Alþýðublaðið - 10.01.1961, Blaðsíða 5
élagsbíó
avík
Gléypir
eld í
LIDÚ
ÞAÐ er ekki laust við,
að það fari um gestina í
LIDO, er þeir horfa á svert
ingjann Samy Wild Ieika
listir sínar. Wild er kol-
svartur, og ættaður frá
Afríku eða nánar tiltekið
frá Ghana. Ekki er það þó
hörundslitur hans, er
mörmum stendur ógn af,
heldur sú list hans, að
gleypa elda eins og ekkert
sé„ Wild þessi hefur sem
sagt ekki meira fyrir því,
að sleikja eldtungurnar
heldur en venjulegir
tnenn að fá sér vatnssopa.
Sér til aðstoðar liefur
Wild tvær fallegar svert-
ingjastúlkur, Kari Kari-
systurnar, er dansa í kring
um hann og reyna að
kveikja í honum í orðsins
fyllstu merkingu. Til þess
að sýna gestunum fram á
að engin brögð séu í tafli,
lætur Wild loga uppi í sér
um stund og gefur gestun-
um færi á að kveikja sér
í sígarettum í logunum
upp úr sér. Einnig fá gest-
ir í Iiendur logandi kyndla
og geta látið eldtungurnar
leika um ilj'ar Wilds án
þess, að honum bregði hið
minnsta. — Atriði Samy
Wilds er ósvikið og vissu-
lega furðar menn á því, að
hann skuíi fær um að
Ieika þessar listir. En nokk
ur merki ber hann einnig
eftir þetta. Allur er hann
brenndur í munninum og
kveðst hættur að finna
bragð af mat en löng þjálf-
un hefur gert honum
kleift að gleyp'a eldinn án
þess að finna fyrir því
lengur. — Á myndinni
sést Samy Wild gleypa
eld, er önnur Kari-systr-
anna hefur fengið honum.
tlWMWWUWWtWMWWWMWWWMWWWWWWWW
I*
URÐULE
Sandgerði, 9. jan,
ÞRETTÁN bátar voru úti í
nótt og hafa þeir fengið reyt-
ingsafla, 8—IIV2 tonn almennt.
Auk þess hafa tveir bátar héðan
verið á síld, Víðir II. og Stein-
unn gamla.
Um helmingur bátanna er
búinn að landa og mun afla-
magn vera svipað hjá hinum,
þetta 8—IIV2 tonn, svo að
heildaraflinn verður eitthvað á
annað hundrað tonn. Er það
bezti afladagurinn til þessa, —
enda flestir bátar á sjó. Fisk-
urinn er ágætur; ýsan er þó
heldur að aukast. E. G.
15 Keflavíkurbátar.
15 bátar frá Keflavík voru
á sjó í fyrrinótt. Var afli þeirra
5—8 tonn á bát og mun hafa
verið um 100 tonn samanlagt.
Þá voru 5 Grindavíkurbátar
úti í fyrrinótt.
Fregn til Alþýðublaðsins.
Kefiavík í gær.
FÉLAGSBÍÖ var opnað s. 1.
laugardag eftir að hafa verið
lokað í 0 mánuði. Hefur húsið
verið stækkað og miklar endur
bætur gerðar á kvikmyndahús-
inu svo að það er nú sem nýtt
sé. Sæti eru fyrir 400 manns.
Er Félagsbíó nú orðið í hópi
skemmtilegustu kvikmynda-
húsa hér á landi.
