Alþýðublaðið - 19.02.1961, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.02.1961, Blaðsíða 4
’WWWWWWWWWWVWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWW ! * SYXINGARSTÚLKAN á myndinni heitir Liz Duke og er ekki annað að sjá, en að hún lifi sig inn í að 'sýna þessi fallegu sundföt og jakka, sem eru gerð úr nýrri tegundaf næloni, sem nefnist „Bri-Nyion“. Ungfrúán sýndi á vörusýningu í London, þar sem 160 brezk fyrirtæki höfðu til sýnis margs konar fatnað gerðan úr nælonefnum. -wwwwwvwwvwwwwwwwvvwvwwwwvwwwwvwvwwww Ágæft heilsu- far búpenings Hvolsvellí, 1S. febr. — TIÐ- ARFAR hefur verið ágætt hér Um slóðir í allan vetur og ckki cr annað vitað en að lieiisufar búpenings hafi verið með ágætum. Hrossum hefur lítið sem ekkert verið -gefið, bess hefur alls eklci þurft, vegna sérstaks góðærís. Atvinnulíf er, eins og allir vita, frekar clauft um sveit- irnar, þar sem atvinna er rýr. Hérna bíða menn í hópum eft 1 ir þv að verkfallið leysist í ! Vestmannaeyjum. Margir karl menn héðan hafa starfað I í>or iákshöfn undanfarinnar vertíð ir, en nú er þar öldin önnur, þar sem kvenfólkið hefur yfir tekið vinnuna' S'kemmtanalífi hefur v-erið aldið uppi í féiagsheimilinu Hvoli í vetur og þangað ’hafa komið mangir góðir skemmti kraftar. Um síðustu ’helgi Framhald á 11. síðu. 4 19. febr. 1961 — Alþýöublaðið Benedikt Gröndal skrifar UM HELGINA GAMALL þingmaður sagði einhverju sinni: I>að erfiðasta við að vera þátttakandi í stjórnmálum er, þegar fram koma góð mál, sem alhr eru sammála um, en við verðum að segja nei — af fjárhags- ástæðum. Það eru mörg brýn verk- efni í þjóðfélagi okkar, sum menningarmál, önnur man- úðarmál, sem bíða óleyst. — Margt gott fólk vill vinna fyr ir þessi málefni.og gerir kröfu til þess, að ríkið hlaupi undir bagga. Þegar svarið frá ráð- herrum eða alþingi er nei, verða menn undrandi yfir skammsýni eða jafnvel mann vonzku ráðamanna. En þessir sömu ráðamenn, sem verða að láta skynsemina ríkja yfir til- finningunum, segja ekki nei af skilningsleysi eða illvilja. Til þeirra berast að jafnaði fjölmargar slíkar beiðnir eða kröfur um ríkisstuðning, og þeir verða að líta á fjölda slíkra mála í heild, hugsa um greiðsluþol skattþegnanna, á- hrif á vísitölu, áhrif vísitölu á kaupgjald og kaupgjalds á þjóðarhag. Það er fróðlegt að taka dæmi til skýringar, enda gef- ur það nokkra hugmynd um, hvernig hlutirnir geta litið út frá sjónarhól mannanna, sem svo oft verða að segja nei. ☆ OÓÐ MÁL Á FERÐINNI. Um' þessar mimdir eru á ferðinni margar óskir um fé til góðra málefna. Við skul- um líta á nokkur þeirra. Vangefin börn eru ærið mörg í þjóðfélagi okkar, og kunn- ugir telja það skömm fyrir okkar ríka þjóðfélag, að hafa ekki komið á fót betri hæl- um, þar sem koma megi slík- um börnum fyrir. í mörgum tilfellum er það betra bæði fyrir barnið og fjölskyldu þess, ef það kemst undir stjórn sérmenntaðs fólks á slíku hæli. Enginn veit, hvað lagt er á mæður og annað fjölskyldufólk slíkra bama. Nú er tekið 10 aura tappa- gjald af hverri flösku gos- drykkja til þessara mála. Til taLs hefur komið að hækka það í ,25 aura. Fatlaðir og lamaóir eru annar hópur samhorgara okk- ar, sem mikil þörf er að styðja á ýmsa lund, gera þeim lífið bærilegra og hjálpa þeim til bata eða verka. Þetta málefni fær 10 aura af hverjum eld- spýtnastokk, en þörf er á meira fé. Til mála hefur kom- ið að hækka eldspýtnagjaldið eða leggja 5 krónur á