég
var í nágrenni við það“.
„Varla hefðu þær farið að jarðarför í buxum“,
anzaði Sæunn. „Þetta hefur alltaf verið myndar-
fjölskylda, og ekki hefur henni farið aftur við
það að flytjast til Reykjavikur, þó að þannig hafi
orðið um suma. Það er mikill munur að sjá þess-
ar systur eða stelpuvesalinginn hana Möggu, sem
var einu sinni á Dalsá. Þvílíkt gægsni, sem mann-
eskjan er orðin. Aldeilis eins og undin tuska,
enda hvað hún alltaf vera að slarka hálffull með
einhverjum, sem vill hana. Ég sé að foreldrar
hennar em hér í dag, en hana hef ég ekki séð“.
„Ég get nú hugsað mér að þær Mýrakotssystur
séu nú talsvert brokkgengar líka“, sagði ísak.
„Heyrst hefur að Kalla eigi krakka, sem alltaf sé
falinn, ef gest héðan úr dalnum ber að garði hjá
þeim. Svo að ekki er hún alveg hreinlíf, drósin“.
„Ja, skárri er það nú ósvífnin", sagði Margrét
á Urðum. „Það er víst enginn sannlekur í því, að
bamið sé falið fyrir gestum. Ég hef komið þangað
tvisvar síðan hún fæddist. Þetta er mesta myndar-
barn“.
„Það er líka auðséð á útlitinu á Köllu, að hún
lifir ekki í sukki og svalli“, sagði Sæunn. „Það
var eins og hvert annað auðnuleysið fyrir honum
syni þínum að geta ekki fengið hana fyrir ævi-
félaga“.
„Ég hef heyrt, að krakkinn væri óféðraður.
Líklega hefur það verið svo, að Björn minn hafi
ekki kært sig um að affia upp annarra manna
króga“, sagði ísak og glotti þó nokkuð kindarlega.
„Ja, hvað er nú að heyra“, sagði Sæunn. „Mér
sýnist blessað bamið sýna það, að hún sé Björns-
dóttir hvað svo sem kirkjubækumar segja. Þær
hef ég ekki athugað, þó að þú hafir sjálfsagt gert
það. Ég hef heyrt að hún vilji ekki skrifa litlu
stúlkuna dóttur hans vegna þess, hversu and-
styggilega hann reyndist henini. Og nú hvað hann
vera farinn að þvælast með Möggu greyinu frá
Dalsá, þesSari endemis draslu. Þvílíkir garmar,
sem sumir karlmenn geta anhars verið“.
„Það er líklega eitt af sönnu sögunum, að
Björn sitji til borðs með svoleiðis drósum og
Möggu“, sagði fsak gamli móðgaður.
í sömu andrá rann bíll heim í hlaðið. Þetta
var rauður bíll með gulu þaki, og út úr honum
stigu þeir Björn ísaksson og Óli frá Dalsá, og
Magga systir hans var í fylgd með þeim.
„Þarna sýnist mér hann nú koma með hana“,
sagði Sæunn hróðug.
ísak gamh varð lúpulegur á svipinn, en gekk
þó að bílnum til þess að heilsa up á son sinn og
föranauta hans. Ljótunn móðir Björns kom líka
úr annarri átt. Hún var talsvert háleit, og að því
er virtist merkileg á svipinn, og gaf manni sínum
lítilsvirðingarhornauga, eins og til þess að undir-
strika fyrirmennsku sína.
„Þú skemmtir Sæunni vel, sýnist mér“, sagði
Ljótunn í hálfum hljóðum við eiginmanninn.
„Ég læt nú ekki svoleiðis skepnur eiga hjá
mér“, svaraði hann drýldinn.
Björn var langorður við foreldra sína og Gísla
bróður sinn. Hann teygði höfuðið út um niður-
dregna bílrúðuna og lét móðann mása. Svo opn-
aði hann hurðina á bílnum og vatt sér út á þann
hátt, að allir gætu séð hver virðingamaður vteri
þar kominn. Hann heilsaði sveitungum sínum með
yfirlæti og var allur hinn gleiðgosalegasti. Eftir
það hvarf hann af sjónarsviðinu og sást ekki
meðan setið var að erfidrykkjunni inn í stofunni.
