Alþýðublaðið - 07.02.1961, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 07.02.1961, Qupperneq 8
Leysir skíðamey sjálfan Noreg frá konungdómi FRÁ því hefur verið sagt, að heldur sé brogað heim- ilislífið hjá Ponti og Soffíu Lóren og að þau muni skilja hvað úr hverju. En þessar myndar sýna annað. Þær voru teknar í Madrid, en þangað var Ponti kominn til að hitta sína heittelskuðu, sem var önnum kafin við að leika í kvikmynd, sem tekin er í hinni spönsku höf- uðborg. Þetía voru miklir og sælir endurfundir, og Soffía tók svo vel á móti manni sínum, að hann sást varla utan dyra. Þetta þótti afsanna allar skilnaðár- kviksögur, en nú virðist annað vera uppi á teningnum. HARALDUR krónprins af Noregi er ástfanginn í ungri dóttur norsks kaup- sýslumanns, en hefur ver- ið tilkynnt, að hann fái ekki að giftast henni þar eð það mundi verða tii þess að konungdæmi Norð- manna liði undir lok. Þessi frétt birtist í enska blaðinu „Daily Sketeh“ fyrir helgina og vakti hún mikið uppnám í Noregi. Stúlka sú, er um ræðir, heitir Sonja Har- aldsen og hittust hún og Haraldur í fyrsta sinn í stúdentaveizlu í Osló fyrir þrem árum, en hafa hitzt oft síðan í skíðaklúbb. — Hún er 23 ára gömul. Þegar Olafur konungur komst fyrst að þessu ræddi hann við föður Sonju og var hún send í háskólann í Cambridge í Englandi til þess að gleyma. Faðirinn er nú lát- inn. Daily Sketch segir, að það hafi rætt við talsmann norska sendiráðsins í Lon- don, og hafi hann sagt, að ekkert gæti aftrað prins- inum frá því að kvænast stúlku af borgaraættum, en á hinn bóginn gæti sam- þykki Ölafs konungs við því haft það í för með sér, að konungsfjölskyldan yrði að víkja frá völdum. Ennfremur segir blaðið, að Haraldur sé neyddur til að kvænast prinsessu. 'Yal Haralds krónprins er á milli ástar og skyldu, að giftast Sonju eða hlýða skipunum föður síns. Skylda hans er að kvæn- ast Soffíu Grikkjaprins- essu, hinni 23 ára dóttur Páls konungs þar. Segir blaðið, að ráðgert hefði verið að tilkynna trúlofun Haralds prins og Soffíu við brúðkaup Ást- ríðar í síðasta mánuði, en verið slegið á frest. Haraldur er 24 ára og stundar nú nám við Ox- ford-háskóla. FJÖRIR SÉRFRÆÐING- AR, útnefndir af Arabíska sambandslýðveldinu, hafa að undanförnu setið á rök- stólum með framkvæmda- stjóra UNESCO og rætt leiðir til að forða stóru höfunum við Abu Simbel frá algerri eyðileggingu, því Assuwan stíflan mun færa nubisku hofin í kaf, verði ekki gripið tl varn- arráðstafana. Tvær tillög- ur ásamt nákvæmum áætl- unum eru þegar fyrirliggj- andi og miða báðar að því að varðveita þessi menn ingarverðmæti á sama stað og þau hafa verið í þús- undir ára. Kona meb kollu ROSE HEILBRON verður fyrsti kven- dómarinn í sögu — Breta, er óhætt að bóka. Hún kvað vera bæði falleg og gáfuð. ' Hún hefur verið verj andi í mörgum glæpa málum, sem vakið hafa mikla athygli. Hún verður því ekki aldeilis illa undirbú- in þegar hún setur upp dómarahárkoll- una (sjá mynd), því að auk þess sem sagt hefur verið að fram- an, hefur hún í árabil verið eins konar und- irdómari £ heimabæ sínum, Burnley. • Sagt er, að aðeins þurfi nú kvenbiskup í Englandi svo að hægt verði að segja, að jafnrétti kynjanna þar í landi sé algert. \ g 7. febr. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.