Alþýðublaðið - 03.12.1960, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 03.12.1960, Blaðsíða 13
Ræða Guðmundar í. Framhald af 4 síðu. málinu skapaði ekkert for- dæmi, því að hami væri al- gjörlega miðaður við lands- lag og aðrar aðstæður í Norð- ur-Noregi og gætu íslending- ar þar engar ályktanir dregið sér í hag. í öllum athuga- semdum ríkisstjóx-narinnar til alþjóðalaganefndarinnar, svo og á fundum allsherjarþings- ins, var haldið fast við sjón- armið íslendinga og að lok- um samþykkti fyrri Genfar- ráðstefnan 1958 orðalag varð- andi grunnlínur, er staðfesti' meginreglur þær, sem Haag- dómurinn í máli Breta og Norðmanna byggist-á og virð- ist öruggt, að núgildandi' grunnlínur við ísland brjóti ekki í bág við það ákvæði. Mun því ekki til þess koma héðan af, að þær ráðstafanir, sem íslendingar gerðu til að Joka flóum og fjöi’ðum fyrir veiðum erlendra manna verði véfengdar. Þegar þess er gætt að talið er, að ráðstafanirnar fx'á 1952 hafi haft ómetanlega þýðingu fyrir verndun fiski- stofnanna — og mörgum sinn- um meiri' þýðingu en sú við- bót sem fékkst 1958 með út- færslu fi'á 4 í 12 mílur —■ er hér mikið gleðiefni fyrir okk- ur íslendinga. Annað atriðið, sem ég vék að, var nauðsyn þess að greina milli eiginlegrar landhelgi og fiskveioilögsögu. Þetta var nauðsynlegt vegna þess að úti lokað mátti telja að meiri- hluti og það jafnvel einfaldur meiihluti mundi fást innan Sameinuðu þjóðanna fyrir t. d. 12 mílna landhelgi. Þriggja mílna ríkin höfðu alltaf haldið því fram, að landhelgin væri' 3 mílur samkvæmt alþjóðalög um og ekki væri um það að ræða að samþykkja nein við- bótarbelti varðandi fiskveið- ar. Þar sem ljóst var, að meirihluti mundi ekki fást fyrir aukinni landhelgi beind- ist barátta íslendinga að því að fá viðurkenndan gi'einar- mun á landhelgi annai's veg- ar og fiskveiðilögsögu hins vegar. Landgrunnslögin sjálf byggjast á þessu sjónarmiði og þegar á árinu 1949 tókst að koma þessu hugtaki inn í al- þjóðasamning og var það verk íslenzku sendinefndarinnar á Washington-fundinum í jan- úar og febrúar 1949 um vernd- un fiskistofna Norð-vestur Atlantshafsins. Að vísu segir þar aðeins að ákvæði samn- ingsins skuli eigi hafa áhrif á skoðanir samningsaðilanna varðandi víðáttu landhelgi og fiskveiðilögsögu, en hugtakið var þá viðurkennt og síðan var þessu sjónarmiði alltaf fylgt eftir af Islendingum á öllum alþjóðafundum, þar sem mál þessi komu til umræðu. Fór svo að lokum, að Genfar- ráðstefnurnar báðar byggðu á þessu sjónai'miði. Á ráðstefnunni 1960 fengu tillögur um 12 mílna landhelgi aðeins 32 atkvæði og var þar með staðfest, að sú stefna var vonlaus að ætla sér að afla nægilegs fylgis á alþjóðavett- vangi fyrir útfærslu land- helgi. Þau ríki, sem börðust gegn slíkri reglugerð á ráð- stefnunum lögðu áherzlu á. að hugtakið landhelgi fæli í sér það, að hlutaðeigandi ríki hefðu fullveldisyfirráð yfir því svæði, sem um er ag ræða, og gætu bannað aliar sigling- ar á svæðinu og loftfei'ðir yf- ir því. Ef slík 12 mílna land- helgi væri viðui'kennd gæti það haft tórkostlegar afleið- ingar varðandi almennar sam- göngur í heiminum. — Eins og áður segir, voru landgrunnslögin byggð á því sjónarmiði að fiskveiðilögsag- an væri aðgreind frá landhelg- ishugtakinu og x-eyndist þetta rétt stefna, þar sem hún var lögð til grundvallar þeim til- lögum, sem mest fylgi hlutu á ráðstefnunni í Genf. Og kem ég þá að því atriði, sem er sjálf víðátta fiskveiðilögsög- unnar. Svo sem kunnugt er, tókst fyrri Genfarráðstefnunni 1958 ekki að leysa þetta vandamál. Á henni fékk sú tillaga mest fylgi — og skorti nú ekki nema 7 atkvæði til að fá 