Alþýðublaðið - 15.02.1961, Blaðsíða 4
6. febrúar.
JJndanfarnar þrjár vikur
hafa staðið yfir samninga-
umleitanir milli bæjaryfir-
valda og fulllrúa ýmissa
starfshópa bæjarfélaga, fyrst
og fremst sporvagna- og stræt
isvagnastjóra. 'Var um tíma
búist við verkfalli — og stöðv
un allra sporvagna og strætis
vagna, en alltaf tókst að halda
samningaviðræðum gangandi
og öllum til mikils léttis náð-
ist samkomulag í fyrrinótt
eftir langa og stranga nætur-
fundi. Er talið víst, að laun-
'þegar leggi blessun sina yfir
samkomulagið.
Ef til stöðvunar hefði kom-
íö er talið, að ríkisvaldið
hefði gripið í taumana, en til
þess kom sem sagt ekki. Mik-
ill fjöldi manna í Stokkhólmi
og viðar í hinum stærri bæj-
um verður að ferðast til og
frá vinnu í almenningsvögn-
um og hefði komið til mikilla
vanaræöa ef orðið hefði af
stöðvun. Jafnframt hótuðu
starfsmeun gasstöðva verk-
falli og nefði það komið sér
illa fyrir Stokkhólmsbúa, en
fjórðungur þeirra eldar við
gas.
í stuttu maii varð samkomu
lag um 13 prosent hækkun á
launum þeirra er annast akst-
ur almenningsvagna spor-
vagna, stfæfisvagna og neðan
jarðarlestariniiar í Stokk-
hólmi, en 10 prósent hækkun
utan höfuðborgarinnar, Þá
voru laun kvenna hækkuð til-
tölulega meira en karla, við
samsvarandi störf. og þykir
það merkt ákvæði. Annars
nam launahækkun hinna
ýmsu starfshópa að meðai-
óali 7,5 prósentum.
Hin mikla launahækkun,
:,em nú átti sér stað, stafar
einkum af því, að bæjarstarfs
inenn hafa .verið *á tveggja
ára xaunasamningi. sem gerð
ur var 1959, en flestir aðrir
verkamenn og launþegar eru
á samrnngi frá því í fyrra. —
Voru ýmsir bæjarstarfsmenn
því orðnir talsvert á eftir öðr
um launþegum.
Þessar kauphækkanir valda
stórauknum reksturskostnaði
almenningsvagna og annarar
þjónustu, og er gert ráð fyrir
fargjaldahækkun með vor-
inu.
Svíar eru ákaflega íþrótta-
sinnaðir og af eðlilegum á-
stæðum standa vetraríþróttir
þar með miklum blóma. — í
Stokkhólmi eru mjög víða
skautasvell þar, sem alitaf
úir og grúir af fólki á öllum
aldri að leika sér á skautum.
Og það kemur engum spánskt
fyrir sjónir þótt virðuiegir
eldri menn í fínum frakka og
með rándýrar selskinnshúf-
ur renni sér mjúklega yfir
svellið í röndóttum buxum.
Og í gær mátti hvarvetna sjá
krakka á skíðum jafnvel nið-
ur í miðborginni voru krakk-
ar í kappgöngu á gangstétt-
um. Færið var ágætt, 10 stiga
frost og hafði snjóað um nótt
ina. En þótt Sixten Jernberg
og Ivar Hilsson veki virðingu
landa sinna fyrir afrek á
skíðum og skautum, þá eru
það þó sænsku landsliðsmenn
irnir í íshockey, sem eru hin-
ar stóru fyrirmyndir krakka
og unglinga, og átrúnaðargoð
þeirra fjölmörgu, sem fylgj-
ast með íþróttum, - annað
hvort sem áhorfendur eða
blaðalesendur — sem ku vera
fjölmennasti hópurinn. íshoc
key er sannkölluð þjóðar-
íþrótt Svía frá því vetur geng
ur í garð og þar til vorar. Á
gangstéttunum standa smá-
strákar með hoekeykylfur og
slá af leikni „pucken“ í mark
hver hjá öðrum, víða eru litl
ir hockeyvellir og um helgar
eru hundruð kappleikja í
þessari íþrótt. Og svo koma
Kanadamenn stundum í heim
sókn.
