Alþýðublaðið - 07.03.1961, Page 2
I mtstjörar: Gísll J. Astþórsson (áb.) og Benedikt uróndal. — Fulltrúar rit-
i otjömar: Sigvaldi Hjálmarsson og IndriSi G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri:
BJBrgvin GuBmund. son. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími
14 906. — ASsetur: AlþýSuhúsið. — PrentsmiSjá AlþýðublaSsins Hverfls-
(götu S—10. — Askriftargjald: kr. 45,00 á mánuðl. í lausasölu kr. 3,00 eint.
: fDtgefandi: Alþýðuflok..urínn. — Framkvæmdastjóri: Sverrir Kjartansson.
SIGUR 'I IÐJU
j STJÓRNARFLQKKARNIR unnu stórsigur í
j Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík. Þeir
juku fylgil sitt í trésmiðafélaginu, voru endur-
Ikjörnir án andstöðu í rafvirkjafélaginu, bættu við
sig í múrarafélaginu.
Þessi þróun er mjög athyglisverð. Vitað var,
að ráðstafanir viðreisnarinnar mundu fyrst í stað
valda nokkrum erfiðleikum í byggingaiðnaði og
! verksmiðjuSðnaði, og hefur óneitanlega farið svo,
j að vinna hefur verið minni á þessum sviðum en
j áður.
Samt sem áður nær stjórnarandstaðan engum
j árangri í skipulagðri sókn sinni til að hafa gott
: af þessum erfiðleikum. Kommúnistar hafa aldrei
! eytt meiri orku í stjórnarkosningar þessara
verkalýðsfélaga en nú. Framsóknarmenn hafa
■aldrei unnið svo gersamlega með kommúnistum
.sem nú. Árangurinn er verri en enginn-
Ekki verður lijá því komizt að draga þá ályktun
af þessum staðreyndum, að verkafóikið skilji
þörf þeirra ráðstafana, sem gerðar hafi verið,
vilji að minnsta kosti eira þeim enn um sinn, og
í hafni því með öilu hónorði stjórnarandstöðunnar.
j f»etta eru góð tíðindi fyrir ríkisstjórnina, sem
| gefa til kynna að hún eigi miklum skilningi að
j fagna meðal almennings, og þjóðin sé vissulega
1 búin að fá nóg af verðbólguskrúfu undanfarinna
\ ára.
Um síðustu helgi var landhelgiísmálið dregið
inn 1 Iðjukosninguna og reynt eins og unnt var
| að æ'sa fólk út af lausn þess. Einnig því var hafn-
i að. í viðkvæmasta tilfinningamáli þjóðarinnar á
! eíðari árum hefur skynsemin ráðið.
j Allt eru þetta slæmar fregnir fyrir kommún-
I ista og Framsóknarmenn. Þeir hafa komið fram
: ssmkvæmt venju stjómarandstæðinga á íslandi,
j heift, ofsa og algem ábyrgðarleysi. En fólkið
: hafnar slíkum vinnubrögðum.
FYLKINGIN RIÐLAST
j APLAKÓNGUR í stórri verstöð, sem er yfirlýst-
| ur kommúnisti, stendur með lausn landhelgisdeil-
j unnar. Framsóknarmenn upp undir forustulið
; flokksins í Reykjavík, í sveitum og kaupstöðum,
I 'standa með lausninni/. Þannig hafa fylkingar
i stjórnarandstæðinga riðlazt í málinu, og fjöldi
ifiokksmanna þeirra neitar að taka þátt í andstöðu
við málið.
Það leynir sér ekki. Yfirgnæfandi meirihluti
| þjóðárinnar telur, að ríkisstjórnJn hafi gert rétt
j og gætt hagsmuna þjóðarinnar vel.
þjóðarlíkamanum
grefur um sig
ÉG MINNTIST á þaff um dag-
inn af öðru tilefni, aff yfirmenn
á bátaflotanum hefðu í upphafi
deilu sinnar við reiðara, borið
fram kröfu um það, að þeim
yrðu greiddar fjögur hundruð
krónur fyrir hvern landlegudag.
Ég benti á þetta til þess að vekja
athygli á því hve langt við vær-
um komnir frá upphafj okkar
og í þveröfuga átt en rétt vaeri,
og af slíkum mór.al gæti þjóðar-
heildinni stafað stórhætta. —
Mér fannst að ég sæi í þessari
kröfu váboða um það, að sú
hugsun ykist með þjóðinni, að
fá sem allra mest fyrir ekki
neitt.
