Alþýðublaðið - 19.02.1961, Síða 5

Alþýðublaðið - 19.02.1961, Síða 5
JÆJA, konur nú getið þiS víst verið ánægðar. Brezkt fyrirtæki er hyrjað að framleiða „veskið", sem stúlkan gægist upp úr á myndinni! Hvað á það að kosta og hvernig fer það í hendi? Það fylgdi ekki fréttinni. En tals- verða athygli kvað það hafa vakið á vömsýnmgunni, sem það vai- sýnt á fyrir skemmstu. Þorsíeins Þorsteinssonar FISKIFELAG íslands er fimmtíu ára á morgun, 20, febr- úar. I fyrstu lögum félagsins er stefna þess mörkuð á þessa Ieið: „Tilgangur félagsins er að styðja og efla allt það. er verða má til framfara og umbóta í fiksveiðum Islendinga í sjó, ám og vötnum, svo þær megi verða sem arðsamastar þeim, er hafa aívinnu af þeim og landinu í heild sinni“. Ægir, rit Fisjrffélsgfeins, rekur sögu þess í stórum drátt- um og verður hér drepið á það helta í örstuttu máli. Er þá fyrst að nefna útgáfustarfsem- ina. Hefur félagið gefið út- Ægi síðan 1912, en Matthías Þórð- arson gaf blaðið út 1905— 1908. Árið 1926 tók félagið við út- gáfu Sjómannaalmanaksins af stjórnarráðinu og hefur annazt hana síðan. Þá hafa verið gefn- ar út skýrslur um starfsemi fé- lagsins og tíðindi af Fiskiþing- um, skýrslur um rannsóknar- starfemina og fræðslurit, svo að það helzta sé talið. Hin almenna fræðslustarf- ‘semi hefur frá upphafi verið 1 veigamikill þáttur í starfsemi félagsins. Rannsóknarstarfsemi í þágu sjávarútvegsins hefur um langa hríð verið drjúgur þáttur í tarfi Fiskifélagsins. Þá starfrækir félagið reikninga- skrifstofu sjávarútvegsins og sér um rekstur Hlutatrygginga- sjóðs bátaútvegsins og margt fleira,- sem of langt yrði upp að telja. í upphafi var ráð fyrir því, gert, að fjárframlag fengist úr j landssjóði til styrktar félaginu ' en annars greiddu meðlimirnir ^ félagsgjald. Fjótlega kom að j því, að tillag landssjóðs og síðar ríkissjóðs varð á fjárhagslegi grundvöllur, sem félagið byggði starfsemi sína á og nú má heita að því nær allar tekjur félags- ins komi úr ríkissjóði. Fyrsti forseti Fiskifélags ís- lands var Hannes Hafliðason, skipstjóri (1911—1913 og aftur 1916—1921), þá Matthías Þórð- arson frá Móum (1913—1915), Jón Bergsveinsson, yfirsíldar- matsmaður (1922—1923), Krist ján Bergsson, skipstjóri (1924 —1940) og Davíð Ólafsson, hag- , fræðingur, hefur verið forseti félagsins síðan 1940. Alþýðublðaið óskar Fiskifé- laginu heilla á hálfrar aldar aí- mæ-linu. 4WmtW>WWMWHMW««HMy Lúmumbasinnar myrða presíar Leopoldville, 17. febrúar. KAÞÓLSKUR prestur, begískur og þrír kongósk- ir prestar, voru myrtir á fimmtudag, þegar hópur unglinga réðist með spjót- um og bareflum á trúboða stöðina við Bukavu, höfuð borg Kívuhéraðs. IJni 50 unglingar voru í hópnum, sem réðist á trú- boðastöðina. Þeir rændu og rupluðu eftir 'að hafa myrt prestana. Gæzlulið SÞ hefur komið friði á í bænum, £ Unglingarnir voru Lum s umbasinnar, sem gripu í tækifærið við morð Lum- i umba til að ganga .um | myroandi og rænandi. r 5. 20. FEBRÚAR ÞORSTEINN Þorsteinsson, fyrrum sýslumaður og alþing- ismaður, andaðist á miðviku- dagskvöld. Forseti Sameinaðs alþingis, Friðjón Skarphéðins- son. minníist hins látna með Hokkrum orðum aður en fundur iiófst á alþingi í fyrrad'ag. Fer jræða hans hér á eftir: „Áður en gengið er til dag- skrár, vil ég leyfa mér að minn- ast nokkrum orðum Þorsteins Þorsteinssonar fyrrum sýslu- imanns og alþingismanns, sem lézt í sjúkrahúsi hér í bæ í gær- Itvöldi, 76 ára að aldri. Þorsteinn Þorsteinsson fædd- fist á Arnbiarnarlæk í Þverár- hlíð 23. des. 1884, sonur Þor- steins bónda þar Davíðssonar, hónda