Lögberg-Heimskringla - 06.05.1994, Blaðsíða 29

Lögberg-Heimskringla - 06.05.1994, Blaðsíða 29
Lögberg-Heimskringla • Föstudagur 6. maí 1994 • 29 A uöHndir Kanada by Ingthor Isfeld Pastor, Flrst Lutheran Church rið 1867 var sambands- ríkið Kanada sett á stofn með þátttöku fjögurra fylkja í Austur-Kanada. Þá voru um 300 ár frá því að Evrópumenn hófu að setjast að á þessu svæði, en samt var mikill meiri hluti landsins í norðri og vestri enn lítt kannaður og lítt numinn. Kanadíska þjóðin er því mjög ung þjóð. Rúmlega eitt hundrað ár er ekki iangur tími í sögu þjóðar, rétt eins og ein andrá. En þótt Kanada eigi sér stut'ta sögu, og sé reyridar rétt áð verða til sem þjóð, þá á hún áreiðan- lega fyrir höndum blómlega framtíð. Enda þótt Evrópumenn hafi numið land í Kanada í rúm fjögur hundruð ár, og landið hafi á undanfömum mánnsaldri tekið á móti að minnsta kosti þrem milljónum innflytjenda, þá má heita að það sé enn lítt numið, slík eru auðæfin óg landiýmið. Fyrstu 300 árin vom Austur- fylkin numin, síðustu eitt hun- drað ár hafa einkennst af land- námi Vestur-fylkjanna og var landnám Vestur-íslendinga á ámnum 1875-1914 hluti af því. Á undanförnum þrjátíu til fjömtíu árum hefur hafist nýtt landnám í Kanada, landnám norðursins. Um 90% íbúa Kanada hafa búið innan 300 km beltis fyrir norðan landamæri Bandaríkjanna, en þar fyrir norðan hafa óhemju landssvæði verið lítt numin. Það er ætlan mín í þessari stut- tu grein, að reyna eftir mætti, að bregða upp fyrir ykkur mynd af auðlegð þeirri sem kanadíska þjóðin hefur fengið í vöggugjöf. Fyrst er það stærð landsins. Það er mjög erfitt að gera þeim ljóst, sem ekki hafa ferðast um Kanada, hve mikið flæmi landið er. Þótt okkur sé sagt, að það sé 9,976.000 km2, eða nær hun- drað sinnum stærra en ísland, þá erum við litlu nær. En við Banff National Park, Canada's oldest National Pa% was established in 1885. komumst ófurlítið nær því sanna, þegar við leggjum saman stærð allra landa Vestur- Evrópu, utan Rússlands, og komumst þá að því að Kanada er helmingi stærra en þessi lönd öll til samans. Ef við gætum tekið Kanada og lyft því upp og sett það ofan á ísland, þá næði syðsti oddi landsins suður að Rómarborg, nyrsti oddinn á móts við nyrsta odda Græn- lands, vestasti hluti landsins myndi ná vestur að Labrador en austasti til Rúmeníu. Eftir að Sovétríkin liðuðust í sundur er Kanada stærsta land veraldar. Hinir fyrstu landnemar Kanada sóttu þangað meðal annars vegna góðrar veiði, bæði veiddist mikill fiskur í sjó og í vötnum og svo sóftu harðgerðir veiðimenn inn í landið til þess að veiða otra, minka, rottur, bimi, bjóra, refi og þau dýr yfir- leitt sem gáfu af sér dýrmæta feldi. Fyrst í stað átti sér stað mikil og oft taumlaus rányrkja og veiðin eyddist. Vísundunum á sléttum Vestur-Kanada vcir nær útrýmt og hvítfiski í vötnum Manitoba, en þó voru mikil auðæfi enn fyrir hendi, þegar tekið var í taumana og tekið að takmarka veiði með skynsam- legum hætti og stofnar þannig varðveittir. Kanadamenn eru mikil fiskveiðiþjóð. Veiðar náðu hámarki 1988, námu þá 1,630,000 tonnum sem voru um $1.64 biljónir kanadískra dol- * lara virði. Það svarar til um 90 biljóna íslenskra króna. Mestur hluti aflans veiðist við aus- turströndina, en einnig veiðist mjög mikið af lúðu og mismu- nandi tegimdum af laxi í sjó við vesturströndina (65,847 tonn 1988) og mikill fiskur fæst úr vötnum landsins. Eíns og fles- tum er kunnugt hefur veiði við austurströndina hjakað mikið undanfarin ár og hafur það skapað mikla efnahagsörð- ugleika, einkum í austasta fylk- inu, Nýfundnalandi. Eftir því sem landnemum fjöl- gaði í Kanada, var skógum rutt úr vegi og menn brutu land til ræktunar og kvikfé var alið hvervetna. Kanada býr yfir ótrúlegum auði í gróðri jarðarin- nar og búpeningi sem ala má af þeim gróðri. Tölur fyrir 1990 sýna að þá voru 11,200,600 nautgripir, 10,694,000 svín og 512,000 kindur í landinu. Stærstu ræktarlönd eru í sun- nanverðu Ontario-fylki og svo hinar miklu sléttur, Manitoba, Saskawtchewan og Alberta. Akurlendi er um 418,000 fer- kílómetrar. Á sléttunum er einkum ræktað hveiti, en auk þess aðrar komtegundir svo sem maís, bygg, hafrar og lín, en úr fræi língresisins er unnin línolía. í Ontarío er ræktað nokkuð tóbak. Miðað við íbúafjölda em Kanadamenn mestu hveitiræk- tarmenn í heimi og flytja út meira magn af hveiti en nokkur önnur þjóð, utan Bandar- ílcjanna. Árið 1989 var úppsker- an af hveiti einu saman 24 milljón tonn, en séu aðrar kom- tegundir taldar með var uppskeran alls 48 milljón tonn. Það er erfitt að ímynda sér hve stór sú hrúga yrði ef allt það kom væri komið saman á einn stað! Næst er að geta skóganna, sem þekja um 45% landsins, eða svæði nær eins stórt og Vestur-Evrópa. 