Alþýðublaðið - 03.12.1960, Blaðsíða 3
Lýðveldi sem
fyrst í Alsír
«
j! Sfjórnarkjör
| / Sjómanna-
I féíaginu
STJÓRNARKJÖR í Sjó
mannafélagi Rvíkur stencl
ur nú yfir. f dag verður
kosið frá kl. 1—7 e. h. en
aðra daga er kosrð kl. 3—
G e. h. Listi stjórnar og
trúnaðarmannaráðs er A-
listi, og er hann skipaður
margreyndum og þekkt-
um forustumönnum sjó-
manna.
Sjómenn’. Standið vörð
um félag ykkar og kjósið
sem fyrst. — X-A.
Deilur um
stjórn Bjarg-
ráðasjóðs
PARÍS — 2. des.
FRANSKA ríkisstjórnin var
á fundi í dag og bárust henni
þá fyrirmæli frá de Gaulle
Frakklandsforseta um að hraða
undirbúningi að stofnun lýð-
veldis í Alsír, er tengt verði
Frakklandi með samningi. Mun
hann vilja að mál þetta verði
komið all-langt áleiðis er hahn
heldur til Alsír innan skamms.'
Mun hann ferðast um landið í
fimm daga, flytja þar ræður
um stefnu sína í Alsírmálinu
og ræða hana við fjöldann all-
an af Alsírbúum.
Reuter-fréttastofan telur, að
það er nú hefur gerzt, bendi til
þess, að de Gaulle hyggist nú
herða mjög baráttu sína fyrir
lýðveldisstofnun í Alsír.
Frétt þessi hefur valdið mikl ,
um ugg og kvíða meðal Evrópu
manna, einkum Frakka, í Alsír, I
Hins vegar hefur hún eflt mjög
vonir Serkja Um að Alsírmál j
inu verði loks skipað í viðun- i
andi horf og friði þar með kom '
ið á í landinu. Talið er, að að-
eins fimmtungur evrópskra
Alsirbúa séu alvarlega mót-
snúnir fyrirætlunum forset-
ans.
fvOKKRAR deilur urðu í
Efri deild alþingis í gær um
skipan stjórnar Bjargráðasjóðs
Islands, en frumvarp um hann
var til 3. umræðu í deildinni.
Gert er ráð fyrir fjögurra
manna stjórn ,en stjórnarand-
stæðingar lögðu til að stjórnin
yrði skipuð finim mönnum.
Til máls tóku við umræðuna
Alfreð Gíslason, læknir (tvis-
var), Sigurvin Einarsson( tvis-
var), Friðjón Skarphéðinsson
og Jón Þorsteinsson. Breyting-
artillögur stjórnarandstæðinga
voru báðar felidar með 9 at-
kvæðum gegn 7, en frumvarp-
ið í heild samþykkt með 14
samhljóða atkvæðum og vísað
til Neðri deildar.
Óttazt um
trillubat
í ÉTVARPINU seint í gær
kvöldi auglýsti Slysavarna
lag íslands eftir trillubát frá
Stykkishólmi, sem farið liafði
í róður í fyrrinótt, en ekkert
spurzt til síðan.. Voru skip og
bátar á Breiðafirði beðin að
svipazt um eftir bátnum og að
stoða hann, ef með þyrfti. Þeg
ar blaðið fór í prentun, var bát
urinn kominn fram og á leið
inn Grundarfjörð, þegar síðast
fréttist.
Churchill
fær köku
CHURCHILL gamli er
ekki dauður úr öllum æð-
um þrátt fyrir háan aldur
Hann átti 86 ára afmæli á
miðvikudaginn og var
ekkr betur séð en að hann
væri búin að ná sér eftir
rófubrotið, scm hann varð
fyrir á dögunum. Hefur
hann ábyggilega hlotið
verri byltu fyrr á ævinni.
Myndin er af afmælístert
unni, sem bakarar í Lon-
don færðu honum í tilefni
dagsins.
