Alþýðublaðið - 07.02.1961, Page 12
GRANNARNIR
Uss. Palli sefur.
Valdimar
Framhald af 2. síðu.
Eins og áður greinir flnttist
Valdimar til Stokkseyrar ár-
ið 1920 oð gökk að eiga Guð-
rúnu Sigurðardóttur, ekkj u
Andrésar heitins Ólafssonar
frá Uxahrygg í Rangárvalla-
sýslu, dugnaðar- og myndar-
konu. Þau Valdimar og Guð-
rún eignuðust eina efnis- og
myndar stúlku er hlaut nafn-
ið Hanna Valgerður, (eftir for
eldrum hans) og er hún gift
Ragnari Péturssyni kaupfé-
Iagsstjóra við Kaupíélag Hafn
firðinga, dugnaðar- og athafna
manni.
Eftir að Valdimar fluttist til
Stokkseyrar, stundaði hann
ýmis störf til sjós og lands, svo
sem verkstjórn við skurðgröft
og vegagerðir á Flóaáveitu-
svæðinu, vélgælzu á mótorbát
um, vélgæzlu við ljósamótor
kauptúnsins um skeið, og síð-
ast en ekki sízt að trésmíði,
sem hann innti af höndum
eins og faglærður smiður
væri.
Valdimar hefur jafnan Htt
verið gefinn fyrir að halda
hæfileikum sínum á lofti og
þar af leiðandi verið heldur
hlédrægur. En þrátt fyrir þao,
hafa þeir, sem eitthvað hafa
kynnst honum komist að raun
um það, að þar sem hann fór
fór traustur og víðsýnn al-
þýðumaður, sem ekki mátti
vamm sitt vita, en kappkost-
aði að vinna öll sín störf með
trú og dyggð, enda er vinnan
hans yndi og henni fylgir
vinnugleðin.
Við Valdimar höfum haft
náin kynni s. 1. 40 ár, og oft
unnið saman og ég, sem hans
yfirmaður við ýmis verk, sem
ég hef haft yfir að segja, og
hef ég vart kynnst verklægn- '
ari, prúðari, samvizkusamari
og húsbóndahollari manni, en .
hann er Við yl minninganna,
færi ég honum nú við þessi
tímamót í lífi hans, mínar
bezíu þafckir fyrir öll hans
margvíslegu og oft vanda-
sömu störf, sem hann innti af
höndum á umræddu tímabili
og ég háíði yfir að segja.
Til Hafnarfjarðar fluttist
Valdimar með fjölskyldu sína
árið 1933, og heíur búið bar
síðan. í Hafnarfirði hefur
hann einnig starfað til sjós og
lands, eins og áður, en þó meir
í landi, alllengi hiá bæjai'-
sjós,. við gatnagerðir, holræsi
og vatnslagnir o. fl.
Þá var hann um tíma hjá
Almenna byggingafélaginu í
Reykjavik, við smíðar og nú
um skeið hefur hann verið
starfsmaður hjá Kaupfélagi.
Hafnfirðinga og einnig þar
líka hans störf með ágætum.
Árið 1944 dró skyn fyrir
sólu hjá Valdimar, því það ár
misstí Valdimar konu sína,
eftir nokkuð langvinna og erf
iða sjúkralegu, eftir 24 ára
ástríkt hjónaband.
Eftir fráfall konu sinnar,
hélt hann samt heimili áfram
og tók sér bústýru unz hann
giftist í annað sinn árið 1952
og gekk áð eiga Önnu Guðna-
dóttur frá Hvammi í Holtum
og hefur hann í annað sinn
hlotið vistkgt og aðlaðandi
heimili, enda er Anna myndar
og sómakona. Þeirra hjóna-
band er barnlaust.
Alþýðuflokkurinn í Hafnar
firði færir þér sínar bezíu
árnaðaróskir við þessi tíma-
mót í lífi þínu með þakklæti
fyrir störf þín í þágu flokks-
ins á liðnum árum, með ósk
um gæfu og gengi á ókomn-'
um árum.
Sömuleiðis færi ég þér mín-
ar beztu árnaðaróskir með
innilegu þakklæti fyrir ó-
gleymanlegar samverustundir
með ósk um góða heilsu og
góða líðan fram í háa elli.
Þórður Þórðarson.
Svona fór staurinn
SVONA fór staurinn og bílinn fór verr. Al-
þýðublaðsmyndin er tekin á Snorrabraut. Það
var launhált og sennilegasta orsök óhappsins
-sú, að bílstjórinn hafi komið eitthvað við
hcmlana.
Gólfteppi, dreglar og bútar verða seldir í verzlun
okkar næstu daga, mjög hagstætt verð.
Komið og gerið góð kaup.
TEPPI H.F.
Austurstræti 22. — Sími 14190.
12 7- febr. 1961 — Alþýoublaðið
;