Alþýðublaðið - 02.11.1960, Side 10
”T»
Verzlunarhúsnæði
Óska eftir verzlunarhúsnæði 1000—1500 fer-
metrum á einni eða tveim hæðum.
Tilboð leggist inn á afgreiðslu blaðsins merkt
f „Verzlunarhúsnæði“.
»
I
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að
undangegnum úrskurði verða lögtökin látin
fram fara án frekari fyrirvara, á kostnað
gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dög-
um liðnum frá birtingu þessarar auglýsing
. ar,. fyrir eftirtöldum gjöldum:
Ógreiddum sköttum og öðrum þinggjöldum
ársins 1960, sem nú eru öll fallin í eindaga,
áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og
miðagjaldi, gjöldum af innlendum tollvöru-
tegundum og matvælaeftirlitsgjaldi, skipu-
lagsgjaldi af nýbyggingum, söluskatti og ið-
gjaldaskatti 3. ársfjórðungs 1960, vangreidd
um söluskatti og útflutningssjóðsgjaldi eldri
árs, svo og iðgjöldum atvinnurekenda og at-
vinnuleysistryggingagjaldi af lögskráðum sjó
mönnum, ásamt skráningargjöldum.
Borgarfógetinn í Reykjavík, 1. nóv. 1960
ji ^
Kr. Kristjánsson.
Rafmóforar
frá ¥EB Elekírojnotorenwerk
Grunhaln:
0,25 ha. 1-fasa Kr. 1.096,—
0,50 ha. 1-fasa Kr. 1,381,—
0,75 ha. 1-fasa Kr. 1,972,—
1 ha. 3-fasa Kr. 1,298,—
Stórfeld verðlækkun á plast-kapli
2x1,5 — 3x1,5 — 4x1,5
Rafiækjaverzlunin U.
Tryggvagötu 23 - Sími 1 82 79 - Reykjavík
Sendum í póstkröfu.
Auglýslngasíml
A Iþýðublaðsins
er 1490«
10 2 n^v. ,1960 Al^hlaðið
ÍÞRÓTTIR
Framhald af 11. síðu.
Æfingar fara fram í íþrótta-
'húsi KR og eru þjálfarar Óli
B. Jónsson, sem þjálfar meist-
araflokk og 1. og 2. flokk, Ragn
ar Guðmundsson þjálfar 3. fl.
og Guðbjörn Jónsson 4. flokk,
Gunnar Jónsson. Jón Jónsson
og Jóhann Reynisson þjálfa 5.
fl. og Gunnar Felixsson kenn-
ir knattþrautir.
'Sameiginlegar þrekæfingar
eru í fþróttahúsi Háskólans á
miðvikudögum kl. 19,40 fyrir
allar deildir félagsins og þjálf-
ari þar er Benedikt Jakobsson.
BRIDGE
Framhald af 13. síðu.
drottningu. Sagnhafi trompaði
í borði og lét hjartakónginn.
Síðan svínaði hann tígli, og
varð að gefa tvo slagi á þann
lit.
Einn slagur tapaður, og sam
herji fékk „toppskor“ fyrir
þessar sagnir og spilamennsku.
Zóphonias Pétursson.
Þrir skálkar
Framhald a£ 7. síðu.
Önnur smærri hlutverk
fara þeir með Garðar Óskar-
son, Huldar Ágústsson og
Bogi Sigurðsson. Þá eru og
með „Förumenn og fólk úr
Sæborgarskókn". Leiktjöldin
eru máluð af Lárusi Árnasyni
og hefur honum sjaldan tek-
ist betur. Ljós voru mjög góð.
Undirleik önnuðust þau frú
Sigríður Auðuns og Grétar
Jónsson.
Leikfélag Akranes á þakkir
skildar fyrir að hefja starf
svo snemma vetrar og ættu
Akurnringar að sjá sórna
sínn í að sækja sýningar fé
lagsins.
