Alþýðublaðið - 07.02.1961, Blaðsíða 10
FH vann yfirburðasigur gegn
Val á sunnudagskvöld 25:8 eins
og við var búizt. Það kom aftur
á móti nokkuð á óvart, að Fram
skyldr „bursta“ ÍR-inga, en
lokatölurnar voru 30:16. Leikur
ÍR-inga var allur í molum, sér-
staklega var ábcrandi hvað
vörnin var opin. Lið Fram er
í stöðugri framför og er greini
lega orðl'ð næstbezta hand-
knattleikslið landsins.
LEIKNI FH
ER MIKIL
Fyrstu fimm mínútur leiks
Fram vann
ÍR 30-16
FH og Vals einkenndust af
miklum hraða afbrannslum og
stangarskotum. Landsliðsmark
verðirnir Hjalti og Sólmundur
vörðu hættuleg skot. Loks á 6.
mín. skorar Ragnar með eld-
snöggu skoti og 2 mín. síðar
Pétur Antonsson eftir mistök
Valsvarnarinnar. Þriðja mark
ið kom á 11. mín. úr fríkasti
Ragnars. Enn líða þrjár mínút-
ur, þar til mark er skorað og
það var Pétur og hann sendir
knöttinn enn í netið mín. síð-
ar með glæsilegu skoti. Fyrri
Ámi Njálsson, Val er með knöttinn, en Hafnfirðingar verjast
vel. Sveinn Þormóðsson tók myndimar.
7. f&br. 1961 — Alþýðublaðið
RAGNAR Jónsson hinn
frábæri leikmaður FH sézt
hér skora hjá Val, óverj-
andi fyrir Sólmund Jóns-
son.
hálfleikur hálfnaður og stað-
an 5:0.
Mörkin fóru nú að koma
þéttar og þó að vörn Vals stæði
sig oft vel með Sólmund sem
bezta mann, stóðst hún ekki
hinar fjölbreytilegu sóknarað-
gerði Hafnfirðinga. Þrisvar
tókst Valsmönnum að skora
í fyrri hálfleik, þar af einu sinni
úr vítakasti. FH skoraði 11
mörk.
Síðari hálfleikur var svipað-
ur þeim fyrri, hvert markið af
öðru og sum skoruð þannig að
unun vár á að horfa, vöm Vals
algjörlega í molum eftir hrað-
ar skiptingar FH.
Áhorfendur kunnu vel að
meta leikni FH-inga og oft var
þeim klappað lof í lófa. Sérstak
lega er það frábært grip þeirra
og hröð upphlaup sem skapa
mörk og úthaldið er nærri ó-
iþrjótandi. Ragnar var bezti
maður kvöldsins, en af öðrum
vöktu Pétur, Örn, Kristján og
Birgir ásamt Einari sem aldrei
bregzt, mikla athygli. Að sjálf-
sögðu stóð Hjalti sig með á-
gætum í markinu. Sólmundur
varði mjög vel Valsmarkið og
„burstið“ hefði orðið mun
meíra án hans. Hannes Þ. Sig-
urðsson dæmdi leikinn allvel.
FRAM VANN ÍR MEÐ
MIKLUM MUN 30:16.
Fyrstu 15 mín. leiksins voru
eins og almennt var búizt við,
félögin skiptust á um foryst-
una eða jafnt. Hraði var
býsna mikill, en einnig tölu-
vert um klaufaleg mistök á
báða bóga. Er líða tók á fyrri
hálfleik opnaðist vörn ÍR og
Fram notfærði sér það út í yztu
æsar og skoraði 7 mörk gegn 2
síðari 15 mín. Lék Fram oft
með prýði sérstaklega var línu
spil þeirra gott.
Siðari hálfleikur var mjög ó-
jafn, enda gátu Frammarar
skotið að vild. Furðulegt var
það einnig, að ÍR-ingar fengu
fjögur vítaköst en misnotuðu
þau öll, sum voru varin og önn-
ur fóru í stöng.
Lið Fram er í stöðugri fram
för, spil þess er léttara en áður,
grip betra og línuspil mjög
gott á köflum. Markvörðurinn
Sigurjón varði af prýði. en Guð
jón og Karl ásamt nýiiðunum
Erlingi og Sigurði Einarssyni
sýndu ágætt spil. Ágúst og Jón
Friðsteins áttu einnig allgóðan
j leik. Hilmar hefur oft leikið
betur.
(• Lið ÍR man sinn fífil fegri,
ienda hefur verið mikið mann-
fall hiá liðiu undanfarin tvö
ár. Sjö ungir efnilegir menn
i hafa annaðhvort hætt eða far-
ið úr bænum. Hermann og
Gunnlaugur eru langbeztu
menn liðsins. Það er eins og
liðið falli ekki saman og allan
hreyfanleik vantar í soilið. —
Vörnin er veikasta hliðin. Karl
Jóhansson dæmdi leikinn vel.
Áður en I. deildarleikirnir
hófust, léku Víkingur og Ár-
mann í 2. flokki kvenna. Vík-
ingur sigraði auðveldlega með
6 mörkum gegn 1.
áti n
Jón Þ. Ólafsson setti nýtt
unglingamet í hástökki án at-
rennu á innanfélagsmóti ÍR í
ÍR-húsinu á sunnudaginn, —-
stökk 1,67 m. Er það aðeins 1
sm. lægra en íslandsmet Vil-
hjálms Einarssonar. Jón
reyndi næst við 1.69 m., en
felldi í öll brjú skiptin.
Úrslit mótsins:
Hástökk. án atrennu:
Jón Þ. Ólafsson 1,67 m
. unglingamet.
Daníel Halldórsson 1,55 m
Helgi Hólm 1,50 m
Þetta er bezti árangur, sem
Daníel og Helgi hafa náð.
Langstökk án atrennu:
Jón Þ. Ólafsson 3,15 m
Daníel Halldórsson 3,00 m
Kristjón Kolbeins 2,96 m
Þrístökk, án atrennu
Jón Þ. Ölafsson 9,32 m
Daníel Halldórsson 9,22 m
Valbj. Þorláksson 9,05 m
Bragg tapar
New York, 4. febr.
(NTB-Reuter).
Á innanhússmóti hér í dag
hljóp Wilma Rudolph 60 yds. á
Karl Benediktsson, Fram átti
góðan leik gegn ÍR.
6,9 sek. bæði í undanrásum og
úrslitum og Hayes Jones sigr-
aði í 60 yds. grind á 7,0 sek.
Þetta er sami tími og þau hafa
bezt náð áður. Roszavölgyi,
Ungverjalandi, sigraði í ensk-
ri mílu á 4:6,0 mín., en í
stangarstökki urðu þau sjald-
gæfu úrslit, að James Wads-
worth sigraði, stökk 4,67 m.,
en Bragg varð annar með 4,57
m. Thomas sigraði í hástökki,
2,14 m.
■<