Alþýðublaðið - 11.10.1960, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 11.10.1960, Blaðsíða 14
Þjóðleikhúsiö iframhald af 4. síðu þar sem byrjandinn, Jóhanna Norðfjörð var sannari)_ En á laik Sians eu eigi að síður stár Iýti: hreimurinn í setningun- urn er ekki' íslenzkulegur. — Fyrir toragðið verður fram- sögn hans sönglandi, tilbreyt- ingariaus. utangarna, og loks bainlínis þreytandi. Sá af að- alleikendunum, sem skilar sínu hluSverki bezt og raunar óaðfinnanlega er Jón Sigur- björnsson í hlutverki Benja- míns, eldri' bróðurins. Leikur hans ,er traustur, hófsamur, vandaður og fer vel á því, — Benni er jafnvægisás sýning- arinnar. Jón er nýkominn í hóp fastráðinna leikara við leikhúsið, og hefur þvi bætzt þar góður liðsmaður. Jónas Kristjánsson hefur iþýtt leikritið. Því miður hef ég ekki átt kost að bera þýð- inguna saman við frummálið, en vandað virðistí verk Jónas- ar, þó að setningarnar séu ó- þarflega stirðlegar sumar. Ég ætla svo ekki að fjöl- yrða meira um þessa sýn- ingu, en ekki þykir mér ósennilegt að margir ei?i eft- ir að sjá hana, og að mörgu leyti er hún þess verðr Leik- sljjórinn, 'Baldvin Halidórs- son, er enn ungur maður og það sem kallað er efr.ilegur. En ég fæ ekki betur séð e hann hafi' vaxið af þessari sýn ingu og færst nær því, sem við myndum fremur kalla efnd loforð en bara loforð. Sveinn Einarsson. P. s. — í upptalningunni á þátttSkendum í sýningunni. gleymdi ég að geta um Leik- tríóið í Þjóðleikhúskjallaran- um, sem lék veikt undir dæg- urlög í grátatriðunum í síð- ast/a hluta leikritsins, án þsss ég fengi séð að það værj til bóta, S. VAGN E. JÓNS50N Málflutningur — Innheimta Austurstræti 9. Símar 1 44 00 og 1 67 66 ÚT ERU komnar hjá Al- menna bókafélagsins bækur mánaðarins fyrir september og október. Septemberbókin er Gróður jarðar eftir norska N óbels verðlaunahöf undinn Knut Hamsun, — þýðandi Helgi Hjörvar, — en október- bókin cr Hugur einn það veit — þættir um hugsýki og sál- kreppur — eftir Karl Strand lækni. Gróður jarðar, sem kom fyrst út í Noregi árið 1917, er frægasta bók hins mikla norska skálds, og fyrir hana fyrst og fremst hlaut Knut Hanisun bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1920. Þetta er bók um landvinn- inga — ekki landvinninga þjóðhöfðingja með blóði og Hannes á horninu. Framh. af 2. síðu. ÞAÐ ER VERT að athuga pað að unglingar, sem eru nýbúnir að fá bilpróf, kunna varla að aka bíl. Það verður að hafa sérstaka gát á þeim. Fyrir minnsta brot verður að svipta þá ökuleyfi um tíma. Lögreglan má ekki ELTA unglinga, að minnsta kosti.má hún ekki eiga upptök að óðum eltingaleik um götur borgarinnar. Lögreglan segist ekki hafa elt piltana tvo. Nóg er fyri'r lögregluna að ná númeri bifreiðar — og bíða svo sökudólganna heima hjá þeim. OG AÐ LOKUM: Hver var leynivínsalinn? Hvert| var nafn hans? Hann seldi óþroskuðum tbörnum eitur, sem gerði þá óða — það var hann, sem átti sök á slysinu. MÉR FINNST, þar sem ég ligg, að borgín fyri'r utan glugg ann sé eins og forynja, sem lim- lestir börn sín. eldi, heldur landvinninga al- þýðumanns með reku og plógi. Bókin er 387 bls. að stærð. Höfundur bókarinnar Hugur einn það veit, Karl Strand, læknir, heíur síðasta hálfan annan áratug verið starfandi læknir í London og eingöngu unnið að rannsókn og lækn- ingum geðveikra og taugaveikl aðra við eina af stærstu stofn- unum horgarinnar í geðvísind- um, West Park Hospital, — Jafnframt hefur hann verið ráðgefandi læknir í geðsjúk- dómum við ýmis önnur sjúkra hús í borginni. Er bók hans sprottin upp úr reynslu þess- ara ára. Hugur einn það veit er 200 bls. að stærð. Báðar þessar bækur eru prentaðar í 'Víkingsprenti, bók band hefur Bókfell annast, en Atli Már teiknað kápu og titil síðu. Hlíf ræddi kjara- málin VERKAMANNAFÉLAGIÐ Hlíf í Hafnarfirði hélt mjög fjölmennan fund mánudaginn 3. október. Rætt var um kjara- málin og einróma gerð eftirfar andi ályktun: . „Fundur haldinn í Verka- mannafélagi'nu Hlíf mánudag- inn 3. okt_ 1960 ítrekar fyrri samþykktir félagsins um nauö syn á baráí);u fyrir bættum kjörum vegna versnandt af- komu launþega. Fundurinn telur, að svo sé nú komið, að enginn vegur sé lyrir verkamenn að lifa á iaun um sínum og því megi verka- lýðshreyfingin eigi' lengur halda að sér 'höndum, heldur veroi hún að hefjast handa og knýja fram bætt kjör. Fyrir því skorar fundurinn á miðstjórn Alþýðusambands ís- lands að hraða undirbúningi éínum að sameiginiegri kröfu- gerð verkalýðsfélaganna, sem fundur sá, er miðstjórnin boð- aði til með formönnum ýmissa verkalýðsfélaga hinn 17. sept. | sl., fól miðstjórninní að gera.