Alþýðublaðið - 19.02.1961, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 19.02.1961, Qupperneq 12
 DODSDOMMEN' Ksiseren bie satt i en klostercelle oq visste hva skjebne som ventet ham, Men han tapte hverken humör eller mot (or det. Han spilte domino oq leste Iverdenshistorie. Han oq generalene [ble stiit for kriqsrett i byens teater |som rommet 1500 mennesker. Maximi- sa at han var syk, men qeneralene /Senitöjtí uarej mötte fram. Etter to daqers forhandr linqer ble alle tré dödsdömt - og presi- dent iJuarez lot seg ikke beveqe til á benáde dem, tross henvendelser fra . manqe stormakter. (Néste: Henrettelsen.f _____ GRANNARNIR — Nú er búið að dragra tðaldið frá, ogr þeir eru byrjaðir af fullum krafti með fyrsta atriði. í kléfa í klaustri og hann vissi hvaða örlög biðu hans. — En hann glataði hvorki glaðlyndi eða hug rekki þrátt fyrir það. Hann lék domino og las veraldar sögu. Hann og hershöfðingj arnir voru dregnir fyrir her rétt í leikhúsi bæjarins, sem rúmaði 1500 manns, Maxi milian sagði, að hann væri veikur, en hershöfðingjarn ir mættu fyrir réttinum. — Eftir tveggja daga réttar höld voru þeir allir dæmdir til dauða, og Juarez forseti tók það ekki í mál að náða þá, þrátt fyrir beiðni frá mörgum stórveldum. (Næst: Aftakan), ★ — Hann var svo asnaleg ur, þegar faann var að biðja mín. — Já, en góða mín, þú verður að athuga hvað það var asnalegt, sem hann var að gera. ★ — Hefurðu heyrt, að Gunna er gift Jóni? — Nei, það er ómögulegt. Hún, sem var trúlofuð hon um. v m4 Kúrileyjaklasi. . Frainhald af 7. síðu. ar. Við eyjarnar eru líka mjög auðug þoisk- og laxamið. — Fyrir stríð veiddust til dæm- is 40(0 df öllum laxi Japana við Kúrileyjar. Þess skal getið, að nokkrar deilur voru með Japönum og rússneska keisaranum út af eignarétti á nyrðri Kúrileyj- um fyrr á tímum, en 1875 við- urkenndu Rússar rétt Japana til eyjanna gegn því, að þeir létu af hendi sinn eignahluta á Shakalín í staðinn. í San Francisco lögðu Japanir á- herzlu á, að aldrei hefðu stað- ið neinar deilur út af syðri eyjunam, en það kom þó ekki í veg fyrir, að Rússar tækju þær. En, eins og fyrr getur, — misstu Japanir líka Ryukyu- eyjar og Bonineyjar, sem Bandaríkjaroenn tóku í sínar hendur. Frægust þeirra er að sjálfsögðu Okinava, í Ryuk- yuklasanum, sem sagt er, að Bandaríkjamenn hafi eytt ein- um mlUjarði dollara í að víg- girða svo, að hún verði ekki tekin af óvinum. Allt frá 14. öld hafa Nyuk- yueyjar verið annað hvort undir Japönum eða Kínverj- um, þar til Japanir að síðustu innlimuðu eyjarnar og gerðu þær að héraði í Japan með eig in fulltrúa á japanska þing- inu. Að sjálfsgðu hafa orðið á- rekstrar t. d. á Okinawa, vegna hersetu Bandaríkja- manna þar, og japanska stjórn in heimtar stöðugt að fá stjórn borgaralegra málefna á eynni í sínar hendur. íbúar Okina- wa vilja hið sama, og bendir það nokkuð á hin nánu tengsl við Japan, er við jafnframt at- hugum, að menn á eynni stór- græða á hersetunni. Um Bonineyjar gegnir dálít ið öðru máli. Þær liggja fjarri skipaleiðum. Japanir slógu ekki eign sinni á þær fyrr en fyrir á að gizka 80 árum, á þeirri forsendu, að þeir hefðu fundið þær á sextándu öld. í- búar á eynni voru blanda af 12 19- febr- 1961 — Alþý5ublaðið innbyggjúm og amerískum sjómönnum, sem settust þar að 1830. Japanir settust þar síðan að, en voru fluttir burtu þaðan í stríðinu, og fengu ekki að koma aftur, er Bandaríkja- menn tóku við stjórn eyjanna. Þeir nota eyjarnar fyrir flota- stöð, eins og Japanir gerðu á undan þeim. KAUPSIEF Brezkur blaðamaður gaf nokkuð málandi lýsingu á á- standinu á eyjunum kringum Japan fyrir skemmstu, er hann sagði, að þetta væri því líkast, sem Rússar sætu á Orkneyjum með 12 mílna landhelgi, en Bandaríkjamenn hefðu víggirt Isle of Wight. Það er að sjálfsögðu mjög vafasamt, að Japanir fái aft- ur eyjar sínar, a. m. k. að ó- -breyttu hinu pólitíska og hern aðarlega ástandi í Austurlönd um fjær. Rússar lofuðu eitt sinn að skila aftur eyjunum Haboma og Shikotan, er frið arsamningar hefðu verið und- irritaðir, en sviku það, er Jap- anir gerðu öryggissáttmálann við Bandaríkjamenn, og það er hreint ekki víst, að þeir mundu fúsari til brottfarar, þótt Bandaríkjamenn færu frá Okinawa, a. m. k. hafa þeir aldrei gert slík boð. VORKAUPSTEFNAN í Leip- zig hefst að þessu sinni 5„ marz næstkomandi og stendur yfir til 14. marz. Eins og að venju er vorkaupstefnan miklum mun yfirgripsmeiri en haustkaup- stcfnan, enda eru þá sýndar jafnt iðnaðarvörur sem neyzlu- vörur. Sýningin að þessu sinni verð ur stærri en nokkru sinni fyrr og hefur farið vaxandi árlega, enda er kaupstefnan í Leipzig nú orðin viðurkennd miðstöð viðskipta milli vesturs og aust- urs. Að þessu sinni fer sýning- in fram í 16 margra hæða sýn- ingarbyggingum, en stærst þeirra er Ringmessehaus, þar sem boðnar eru vefnaðarvörur allskonar, en auk þess í 22 stór- um sýningarhöllum og 25 sýn- ingarskálum. Flatarmál sýning- arinnar verður nú 3 Vz milljón ferfet, auk mikils útisvæðis. 9000 framleiðendur sýna þarna, þar af 200 útflutnings- miðstöðvar frá sósíalistísku löndunum, en frá vestrænum löndum sýna samtals 300 verzl- unarfyrirtæki og hafa þau að þessu sinni aukið mjög þátttöku sína. Eins og áður er sýningar- svæði Austur-Þýzkalands stærst. Annar stærsti þátttak- andinn eru Sovétríkin og síðan Tékkóslóvakía, en stærsta sýn- ingin frá vestrænum löndum er frá Stóra-Bretlandi og auka þeir að þessu sinni þátttöku sína um 100%. Svíþjóð hefur stækkað sýningarsvæði sitt um 65%, Belgía og Finnland um 55%, Austurríki um 65% og Holland um 30%. Framh. á 14. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.