Ár hvert keppa nokkrar
þjóðir um meistaratitilinn í
íshockey, og eru það einkum
Svíar, Bandaríkjamenn og
Kanadamenn, sem þar koma
við sögu. Rússar eiga líka góða
íshockeymenn, en innan um
fyrrtaldar þjóðir eiga þeir
sér ekki nokkra von um sig-
ur. íshockey er að miklu leyti
slagsmál, og þeir sem snjall-
astir eru að slást verða heims-
meistarar. Nú á að fara að
halda heimsmeistarakeppni og
Kanadamenn eru komnir til
Evrópu til þess að verja
heimsmeistaratitil sinn frá
því í fyrra. Svíum þykir ákaf
lega gaman að landskeppni
við Kanadamenn, enda eru
þeir mjög harðir í horn að
taka. Bandaríkjamerm eru
líka harðir og slást gjarnan,
Tékkar slást líka og sömu-
leiðis Pólverjar. Það eru bara
Rússar, sem ekki vilja slást.
og þar af leiðandi þykir ekk-
ert gaman að keppa við þá.
í síðustu viku háði sænska
landsliðið tvo kappleiki við
Kanadamenn, unnu hinn fyrri
eftir tiltölulega lítil slagsmál,
aðeins tveir Svíar þurftu að
fara í gegnumjýsingu jeftir
leikinn, annar með sprung-
inn liðpoka, hinn með brák-
aða öxl. Enginn missti tönn.
í seinni leiknum náðu Kanada
menn sér á strik, brutu tenn
ur í Svíum, einn varð að fara
Framhald á 11. síðu.
JOHANNESARBORG, (UPI)
Hinir hvítu, stjórnandi borg
arar Suður-Afríku finna um
þessar mundir til samvizku
sinnar og þessi umbrot munu,
á einn eða annan hátt, skera
úr um framtíð þeirra á hinu
svarta meginlandi. Sextán
ríki hlutu sjálfstæði í Afríku
á .síðasta ári, og alda þjóðern-
ishyggju svarta mannsins, oft
kynþáttahaturs svarta manns-
ins, er enn rísandi. Og keppni
stórveldanna, Bandaríkja-
manna, Rússa, Breta, Frakka
og Kínverja, um hylli svarta
mannsins er á hápunkti.
í 'hugum hvítra manna í
Suður-Afríku, sem eru fjór-
um sinnum færr.i en svertingj-
arnir þar, ógnar þjóðernis-
hyggja svarta mannsins því
vestræna menningarríki, sem
þeir og forfeður þeii'ra hafa
verið að byggja upp síðan á
sautjándu öld. Meira en 60%
af öllum hvítum mönnum í
Afríku, sem taldir eru alls um
5 milijónir, búa hér og hafa
í hvggju að vera hér um kyrrt.
Flestir þeirra hafa ekki í
S-Afríku
neinn annan stað að venda,
Þeir hafa vopn og skipulagn-
ingu og eru fúsir til að nota
hvort tveggja.
Og þeir horfa með skelfingu
á vaxandi þrýsting á hvíta
manninn í Ródesíunum og ógti
anir við eignir hvítra manna
í Kenya nú, þegar það ríki
nálgast sjálfstæði sitt. Um-
fram allt benda þeir á Kongó
sem dæmi.
Þetta er baksvið þess kyn-
þátta-harmleiks, sem nú fer
fram í Suður-Afríku. Hinir
hvítu ráða. Þjóðernisflokkur'
Hendriks Verwoerds, foxsæt-
isráðherra, heldur uppi stefnu
algjörs aðskilnaðar hvítra og
svartra, er 'kallast Apartheid,
þar sem gert er ráð fyrir á-
framhaldandi yfiráðum hvítra
manna.
En menn spyrja sjálfa sig
í vaxandi mæli, og umræður
hafa aukizt innan kirkjunnar,
iðnaðarins og Þjóðernisflokks
ins sjálfs, hvort algjört Apart
heid sé siðferðilega rétt og
Framhald á 12. síðu.
MIKIL aðsókn hefuj- verið að yfir litssýnlngu á verkum Gunnlaugs
Blöndal, sem Menntamálaráð geng st fyrir. Er þar hið umíangsmesta
yfirlit yfir verk málarans frá fyrs tu árum hans fram á síðustu daga.
Mest ber þó á manna- og kvennam yndum Gunnlaugs. Eru myndir hans
af fögrum konum, íslenzkum og erlendum, hinar glæsilegustu, enda
b meðal frægustu verka hns_ og Gunnlaugur er án efa einn albezti por-
Itraitmálari, sem íslendingar liafa átt. — Myndin að ofan var tekin
cftir að sýningin var opnuð hátíðlega á laugardag að viðstöddu miklu
fjölnienni gesta. Hér sjást þeir Hel gi Sæmundsson, formaður Mennta-
málaráðs, Gunnlaugur Blöndal og Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðli.
,4 15. febr. 1961 — Alþýðublaðjð