hvert kíló af súkkulaði eða öllu sæl gæti. Svo skulum við taka annars konar málefni. Það er eitt af grundvallar baráttumálum allrar þjóðarinnar að stöðva uppblástur landsins og rækta ób.vggðir og afréttalönd. Við getum dreift áburði og kastað fræi úr flugvélum, en það vantar fé til stórátaka á þessu sviði. Til mála hefur komið að leggja krónu á hverja sauð kind í landinu eða bæta nýju gjaldi ofan á sígarettur, þar sem skógræktin fær þegar 30 aura af hverjum pakka. — í frumvarpi á alþingi er gert ráð fyrir 4—5 krómim á hvern lítra áfengis, sem seldur er, til sandgræðslunn- ar. Einn þingmaður reis upp og mótmælti. Ef hægt er að leggja meira á áfegið, ber okkur að reisa hæli fyrir vandræðastúlkur, sem komizt hafa á glapstigu vegna áfeng isneyzlu, sagði hann. Almenningsbókasöfn eru mikið menningaratriði fyrir þjóðina og þörf á stóru átaki til að hæta þau, ef við vilj- um gæta sóma okkar sem bókaþjóðar. Fram er komið frumvarp um að leggja til þeirra mála skatt á flest blöð og. tímarit (neraa dagblöð), svo. og á erlend blöð og reyf- araflokka. Þannig mætti lengi telja verkefnin, sem einstakir menn eða hópar í þjóðfélaginu vilja koma áfram, og þjóð- inni er brýn nauðsyn að koma í höfn. En til þess þarf fé, oft mikið fé, Hvar á að taka það? HAPPDRÆTTIS - LEIÐIN. Þannig leitar fólk í sífellu að einhverjum fjáröflunar- leiðum. Til skamms tíma hef- ur reynzt hvað árangursríkast að efna til happdrætta, og hin stærstu þeirra, Háskólahapp- drættið, SÍBS og DAS, hafa þegar lyft Grettistökum. — Þjóðin er sögð kaupa happ- drættismiða árlega fyrir um 70 milljónir króna, er er ekkert einsdæmi um íslend- inga, að menn vilji freista gæfunnar og trúi í lengstu lög, að hún sé þeim hliðholl. Nú hafa tvö af stórhapp- drættunum lokið höfuðverk- efnum sínum, og beina fjár- magni sínu til nýrra mann- virkja. Hafa komið fram op- inberlega tillögur um að •beina ágóða þeirra inn á aðr- ar brautir en til var stofnað í upphafi. Hvað sem hverjum finnst í þeim efnum, er það staðreynd, að í dag líta for- ráðamenn margra góðra mál efna hýru auga í þessa átt. Mikið af ýmis konar sér- gjöldum er komið í fram kvæmd og við greiðum þau í hvert sinn, sem við kveikjum með eldspýtu í sígarettu eöa, kaupum bíómiða, svo að dæmi sé nefnt. Nú kann svo að virðast, sem forráðamönnum þjóðar innar sé létt verk að segja já við flestu af því, sem hét hefur verið talið upp. Yfir- leitt er ekki um lífsnauðsynj- ar að ræða. Gallinn er hins vegar sá, að allt kemur þetta inn í vísi- tölu og stuðlar þannig að auk- inni dýrtíð í landinu, sem er ærin fyrir. Aukin dýrtíð eyk- ur þörfina fyrir hækkuð laun, og hækkuð laun hafa mikil á- hrif á hin margumtöluðu og síerfiðu efnahagsmál. Þess vegna er það, að góðir menn, sem sitja í hinum ýmsu valda stólum, hika, þótt þeir vilji öllum þessum hreyfingura vel. Hér hefur ekki verið tekin afstaða með eða móti í neinu þeirra mála, sem nefnd hafa verið, þau eru öll góð mál. —• þjóðþrifamál. En lesandinn gæti velt því fyrir sér um helgina, hvort hann mundi segja já eða nei við öllum þessum óskum um nýja smá- skatta, ef hann sæti í útskorn um ráðherrastól á alþingi og yrði að svara. Kven- og karf- mannsúr í úrvali ðlaugur Einarsson Urin, sem ganga rétt. Úraviðgerðir Fljót afgreiðsla. Sendi gegn póstkröfu. Aðalstræti 18. Símar 19740 — 16573. Magnús E. ðaldvlnsson Laugavegi 12. Sími 22804,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.