á Þorgautsstöðum í Hvít- arsíðu Þorbjarnarsonar, og Ikonu hans, Guðrúnar Guð- Enundsdóttur bónda á Sámsstöð tun í Hvítársíðu Guðmundsson- ar. Kann nam undir skóla hjá séra Magnúsi Andréssyni á Gilsbakka, brautskráðist úr menntaskólanum í Reykjavík árið 1910 og lauk lögfræðiprófi við Háskóla íslands 1914. Hann var settur sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslum um stund sumarið 1914 og varð mál flutningsmaður við yfirréttinn £ Reykjavík þá um haustið. Þrjú næstu ár gegndi hann ýms Alþýðuflokks félagar KVENFÉLAG Alþýðu- flokksins heldur fund n.k. þriðjudagskvöld í Alþýðu húsruu við Hverfisgötu. Fundarefni: 1. Áríðandi félagsntál. 2. Stjórnmála- viðhorfið. Aðalfundur Alþýðufl.fél. Reykjavíkur AÐALFUNDUR Alþýðuflokksfélags Rvík- ur verður haldinn í Al- þýðuhúiinu (niðri) í dag, sunnudag 19. febrúar og hefst hann kl. 2,00 e. h. Fundarefni er venjuleg aðalfundarstörf og urn- ræður um hina nýju bankalöggjöf. Hefur Gylfi Þ. Gíslason við- skiptamálaráðherra fram sögu urn hana. Félags- nienn eru hvattir til að fjölmenna og koma stund víslega. IWHMMWMMMHIMMIUIMW um lögfræðistörfum ásamt sveitavinnu á sumrum. Hann var aðstoðarmaður í fjármála- deild Stjórnarráðs íslands frá 1. október 1917 til 31. júlí 1920, en á því tímabili var hann um sex ntánaða skeið á árinu 1918 settur -sýslumaður í Nórður- Múlasýslu og bæjarfógeti á Seyðisfirði og fimm mánuði á árinu 1919 settur sýslumaður í Árnessýslu. í ágústmánuði 1920 varð hann sýslumaður í Dala- sýslu og gegndi því embætti til ársloka 1954 er honum var veitt lausn vegn a aldurs, Fluttisft hann þá til Reykjavíkur og átti hér heimili síðan. Þorsteinn Þorsteinsson var kjörinn til ýmiss'a trúnaðalr- starfa, sem hann gegndi jafn- fram embætti sínu. Hann. var í stjórn Sparisjóðs Dalasýslu um tuttugu ára skeið, stjórn- arnefndarmaður í Búnaðarsam bandi Dala og Snæfellsness 1933—1945, formaður skólaráðs húsmæðraskólans á Staðarfelli 1939—46, eftirlitsmaður opin- berra sjóða frá 1940 til ævi- loka, bankaráðsmaður Búnaðar banka íslands 1941—57, í út- hlutunarnefnd skáldastyrkja og listamannalauna 1946—1959. Hann var fulltrúi á búnaðar- þingi á árunum 1939—1949. Á alþingi átti hann sæti 1934— 1953, sat á 26 þingum alls. For seti efri deildar var hann á þing inu 1946—1947. Þorsteinn- Þorsteinsson átti til mikilla búmanna að telja. Hann ólst upp við sveitastörf, vann á búi föður síns á sumrum, meðan hann var í skóla og nokkru lengur, og rak lengst af búskap jafnframt embættis- störfum sínum í Dalasýslu. Hann hafði mikil afskipti af félagsmálum bænda, og á Al- þingi sinnti hann jafnan mikið landbúnaðarmálum. Þorsteinn Þorsteinsson var farsæll í embættisstörfum, fjár aflamaður í meira lagi, en hrein skiptinn. Hann var orðheppinn, glettinn og gamansamur. Hann var ekki hraðmælskur á mál- bingum, en vel ritfær. Hann var bókamaður, safnaði bókum frá unglingsárum og átti mikið og dvrmætt bókasafn, sennilega eitthvert dýrmætasta bókasafn í einkaeigu hér á landi. Hann var ágætur fræðimaður, ritaði talsvert um landbúnaðarmál og önnur þióðleg efni og var bréfa- félagi í Vísindafélagi íslendinga frá árinu 1944. Með Þorsteini Þorsteinssyni er fallinn í valinn einn þeirra manna, er settu svip sinn á Al- binai á sínum tíma. Drættirnir í persónuleika hans voru skýrt markaðir, og hann verður minn isstæður þeim, sem af honum höfðu kynni. Ég vil biðja háttvirta alþing- ismenn að votta minningu þessa merkismanns virðingu sína með því að rísa úr sætum“. Alþýðublaðið — 19. febr. 1961 g,

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.