ísak gamli tróð sér upp að hlið prestsins, auð-
sjáanlega í einhverjum sérstökum tilgangi. Hefur
sennilega fundizt, að fyrirmenn ættu að sitja sam-
an. Og enda þótt presturinn sæti í talsverðri fjar-
lægð frá honum, var ekki nema sjálfsagt að
minnka bilið á milli þeirra. En synir Dalsárbónd-
ans vom hvergi sjáanlegir þá stundiina.
Þegar ísak gamli hafði allra virðulegast tekið
sér sæti í nálægð prestsins, hóf hann umræður
við þann drottins útvalda þjón.
„Það verður örstutt yndisstund, sem ég fæ að
hafa son minn heima hjá mér. Hann er sem sé
aftur á förum ti'l útlanda“ .
„Ég hef heyrt að hann hafi lítið verið heima
hjá yður þennan tíma, sem hann er búinn að vera
hérlendis“, sagði presturinn niður í kaffibollann.
„Ójá, hann hefur dvahð þar allt of sjaldan og
allt of stutt nú í seinni tíð“, sagði Isak í hátíðleg-
um tón með sunnudagasvip. „Hann er vonsviikinn
og niðurbrotinn maður og eyrir hvergi að vera.
Hann kom til þess að setjast að heima á ættjörð-
inni. En það er eins og fyrr. Vinirnir eru gleymd-
ir. Emkanlega er hægt að segja það um konurnar.
Þær hafa valdið mörgum vonbrigðum og jafnvel
aldurtila. Annars þyrfti ég að tala við yður, prest-
ur góður. Hér er um mjög langt alvörumál að
ræða“.
„Já, við verðum að láta það bíða betri tíma.
Hér verðum við að hafa hraðann á að hressa okk-
ur á kaffinu, og komast svo af stað. Dagurinn er
orðinn stuttur um þetta leyti árs“, sagði prestur-
inn, sárfeginn að losna við vaðalinn úr karlgairm-
inum.
Hanna var svo nærri að hún heyrði samtalið
á milli prestsins og Dalsárbóndans. Hún hnippti
í Köllu og sagði í hvíslandi málróm:
„Hann ætlar að biðja prestinn að tala við þig,
Kalla. Vertu viðbúin“.
Katrín sendi þessari fljótráðu og orðhvötu
dóttur sinni aðvarandi augnaráð, svo að hún kaf-
roðnaði og steinþagnaði á stundinni.
Þegar kaffidrykkjunni var lökið, var l'íkkist-
an borin út á hlaðið, því að veðrið var stillt og
gott. Þar var húskveðjan flutt og síðan var simg-
inn sálmur á eftir, að ósk gömlu konimnar, móður
framhðna mannsins. Gaml'a konan var orðin svo
hrum, að hún treysti sér ekki að sitja í bíl ofan
að Brúsastöðum. Eftir það var kistan látin upp á
pallinn á bílnum og gestirnir settust inn í bílana,
sem biðu þeirra. Nú var ekki lengur farið gang-
andi eða ríðandi til kirkju þar í dalnum eins og
áður.
Katrín og dætur hennar gengu inn í stofuna
til þess að kveðja gömlu nágranna konuna. En
hún óskaði þess, að vera komin inn í rúmið sitt,
fyrst hún gæti ekki orðið syni sínum samferða.
KalTa leiddi hana inn í baðstofuna og kom henni
í rúmið. Hanna beið frammi á meðan. Þegar þær
komu út úr dyrunum, stóð Bjöm ísaksson og Gísli
bróðir hans þar og biðu þeirra með fjóra hnaikk-
hesta.
Bjöm heilsaði þeim systrunum brosandi og
bætti við í léttum tón:
„Hér emm við bræðumir komnir með þessa
úrvals gæðinga handa ykkur sytmnum. Ég vonia,
að þið séuð ekki búnar að gleyma því, hvemig á
að sitja hest. Látið þið svo gamla fólkið halda
sína leið í bílunum. Þeir em réttu farartækin
handa því“.
„Við komum hingað til að vera við jarðarför
en ekki kappreiðar“, sagði Hanna.
„Svona, ekkert múður, bara að setjast á bak.
Hvað gerir til, þó að mesti glansinn fari af l'akk-
skónum og nokkur lykkjuföll komi á sokkana.
Ánægjan bætir það alTt“, sagði Bjöm riddaralega.
Þá kom Villi bróðir þeirra aðvífan<Ji.
„Við erum farin að bíða eftir ykkur“, sagði
hann.