Alþýðublaðið - 04.11.1960, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 04.11.1960, Blaðsíða 15
lokið ætlunarverki sínu á Castaniu? „Vitanlega lofa ég að tala ekki um þetta frú Grise. EÉg skal hvorki segia neitt um það né það sem þér hafið sagt mér um hana. En haldið þér ekki að vissara sé að biðja John eða garðyrkjumanninn um að sofa' hér í nótt?“ Felicia hló hátt. „Vertu ekki svona heimsk, Jenny! Trúirðu mér ekki? Heldurðu að ég sé ekki að segja þér satt um það að ég viti hver þetta er? Sagði ég þér ekki að þetta kæmi ekki fyrir framar? Hefði ég ekki verið svona heimsk, hefði þetta aldrei skeð!“ Felicia strauk blíðlega um hendi Jennyjar. „Farðu upp og leggðu þig, Jenny. Trúðu mér, þetta er í lagi“. Og Jenny trúði henni. Já, hún var sannfærð um að hún væri örugg. Hafði Felicia ekki sagt svo? 14. Grannur maður í brúnum tveedfrakka og mjög smá- fættur. .... fela allt mögulegt. Einu sinni faldi hún föt herra Philips, þegar hann var að kenna Ad- am að synda. Það var mjög skemmtilegt fyrst, en svo varð það óþolandi. Gamla frú Grise varði Mary . . en mig var farið að gruna að hún væri einkennileg í kollinum og það var hún líka, því að hún sleppti sér alveg, þegar Enid Ambrose kom, hún var afbrýðisöm hennar vegna. — Ungfrú Pelicia hafði ætlað sér að segja henni upp, þeg- ar . . þegar það skeði og það hafði góð áhrif á Mary og hún virtist með fullu viti í réttarsalnum .. en svo fór þetta að koma smátt og smátt og nú reiðist hún, ef einhver kallar hana annað en Enid Ambrose. Já, já,“ hún and- varpaði. „Þetta fór með okk- ur öll. Eg hafði verið heyrn- arsljó fyrir, en nú keyrði um þverbak. Og veslings ungfrú Felicia sem alltaf var svo glöð og kát!“ Það var ekki oft sem Anna talaði svona mikið og Jenny varð að grípa tækifærið. lengur og verr vegna þess að „Vegna hvers?“ „Það er svo margt,“ taut- aði hún. „Svo rnargt sem ég get ekki sagt þér. En því vilt þú ekki vinna áfram við bæk- urnar • • mér fannst það svo skemmtilegt.“ „Það hlýtur þér að finnast fyrst þú nennir að skoða all- ar þessar barnabækur. Fann stu nokkuð?11 „Nei.“ „Það var heldur ekki lík- legt, að pabbi hafi sett neitt í þessar bækur stelpuflónið mitt! En við getum lokið við þetta, ef þú vilt, ég vil aðeins breyta vinnuaðferðinni.“ Hann hafði elt hana um herbergið og horft stríðnis- lega á hana. „Eg vil að við vinnum við sama vegg. 'Við sama skáp, á sömu hillu og ef unnt er við sömu bók. Viltu það ekki? — Jæja, þá höldum við áfram eins og frá var horíið.“ „Segðu mér hvert þú fórst,“ sagði hún til að skipta um umræðuefni. verður settur á geðveikra- hæli!“ „Geðveikrahæli!“ Rödd hang var líkust hvísli. „Kannske á taugahæli.“ Hann gekk eirðarlaus fram og aftur um gólfið og talaði hratt og slitrótt.“ Loka mig inni. Svo ég er hættulegur Roger Dean! Nú er ég það, nú skal þér standa ógn af mér, vesæli, saurugi Roger Dean! Ef ég get ekki rifið huluna af sál þinni, þá er ég ekki sonur föður míns. Geðveikur! Já, ég er geðveikur! Svo mamma heldur að ég sé geð- veikur, svo hún vill láta loka mig inni .....“ svo féll hann saman. Hann settist við skrif- borðið og lagðist fram á borð- ið, svo leit hann upp og augu hans voru þrungin kvöl. — „Farðu!“ æpti hann. „Farðu, í guðanna bænum!