Alþýðublaðið - 08.03.1961, Blaðsíða 8
Stokkhólmi, 27. febr. 1961.
Heimurinn er hættur að
vera stór. Fyrir aðeins
nokkrum árum þótti slík
langferð frá Svartárdal
suður til Reykjavíkur, að
margir sáu sér ekki fært
að taka sér það ferðalag á
hendur — allan þann tíma,
sem tekur að lifa frá vöggu
til grafar. — Nú skrölta
skip og lestir frá einu
heimshorninu til annars
með mannfólk innanborðs.
Þeir sem vilja flýta sér
fljúga í loftinu — og þann-
ig ey henzt fram og aftur,
— London, París, New
York — og suður til Afr-
íku. — Þessum nútíma-
manneskjum þykir því
varla meir en ein bæjar-
leið milli Parísar og Stokk-
hólms — sem báðar eru á
meginlandi sömu álfu.
Sjálfsagt er það misjafnt
í hverju fólki finnst
norðrið frábrugðið suðr-
inu — en það, sem ég tók
fyrst eftir hér, var hve fólk
ið á götunum er vel klætt
— karlmenn sem konur —
og þá ekki hvað sízt ungu
stúlkurnar. — Og eftir
tveggja daga veru hér gat
ég ekki lengur á mér setið
og arkaði með blaðamanna
passann minn inn á dýr-
lega fegrunarmiðstöð, þar
sem ungar hérlendar stúlk-
ur geta lært fegrun og
fagra siði, spurði, hvort
blaðamaður frá íslandi
mætti fylgjast með skólan
um í nokkra daga og fá við
tal við forstöðukonu. —
Allt var þetta auðsótt mál
— og íslendingi tekið sem
systur og vin — en ekki
sem illa þefandi Eskimóa.
Tilviljunin ein réði því,
hvert ég fór — og kannski
er því Irma Sandén við
Kóngsgötuna ekkert betri
en aðrir kennarar kven-
legra töfra í Stokkhólms-
borg — en Kóngsgatan
þykir allavega geysilega
fín — eins og sjálft Aust-
urstræti.
Á skóla þessum eru um
tuttugu ungar stúlkur —
flestar um eða undir tví-
tugu, að því er virtist. —
Námstíminn er 8 stundir,
og þótt þarna sé markmið-
ið, að þær að loknum náms
tíma séu færar um að setja
upp „snyrtistofu“ er fróð-
legt fyrir „leikmenn“ að
fylgjast með, hvað þær
læra um fegurð og fram-
komu — og hvað álitið er
mikilvægast að vita í hinni
aldagömlu list kvennanna
að gera sig fegurri en guð
skóp þær.
Dagurinn hjá þessum
ungu stúlkum hefst með
morgunleikfimi eftir mús-
ík. — I þessari leikfimi er
einkum lögð áherzla á, að
allar geti fylgzt vel með,
æfingarnar séu léttar, —
þannig að ekki skapizt ó-
æskileg keppni milli stúlkn
anna, heldur læri þær all-
ar jafnt að hreyfa sig, —
miúklega og fallega. —
Hendur og armar eru æfð-
ir sérstaklega, og skal hver
vöðvi hreyfður — mjúk-
lega í takt við tónlistina.
Méðan stúlkurnar hvílast
er leikin sígild, vinsæl tón
list, sænskar þjóðvísur eða
jafnvel vögguvísur — en
með þessu segist frú San-
dén ná betri árangri. Stúlk
umar hvílist betur, þegar
þær heyri fallega tónlist,
— en ef þær hafa aðeins
þögnina til að hlusta á, en
þögnin hvetji þær aðeins
til að skrafa sama og æsa
sig upp vegna erfiðleika
hversdagsins.
Síðan fara allar í bað —
og að því loknu hefst
starfsdagurinn. Dag eftir
dag eru þær æfðar í þessu
sama — að snyrta andlit,
hendur og fætur — sjálfra
sín og annarra — en þess
á milli hlýða þær á fyrir-
lestra og lesa um uppbygg
ingu mannslíkamans, og
dálítið fá þær að fræðast
um sálina.
