Alþýðublaðið - 03.12.1960, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.12.1960, Blaðsíða 4
: Fyrir þjóð, sem metur irelsi sitt og fullveldi meira en nokk uð annað, hijóta utanríkismái að skipa öndvegi. Á sviði ut- anríkismála, og hvergi ann- ars staðar, verður metið og ■ vegið, hvort hún er raunveru- lega frjáls og fullvalda. Engin þjóð getur lifað nú- tíma lífskjörum í landi sínu, : nema með miklum og margvís leg'um samskiptum við aðrar þjóðir. Þetta á við um íslend- inga ekki síður en aðrar þjóð- ír. Slík samskipti hljóta hins vegar að byggjast á því, að við eins og aðrir, komum fram í samfélagi þjóðanna eins og' siðuð og ábyrg þjóð, fylgjum Jpeim leikreglum, sem viðtekn- ar eru og við höfum gengifct undir í Sameinuðu þjóðunurn, en sýnum sanngirni og sátt- fýsi í hverju máli, þótt við höldum fast á okkar rétti og stöndum dyggan vörð um hags muni okkar. Einarðleg barátta þjóðarinnar fyrir hagsmuna- málum sínum á alþjóðavetí- vangi aflar henni samúðar og irausts á meðan réttum leik- reglum er beitt og þeim starfs aðferðum fylgt, sem viðtekn- ar eru í samskiptum friálsra þjcða og staðfestar í stofnskrá fíameinuðu þjóðanna. Brot á réttum leikreglum, ofbeldi í stað laga og réttar, er hverju málefni til óþurftar og hverri þjóð, sem slíku beitir til tjóns. í innanríkismálum eigum við aðeins við sjálfa okkur og getum leyft okkur margt. En það er meginatriði, að íslend- tngar, eins og aðrir, blandi ekki utaiiríkismálum í innan- ríkisdeilur sínar, heldur skilji hina algeru sérstöðu þeirra. Það er ekki farsælt fyrir þjóð- ina, ef menn og flokkar sveifl- ast í afstöðu til utanríkismála eftir því, sem hentar þeim hverju sinni í valdabaráttunni innanlands. Slík ábyrgðarlaus pólitík er í raun réttri leikur með fjöregg þjóðarinnar, sjálft sjálfstæði hennar. Þetta gera aðrar frjálsar og full- valda þjóðir sér Ijóst. Eeynsl- an hefur kennt þeim, að þó stjórnmálaflokkana greini á úm flest í innanlandsmálum, þá er frelsið og fullveldið í hættu, ef ábyrgðarlaus og tækifærissinnuð sérhagsmuna streita ræður afstöðunni til utanríkismála. Lýðræðisílokk ar bræðraþjóðanna á Norður- löndum hafa á þessu sviði, eins og svo mörgum öðrinn, gengið á undan með góðu for- dæmi. Hitt þarf engan að undra þó að illa gangi sam- starf um meðferð utanríkis- mála á milli þeirra, sem unna frelsi og lýðræði og hinna, sem vilja hVorttveggja feigt. Leiðir þeirra liggja ekki sam- an. Takmarkið er ekki eitt. Við íslendingar hlutum þá viðurkénningu annarra þjóða. sem okkur reið á 1944, og er- um síðan viðteknir sem full- valda ríki í samfélagi þjóð- anna. Við höfum gerzt þáttak- endur í fjölmörgum alþjóða- samtökum, þar sem við, eins og aðrar þjóðir, hverju sinni heitum góðu samstarfi' og samvinnu um lausn hvers- konar vandamála. Allar skuldbindingar eru hér gagn- kvæmar og jafnbindandi fyr- ir alla aðila. Fyrir smáþjóð er þetta ánægjuleg nauðsyn, þar sem fremsta ósk hennar er að lifa í friði við alla og stuðla á sína vísu að friðsam- legri lausn deilumála í heim- inum. En þá væntir hún ‘hins sama af öðrum. II. Á skömmum ferli íslend- inga sem sjálfstæðrar þjóðar hafa þeir þurft að fást við mörg og nokkur mjög vanda- söm mál, vegna samskipta.við aðrar þjóðir. Sum þeirra eru svo þýðingarmikil fyrir þjóð- ina, að á úrlausn þeirra getur oltið um hag hennar í framtíð- inni og um alla sambúð og samstarf hennar við grann- þjóðirnar á ókomnum tímum. Eitt þessara mála er fram- kvæmd útfærslu fiskveiðilög- sögu við ísland gagnvart öðr- um þjóðum og deilur þær, er ■þar hafa risið. Hefur stúdenta- ráð Háskcla íslands farið þess á leit við mig, að &g ræddi hér í dag viðhorfin í þessu máli. Svo sem alþjóð veit, þá hafa staðið yfir undanfarið viðræð- ur milli ríkisstjórna Islands og Bretlands til þess að kanna hvaða möguleikar séu á því að leysa deilu þá, sem uppi er um aðstöðu brezkra fiski- skipa á íslandsmiðum. Við- ræðum þessum er enn eigi lokið, og er því ekki tímabært að ræða gang þeirra eins og stendur Hinsvegar mun ég leitast við að athuga aðalatriðin í baráttu íslendinga fyrir því að ihafa áhrif á þróun þjóðarrétt- ar að því er fiskveiðilögsögu varðar, viðhorfin á alþjóða- vettvangi í landhelgismálinu í idag og stefnu og aðgerðir ís- lendinga í ljósi þeirra, III. Barátta íslendinga fyrir auk inni fiskveiðilögsögu hófst ár- ið 1948 með setningu laganna um vísindalega vei’ndun fiski- miða landgrunnsins og 1949 var samningnum við Breta frá 1901 sagt upp. Samkvæmt þeim samningi gátu Bretar stundað veiðar allt að 3 míl- um frá ströndum, þ.