“ Tárin runnu niður kinnar hans. Jenny gekk hljóðlega til dyra, en það var eitthvað ó- mótstæðilegt afl, sem dró hana til hans og áður en hún vissi af stóð hún við hlið hans Jenny fann fótafar manns- ins við blómabeðið undir glugganum. Henni virtist sem ókunni maðurinn hefði komið neðan frá ströndinni. Hún hitti Önnu, þegar hún kom inn og hætti á að spyrja hana um Mary Ryan. „'Var frænka Lizzie sótt, Anna?“ „Já, ungfrú. Vesling Lizzie var svo fegin. Þetta hefur aðeins komið einu sinni fyrir fyrr, hennar er venjulega gætt svo vel. Hún er alls ekki hættuleg ungfrú, langt þvi ífrá, hún heldiir aðeins að hún sé konuræfillinn, sem grunuð var um morðið á herra Philip.“ „Hvenær fór hún að halda það, Anna?“ spurði Jenny. „Það kom smátt og smátt eftir réttarhöldin. En ef ég á að segja yður satt, ungfrú, þá var hún alltaf eitthvað einkennileg. Það þótti öllum vænt um, Mary. Hún var eins og stórt ánægt barn með • rjóðar kinnar og hlæjandi augu og stóra spékoppa, svo stóra, að herra Philip var van ur að segja, að Adam yrði að gæta sín á að drukkna ekki í þeim.“ Anna andvarpaði. „Adam var svo indæll drengur og Mary var alltaf að leika sér við hann. Þau skemmtu sér svo vel, en svo fór hún að verða eitthvað. einkennileg, og þess vegna réði ungfrú Fe- lieia kennslu'konu handa hon um.“ ,,Einkennileg?“ spurði Jenny,- „Já, ungfrú. • Hún fór að „Mér fannst svo einkenni- legt hvernig Mary fór að því að komast hingað .... hún býr hinum megin árinnar.“ „Hún getur það vel. Hún er með fullu ráði að þessu und- anskildu,“ það var sem Anna skildi að hún hafði talað of mikið, því hún tók sópinn sinn og fór. Þennan dag kom Adam heim. Jenny heyrði til hans þar sem hún kraup og skoðaði bækurnar undir glugga'num þar sem næturgesturinn hafði verið. Hún reis upp og Adarn stóð í dyrunum og brosti til hennar. „Svo þú ert hér aft- ur. Eg vona að það sé merki þess að þú hafir fyrirgefið mér og gleðjist yfir að sjá mig á ný. Það var gott fyrir mig að komast héðan. Eg hef ekki verið með öllum mjalla, Jenny, ég skil það vel núna, að þú vinnur ekki fyrir neinn og allr.a sízt fyrir læknirinn. Komdu til mín og réttu mér hönd þína, ég veit ekki hvort mig langar til að skoða bæk- urnar, en hönd þína vil ég fá!“ Jenny gekk til hans, en hann tók meira en hönd henn •ar áður en hún vissi af, lá hún £ faðmi hans og varir hans luktust um hennar. „Nú líður mér betur! En þér? Líður þér betur eða verr?“ „Hvort tveggja,“ held ég, sagði Jenny og sleit sig af „Eg fór að hitta Tommy og hina strákana.“ „Adam, ertu búinn að tala við mömmu þína?“ „Nei, hún hvílir sig. Eg kom beint hingað .. til þín!“ „Eg vil að þú farir til henn- ar strax og verðir hjá henni í allan dag.“ Hann leit á hana. „Hvers vegna, Jenny?“ „Vegna þess .... að þessi hugmynd þín ........ Um að finna morðingja föður þíns .... hefur fengið hana til að samþykkja . . til að fara að ráðum........“ „Heyrðu mig nú, Jenny,“ sagði hann og henti bókinni sem hann hélt á á borðið, — „hvað ertu eiginlega að reyna að segja mér?“ „Eg er ekki að reyna að segja þér neitt, Adam. Eg er að reyna að aðvara þig. Þú sagðir, að ég væri vinkona Rogers Deans, en nú vinn ég gegn honum Adam, hann heldur að þú .... “ „Áfram! Út með það! Hann heldur að ég sé • • hættuleg- ur?“ „Hann heldur að þú sért .... geðbilaður og mamma þín á að gefa honum ástæður og .. samþykki sitt til að þú í sólríku herberginu og strauk yfir hár hans. „Adam, ekki þetta, Adam. Mamma þín elskar þig. Hún er hrædd. Og fólk verður svo grimmt, þegar það er hrætt Adam. Farðu til hennar, Ad- am.