H. S. H.
kSKII>AUIt.tRB KIKISI^N
Hekla
vestur um land í hringferð
4. þ. m.
Tekið á móti flutningi í
dag til Patreksfjarðar, Bíldu
dals, Þihgeyrar, Flateyrar,
Súgandafjarðar, ísafjarðar,
Siglufjarðar. Akureyrar,
Húsavíkur, Kópaskers, Rauf
arhafnar og Þórshafnar.
Farseðlar seldir á morgun.
Herðubreið
vestur um land til Akureyr-
ar hinn 7. nóv.
Tekið á móti flutningi á
morgun til Tálknafjarðar,
Húnaflóa og Skagafjarðar-
hafna og til Ólafsfjarðar.
Farseðlar seldir árdegis á
laugardag.
THE PGETRY OF ICELAND
ILHJAl MUR
' THE P0ETRY 0r KIELAMD
UPPLESTUR ÚR
EIGIN VÉRKUM
(SEAD1N8S ' RflM H,? ov.'rí WORKS)
TVÖ VE6LAUS BGRN
HERBERGIÐ MíTT ■
PÁUXUBLÖM
BÆH
ÖKULIÖÐ
bORSTI
JtSÚS KRISTUR 06 ÉG
íslenzk þýðing á umsögn Sölva Eysteinssonar, M.
A., nm skáldskap Vilhjáims frá Skáholti, prentaðri
á bakhlið plötuumslagsins.
ViJhjálmur frá Skáholti fæddist í Reykjavík árið 1907 og má
teljast sannur sonur höfuðborgarinnar. Þótt hann kveði stund
um um veldi fjalla og blóma, þá er það líf borg.arinnar og við-
brögð einstaklingsins gagnvart því, sem einkum endurspeglast
í skáldskap hans. Það er umhverfið, sm oft skapar vonbrigði og
ósigra fyrir óbreyttan alþýðumann. Það er umhverfi, sem býr
yfir ieyndum hættum fyrir þá, sem einbeita sér að hamingju-
eða gleðileit. Þag er umhverfi, sem kemur þeim, er valið hafa
heppilega braut í leit þessari, í ónáð meðal samborgaranna.
Kjarni þessa skáldskapar er því frumleg túlkun á mjög per-
sónulegri reynslu. Þar er að finna margar perlur svo skáldlegar
að á stundum staldrar lesandinn við höggdofa andartak, jafn-
vel þótt kvæðin í heild lcunni að skorta þann fágaða frágang, er
einkennir sönn listaverk, því að fyrir vandvirknislegt nostur er
Vilhjálmur of óþolinmóður. Form skáldskapar hans er í sam-
ræmi víð andstöðu hans gegn hefðbundnum venjum. Hann finn-
ur til andlegs skyldleika við Jesú Krist, af því að hann var mis-
skilinn og ofsóttur. Það kann að virðast ofdirfskufullt að gera
slíkan samanburð, en Vilhjálmur frá Skáholti biður aldrei vægð-
ar eða miskunnar. Þvert á móti gerir hann enga tilraun til þess
að gleyma göllum sínum eða velsæmisbrotum. Heimspeki hans
er því eðiilegt svar hans við duttlungum gæfunnar.
Fyrsta bók hans, NæturljóS, kom út 1931. Vort daglegt brauð
kom fjórum árum síðar og skípaði höfundi á bekk sjálfstæðra
og sérkennilegra skálda. Þessi bók var endurprentuð ári síðar
og öðru sinni 1950, en flutti þá jafnframt ný kvæði, er þóttu
ærinn viðburður. Aðrar ljóðabækur Vilhjálms eru Sól og menn.
(1948) og BlóS og vín (1957). Úrval úr þessum bókum, Jarðneski
Ijóð, kom út árið 1959. Ljóðin, sem Vilhjáimur frá Skáholti les
á þessari plötu, birtust öll í þessari síðustu bók.
FÁLKINN H.F. Hljómplöfudeild
••••••r«?(••••#