AÐ VÍSU var þetta ekki fyrsti
váboðinn. Hann hefur áður gert
vart við sig og vísir hans ligg-
ur í takmarkalausum uppbótum,
styrkjum til allra skapaðra
hluta, vinnusvikum, jafnvel lög-
giltum vinnusvikum — og alls-
konar svindli og basli, sem þjóð
in hefur verið tröllriðin af
jiúna um tveggja ára skeið, að
minnsta kosti. — Ég býst við að
einhverjir muni segja, að upp-
bætur hafi verið lífsnauðsynleg-
ar á vissum tíma — og þá af því
að misræmi var á athöfnum þjóð
arinnar og lítil stjórn á fjár-
Tnálum hennar. Það má vera, en
það er að minnsta kosti hörmu-
legt, ef þjóðarheildin fær þá
skoðun, að uþpbætur séu til
frambúðar.
ÉG SÉ, að haldið er áfram á
sömu braut og yfirmenn báta-
flotans reyndu að knýja fram.
Það virðist vera orðin re#a
að borga fyrir ekkj neitt, að við-
urkenna, sem verðmæti það sem
ekki er verðmæti — og það er
sama sem að kasta verðmæti á
glæ. Mundi það vera talið heil-
brigt uppeldismeðal að gefa u;ng
ling gæði án þess að hann hefði
á nokkurn hátt unnið til þeirra
eða lagt nokkuð á sig til þess
að afla þeirra? Það hefur að
minnsta kosti ekki verið talin
góð latína, var ekki og er ekki.
NÚ HAFA tekizt samningar
við verkafólk í Vestmannaeyj-
um og langri og hörmulegri
deilu er lokið. Ég fagna því að
verkafólkið ber heldur meira úr
býtum en það áður gerði og er
það út af fyrir sig sjálfsagt og
drógst of lengi að mæta kröfum
þess. En hvernig er bætt um
fyrir verkafólkinu? Það er gert
með því að borga því kaup fyrir
vinnu, sem það lætur ekki í té.
Það fær borgað — jafnvel tvö-
falt kaup, fyrir stundir, sem það
vinnur ekki.
ÉG ÁFELLIST EKKI verka-
fólkið fyrir það að taka við þess
ari kjarabót. En það er sama.
Eðli hennar og innihald er fyrir
neðan allar hellur. Þetta er mein
semd, sem hlýtur að grafa um
sig í þjóðarlíkamanum — og á
eftir að þjá hann í marga ára-
tugi. Hvers vegna var ekki þvi,
sem svarar til greiðslunnar fyr
ir tímann, sem ekki er unnið,
bætt ofan á kaup þeirra tíma,
sem verkafólkið er að starfi.
Vitanlega eru krónurnar, sem
verkafólkið fær nú fyrir ekkert
starf því jafn mikils virði og
þó að þeim hefði verið bætt of-
an á dagkaupið. Aðferðin er
bara allt önnur og ég vona að
lesendur mínir skilji eðlismun-
inn — og sjái hættuna.
ÞETTA GREFUR UM SIG.
Meinsemdin á ekki upptök sín
hjá yfirmönnum á bátaflotan-
um eða í sambandi við launa-
deilurnar í Vestmannaeyjum. Á
það hef ég minnst. Hún grefur
um sig í atvinnurekstrinum í
Reykjavík. Verkamannaskýlð er
stunda setur þar, neita vinnu
nema á alveg ákveðnum timum.
Þeir grípa handtak í eina klst.
— og gera kröfu um greiðslu
fyrir hálfan dag. Ég er ekki a£5
áfellast verkamennina. Ég er aS
vekja athygli á því, að við er-
um að eyðileggja starfsmóral
þj óðarheildarinnar. Einstakling
ar skifta hér ekki máli, heldur.
ekki stéttir. Hér skiftir öllu máli
að við erum að rækta nýja teg-
und krabbameins í líkama okk-
ar, sem hlýtur að ríða okkur aS
fullu fyrr eða síðar.
FORMAÐUR Á BÁT, sem
heimtar greiðslur fyrir landlegu
dag, verkamaður, sem heimtar
borgun fyrir tíma, sem hann
ekki vinnur, prestlingur, sem
hrifsar laun sín án þess að láta
sjá sig í prestakallinu, opinber-
ir starfsmenn, sem mæta ekki
til starfs síns. — Allir þeir, sem
taka laun fyrir ekki neitt, eru
að rækta þennan geigvænlega
sjúkdóm í þjóðarlíkamanum.
Þetta er mergurinn málsins. Ef
við göngum ekki undir upp-
skurð sjálfviljuglega og vitandi
vits um hættuna, sem stafar af
þessum sjúkdómi, þá hlýtur
hann að leggja okkur í gröfina
sem þjcð áður en langur tími
líður.
ÁSTÆÐAN er einfalkálega sú,
að við lifum aðeins á því, sem
náttúran veitir okkur fyrir strit
okkar og starf. Á öðru getum
við ekki, og munum ekki, lifa.
Ilannes á horninu.
Gerum við bilaða
Krana
og klósett-kassa
Valnsveifa
Reykjavíkur
Símar 13134 og 35122
2 L marz 1961 — Alþýðublaðið