“ „Eg á engan .... “ stundi hann. „Engan ....“ svo reis hann á fætur og þrýsti henni að sér, Hún fann hvernig hjarta hans sló og kossar hans brunnu á vörum hennar. Þau sögðu ekki orð og hún gat ekki hugsað. Svo var kallað upp stigann. Það var gamla frú Grise; „Adam, ertu uppi? Eg þarf að tala við þig.“ Adam sleppti Jenny og brosti. „Þarna á ég vin,“ sagði hann. „Já, amma, ég er hér, ég kem, þú skalt ekki fara upp stigann.“ Hann gekk fram á stigapallinn „Eg kem eftir augnablik. Er það í lagi?“ Adam kom inn aftur. „Eg fer og tala við hana Jenny og svo tala ég við mömmu. Eg skal sannfæra hana um að það sé ekkert að mér. Eg skal sannfæra hana um að ég leyti ekki lengur að morðingja föð ur míns. Eg skal leika á Dean og meðan mamma hefur hann Framhal dssaga 15 ef*ír KATHRINE N. BURT að trúnaðarvin, verð ég að j, leika einnig á hana.“ ’j „En ætlarðu ekki að hætta “ við það,“ tautaði Jenny. „Nei, .. ég skal halda á- fram, .... þangað til að ég i| veit hver sannleikurinn er? i! Mér er alveg sama hver hann" er .. hvað hann gerir mér eða þeim • • svo ég segi þér satt, Jenny, þá er mér sama um allt og alla nema þig! Kannske þú vitir það þegar!“< Hann gekk til dyra og blíð-. leg rödd hans heyrðist utan úr stiganum. „Guð blessi þig, elskan mín!“ „Vertu ekki hræddur!“ —. kallaði Jenny titrandi röddu. - „Vertu húsbóndi á þínu heim- ili, Adam.“ Hún heyrði að hann hló — svo var dyrunum lokað. -'í 15. Jenny átti frí eftir matinn og hún vildi leyfa Adam að vera einum með Feliciu. Því var það, að hún fór til Bar- ent og spurði eftir bréfi á .pósthúsinu þar. Hún hélí; dauðahaldi í umhugsunina um. Nick, Nick, sem var svo ró- legur, sem aldrei reiddist skyndilega. Nick sem elskaði hana. Yrði það ekki breyting fyr- ir hana, ef hún fengi bréf frá honum í dag, þar sem hann ' fullvissaði sig um ást hennar? Orð Adams: „Guð blessi þig ástin mín,“ hljómuðu fyrir eyrum hennar og hún skalf af kulda í hlýrri ágústsólinni. Hún hafði komið til Barent' í apríl og nú var ágúst kom-, inn. Og hún hafði svo til al- veg gleymt móður sinni eins) og hún var, í hennar stað varí mynd ungu kennslukonunnar,i sem hafði leikið sitt hlutverkr i morði Philips Grise. > Já, hugsaði Jenny, fyrst nú skil ég móður mína. Nú er hún, Enid hennar Feliciu, —•. Enid hans Philip, sú, Enid. sem Roger Dean fyrirleit. . • ( En hvað svo sem kæmi fyrir Jenny Thorne, þá skyldi hún. sjá svo um, að þessi kona, sem hafði legið undir grun í tuttugu ár, saklaus yrði nú hreinsuð af ákærunni, En hún hafði svikið þau > Nick og móður sína. Hún hafði leyft Adam að kyssa sig... ! það ók bíll upp að hlið hennar, 1 Dean læknir blótaði. „Gættu að þér Jenny ... ertu að reyna að fremja sjálfs morð? Hvert ertu að fara? —• Það er alltof langt að ganga til Barent“. Hræðslan í andliti hans vék fyrir gleði hans yfir að sjá , hana og andiit hans varð blíð- , legt. • « „Komdu með, þú verður að reyna að bæta fyrir það, að þú varst að gera út af við mig af hræðslu. Ertu á leiðinni til pósthússis?“ ),Já“. „Gott, ég skal láta þig af hér. Ég er að fara í sjúkra- heimsókn kannske get ég sótt þið á eftir og ekið þér heim“. Jenny settist við hlið hans •• Alþýðnblaðiðv-r- 4. uwtt 1960-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.