Lögberg-Heimskringla - 30.10.1992, Síða 16
lé • Lögberg-Heimskringla • Föstudagur 30. október 1992
Tökum Höndum Saman
Styrkjum Bönd Vináttu
og Frændsemi
ilgangurinn með þessarri
útgaáfu Lögbergs-Heims-
kringlu, sem er 38. tölublað
106. árgangur, er að ná til sem
flestra þeirra sem telja sig af íslenz-
kum uppruna eða eru vinir íslands.
Þetta er gert með því að senda
blaðið til allra þeirra sem nöfn og
heimilisföng hafa náðst í, en að sjálf-
sögðu eru þúsundir annara sem við
vitum ekki um.
Blaðið er í þessu tilfelli sameigin-
legt átak L-H og Þjóðræknisfélags
íslendinga, sem hefur höfuðstöðvar
sínar í Winnipeg, en báðar eru
þessar stofnanir komnar til ára
sinna, Lögberg-Heimskringla á 106.
útgáfuári og Þjóðræknisfélagið hélt
sitt 73. ársþing 1-3 maí s.L Eins
má geta þess að 103. íslendin-
gahátíðin var haldin í sumar sem
leið á Gimli, að viðstöddum tugum
þúsunda manna, kvenna og barna.
Hvernig má það vera að slíkar
stofnanir endist eins og þessar hafa
gert. Væri ekki eðlilegt að ætla, að
íslenzk einkenni væru horfin í
þessum bræðslupotti þjóðabrota
sem er raunveruleiki Norður
Ameríku. Hvaðan kemur styrkurinn
sem fleytt hefur þessum stofnunum
áfram. Er hugsanlegt að við getum
rakið til svars til fyrstu íslendinga-
hátíðar í Norður Ameríku, sem
haldin var í Milwaukee 2. ágúst
1874. Þar tók til máls Ólafur Ólafs-
son frá Espihóli og talaði fyrir minni
íslendinga í Vesturheimi: - kominna
og ókominna vesturfara. Hvatti
hann burtfluttu bömin til samvinnu,
samheldni, umburðarlyndis og
bræðraþels. Eitt er víst, að ef ekki
hefði notið framsýni og fyrirhyggju
þeirra sem á undan hafa gengið, að
búa vel í haginn, væm þær stofnanir
fáar eða engar sem við gætum átt
þáttöku í, til að yrkja okkar arfleifð
og afhenda betri til þeirra sem taka
við af okkur.
“Vesturfaraskrá” sem Júníus H.
Kristjánsson tók saman og gefin var
út af Sagnfræðistofnun Háskóla
Islands 1983, hefur að geyma nöfn
u.þ.b. 15000 manna, kvenna og
barna sem fluttu Vestur á árunum
1870-1914. Þessi skrá nær ekki til
upphafs útfluttninganna sem hófust
með “Utah” förum 1855, og margir
fóru líklega án þess að vitað væri um
á tímabilinu 1855-1920.
Könnun sem gerð var 1974 leiddi
í ljós, að varlega mætti áætla að
afkomendur Landnemanna væru
60-70000 manns. Þetta er ekki lítill
hópur, að vísu orðinn blandaður, þó
með íslenzk einkenni. í minningar-
grein um Kjartan Ingimund Johnson
M.D., sem fæddur var nálægt
Lundar, Manitoba 1910 (37.
tölublað L-H 1992), kemur í ljós að
hann var alla tíð stoltur af sínum
uppruna og sagði barnabörnum
sínum “Allt sem þú þarft er einn
dropi af íslenzku blóði”. Svo sterk
er okkar íslenzka arfleifð.
