Lögberg-Heimskringla - 07.12.1972, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 07.12.1972, Blaðsíða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. DESEMBER 1972 3 Læknirinn í Riverton—Steinn Ólafur Thompson • Business and Professional Cards • Nú er 2. nóvember og fimmtudagur. í gær var ég á Hvammstanga og setti bréf til ykkar í póst. Um leið fékk ég nokkur eintök af Lögberg- Heimskringlu, sem ég þakka veP fyrir. í einu blaðinu, dagsett 14. september las ég um lát dr. Thompsons frá Riverton. Það er þess vegna að ég tek nú aftur upp penna, til að votta konu hans, fjölskyldu og norðurbyggð Nýja íslands samúð mína. Ég kynntist dr. Thompson nokkrum dögum eftir að ég tók v i ð Árborg-Riverton prestakalli haustið 1953. Eftir það ræddum við oft saman, stundum aleinir heima hjá honum, við kaffiborð á Sandy Bar, stundum í samkvæmum í Riverton eða annarsstaðar. Við urðum með tímanum vinir. Saga Kanada er löng og merkileg, og saga manna og kvenna af íslenzkum ætt- um-hefir sett sinn svip á þetta stóra og mikla land, en eng- inn betur en hinn fórnfúsi og gáfaði læknir, Steinn Ólafur Thompson. Þegar Steinn (Ólafur kom fyrst til Riverton, nýútskrif- aður læknir, vorið 1923, og bað um gistingu á Riverton hótelinu, gékk sá orðrómur m e ð a 1 þeirra sem ekkert þekktu til hans, að hér væri leynilögreglumaður á ferð. Hann var sú týpa, orðvar, gætinn í framkomu, og með framúrskarandi björt og at- hugul augu. Hann reyndist um langan aldur „leynilög- reglumaður“ í öðrum skiln- ingi. Hann gætti heilsufars allra á stóru svæði, og undir kringumstæðum sem enginn læknir nú á dögum mundi láta bjóða sér. Dr. Thompson neitaði aldrei að fara til hinna þjáðu. Oft þegar frost var 30 til 40 gráður fyrir neðan zero, ferðaðist hann á sleða, sem hundar gengu fyrir, stundum í vagni, þegar snjó tók af jörðu, notaði hvaða farartæki sem bauðst. Hann talaði kjark í vonlausa menn og læknaði þá, gaf óteljandi mönnum nýja von og nýjar óskir. Starf Steins læknis snerti fólk af öllum stéttum, með gjörólíkum starfshæfileikum og lífsmöguleikum — fiski- menn, bændur, veiðimenn langt norður af Riverton, Indíána. öll þessi ár beið hans heima hinn góði engill hans, eiginkonan, frú Thordís. Henni kvæntist hann stuttu eftir að hann gerðist læknir í Riverton. Hún kunni vel að bægja áhyggjum frá manni sínum, og hlaða um hann varnarvegg ástar og um- hyggju, sem allur mótblástur og allt andstreymi lífsins brotnaði á. Al'ltaf var gott áð Efiir ROBERT JACK heimsækja þau og fjölskyldu jeirra. Steinn Thompson var mað- ur sem játaði ekki fúslega trú sína í orðum. Hann sýndi rana í verkinu, í miskunn og íærleika til annarra. Þar sem fátækt ríkti gaf hann læknis- hjálp sína og meðul endur- gjaldslaust. Ég veit þess líka mörg dæmi að læknirinn gaf fátækum fé úr eigin vasa svo þeir kæmust á sjúkrahús í Winnipeg til frekari rann- sókna. I bók sinni, “Taking Root in Canada,” hefir Gus Roma- niuk lýst dr. Thompson sem “knight in shining armour.” Hann var það, ekki einungis sem læknir, heldur einnig sem stjórnmálamaður. Þau ár, sem hann sat í Manitoba fylkis- þinginu, barðist hann eins og hetja fyrir betra vegakerfi í norður Nýja íslandi, fyrir raf- magnsleiðslu, og betri lífsaf- komu yfirleitt. Með seiglunni varð