Alþýðublaðið - 10.01.1961, Síða 4

Alþýðublaðið - 10.01.1961, Síða 4
GOTT veður var á Siglu- firði á gamlárskvöld og á nýársnótt. Myndirnar sýna brennu á gamlárskvöld og blysin í Hvanneyrarskál. Á efstu myndinni er brenna, sem bærinn lét hlaða, en nemendur og kennarar gagnfræðaskólans og lúðrasveitin gengust ann ars fyrir brennunni og álfa- dansi. Álfakóngur var Júl- íus Júlíusson, en álfadrottn ing var frú Magdalena Schiöt. ,Ljósá!(far og Ihirð- fólk voru um 150 talsins. Næsta mynd er af efni því, sem notað var í brennuna: Hótel Siglufirði. Hús það var reist á árunum 1909—11. 1925 keypti Páll Guðmundsson, véitinga- maður, húsið og opnaði þar Hótel Sigiufjörð. Bjó hann þar myndarbúi árum saman ásamt konu sinni, Elínu Steinsdóttur. Fyrir tveim- ur árum keypti lierinn Hót- el Siglufjörð, lét rífa það og var efnið úr húsinu nú notað í áramótabrennuna. Loks er neðsta myndin tekin á gamlárskvöld. Blys in í Hvanneyrarskál, norð- an frá Strákahyrnu yfir þ\’era Hvanneyrarskál, og upp í fjallið fyrir ofan Gimbrakletta, sjást á mynd- inni. 60 blys táknuðu árið, sem var að kveðja, og rétt fyrir neðan miðja skálina sést ártalið 1961 úr blysum. Félagar úr skíðafélaginu, undir forystu Jóns Dýrfjörð önnuðust um framkvæmd- ir við þetta. Myndirnar tók Aðalsteinn Sveinbjörnsson, en textann sendi okkur Jóhann Möller, fréttaritari Alþýðublaðsins á Siglufirði. tMMWWMWWWWMWtVtVMWVVVMWWMMVVWVWlte.VtV Minningarorð: uríður J. Lange EIN AF KUNNUSTU kon- um Reykjavíkur á fyrri tíð, frú Imríður Jakobsdóttir Lange, lézt 2. þessa mánaðar, 88 ára að aldri, og verður hún jarðsungin í dag frá Dómkirkj unni. Hún verður jarðsett í kirkjugarðinum við Suður- götu, við hlið eiginmanns síns. Þuríður Lange fæddist að Spákonufelli í Vindhælis- hreppi‘1, desember árið 1872. Foreldar hennar voru Björg Jónsdóttir frá Háagerði og Jakob Jakobsson frá Spákonu- felli. Stóðu að henni miklar og góðar ættir úr Húnaþingi. Þeg ar Þurícur var 12 ára gömul fór hún í skólann að Ytri-Ey, en hann hafði þá fyrir nokkru verið stofnaður, og sótti hún þann skóla hluta úr hverjum vetri þar til hún varð 17 ára. Þá fór hún hingað til íteykja- vfkur tii tvíburasystur móður sinnar, Bjargar, en hún var móðir Halldóru Bjarnadóttur, ritstjóra Hlínar, og lagði Þur- íður þá stund á nám í hann- yrðum og karlmannafata saumi. Að nokkru námi loknu hér réðst Þuríður að skólan- um að Ytri-Ey, en þá stóð hann í miklum blóma undir stjórnJEIínar Briem — og þar var Þuríður kennari í haim- yrðum og saumi í tvo vetur. Þegar hér var komið, réðst Þuríður til meiri mennta,enda skorti ekki á áræði, reglusemi og djörfung, eins og hún átti líka kyn til. Fór hún til Dan- merkur og settist í einn kunn- asta skóla þar, Zahle-skólann og stundaði nám í honum í tvö ár. Eftir heimkomuna til Reykjavíkur, árið 1899, gift- ist hún Jens Lange málara frá Randers og stofnsettu þau ásamt foreldrum hennar heim ili að Laugavegi 10. Jens Lange var hinn mesti reglu- og dugnaðarmaður og stund- •aði húsamálun hér í Reykja- vík áratugum sarnan við mik- inn og g'óðan orðstír. Þuríður gerðist um leik kennari við Kvennaskólann og kenndi hún við þann skóla í þrjá áratugi óslitið. Framhald á 12. síðu. 10. jan. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.