á.m. inni í flóum og fjörðum, og voru hinar sömu reglur látnar gilda um allar aðrar þjóðir, sem fiskveiðar stunduðu á íslands- miðum um hálfrar aldar skeið. Þegar fyrir heimsstyröldina síðari var orðið ljóst, að á- framhald á sömu braut mundi ieiða til gjöreyðileggingar fiskistofnanna og efnahags- legr afkomu þjóðarinnar þar með stefnt í voða. Gögn þau, sem fyrir hendi eru, sýna þetta svo glöggt, að eigi verð- ur um deilt. Þess vegna var samningnum frá 1901 sagt upp og grundvöllur lagður fyrir raunhæfum aðgerðum með landgrunnslögum frá 1948. Samkvæmt þeim lögum var sjávarútvegsmálaráðherra heimilað að afmarka svæði innan endimarka landgrunns- ins við ísland og gefa út regl- ur, er gilda skyldu um veiðar á þeim svæðum. Hér er um heimildarlög að ræða, enda var 3 mílna reglan um þetta leyti talin svo föst 1 sessi og ekki sízt meðal þeirra þjóða, sem fiskveiðar stunduðu við ísland, að ekki stoðaði að fara að neinu óðslega. En grund- völlurinn var lagður og jafn- framt var hafin barátta á al- þjóðavettvangi gegn 3 mílna reglunni og fyrir viðurkenn- ingu á víðtækari fiskveiðilög- sögu sérstaklega þar sem þjóð byggir afkomu sína á fiskveið- um meðfram ströndum sínum. Hér var í rauninni ,um þrefalt úrlausnarefni að ræða. í fyrsta lagi varð að afla viður- kenningar fyrir beinum grunn línum, er viðátta lögsögu í til- teknurn mílufjölda yrði' mið- uð við. í öðru lagi var nauð- synlegt að greina milli hinnar eiginlegu landhelgi og sér- stakrar lögsögu yfir fiskveið- um og í þriðja lagi varð að fá hnekkt þriggja mílna reglunni þannig að viðurkenning feng- ist fyrir miklu víðtækari fisk- veiðilögsögu. Þessi barátta hófst með því að sendinefnd ísl. á allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna 1949 lagði til að alþjóðalaga- nefndinni skyldi falið að rann saka í ‘heild reglur þær, er gilda skyldu á liafinu. Þessi tillaga fékkst samþykkt og' vann alþjóðalaganefndin að þessum störfum mörg næstu ár. Gafst þá þrásinnis tæki- færi til þess að gera athuga- semdir við frumdrög nefnd- arinnar og voru þau tækifæri öll notuð af ríkisstjórn ís- lands, Þá voru einnig haldnar alþjóðaráðstefnur í sambandi við störf þessi', t. d. í Róm 1955 og svo Genfarráðstefnurnar 1958 og 1960. Við öll slík tæki- færi og á allsherjarþingum SÞ var af íslands hálfu unnið að framgangi þeirra atriða, sem ég gat urn Á þessu tímabili var einnig kveðinn upp dóm- ur í deilumáli Breta og Norð- manna varðandi grunnlínu- kerfið við Norður-Noreg. Ég vil nú víkja nokkuð nán ar að þessum þrem atriðum, sem ég minntist á. Að því er varðar fyrsta at- riðið — grunnlínur, verður að hafa hugfast, að samkvæmt samningnum frá 1901 og kenn ingu 3 mílna þjóðanna yfir- leitt var talið, að grunnlínur bæri að miða við lágfjöru á ströndum. þó þannig að í fló- um og fjörðum skyldi draga línu þvert yfir flóann á þeim stað næst mynni hans, er breiddin fer eigi fram úr 10 mílum. Svo sem kunnugt er. hafði þetta fyrirkomulag í för með sér, að erlendir menn stunduðu fiskveiðar á mest- um hluta hinna stærri flóa og fjarða. Frá öndverðu lögðu íslendingar á það höfuðá- herzlu, að þeim skyldi heimilt að draga grunnlínur þvet yfir flóa og firði og var sú megin- regla notuð þegar í fyrstu reglugerðinni, sem gefin var út árið 1950 samkvæmt land- grunnslögum um lögsögu fyr- ir Norðurlandi. Þá var deilu- mál Breta og Norðmanna varðandi grunnlínur við Nor- eg enn óútkljáð fyrir alþjóða- dómstólnum í Haag. Hinar norsku beinu grunnlínur voru þar staðfestar í desember 1951, svo sem kunnugt er, og á árinu 1952 var önnur reglu- gerðin samkvæmt Jandgrunns lögunum gefin út hér. Var þar kveðið á um beinar grunnlín- ur umhverfis ísland og 4 rnílna fiskveiðilögsögu frá þeim. Ýmsir aðilar, þ.á.m. Bretar, héldu því fram, að Haagdómurinn í brezk-norska Framhald á 13. síðu. WHWWWMWWWWWMWWWWWWMWMWWW l! 11 IÞeir vanvirfu háskólann, i| en Guðmundur í. flutti hógværa og fræðilega 1. desemher ræðu 4 3. des. 1960 — Alþýðublaðið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.