honum furðu mikið á- gengt, og á lífstíð sinni naut hann þess að finna og vita að það sem hann vann fyrir fólk sitt, hérað og fylki var metið til fulls. Steinn læknir var gæfumað- ur og hugsjónamaður, sem dirfðist að koma hugsjónum sínum í verk. Ég álít að með fráfalli þessa góða drengs hafi Riverton og allt Kanada orðið fátækara en áður. Heimabær hans hefir misst ljúfling. Nú munu daggir himinsins drjúpa yfir leiði hans, sól og blær gæla við hvert blóm og blað sem sprettur þar um ókomnar aldir. Good, brilliant and brave Steinn Ó 1 a f u r Thompson. He is now part of that im- mortal C a n a d a , which knows not age or weariness or defeat. Bréf séra Roberl Jack birl- isl innan skamms. — Rilstj. Betel Building Fund In memory of August Jonaian Saedal Gimli, Man.............$5.00 * * * Mr. and Mrs. H. M. Sveinson, 647 Victor Street, Winnipeg, Man........ $10.00 Mr. and Mrs. A. P. Johannson, 841 Goulding Street, Winnipeg, Man....... $10.00 Mr. and Mrs. W. Scott, 53-36 Smith Street, Winnipeg, Man. _____ $10.00 * * * In memory of Jonasina Julia Benson In memory of Harry W. Mc- Glynn Mrs. Ingibjorg S. Goodridge, 271 Wellington Crescent, Winnipeg, Man. * * * In memory of Christian Nord- man t Mr. and Mrs. K. W. Johann- son, 910 Palmerston Ave., Winnipeg, Man. $10.00 Mrs. Olive Sigurdson, Betel Home, j ......V. fB ETE l! H 0 M E FOUNDATION — 90.000 — _80,000 — 70,000 — 60,000 — 50,000 43.832.00 - ■ _40,000 -1 I _30,000 -1 j 20,000 j r° 4 BUILDING w FURNITURE a EQUIPMENT FUND * * * Mr. and Mrs. H. M. Sveinsson, 647 Victor Street, Winnipeg, Man. $50.00 * * * In memory of Mr. Jakob F. Krisijánsson Mr. and Mrs. Thorsteinn East- Man, R.R. 1 — Headingley, Man. ............. $10.00 Miss Inga Benjamínson, 513-666 St. James Street, Winnipeg, Man. .... $10.00 Mr. and Mrs. A. M. Dobbie, 748 Broadway Avenue, Winnipeg, Man. . $10.00 Miss Irene Fedok, 48-2130 Portage Avenue, Winnipeg, Man......$5.00 * * * In loving memory of Jakob F. Krisljánsson t Ónefndur ..........$100.00 Meðtekið með þakklæti fyrir hönd Betels, K. W. Johannson, 910 Palmerston Ave., Winnipeg, Man. R3G 1J5 ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Forseli: SKÚLI JÓHANNSSON 587 IVIinto Street, WinnipeK 10, Manitoba Styrkið félagið með því að gerast meðlimir. Ársgjald — Einstaklingar $3.00 — Hjón $5.00 Sendist til fjármálarilara MRS. KRISTIN R. JOHNSON 1059 Dominion St., Winnipeg 3, Maniloba. Phone: 733-3971 Building Mechanics Ltd. Paintia* - DecoratinR - Constructlon RenovatiiiK - Real Estate K. W. (BILL) JOHANNSON ' Manager 910 Palmerston Ave., ‘Vinnipeg R3G 1J5 ICELAND - CALIF0RNIA C0 Bryon (Brjann) Whipple Import and Sale of lcelandic Woolens, Ceramic, Etc. 1090 Sonsome, Son Froncisco CA941H Wanted for cash: Older lcelandic Stamps and Envelopes Lennett Motor Service Operated by MICKEY LENNFTT IMPERIAL ESSO PRODUCTS Hargrave & Bannatyne WINNIPEG 2, MAN. Phone 943-8157 Minnist BETEL í erfðaskróm yðor Asgeirson Paints & Wallpapers Ltd. 696 Sargent Avenue Winnipeg 3, Maniioba* PAINTS Benjamin Moore Sherwin Williams C.I.L. HARDWARE GLASS & GLAZING WOOD & ALUMINUM WALLPAPER Phones: 783-5967 — 783-4322 FREE DELIVERY ASGEIR ASGEIRSON GEORGE ASGEIRSON

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.