80% skóganna er í eign hins opinbera, sem svo leigir réttindi til skógarhöggs. Kanadamenn framleiða mikið af A sulphur recovery plant north of Calgary, Alberta. timbri og pappír og öðrum afurðum unnum úr trjáviði. 22% allra slíkra afurða á heims- markaðinum kemur frá Kanada. Að undanfömu hafa Kanada- menn verið sakaðir um að fara illa með skógana. Víst er að oft var illa gengið um því að af nógu var að taka, en þetta hefur breyst mikið til batnaðar á undanfömum árum og nú sten- dur til að friða ósnerta regnskó- ga á veturströndinni, sem þekja samfellt svæði á stærð við ísland. En snúum okkur nú að hinu nýja landnámi norðursins. Með því hefst nýting nýrra auðlinda, málma, vatnsafls og olíu. Hagnýting þessara auðlinda er reyndar ekki ný í Kanada. Hér greip gullæði um sig fyrir og um aldamótin síðustu. Klondæk á Yukon svæðinu er frægur staður. En á þeiih tímum leituðu menn gulls með skóflu og þvoðu gullið úr sandinum á pönnu. En nú er öldin önnur. Nú er leitað eftir málmum, olíu og jarðgasi á skipulagðan hátt. Verðmætin sem finnast em slík, að það þarf nokkuð gott ímyn- dunarafl til að fylgjast með og skilja í raun og vefii hvílík ógnar auðæfi er um að ræða. Hér verður aðeins unnt að stikla á því stærsta, nokkrum atriðum. Um 700 km í norður frá Winnipeg í Manitoba-fylki er námubærinn Thompson. Bær þessi reis upp langt úti í óbyggðum fyrir rúmum 30 árum. Lífæð bæjarins er nikkelnáma og ein hin mesta nikkel- framleiðsla veraldar. Eldorado er bær í Sask- atchewan-fylki. Þar er að finna hið dýrmæta hráefni atómaldar, úraníum. í því fylki em einnig mestu kalíum (potash) námur veraldarinnar. Enn höldum við vestur a bóginn, til bæjarins Fort Mc- Murray í Alberta-fylki. Þar hefúr verið reist sérstök olíuhrein- sunarstöð til vinnslu á olíu úr tjörusandi. Þessi olíuhreins- unastöð kostaði um 14,500,000.000 kr. Fjórtán og háfan miljarð. Fyrirtækið sem rekur stöðina, hefur afmarkað 15 km2 svæði af tjörusandi til vinnslu og uppskeran mun vera 45,000 tunnur af olíu á dag í 30 ár. En ekki þarf fyrirtækið að óttast stöðvun eftir þann tíma, því að tjörusandslögin þekja 75,000 ferkflómetra svæði og geta þeir sem duglégir eru í reikningi spreitt sig á að finna út hve miklar byrðir bíða þama til framtíðar. í þessum tjömsandi mun fólgið tvöfalt meira olíu- magn en í öllum öðmm þekk- tum olíusvæðum á Vestur- löndum samanlagt. Loks höldum við til vestasta fylkisins, British Columbia, en það er ekki hvað síst auðugt frá náttúrunnar hendi. Þar eru auðug fiskimið fyrir ströndum og í gróskumiklum dölum skiftist á gróðurlendi og skógar. Dýrmæt efni finnast í jörðu í miklu magni og vatnsorkan er gífurleg. Eitt af möigum orku- verum fylkisins er við Peace River, eða Friðará. Aflvélar við þessa stíflu framleiða 2.3 milljónir kílówatta eða sem sv^ra tíu Búrfellsvirkjunum. Eg get ekki skilið svo við Kanada, áð ekki sé getið fegurð* ar landsins. Að sjálfsögðu er fjölbreytni mikil á jafnstóru svæði. I Quibec og Ontario ber mest á grænum skógi og grónu landi. Slétturnar hafa sína sérstæðu töfra. Þar er voril- murinn sterkur og moldin angar í sumarhitanum. Öldur Saskat- chewan búa yfir frjósemi og seiðmagni, en hrikalegust er fegurðin í Albeta og British Columbia. Þar gnæfa grá og blá fjöll upp úr grænni ábreiðu skó- garins og bláir skriðjöklar teygja tungur sínar niður að fjallavöt- num hálf umluktum sígrænum skógi. Kanada er stórt og auðugt land og skortir nær ekkert af Guðs gjöfum. Ef eitthvað ætti að benda á sem skortir, þá væri það einna helst fleira fólk til að hagnýta og njóta þessara miklu auðæfa. Bestu kveðjur og þakklæti fyrir ánægjulega daga í heimsókn Karlakórs Fóstbræöra til Kanada 1989. Karlakórinn Fóstbræbur Gamlir Fóstbræbur íslenski dansflokkurinrí: Lýðveldisdansar í Borgarleikhúsinu Á sýningunni verða frumsýnd þrjú ný dansverk eftir Hlíf Svavarsdóttur, Nönnu Ólafsdóttur og Maríu Gísladóttur sérstakir gestir: tveir aðaldansarar frá Konunglega ballettinum í Kaupmannahöfn dansa úr Þyrnirósu eftir Helga Tómasson sýningardagar: 11.júníog sunnudaginn 12. júní 1994

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.