2/3 atkvæða — að landhelgi skyldi vera 6 mílur frá grunn- línmn, en á svæðiixu milli 6 og 12 mílna skyldi strandríki hafa lögsögu yfir fiskveiðum, þó þannig, að ekki mætti banna fiskveiðar erlendra þjóða á því svæði, ef þær hefðu stundað fiskveiðar þar um tiltekið árabil. Þetta þýddi þao, að t. d. við Island hefði ekki verið um að ræða sam- kvæmt þessari reglu nema 6 mílna lögsögu í raun og veru. En tillagan var felld, þótt hún heíði meira fylgi en nokkur önnur á fyrri Genfarráðstefn- unni. Sú ráðstefna gat ekki leyst málið. Á þeirri ráðstefnu flutti íslenzka sendinefndin tillögu þess efnis, að þar sem þjóð byggir afkomu sina á fiskveiðum skyldi henni heim ilt að ákveða lögsögu sína inn- an sanngjarnrar fjarlægðar frá ströndum, enda skyldi gerðardómur skera úr ágrein- ingi, er rísa kynni. Sú tillaga var felld, en fékk þó nokkuð fylgi, og undirstrikaði sér- stöðu íslands svo að mjög var eftir tekið. Þar sem fyrri Genfarráð- stefnan gat ekki leyst spurn- inguna um víðáttu fiskveiði- lögsögunnar, var haldin síð- ari Genfari'áðstefnan vorið 1960, svo sem kunnugt er. Mál ið þokaðist þar mikið áleiðis, þar sem nú fékk sú tillaga mest fylgi — og skorti aðeins 1 atkvæði til þess að 2/3 at- kvæða fengjust fyrir henni — að landhelgin skyldi talin ná 6 mílur frá grunnlínum, og á svæðinu milli 6 og 12 mílna skyldi þeim erlendu þjóðum er fiskveiðar hefðu þar stundað, heimilt að halda þeim áfram næstu 10 árin. Það munaði sem sagt aðeins 1 atkvæði, að 2/3 atkvæða fengjust fyifr þessari tillögu. Svo sem kunn- ugt er greiddi íslenzka sendi- nefndin atkvæði gegn tillögu þessari og má því segja, að hún hafi verið felld með at- kvæði íslands. Sendinefnd ís- lands hafði á þessari ráðstefnu flutt tillögu um að 10 ára tímabilið skyldi ekki taka til þjóða, sem byggðu afkcmu sína á fiskveiðum. Sú tillaga fékk talsvert fylgi, en að lok- um var hún felld. Var það mjög útbi'eidd skoðun á ráð- stefnunni, að finna yrði heild- arlausn, og væri því málamiðl unartillagan um 12 mílur með 10 ára aðlögunartíma sann- gjarn millivegur milli þriggja mílna þjóðanna og hinna, sem miklu meira vildu fá. Á seinni Genfarráðstefn- unni flutti íslenzka sendi- nefndýi tillögu um, að þar sem þjóð byggir afkomu sí’ia á fiskveiðum, og nauðsynlegt reynist að takmarka veiðar á svæðum utan hinna eiginlegu fiskveiðitakmarka, skyldi hún hafa forgangsrétt til veiða á svæðinu, eftir því sem þöi'f krefði, og ef ágreiningur risi í því efni skyldi honum vísað til gerðardóms. Þessi tillaga var felld, en tillögur íslands í báðurn þessum efnum á í'áð- stefnunni urðu til þess að nokkur viðurkenning fékkst fyrir sérstöðu strandríkja, sem háð eru fiskveiðum, að því er varðar svæðin utan hinna almennu fiskveiðitak- marka, eins og þau eru á hverjum tíma. í samningi, sem fyrri Genf- arráðstefnan samþykkti með tilskyldum meirihluta, var gert ráð fyrir þeirri megin- reglu, að þau ríki, sem hags- muna hafa að gæta af fisk- veiðum á úthafinu, reyni að ná samkomulagi um nauðsyn- legar ráðstafanir til að vernda fiskistofnana á hinum ýmsu veiðisvæðum. Beri slíkar við- ræður ekki árangur innan til- tekins tíma, er ráðgert, að sti'andríkið geti sett reglur, er byggðar séu á því, að þörf sé verndari'áðstafana frá vísinda legu sjónarmiði, en þó þannig, að erlendum mönnum sé ekki .mismunað. Verði ágreiningur vegna slíkra ráðstafana skal honum vísað til gerðardóms. Á fyrri Genfarráðstefnunni var einnig samþykkt ályktun, sem sérstaklega er miðuð við þarfir þjóða, sem byggja af- komu sína á fiskveiðum. Er þar mælt með því, að þegar nauðsynlegt reynist að tak- marka veiðar vegna ofveiði skuli strandríkið