Alþýðublaðið - 08.03.1961, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 08.03.1961, Blaðsíða 14
ENDURNÝJUM GÖMLU Vilja ófiið SÆNGURNAR Eigum dún og fiðurheld ver. Einnis gæsadúns- og æðardúnssængur. Fiðurhreinsunin, Kirkjuteig 29. Sími 3-33-01. Framhald af 1. síðu. Þá ræddi utanríkisráðherra ýmis efnisatriði lausnar land- helgisdeilunnar. Hann nefndi fyrst efasemdir stjórnarand- stöðunnar um að Bretar raun- verulega viðurkenndu 12 míl- urnar. Hann minnti á álit laga- deildar Háskólans, en las að því loknu upp ummæli brezkra ráðherra úr báðum deildum brezka þingsins, þar sem þetta kom einnig skýrt fram, enda hefði Einar Olgeirsson óskað eftir að heyra álit Breta á þessu atriði. Einnig vísaði Guð- mundur í mörg brezk blöð, sem hefðu ótvírætt túlkað málið svo, að Bretar viðurkenndu 12 mílurnar. Bretar hafa í mótmælaorð- sendingum sínum kallað 12 míl urnar „markleysu að alþjóða lögum“. Þessu falla þeir skil- yrðislaust frá, sagði Guðmund- ur. Þeir hafa kallað einhliða útfærslu okkar ólöglega. Þessu falla þeir skilyrðislaust frá. Þeir hafa áskilið sér rétt til að hindra töku skipa innan 12 mílnanna, og því falla þeir skil- yrðislaust frá. Um þetta atriði verði því ekki efazt. Þá hrakti Guðmundur þá fjarstæðu Lúðvíks Jósefssonar, að það hafi verið vegna and- stöðu Alþýðuflokksins, sem grunnlínur voru ekki færðar út 1958. Lúðvík hafi verið lát- inn um það atriði, en ekki fært út. Svo hafi stjórnarandstaðan undanfarna daga lagt fram breytiingatillögur, en engar gert enn við grunnlínurnar. Þeir hafi því algerlega vanrækt þessi atriði í þrjú ár, sem þeir telja okkur eiga. HVERNIG VERÐUR FREKARI ÚTFÆRSLA? Guðmundur ræddi framtíð- ina og kallaði það mestu fjar- stæðu, að við fórnuðum nokkr- um rétti. Við ætluðum að til- kynna Bretum með 6 mánaða fyrirvara um sjálfa útfærslu okkar, en ékki ákvörðun um út- færslu (eins og Bretar hefðu viljað orða það, en ekki verið gert). Þegar að frekari útfærslu k-æmi, mundum við gefa út reglugerð um hana, þannig að útfærslan tæki gildi eftir sex mánuði. Bretum yrði tilkynnt þetta og gætu þeir þá kært til alþjóða dómstólsins, ef þeir vildu. Reglugerðin mundi koma til framkvæmda, nema dómstóll inn hefði á sex mánuðum kveð- ið udd einhvern úrskurð er ónvtti hana. Fyrir réttarríki er engin hætta falin í því að ganeast undir alþjóða dómstól. Það er sama og að segja, að þegnarn- ir séu réttlausir, þótt þeir lúti dómstólum landsins. Loks ræddi ráðherrann það atriði, hvort Bratar mundu gera nýiar kröfur að loknu þriggja ára tímabili. Kvað hann stjórnina hafa óskað eftir lof- orði Breta um það atriði vegna gagnrýni stjórnarandstöðunnar innanlands. Þessi yfirlýsing hefði fengizt og las Guðmundur það skjal unn orðrétt, svo að þignmenn þyrftu ekki að efast um tilveru þess. Það væri hins vegar eftir andstöðunni að ráð- ast síðan á stjórnina f.yrir að fá þessa yfirlýsingu, sem fengin er eingöngu vegna andmæla andstöðuflokkanna. Rafsuðumenn geta fengið atvinnu hjá oss nú þegar HF- HAIV3AR Lögreglusþ jónsstaða í Hafnarfirði er laus til umsóknar. — Umsóknir ; sérstök eyðublöð er fúst hjá lögreglustjórum, send ist undirrituðum fyrir 20. þ. m. Lögreglustjórinn í Hafnarfirði. Skagfirðingar í Reykjavík :Spilað verður í Breiðfirðingabúð föstudaginn 10. niarz kl. 20.30. Stjórnin. Húsasmiðir Umsóknir um fasteignalán úr lífeyrissjóðn- um, þurfa að hafa borist skrifstofu sjóðsins, eigi síðar en 15. marz n.k. Lífeyrissjóður húsasmiða. Móðir okkar ÞORA EIRÍKSDÓTTIR andaðist 7. marz að heímili sínu Skerseyrarvegi 2, Hafnar ifirði. Guðlaug Magnúsdóttir Guðrún E. Magnúsdóttir Jarðarför föður míxns tengdaföður og bróður GARÐARS II. STEFÁNSSONAR sem andaðis't að Landakotsspítala 27. febr. fer fram í Foss- vogskapellu fimmtudaginn 9. þ. m. kl. 19,30 f. h. Einar