Alþýðublaðið - 07.03.1961, Síða 11
Einkaskeyti til
AlþýSublaðsins.
Stuttgart, sunnudag.
Islenzka landsliSið í hand-
knattleik vann mesta srgur,
sem íslenzkur íþróttaflokkur
hefur unnið fyrr og síðar, er
það gerði jafntefli við Tékkó-
slóvakíu í dag 15 mörk gegn 15.
Staðan í hálfleik var 10—7
Tékkum f vil. Eins og kunnugt
er, vann Tékkóslóvakía silfur-
verðlaun í síðustu HM-keppnr
og er af mörgum álitið sigur-
vænlegast í þessari keppni. —
Aðstæður eru mjög góðar hér
í Stuttgart, ágætt trégólf í
höllinni, sent keppt var í og á-
horfendur um 6 þús., uppselt.
Mikill baráttuhugur var í ís-
lenzka lrðinu fyrir leikinn, en
liðsmenn gerðu sér þó fulla
grein fyrir því, að litlir mögu-
leikar voru til sigurs.
GANGUR
LEIKSINS
Leikurinn byrjaði ekki vel
fyrir ísland, eftir 11 mín. var
staðan 4—1, Tékkum í vil, en
um miðjan hálfleik fara íslend-
ingar að vinna á og á 16 mín
hafa Tékkar tvö yfir, 5—3. —
Tékkar leika glæsilega næstu
mínútur og á 21. mín er staðan
7—3. íslendingar gefa sig ekki
og gera 4 mörk gegn 1 næstu|
fimm mínúturnar — 8:7. Síð-1
ustu mínúturnar slaka íslend-1
ingarnir á og Tékkar skora tví-
vegis — 10—7 í hálfleik.
Hjalti varði stórglæsilega að
vanda. íslenzka liðið V3f frek-
ar óheppið, átti t. d. þrjú stang-
arskot. Sterkasta hlið Tékk-
anna er hröð upphlaup og frá-
bært línuspil, en skotmenn
þeirra eru frekar slappir.
FRÁBÆR
SÍÐARI HÁLFLEIKUR
ÍSLENDING A
Bæði liðin virtust frekar
taugaóstyrk í upphafi síðari
hálfleiks, en Íslendingar eru
fyrri til að átta sig og Karl
Jóh. skorar áttunda mark ís-
lands á 3. mín. íslendingar
leika nú af mikilli prýði, hröð
upphlaup og góð skot og á 9.
mín. er jafnt — 11—11! Tékkar
sækja sig og komast tvö mörk
yfir 13:11. Pétur brýzt í gegn
um tékknesku vörnina skömmu
síðar — 13:12, en Tékkar svara
með hörkusókn, þrátt fyrir frá
bæra íslenzka vörn og fjórum
mínútum fyrir leikslok var
staðan 15:12 fyrir Tékkósló-
1 vakíu.
^ íslenzka liðið tekur nú stór-
glæsilegan endasprett, sem
Karl Jóhannsson hefur verið ein,^ bezti maður íslendinga í
HM-keppninni og scttl flest mörk íslendinga gegn Tékkum.
einkenndist af hörku, hraða
og keppnisvilja. Gunnlaugur
skorar úr víti, Birgir bætir
öðru við á glæsilegan hátt og
hálfri mínútu fyrir leikslok
jafnar Gunnlaugur við gífurleg
fagnaðarlæti, svo að þakið ætl
aði af hinni glæsilegu íþrótta-
höll. Það leyndi sér ekki, að á-
horfendur stóðu með íslending-
um. Mörk íslendinga skoruðu:
Karl Jóhansson 6, Pétur 3,
Birgir, Gunnlaugur og Ragnar
2 hver. Dómari var Jung, V-
Þýzkalandi og dæmdi illa. —
Hann var sérvitur mjög og eyði
lagði fyrri hálfleikinn með vafa
sömum dómum.
