Lögberg-Heimskringla - 15.10.1982, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 15.10.1982, Blaðsíða 3
WINNIPEG, FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1982-3 KVEÐJA FRÁ ÍSLANDI Guðríður Gíslason f. 17. júní 1886 d. 21. ágúst 1982 Sagt er að þegar ævisólin gangi til viðar, lýsi stjörnur endurminning- anna. Og þær stjörnur ljóma skært þegar hjarta mitt kveður mína kæru Guðríði frænku — eins og ég oftast kallaði hana, þó að hún stæði mér miklu nær en venjuleg frændsemi verkar, og okkar kynning byrjaði líka fyrr en mín vitund vaknaði, þegar hún tók mig tveggja vikna gamla frá móðurbrjóstinu og flutti mig um langa og erfiða leið til móðurforeldra minna. Eg var þriðja barn foreldra minna á þremur árUm og faðir minn sjúkur er ég fæddist, svo móðir mín varð að þiggja boð foreldra sinna að taka mig í fóstur því neyðin er harður húsbóndi, og mamma varð að vinna fyrir heimil- inu, en hjálp eða styrkir þekktust þá ekki í neinni mynd á Islandi ef hjónin vildu ekki slíta samvistum eða missa mannréttindi. En að flytja ungbarn langa leið á sjó og landi hér, á fyrsta tug þessarar aldar þurfti mikla hugdirfð til, og þá sýndi blessuð Guðríður frænka, tvíburasystir móður minnar, hvílíku fádæma þreki hún var gædd, að takast þá ferð á hendur þegar allra veðra var von í október, á litlu og lélegu skipi. í sex sólarhringa hjúkraði hún mér og hélt í mér lífinu á kúamjólk sem hún með erfiðis- munum gat útvegað í smáþorpum þar sem skipið lagði að landi á leiðinni. Og loks sté hún á land, en ekki voru þó erfiðleikarnir búnir. Þar mætti hún bróður sínum með hesta til að flytja okkur síðasta spölinn, sem réyndar var tíu tíma ferð um fjöll og byggð sem farin var hvíldarlítið, og hún hélt mé.r stöðugt í faðmi sér á hestbaki, vafinni í hlýja sæng, uns hún að kvöldi sjöunda dags ferðarinnar lagði mig í út- breidda arma ömmu minnar og afa, Iceland may be the land of Big Salmon, but would you believe Chicago? CHICAGO, ILL. - Everyone knows that Iceland is where you go for the big salmon. But, would you ever believe you can catch some in Chicago? This picture is proof. From left are: Tom Loughery, Icelandair Regional Sales Manager in Chicago; Birgir Thorgilsson, Marketing Director of Iceland Tourist Board in Reykjavík, Iceland; and David Handel of Chicago, who caught this 23 pound King Salmon in the Lin- coln Park Lagoon, just behind the famed zoo of the same name in the city. Fish enter the lagoon from Lake Michigan. sem unnu mér víst meira en eigin börnum, sem voru þrettán að tölu, þó ekki kæmust öll til aldurs, en ég var líka þriðja tökubarnið sem þau ólu önn fyrir. Hún Guðríður frænka átti ekki langt að sækja dugnað sinn, kjark og fórnfýsi sem hún ávaxtaði með mikilli sæmd. Þetta ferðalag hennar þótti frækilegt afrek — og fleira vann hún af sömu fórnarlund og dugnaði áður en hún fylgdi fleiri löndum sínum vestur um haf í leit að betri lífskjörum en blessað gamla landið hennar gat þá í té látið. Hversu sárt heimþráin kvaldi sumt af þessu fólki vissu fáir og Guðríður gleymdi aldrei gamla Fróni né fólki sínu þar, því ættartryggðin var henni í blóð borin, og í mínum fýrstu minningum ber hátt elsku- legu bréfin hennar, skrifuð til foreldra og systkina, sem bárust þeim sem bjartir geislar frá tryggð hennar og kærleika úr fjarlægðinni. Hennar var líka oft minnst og lof- aður Guð fyrir að hún lenti í göðum höndum og eignaðist yndisleg börn — sem ég einnig hef orðið svo lánsöm að njóta yls og örlæfis frá, í ógleymanlegri ferð okkar hjóna til þeirra heimkynna. Engum sem kynntist Guðríði þarf að segja frá göfgi hennar og gjaf- mildi sem öllum vildi gott gjöra, sú hugsun entist henni til æviloka, ásamt þakklæti til allra sem reynd- ust henni vel — ekki aðeins börnum hennar og skyldmennum þeirra, heldur einnig landi og þjóð sem tók hana að hjarta sínu svo hún undi hag sínum ánægð. Níutíu og sex ár, er hár aldur — jafnvel þó miðað sé við landa henn- ar hér, þar sem konur eru nú taldar ná hæstum aldri allra þjóða — og sextíu ár af þeim tíma dvaldi hún fjarri gamla landinu sem hún ávallt elskaði. En hún gleymdist heldur ekki, og fjöldamörg skyldmenni, yngri og eldri senda henni síðustu kveðjuna, þakka henni og blessa minningu hennar, og árna öllum góðs er veittu henni brautargengi vestra. Um líf og starf frænku minnar þar ræði ég ekki, því eru aðrir betur kunnugir en mig langaði bara með línum þessum að votta henni látinni virðingu mína og ást. Hún lifir í hugum ættfólksins hér heima. Guð blessi minningu Guðríðar frænku. Emilia Biering THE BEST PflRT- OFYOURTRIPTO EUROPE COULD BE ASTOPOVER INICELAND. STOPOVER TOURSINCLUDING HOTEL.TRANSFERS, SIGHTSEEING AND SOME MEALS ATINGREDIBLY LOW PRICES. FR0MS48,1 DAY: $72.2 DAYS. S97.3DAYS i Now you can take advantage of Icelandair's inexpensive Stopover Tours of Iceland while you're taking advantage of our low fares from New York to Europe. / Iceland is a land of volcanoes, giant waterfalls, Viking museums, glaciers, geysers, concerts, art shows, duty-free shopping and hot-springs pools. You'U get transfers between airport and Reykjavik, room at the first-class Hotel Loftleidir or Hotel Esja, continental breakfast daily, city sightseeing tour, and more. All at unbelievably low prices. From $48, 1 day; $72, 2 days; $97, 3 days. Discounts up to 50% on all Icelandair domestic fares, car rental rates and Reykjavik Excursion Tours also included. . So on your next trip to Norway, Sweden, Denmark, Great Britain or Luxembourg, stop in Iceland for a few days. For further information see your travel agent or call 800/555-1212 for the toll free Icelandair number in your area. *Prices are per person, double occupancy and are in effect October 1 through March 31, 1983 and subject to change. ICELANDAIR& NOW MORE THAN EVER YOUR BEST VALUE TO EUROPE

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.