Lögberg-Heimskringla - 28.09.1972, Side 6

Lögberg-Heimskringla - 28.09.1972, Side 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 28. SEPTEMBER 1972 Litli - Hvammur Eftir EINAR HJÖRLEIFSSON „Það gerðist ekki fyr en hann var farin í gær. En hann fer samt áreiðanlega nærri um það, því að Sigurgeir sagði honum, hvað sér byggi í brjósti, áður en hann fór“. „Og samt sækir hann þetta svona fast! Því hann sækir það fast. Þú veizt ekki, hvað hann sækir það fast. Hann ætlar að setja okkur á sveit- ina, Veiga, ef þú lætur ekki undan honum. Hann hefir tangarhald á öllu, sem til er í Holti — jörð- inni, peningunum — öllu saman. Hann ætlar að taka það alt. Þú skilur það — hann ætlar að setja móður þína á sveitina og börnin og alt. Hann hef- ur hótað því, og eg veit, hann stendur við það. Eg veit ekki, til hvers eg er að segja þér þetta. Það er líklegast synd af mér að vera að því. Ekki getur • þú neitt við því gert. Mér dettur svo sem ekki í hug að fara neitt að reyna að neyða þig — allra sízt þegar svona stendur á fyrir þér. En það gerir minst til, þó að eg segi það nú — þú fengir víst að vita það innan skams, hvort sem væri. Það liggur víst ekki í láginni, þegar við förum á sveit- ina. Það leynir sér víst ekki, þegar farið verður að flytja hana móður þína í eitthvert kotið á kviktriám — eða hvernig sem þeir nú flytja hana — eg veit ekki, hvernig þeir fara að því að flytja hana“. Solveig glápti eins og agndofa á föðiu: sinn, meðan hann lét dæluna ganga. Fyrst gat hún ekki gert sér grein fyrir því, sem hann var að segja. Hún hafði haft eitthvert veður af skuldaskiftum milli þeirra Sveinbjarnar, en hún hafði enga hug- mynd um, hvemig viðskiftum þeirra var í raun og veru farið. Svo þegar faðir hennar fór að tala um kviktrén og flutninginn á móður hennar, var eins og augu hennar lyktust upp á einu auga- bragði. Henni var, sem hún sæi þann atburð ger- ast fyrir augum sér, og hann skygði á alt annað. Slík eymd og óhæfa mátti ekki við bera, hvað sem það svo kostaði. „Skilst mér það rétt, pabbi“, sagði Solveig svo stillilega, að hún var steinhissa á því sjálf — „skilst mér það rétt, pabbi, að engin önnur úrræði séu til að forða ykkur frá sveit en þau, að eg eigi Sveinbjörn?“ „Því er miður; eg sé ekkert ráð, Veiga mín. Eg veit það, eins og eg veit að eg sit hérna, að Sveinbjöm gengur eftir sínu. Eg veit engan, sem eg gæti þá leitað til — þú skilur það, eg hefði þá enga tryggingu að bjóða nokkurum manni, af því að eg væri öreigi. Og þegar eg væri staddur á hjarninu alLslaus, þá gæti eg ekki unhið fyrir móður þinni og þeim fimm bömunum, sem eru í ómegð. Eg er orðinn hálfgert skar, Veiga. Eg vinn það, sem eg get; en eg er orðinn ósköp ónýtur. Þú trúir því ekki, hvað eg finn til þess, að vera orðinn ónýtur. Hugsaðu þér að verða eftir af hinum pilt- unum — af því eg er orðinn svo mæðinn —lengst niðri í mýri — og vera þó með mjórri spildu en þeir. Eg fengi ekki nærri því full daglaim hjá öðmm. Fyrir nokkurum ámm hefði eg ekki getað skilið það né trúað því, að eg yrði nokkum tíma svona ónýtur. Og hvað er það þó í samanburði við að fara á hreppinn — guð minn góður — að hugsa sér að fara á sveitina!“ „Vertu ókvíðinn, pabbi“, sagði Solveig. „Þú ferð ekki á sveitina. Eg skal taka Sveinbimi. Þá lagast þetta alt saman; — er það ekki víst, að þá lagast þetta alt saman?" „Nei — er þér alvara, Veiga? Guð launi þér þetta, blessað barnið mitt. — Jú, þá lagast þetta alt saman. — En í guðs bænum, láttu ekki hana móður þína skilja á þér, að eg hafi reynt að neyða þig. Eg hefi ekki reynt það — hefi eg? Segðu henni. að þú gerir það af frjálsum vilja. Þú gerir það af frjálsum vilja — gerirðu ekki? Þú gerir það til þess að hjálpa foreldrunum þínum og systkinum þínum — en þú gerir það af frjálsum vilja — gerirðu ekki?