Húsnæði Félagsbíó var áður
mjög lítið eða aðeins fyrri 170
manns í sæti. Fyrir rúmu ári
var byrjað að vinna að stækkun
hússins. í júní s. 1. var bíóinu
lokað og hófst þá síðasti áfang-
inn við framkvæmdirnar. Er!
húsið nú eins og nýtt eftir
stækkunina. Sýningartæki hafa
öll verið endurnýjuð, tjaldió er !
nýtt og sviðið hefur verið s:ækk
að. Er það nú mjög rúmgott og
hentugt fyrir leiksýningar og
hljómleika. Verkinu stjórnuu
þessir menn: Guðmundur Skúla
son húsasmíðameistari, Haúkur
Pétursson, múrarameistari,
Þorleifur Sigurþórsson og Krist
inn Björnsson, rafvirkjameist-
ari, Áki Grens málarameistan,
Jón Ásmundsson sá um rörlagn
ir, Ágúst Guðjónsson sá um
hitalögn og loftræstingu, Gunn
ar Þorvarðarson sá um uppsetn
ingu sýningatækja. Þess má
geta, að þeir Guðjón Klemenz-
son, trésmiður, og Ólafur Þor-
valdsson hafa unnið við bygg-
inguna frá upphafi.
Eigandi kvikmyndahússins
er Félagshús h.f., Verkalýðs- og
sjómannafélag Keflavíkur er
stærsti eigandi hússins á 6/10
hluta. Stjórn Félagshúss h.í.
skipa þessir menn: Ragnar Guð
leifsson, form., Torfi Guðbiands
son og Kjartan Ólason. Forstj.
er Torfi Guðbrandsson.
Húsið var sem fyrr segir opn-
að á laugardag við hátíðlega at
höfn og var fjölmenni við at-
höfnina eða um 500 manns. • —
Karlakór Keflavíkur söng. —
Ragnar Guðleifsson flutti ræðu
svo og Torfi Guðbrandsson. Á
eftir var gestum boðið að sja
kvikmyndina „Það gerðist í
Róm“.
Gestir létu mjög vel af hinu
nýja kvikmyndahúsi og var þa5
mál manna, að það væri eigend
unurn til sóma.
H. G.
(WtWUKWmUVWMUUmi
Arekstur
a
veginum
ÁREKSTUR varð á sunnudag
inn klukkan 16.45 á Keflavík-
urveginum. Tvær bifreiðar frá
Reykjavík rákust þar saman og
skemmdust báðar állmikið. —
Ekki' urðu teljandi meiðsli á
mönnum.
Tildrög slyssins eru þau, að
bifreiðin R-10638, sem" er af
gerðinni Dodge 1955, var á
leiðinni til Reykjavíkur. Á veg-
inum var glerhálka og missti
ökumaðurinn vald á bifreiðinni
á móts við Skipholt, skammt frá
Vogum. Hún rann þversum á
veginum og lenti á bifreiðinni
R-6474, sem er Dodge 1940, sem
var á leiðinni suður.
Báðar bifreiðarnar skemmd-
ust töluvert mikið við árekst-
urinn. Ökumaður R-6474 cg
kona í þeirri bifreið skrámuðust
— en ekki munu hafa orðið nnrt
ur meiðsli á mönnum.
Skemmdirnar á R-10638 vorn
það miklar, að fá varð krana-
bifreið til að flytja hana til
Reykjavíkur, en vörubifreið
dró R-6474.
REYKJAVÍKUR-lögreglaa
fairn mann steinsofandi í bif-
reið aðfaranótt sunnudags. Bí£
reiðin var með fullum ljósum.
Þetta var í Holtunum. Maður
inn svaf undir stýri í ölvímu.
Lögreglan hirti manninn, sem
hafði fengið bifreiðina að
láni.
VERÐLA
Krakkapeysur 25,00. Barnaprjónaföt 35,00. Herrafrakkar 390,00. Hosur, Telpnanærföt, Krakkasokkar 10,00. Telpnakápur og drengjafrakkar frá
240,00. Herra og drengjasundskýlur 20,00. Drengjapeysur 125,00. Nylonsokfcar 40,00-
r r r
UTSALAN I KiALLARANUM HJA EYMUNDSSON
Alþýðublaðið — 10. jan. 1961 1$