“ m Hannes á horninu. Maðurinn minn JÓN JÓHANNSSON, skipstjóri Stýrimannastíg 6. andaðist að heimili sínu 9. þ. m. Sigríður Pétursdóttir. —nneKiMi a^— Maðurinn minn og faðir okkar ÞORSTEINN SÆMUNDSSON, Framnesveg 63, andaðist í Landspítalanum aðfaranótt 9. þíssa mánaðar. Elínborg Jónsdóttir, og dætur. SlyssTarðstuiiu. er opin allan sóiarhrlngimi Læknavörður fyrir vitjanii er á sama stafi kl 18—8. SímJ 15030 Dagskrá isameinaðs alþingis. 1. Kosninga í fastanefdnir. 2. Kosning þingfararkaups- nefndar. Ríkisskip. Hekla er á Aust- fjörðum á suður- leið. Esja er vænt anleg ti'l Rvíkur í dag að vestan úr hringferð. Herðubreið fór frá Rvák í gser vestur um land í hringferð. Skjaidbreið er á Vesijfjörðum á suöur- leið. Þyrill er væntanlegur til Manchester á morgun á leið til Hamborgar. Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum ki. 22 í kvöld til Rvíkur. Baldu.r fer frá Rvík á morgun til Sonds og Gilsfjarðarhafna. Eimskip. Dettifoss fór frá ílafsfirði í gær til Siglufjarðar, Akui'- eyrar, Húsavíkur og Austur landshafna. Fjallfoss fer væntanlega frá Hull í kvöld til Reykjavíkur. Goðafoss fór frá Aherdeen 9/10 lii Bremen og Tönsberg. Gult- foss kom til Rvíkur 9/10 frá Leith. Lagarfoss f<?r frá Rvík 6/10 til New York. Reykjafoss fór frá Ventspils í morgun til Riga, Rostock og Rvíkur. Selfoss kom til Rvíkur í morgun frá Ham- borg. Tröllafoss fór frá Norð fi'rði 9/10 til Avanmouth, Rofterdam, Bremen og Ham borgar. Tungufoss fór frá Akureyri í gærkvöldt til Siglufjarðarr Hafskip. Laxá fór frá Khöfn 9r þ. m. áleiðis til Vestmannaeyja. SAMKOMUR Kvenfélag Alþýðuflokksins í Reykjavík heldur fund í kvöld kl. 8.30 í Iðnó (uppi). Rætt verður um vetrarstarf- ið og kosnir fulltrúar á aðal- fund bandalags kvenna. Kyenfél. Óháða safnaðarins heldur fund í kvöld kl. 8.30 í Kirkjubæ. Rætt verður um vetrarstterfið — áríðandi mál á dagskrá Félagskonur eru hvatt/ar til að fjölmenna. Bræðrafélag' Óháða safnaðarins: Fundur verður haldinn í Kirkjubæ í kvöld kl 8.30. Aðalfundur Óháða safnaðarins verður haldinn í Kirkjubæ föstudag inn 14. þ. m. kl. 9.30. Dag'- skrá: Venjuleg aðalfundar- störf. Kvenrélagið Aldan heldur fund að Bárugötu 11 miðvi'kudaginn 12. þ. m kl. 8.30. Takið með ykkur handavinnu. Siysavarnadeildin Hraunprýði heldur fund í kvöld kl. 8.30 í Sjálfstæðis- húsinu. Kvenfélag Neskirkju. Fundur verður miðviku- daginn 12. okt. kll 8.30 í fé- lagsheimilinu. Fundarefni: Veiþarstarfið. Konur eru beðnar að fjölmenna. Bræðrafélag Laugarnessóknar heldur fund í kvöld kl. 8.30 í fund- arsal safnaðarins. Rædd verða ifélagsmál og flutt er- indi. í kvöld verður sýnd í KFÚM-hús- inu í Hafnarfirði kl. 8.30 læknatrúboðsmyndin frá Eþiópíu. Ókeypis aðgangur. Myndin er ekki sýnd fyrir börn. . J- l|ls*»fÍlÉ|Í Flugfélag 11 É®íslands’ m Mi'llilandaflug: f^5^! Gullfaxi fer til Ji Glasgow og K,- hafnar kl. 8 í dag. Væntanleg 30 í kvöld. Innan- landsflug: í dag er áætlað að íljúga til Akur- eyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Flateyrar, Sauðárkróks, Vest mannaeyja og Þingeyrar. Á morgun er áætlað að fljúga. iftl Akureyrar, Húsavíkur, ísa fjarðar og Vestmannaeya. Loftleiðir.. Hekla er væntanleg kl. 19 frá Hamborg, Khöfn og Gautaborg. Fer til New York kl. 20.30. 12.55 „Á ferð og flugi.“ 20.30 Frá tónleikum 3infóníuhljóm-> sveitar íslands. 21.10 Erindi: í dularklæðum (Gretar Fells rit höf.). 21.30 Út- varpssagan: ,,Barrabas.“ 22.10 íþrótt(ir. 22.25 Lög unga fólksins. LAUSN HEILABRJÓTS: Nei, því þegar eggið er x pokanum, þá er hann ekki tómur. i4 11. okt. 1960 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.