“ „Eg geri það að minsta kosti, hvað frjáls sem viljinn er nú“, sagði Solveig nokkuð óþolinmóð- lega. .En þú mátt vera óhræddur um það, pabbi, að þér verður aldrei kent um það“, bætti hún svo við. Ólaf grunaði, að dóttir sín mundi helzt vilja jafna sig á þessu í einrúmi, enda hafði hann ekk- ert meira að segja. Svo hann fór út úr stofunni. Hann fann Sigurgeir úti fyrir og fór að rabba við hann um hitt og þetta. Hvorugur þeirra mintist einu orði á erindi hans. Soiveig sat kyr á stólnum, krosslagði handlegg- ina á borðinu, grúfði andlitið niður í þá og stundi hátt. Grátið gat hún ekki og hugsað gat hún ekki. Sorgin lagðist um stund eins og kolsvört þoka yfir hug hennar og hún gat ekki áttað sig þar. Svo fór að rofa til eins og fyrir hvassviðri. Svona var þá komið — og þetta átti að verða endirinn á öllum hennar æskudraumum. Hann Sveinbjörn átti að verða maðurinn hennar! Hvað það var viðbjóðslegt — óútmálanlega andstyggi- legt! Hún fór að hugsa um sögum af mönnum, sem höfðu orðið að samrekkja huldufólki með óvið- ráðanlega óbeit í sál sinni og líkama. — Var hún heilluð af óvættum? Eins og það væri ekki betra að vera heilluð af álfum inn í hóla og kletta, og geta falið þar sorg sína og andstygð og svífirðing fyrir augum mannanna, heldur en að dragast með það alt í sólarljósi mannheima með Sigurgeir við hliðina á sér! Svo kyrði ofurlítið. Hafði hún ekki sjálf valið þennan kostinn? Átti hún þá ekki að reyna að standa við sinn eigin úrskurð með stillingu, hug- prýði og þolinmæði? Jú, hún hafði valið — valið eins og ofsótt dýr, sem komið er fram á hamrasnös og á kost á því tvennu: að steypa sér fram af hengifluginu eða láta drepa sig uppi á hömrunum. Eins og um nokkuð væri að velja, þegar átti að setja foreldra hennar á sveitina, rífa börnin frá móður hennar í rúminu, þeyta þeim út í svistinn og bastinn og ef til vildi hrekja hana sjálfa frá manni sínum og hola henni niður sem hreppsómaga í fletið móti baðstofudyrum hjá einhverjum ræflinum, sem vildi taka hana fyrir minst meðlag. Eins og það væri nokkurt viðlit að lifa með það á samvizk- unni, að hafa getað afstýrt öðrum eins ósköpum og hafa ekki gert það! En ef þetta var óhjákvæmilegt *til þess að bjarga foreldrum hennar og systkinum, var það þá ekki guðs vilji, að hún gerði það? Átti hún ekki að beygja sig imdir guðs vilja — ekki á þann hátt, sem hún gerði, með vonzku og ofsa, heldur með auðmýkt og undirgefni? Vitaskuld var þetta hart, en hans vegir voru órannsakanlegir. Efinn greip nú sál hennar í fyrsta sinn með heljarklóm sínum, kreisti hana, nísti og tætti hana sundur, eins og mögnuðustu draugamir gera, þeg- ar þeir ná í varnarlausar mannskepnurnar í nátt- myrkrinu. Guðs vegir voru ekki betri fyrir það, þó að þeir væru órannsakanlegir. Það, sem var Ijótt og andstyggilegt og níðingslegt, varð ekki gott, þó að eitthvað gott kynni að geta af því hlotist — einhvern tíma. Það var guðs að sjá um, að níð- ingsverkin væru ekki unnin. Hann gat ekki þurft neitt á þeim að halda, og það voru engin útlát fyrir hann, almáttugan guð, að afstýra þeim. Hún, sem var ekki annað en syndug manneskja, mundi afstýra hverju níðingsverki, sem hún ætti kost á. Og svo gjörir almáttugur guð það ekki — hann, sem jafnframt er algóður! Var nokkurt vit í þess- ari kenningu? Nei, annaðhvort