hafa foi'- gangsi'étt og aðrar þjóðir, sem ÁLSÍRMÁLIÐ lieldur áfrma að gagntaka hugi allra Frakka og áhrifa þess gætir um heim allan, og ekki hvað sízt i hinni nývöknuðu Af- ríku, að ekki sé talað um Ar- abaríkin. Kommúnistar, og l>á einkum Kínverjar, hafa líka hugsað sér að nota Alsír málið cins og mögulegt er til þess að ná fótfestu í Norð ur-Afríku. Þeir sjá uppreisn armönnum fyrri vopnum og jafnvel er talað um kínversk arr ,,sjálfboðasveitir“ á leið ' til Alsír. Lítill vafi er á því, að kommúnistar áttu ríkan þátt í því, að viðræður upp- reisnarmanna og frönsku stjórnarinnar í sumar fói'u út um þúfur, tilboð kínversku kommúnistanna um aðstoð voru girnilegri en tilboð de Gaulle um vopnáhlé. Kín- verjar hafa hvað eftir annað hvatt alsírsku uppreisnar- mennina til að lialda barátt- unni áfram þar til fullur hernaðarlegur sigur væri unninn. fiskveiðar stundi á svæðinu hafa samvinnu við strandríkið í þeim efnum, enda sé einnig tekið tillit til hagsmuna þeii’ra sjálfra. Er þá jafn- framt gert ráð fyi'ir, að gerð- ardómur úx'skui'ði ágreining, sem rísa kann. Á síðari í'áðstefnunni lögðu Brazilía, Kúb.a og Uruguay fram tillögu þess efnis, að strandi'íki gæti ki’afist for- gangsi’éttar á svæðinu utan fiskveiðitakmarkanna, þegar sýnt væri, að fiskveiðai'nar hefðu grundvallarþýðingu í þjóðarbúskap hlutaðeigandi þjóðar. Var þá jafnframt tek- ið fram, að gerðardómur skyldi skera úr ágreiningi um réttmæti slíkrar kröfu, ef eitthvert ríki fæ-ri þess á leit. Þessi tillaga fékk meira en 2/3 Þð var eitt af stefnumálum de GauIIe er hann kom til valda fyrir rúmlega tveimur árum, að koma á friði í Al- sír, leysa Alsíiv'andamálið. En hingað til hafa tilraunir^. hans mistekizt, þótt eitthvað hafi miðað í áttina. Það er einróma álit þeirra, er með þessum málum fylgjast, að verði Alsírmálið ekki leyst á næstunni, verði sífellt erfiðr ara að finna nokkra lausn á því. Hemaðarsigur annars hvors aðilans er talinn óhugs andi. Margt bendir líka til þess, að nú ætli de Gaulle að gei'a úrslitatilraun. Sjálf- ur ætlar hann að láta fram fara þjóðaratkvæðagreiðslu urn Alsírsefnu sína, bæði í Frakklandi og Alsír. Þessi' at- kvæðagreiðsla er hugsuð sem undirbúningur undir þjóðar- atkvæðagreiðslu í Alsír uní pólitíska framtíð landsins. í næstu viku fer forsetinn til Alsír og jafnvel er talað um, að hann lýsi yfir einhliða vopnahléi í landinu. Hvað sem um það er, þá er hitt augljóst, að nú á að láta til skarar skríða á ein- hvern liátt, enda þótt fæ&tir viti nákvæmlega hvað de Gaulle ætlast fyrir frekar en venjulega. Breytingar þær, sem hann gerði á yfirstjórn mála í Al- sír, benda til þess að verið sé að undirbúa stjórnarskrif stofur fyrir landið. en það væri undanfari lýðveldis- stofnunra í landinu. Skipt var um stj órnarfulltrúa í A1J sír og sömuleiðis Alsírmála- ráðhei'ra, eða réttara sagt landstjóra. Alsírmálaráðhertj ann er æðsti rnaður landsins og í það var skipaður Louis Joxe, 59 ára embættismaður, sem um fjölda ára 'hefur Framhald á 11. síð. atkvæða, en var borin framl sem liður í heildartillögu, senij svo var felld, og var greinilegt að ýmsir greiddu henni aLj kvæði fremur en tillögu ís-j lands, vegna þess að þeimi þótti tillaga íslands gangaj lengra. En hér var við þaðj miðað, að strandríki, sem háð væri fiskveiðum, ætti að njóta sérstöðu á svæðum fyrir ut-, an hin eiginlegu fiskveiðitak- mörk, eins og þau eru á hverj-j um tíma. Er óhætt að fullyi'ðaí að þessi viðurkenning sé að; verulegu leyti árangur af bar-| áttu íslendinga í þessu efni. j Síðari hluti j á morgun Alþýðublaðið — 3, des. 1960 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.