Fyrsta skilyrðið — seg-
ir frú Sandén — til að á-
rangur náist í þessum
skóla, — er að stúlkurnar
séu ánægðar með lífið, ró-
legar og í sálarlegu jafn-
vægi. — Allt byggist þetta
á því að kunna að „slappa
af“, hvílast. — Það fyrsta,
sem lögð er áherzla á við
byrjendur, er, að öðlast
þetta — að hætta að stríða
og flýta sér en öðlast í þess
stað ró.
Ef þeim tekst þetta ekki,
er þeim ráðlagt að bíða í
nokkur ár með skólavist.
Þetta álítur frú Sandén
ekki einungis mikilvægt
fyrir stúlkurnar sjálfar,
heldur lífsnauðsynlegt í
starfinu.
„Allir eru að flýta sér,“
segir hún. „En munið, að
þeim liggur ekki eins mik-
ið á og þeir halda. Þess
vegna eigið þið fyrst og
fremst að fá viðskiptavin-
ina til að róast, — til að
gleyma því, hve þeim ligg
ur á. Og þegar þeir fara
frá ykkur, skuluð þið
merkja, að þeir athuga,
hvernig verkið er unnið,
en gleyma, hve þeim lá á.
En árangur ytri snyrting-
ar verður aldrei góður, ef
þið eruð órólegar eða kon-
an sjálf.
Önnur skylda ykkar er,
að þið látið konuna, sem
i —til ykkar, finna, að
þið hafið áhuga fyrir að
gera sem bezt, að þið haf-
-aga fyrir henni, og
hún skal finna, að til ykk-
ar er gott að koma, — ekki
einungis vegna þess, að þið
vinnið verk ykkar vel,
heldur einnig af því, að
ykkur liggur ekki á. — að
þið hafið nægan tíma, —
einmitt fyrir hana.
Þriðja boðorðiffi mætti
nefna það, — að þið meg-
ið aldrei vera sjálfar á-
berandi málaðar né of
miklir kaupmenn. — Mun
ið, að ánægja konunnar,
sem frá ykkur fer, er á-
nfpgja ykkar. — Þið græð
ið ekki á að selja henni
eitthvað, sem hún ekki
þarfnast, hún kemur þá
ekki aftur. — Og, ef þið
eruð eins og lifandi aug-
lýsing snyrtivara, fær hún
vanmáttartilfinningu, —
finnst hún vera lokuð
inni í búri með brúðum
og vill sem fyrst komast
út.
Og loks þetta: Engin,
sem til ykkar
hrædd um að þ
litlu framan í 1
ið því, að ger
hógværð og hó
ýmsar segist f
líta út öðru v
eru, vilja þær
sitt gamla and'
inum, þegar ]
heim.
Þetta segir f
við nemendur s
þess, sem
snyrtidömum v;
hafa þetta hug
þessi orð henna
þau vöktu trau
þess vegna bað
segja mér eitt'
legt og gott, se
get endursagt
lenzkum stúlku
vaxta konum.
ungu íslenzku :
fullorðnu konui
ur vita, og serr
og fé til að aus;
unarlyfjum úi
krukkum dagle;
sér fatabirgðir
um, — heldur
hafa ekki orðið
öll þau klókiní
um og reynsli
fylgir, hafa ek
fé til að helgi
standi hálfan
vilja gjarnan f;
og gera sitt bez
Til þess að g:
til verks og for
vífilengjur, —
frúna: HVERN
UR KONA FA
og þetta var sv
——o—
— Aliar kom
ið fallegar, — ;
og ungar, sem
vilja. Árin ;
ekki máli. —
ursskeiffi hefur
og mesta syndii
getur drýgt ga:
urðinni, er að
og hætta að hii
— þótt hárið s
hrukkur komi
Frumskilyrðið
urð konunnar <
og sálarlegt
g 8. marz 1961 — Alþýðublaðið