var guð ekki al- máttugur, eða hann var ekki algóður — beinlínis vondur — eða hann var ekki til. Hún hafði veður af því, að hugsunin væri voða- leg. Hún var þá annaðhvort í höndunum á vondu valdi, eða hraktist fyrir einhverju, sem hvorki var gott né vont — ekkert annað en afl — eins og reiðalaus og stýrislaust skipsflak í stórsjó. En henni fanst einhver fiðrun í voðanum. Hann stælti mótstóðuaflið og dró hugann burt frá andstyggð- inni. Og hún sagði sér það hvað eftir annað — eins og móðir hennar hafði haft það upp fyrir henni hvað eftir annað, sem hún með engu móti mátti gleyma, þegar hún var lítil —: annaðhvort er guð vondur, eða hann er ekki til. En Sveinbjörn var tll —því miður — og hún átti að verða konan hans. Nú fór hún að svala sér á honum í huganum. Hún fór aftur að hugsa um dýrið á klettanösinni. Hraust dýr búast til hefnda, þegar ekki verður undankomu auðið. Skyldi hún ekki geta látið hann iðrast þess ama? Hvað hún skyldi kvelja hann! Hvað hún skyldi eitra fyrir honum napurt í annarra viðurvist, hve nær sem hún kæmist höndunum undir! Hvað hún skyldi hella yfir hann miklu af brigzlyrðum, þegar þau væru tvö ein saman! Hvað það skyldi vera henni mikill fögnuður að lúta niður að honum á bana- stund hans og orga inn í eyrað á honum, að hann væri níðingur. Hurðinni var lokið upp og Sigurgeir kom inn í stofuna. Solveig sat þá upprétt við borðið móti glugganum, lagði handleggina fram á það og krepti hnefana. ' Sigurgeir gekk inn fyrir borðið og leit á hana. Henni var mjög brugðið. Andlitið hálfgrátt og kinnarnar sýndust rýrari en þær áttu vanda til. Hún einblíndi út í gluggann. Hann hafði aldrei séð hana neitt líka þessu, og það datt ofan yfir hann. „Solveig“, sagði hann heldur lágt, en með önd- ina í hálsinum. Hún leit ekki við, sat grakyr eins og áður. „Solveig, Solveig — hvað gengur að þér? Er þér ilt“? sagði hann nokkuru hærra og tók utan um aðra höndina á henni. Hún hrökk við og kipti að sér hendinmi. Hann laut niður að henni og ætlaði að kyssa hana. Hún ýtti honum frá sér og sagði: „Þú mátt ekki snerta mig“. Það var ekki þykja í röddinni og ekki heldur minsta blíða — ekkert nema bláköld alvara. Sigurgeir þótti atferli hennar æ undarlegra og óskiljanlegra. Var hún fárveik eða var hún orðin brjáluð? Hvers vegna má eg það ekki?“ spurði hann vandræðalega. Hún þagði við nokkura stund, og sagði svo: „Af því eg á ekki að verða konan þín, heldur stjúpa þín“. Sama þykkjuleysið í röddinni, sama blíðuleys- ið, sama alvaran. Og ekki leit hún við enn, heldur einblíndi út í gluggann. Honum varð orðfall. Hann fann, að þetta var satt, og að hvorki var óráð á henni né hún vitstola. Gremj&n, sem hafði verið að brjótast í hug hans um daginn, varð á svipstundu að hamslausri reiði, og reiðin gaf honum ekkert svigrúm til að átta sig, gera sér grein fyrir hrellingunni, sem annars var svo auðsæ á Solveigu sjálfri. Efasemdimar, sem hann hafði verið að kvelja sig með morgun- inn áður, risu nú upp í huga hans, margfalt sterk- ari, urðu á augabragði að sannfæring. Hann þótt- ist skilja, hvers vegna Solveig hefði séð sig um hönd. Hún hafði auðvitað tafarlaust farið að sjá eftir að hafa lofást honum, og þess vegna verið svona drumbsleg, áður en faðir hennar kom. Svo hafði faðir hennar rekið smiðshöggið á iðrun hennar. Honum þótti verst, að hann gat ekki kom- ið orðum að því nógu napurt, særandi, og varð að sætta sig við að segja háðslega: „Já, faðir minn er auðvitað efnaðri en eg“. Framhald í næsta blaði.

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.