Þegar talað er um Vestur-
íslendinga er venjulega átt við
afkomendur Landnemanna, og þar
af leiðandi ekki taldir með þeir sem
flutt hafa hingað vestur frá árinu
1945. Sá hópur er ótrúlega
fjölmennur og líklega slagar hátt
upp í þann hóp sem skráður er í
Vesturfaraskrá. Hér er um að ræða
konur sem giftust bandarískum eða
kanadískum hermönnum í lok sein-
ni Heims- styrjaldar og síðar,
námsfólk sem ekki fór heim að
loknu námi, og stóran hóp fólks sem
leitaði til Vesturheims á 6. áratug
þessarar aldar og síðar, vegna atvin-
nutækifæra. Nú á mest af þessu
fólki afkomendur, börn, barnabörn
og jafnvel barnabarnabörn. Auðvelt
er að halda sambandinu meðan afi
og amma og foreldra systkini eru á
lífi á Islandi, en róðurinn þyngist
þegar þeirra nýtur ekki lengur við.
Hvað skal þá til vamar?
Beinast liggur við að gerast áskri-
fandi að Lögberg-Heimskringlu, en
blaðið flytur, ásamt öðru efni, fréttir
frá hinum ýmsu félögum íslendinga,
fréttir frá íslandi, innsent efni og
fleira. Blaðið er sá tengiliður sem
bindur okkur saman, eins og það
hefur gert um áraraðir, og af síðum
þess má lesa það sem átt hefur sér
stað í félagslífi, hvað framundan er
hvenær og hvar. Þá er að gerast
meðlimur í Islendingafélagi á því
svæði sem búseta hvers og eins er,
eða stofna nýtt ef ekkert félag er til
staðar. Ekki þarf nema fáa til að
koma slíku af stað, að hittast yfir
kaffibolla er nægjanlegt til að byrja
með. Mest er um vert að vera
þáttakandi og vinna af gleði,
framsýni og nokkurri fórnarlund.
Þjóðræknisfélagið getur verið
ómetanleg stoð við smærri og stærri
félög og rétt væri að öll íslendinga-
félög létu skrifstofu þess hér vita um
tilveru sína ásamt heimilisfangi.
Ekki þarf annað en löngun og vilja-
styrk til að koma sér af stað og eina
inngönguskilyrðið að hafa hjartað á
réttum stað.
Fá þjóðabrot eiga því láni að
fagna að geta rakið uppruna sinn
eins auðveldlega og við getum og
flest fólk hendir það, þegar komið er
yfir miðjan aldur og hugleitt er hvert
stefni, að spyrja, hverjir voru
forfeður mínir, hvaðan kom ég?
Eftirtektavert er það hvað mörg ung-
menni nú til dags vilja svör við þeim
spurningum. Hér hefur orðið mikil
breyting á, hver sem ástæðan er.
Fyrir afkomendur Landnemanna
verða spurningarnar um ættir og
sögu íslands, en áður en varir verða
það einnig spurningar sem af-
komendur seinni útflytjenda frá
Islandi vilja svör við.
Erum við tilbúin með svörin, og
hverjir svara þeim þegar við erum
öll? Hvaða félaga eða fréttamiðla
geta þau leitað til?
Sannarlega var gömlu Landnem-
unum ljós þörf komandi kynslóða,
en menn og konur þeirra kynslóða
sátu ekki aðgerðalaus, heldur tóku
höndum saman og byggðu upp þær
stofnanir sem við njótum í dag.
Nú er komið að okkur. Lögberg-
Heimskringla er ekki lengur blaðið
sem aðeins pabbi og mamma lásu,
eða amma og afi, það er líka okkar
blað og það er á okkar ábyrgð að sjá
til þess að það verði blað afkomenda
okkar. Eins er með aðrar stofnanir
s.s. Þjóðræknisfélagið.
Þótt þú langförull legöir
sérhvert land undirfót,
bera hugur og hjarta
samt þíns heimalands mót, ...
St. G. Stephansson
Tökum höndum saman og
smeinumst í ást okkar til íslands,
virðingu og þakklæti fyrir uppruna
okkar.
BiiffT