BEZTI LEIKUR
ÍSLENZKS LANDSLIÐS
íslenzkt landslið í handknatt-
leik hefur aldrei sýnt betri eða
eins góðan leik. Á köflum var
samspil, skot og vörn á heims-
mælikvarða. Þeir nýttu breidd
vallarins til hins ítrasta, send-
ingar snöggar og ákveðnar og
skutu ekki í tvísýnu. Þessi leik
ur var mun betri en leikurinn
gegn Sviss á fimmtudaginn. —
Allir leikmenn sýndu góðan
leik. Hjalti var frábær í mark-
inu að vanda, en einnig sýndu
Karl Jóhannsson, Gunnlaugur
og Ragnar prýðisgóðan leik. —
Karl hefur vakið mikla athygli
í keppninni, er að verða einn
okkar bezti handknattleiks-
maður. Liðinu fer fram í hverj
um leik og sjálfstraustið vex.
Tékkar sýndu mjög góðan
leik í fyrri hálfleik, en sterk-
asta hlið þeirra er hröð upp-
hlaup og línuspil eins og fyrr
segir. í síðari hálfleik virtust
þessir þrautreyndu leikmenn
samt ótrúlega taugaóstyrkir og
hin harða íslenzka vörn setti þá
alveg út af laginu.
Sagt eftir leikinn
Stuttgart, sunnudag.
Það var mikil þröng af blaða
mönnum í búningsklefum leik
manna að leik loknum, en mér
tókst samt að ná tali af nokkr-
um leikmönnum og forystu-
mönnum og fer álit þeirra hér
á eftir.
Ásbjörn Srgurjónsson: Urslit
leiksins komu mér mjög á ó-
vart, en hann var jafn og úrslit
réttlát. Dómarinn var slappur
og óréttlátur. íslenzka liðið
átti algjörlega síðari hálfleik.
í heild mjög góður leikur.
Hallsteinn Hinriksson. Dóm-
arinn eyðilagði fyrri hálfleik
með mjög vafasömum auka-
köstum. Síðari hálfleikur var
leikinn af miklu öryggi hjá ís-
lenzka liðinu og breytingar,
sem gerðar voru á íslenzku
vörninni heppnuðust. Segja
verður, að við höfum alveg stað
ið þeim á sporði í listum leiks-
ins.
Sestak, þjálfari Tékka: Við
lékum ekki taktiskt í lok leiks
ins, þegar við höfðum fjögur
mörk yfir og 4. mín. til leiks-
loka, þá hafði liðið átt að tefja
og leggjast í vörn. Beztir ís-
lenzku leikmannanna voru
Karl Jóh. og Hjalti markvörð-
ur. Annars eru íslendingar
geysilegir bardagamenn og
harðir af sér.
Provaznik, Gottwaldow: •—
Tékkar áttu lélegan leik, en ís-
lendingar eru mun betri en í
haust. Það er geysilega áríð-
andi fyrir ykkur að fá stærra
hús á íslandi, efniviður í gott
handknattleiksfólk er nægur á
Beztu menn ykkar £ kvöld voru
Hjalti, Karl Jóh. og Gunnlaug-
ur.
Ruza, Gottwaldov: Þið lékuð-
glæsilega, en okkar lið átti
slæman dag. íslenzka landsliðið
Framhald á 13. síðu.
Þeir tolleruðu
Hallstein
íslendingarnir . voru
ofsakátir að loknum lerk
gegn Tékkum í dag. Strax
þegar dómarinn flautaði
af, hlupu leikmennirnir §
til hins vinsæla þjálfara
síns, Hallsterns Hinriks-
sonar, fóru með hann út
á völlinn og tolleruðu
hann við mikil fagnaðar-
læti þeirra sex þúsunda,
sem horfðu á leikinn.
Valgeir.
di, það sá
Heimsmeistar-
Gunnlaugur Hjálmarsson er vítakastssérfræðingur íslands og
skoraði 15. mark Islendinga gegn Tékkum.
arnir í dag
-fc í D A G mæta íslending-
ar Svíum, heimsmeisturum í.
handknattleik. Leikurinn fer
fram í Essen og hefst kl. 17,30
eftir ísl. tíma. Svíar ei'u ann-
álaðir fyrir hörku í handknatt-
Ieik svo að búazt má við hörð-
um leik. Ekki er hægt að búast
við sigri íslands í dag, en eng-
inn vafi er á því að liðið mun
standa sig vel í Ieiknum eins
og það hefur gert á HM íil
þessa.
Tékkar mæta Frökkum strax
að loknum leik Svía og Islands.
í Krefeld leika Danir og Norð-
menn og Þýzkaland og Rúmen-
ía.
Alþýðublaðið — 7. marz 1961