MHMWHWHMMHnMmm
Keflavík
FULLTRÚARÁÐ Alþýðu-
flokksins í Keflavik heldur
fund n.k. mánudagskvöld á
VÍK (uppi) kl. 9.
Lumumba fer
fyrir herrétt
LEOPOLDVILLE, 2. des.
EINS og áður hefur verið
skýrt frá í fréttum hafa her-
menn Bobutu, ofursta og vald
manns í Kongó, tekði höndum
Patrice Lumumba forsætisráð-
herra í Kongó. Ásamt honum
var Kasiamura, upplýsinga-
málaráðherra hans, einnig
handtekinn. Báðir voru þeir
félagar handteknir í Norður-
Kasai-héraði. Mobutu ofursti
segir, að hermennirnir hafi
viljað skjóta fangana umsvifa
laust, en hann hafi persónu-
lega komið í veg fyrir það.
Hermennirnir munu væntan
lega koma með fangana til Leo
poldville eftir nokkra daga.
Mun þá herréttur taka mál
þeirra fyrir og verður Lum-
muba sakaður um að hafa egnt
herrinn gegn Mobuta.
Því var mótmælt í dag af
herstjórn SÞ, að Ghana-her-
menn úr liði SÞ í Kongó hafi
gert tilraunir til að hindra
handtöku Lummuba
LONDON, 2. des.
ÞEIR páfi og erkibiskupinn
af Kantaraborg ræddust við í
Páfagarði í dag Stóð fundur
þeirra í 55 mínútur og fór fram
í bókasafni páfans. — Þetta er
í fyrsta skipti í aldaraðir sem
fundur manna í embættum
þessum fei' fram. Þykir hann
því miklum tíðindum sæta. •
rtMHHHHWWHWVWWHMHWMWWHW HMMMWWHHWHMHHMIWMMMHMMWHMWHMMMMWWVHMVMMMMWHMMMHMHVHMWWHMMMW
FORDÆMD
HÁTÍÐANEFND stúd-
enta 1. dcseniber vill taka
fram eftirfarandi vegna
liins ósæmileg atburðar, er
varð á hátíðasamkomu liá-
skólastúdenta 1. descmber:
1. Hátíðanefndin harmar þá
óvirðingu og fullkomna
skort á virðingu ,sem
nokkrir samkomugesta
sýndu forseta íslands, hr.
Ásgeiri Ásgeirssyni, er
hann gekk í hátíðasalinn,
2. Hátíðancfndiin fordæn('r
þá framkomu nokkurra
samkomugesta að ganga
af hátíðasamkoiuu í Há-
skólanum með háreysti
4.
og svívirða þar með há-
skólann sem slíkan og
þann lakademiska anda,
sem liingað til liefur ríkt
innan þcirrar stofnunar.
Nefndin vill leggja á-
herzlu á það, að meiri-
hlutí þeirra, er gengu út,
voru ekki háskólastúdent
'ar, lieldur fólk utan úr
bæ, sem hingað til hefur
ekki sýnt fullveldishátíð
stúdenta 1. des. neinn á-
huga, enda „smalað11' af
ákveðnum pólitískum öfl
um.
Rétt er að benda á vegna
villandi ljósmyndar í
einu af dagblöðum bæjar
ins, að undanfarin ár lief
ur þessi hátíðasamkoma
ekki verið fjölmenn, enda
verið útvarpað. Á um-
ræddri mynd sjást að
minnsta kosti ekki tveir
öftustu bekkir salarins,
sem voru þéttsetnir af há
tíðargestum.
Hátíðanefndin væntir
þess, að liáskólastúdentar !al
rnennt fordæmi þessar aðfar
ir utanaðkomandi afla og
hvetur þá til að standa trygg
an vörð um sæmd og virð-
ingu íslands.
mmmmmmwmmmwmmmmwmmmmmwmmmmmmmmw mmmmmwmmmmmmmmmmmmmvmmmmv mmmm*mmmmmmmmmm*mmmm*mvmmw
Alþýðúbláðrð — 3. des. 1980 3