Þór Garðarsson Geir Stefánsson Kristín Guðlaugsdóttir Hjálmar Steindórsson. miðviUiidagur SLlaavAKtíSXOf AiS erOf- m dllan solarhringinn. — Læknavörður fyrir vitjanii i nama *tað kl 18—8 Bókasafn Dagsbrúnar að Freyjugötu 27 er opið sem hér segir: Föstudaga kl. 8—10, laugardaga kl. 4—7 og sunnudaga kl. 4—7 Að gefnu tilefni skal það tek- iið fram, að fréttum um tollþjóninn, sem birtist í blaðinu á laugardaginn, er ekki frá fréttaritara Al- þýðublaðsins á Sauðár- króki. SSSSSSi I Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell er væntanlegt til Helsingfors í dag frá Rostock. Arn- arfell er á Akur- eyri Jökulfell er væntanlegt til Calais í dag frá Hull. Dlsarfell losar á Húna- flóahöfnum. Litlafell losar á Austfjarðahöfnum, Helgafell kemur í kvöld til Reyðarfj. frá Hamborg Hamrafell fór 24. þ. m. frá Rvk áleiðis til Batum. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er á Austfjörðum á suðurleið. Esja fer frá Rvk á hádegi í dag austur um land í hringferð. Herjólfur fer frá Rvk kl. 21 í kvöld til Vest- mamnaeyja. Þyrill er á Norð- Lirlandshöfnum. Skjaldbreið er á Skagafirði á leið til Ak- ureyrar. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Hallgrjmskirkja: Föstumessa í kvöl'd kl. 8,30. Séra Sig- urjón Þ Árnason. Neskirkja: Föstumessa í kvöld kl. 8,30. Séra Jón Thorarensen. Laugarneskirkja: Föstumessa í kvöld kl 8,30. Séra Jón Þorvarðarson, prédikar. Sr. Garðar Svavarsson. Fríkir.kjan: Föstumessa í kvöld kl. 8,45. Ath. breytt- an messutíma. Séra Þorst. Björnsson. Spilakvöld Borgfirðingafél. verður fimmtudaginn 9. þ. m. í Skátaheimilinu og hefst kl. 21 stundvíslega. Húsið opnað kl. 20,15 Góð verðlaun. Mætið stundvís- lega. Félag Frímerkjasafnara: Her bergi félagsiins að Amt- mannsstíg 2, II hæð, er op- ið félagsmönnum mánudaga og miðvikudaga kl. 20—22 og laugardaga kl. 16—18. Upplýsingar og tilsögn um frímerki og frímerkjasöfn- un veittar almenningi ókeyp is miðvikudaga kl. 20—22. Flugfélag íslands h.f.: Millilanda- flug: Hrímfaxi fer fil Giasg. Qg Kmh kL 08,30 í dag. —< Væntanleg aft- ur til Rvk kl. 16,20 á morg- landsflug: I un — Innan- dag er áætlað að fljúga til Akureyrar, Húsavíkur, ísa- fjarðar og Vestmannaeyja. —• Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Eg- ilsstaða, Falteyrar, Kópaskers Patreksfjarðar, Vestmanna- syja, Þingeyrar og Þórshafn- ar. • | Loftleiðir h.f.: Miðvikudag 8 marz er Snorri Sturluson væntanleg- ur frá New York kl. 08,30. — Fer til Stafangurs, Gautaborg ar, Kmh. og Hamborgar kl, 10,00. Samúðarspjöld minningar- sjóðs Sigurðar Eiríkssonar og Sigríðar Halldórsdóttur eru afgreidd í Bókabúð Æskunnar. Tæknibókasafn IMSÍ: Útlán: kl. 1—7 e. h. mánudaga til föstudaga og kl. 1—3 e. h. laugardaga. Lesstofa safns. ins er opin á vanalegum skrifstofutíma og útláns- tíma. Minningarspjöld Kirkj ubyggingarsj óðs Lang holtssóknar fást á eftirtöldum stöðum: Goðheimum 3, Álf- heimum 35, Efstasundi 69, Langholtsvegi 163 og Bóka- búð KRON, Bankastræti. Miðvikudagur 8. marz: 12,00 Hádegisút varp. 12,50 „Við vinnuna“: Tón- leikar. — 15,00 Miðdegisútvarp 18,00 Útvarps- saga bannanna: „Skemmtilegur dagur“ eftir Eví Bögenæs II. — (Sigurður Gunn arsson kennari). 18,30 Þingfrétt- ir. — Tónleikar. 19,30 Fréttir. 20,00 Fram- haldsleikrit: „Úr sögu Fors- ytættarinnar“ IV. kafli, 3. bókar: „Til leigu“. — 20,45 Föstumessa í Fríkirkjunni -—• (Preatur: Séra Þorstéinn Björnsson). 21,30 ,Sagamm‘ æskuminningar Paderewksys — V. (Árni Gunnarsson fil. kand). 22,00 Fréttir. 22,10 Passíusálmar (32). 22,20 Upp lestur: Tvö ævintýri frá Lapp landi, skráð af Robert Crott- et (Haraldur Björnsson leik- ari þýðir og les). 22,45 Jazz- þáttur (Jón Múli Árnasoin). 23,15 Dagskrárlok. 8. marz 1961 — Aiþýðubiaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.