Alþýðublaðið - 09.04.1961, Page 7

Alþýðublaðið - 09.04.1961, Page 7
Sjómenn fá ekki alla sömu frídaga og llandfólkið. Samt valda hinir' morgu helgidagar útveginum og þjóðinni allri miklu tjónl ÉGr SÉ að £ leiðara Alþýðu folaðsins í dag ( á sk'rdag 30. 3.) er minnst á nímlega fjóra daga helgihald um hverja páska páskahelgi og bent á það tjón er þetta veldur þjóðinni. Er hér sarmariega orð í tíma talað og .greinin eftirtektarverð að öllu leyti, og rætt hér um vandamál, sem krefst þass að eitthvað sé gert frá hálfu þess opinbera. Ef við athu-gum þetta nánar, þá eru nokkrir dagai á ári, sem eru þjóðinni arðlitir vegna úr eltra skoðana á helgihaldi í landinu, auk þess sem við erum að búa til æ fleiri og fleiri daga, sem erú orðnir á síðustu tímum helgidagar eða hátíðis dagar. Má skipta þessu helgihaldi í tvennt í fyrsta lagi þá daga, sem bundnir eru við trúarsiði kirkjunnar, og nefni ég þá hér í röð: 1 Skírdagur 2. Annar páska dagur 3. Uppstigningadagur. 4. Annar hvítasunnudagur. 5. Annar jóladagur. í öðru lagi nefni ég hátíðis daga, sem orðið hafa til á síð ustu áratugum: 1. 1. maí, hátiðisdagur verka lýðsins 2. Sjómamiadagurinn. 3. 17. júni. 4. Frídagur verzlun armanna 5. 1. desember. Hér er um 10 daga að ræða, sem sumir ættu að vera almenn ír vinnudagar. Undantekningu vildi ég þó gera með eftirtalda daga: Annar jóladagur hlýtur á valt hjá kristnum þjóðum að verða hátíðisdagur og helgidag ur. 1. maí er einnig hátíðisdagur allra vinnandi manna á íslandi, á landi og sjó, í sveit og við sjó og sannarlega mætti yfir færa hátíðahöld sjómannadags ins yfir á þann dag. Og nú er talað um sérstakan bændadag I>ví ekki fram kvæma það og láta ihann heyra undir 1. maí, því bóndinn hefir sama hlutverki að gegna í sveít inni og sjómaðurinn á skipinu eða verkamaðuram á eyrinni. 1 maí er og verður áfram hátíðsdagur. en hann á að vera almennur hátíðisdagur a 11 r a þeirra, er laun taka í einnj eða annarri mynd 17. júní er þjóð hátíðardagur íslendinga og síð ast skyldi hann verða þurrkað ur út. Hann á og hlýtur að verða um ókomin ár einn aðal hátíðisdagur allrar þjóðarinn ar. Verzlunarmannafrídagurinn hefir þá sérstöðu, að hann á að ná eingöngu til þess fólks, er verzlunarstörf stunda, en allt áf eru fleiri og fleiri, sepi reyna að falla undir þennan frídag og með sama áframhaldi gæti ég trúað að eftir tvo til þrjá áratugi yrði hann algerr frí dagur flestra á íslandi. Meðan verzlunarstéttinnj tekst að ein skorða hann við sín samtök, þá verður að láta Það óátalið. En verzlúnarmannahelgin er nú orðin hjá sumum þannig, að þeir byrja fríið á föstudag inn fyrir verzlunarmannahelg ina og mæta á miðjum þriðju degi eða jafnvel .c-kki fyrr en á miðvikudagsmorgni. Fara þannig 4 dagar forgörðum, þar af þó einn sunnudagur. Auk þess tíðkast það nú orðið að heilar stofnanir hafa sinn frí dag auk jiessa einvhem tíma yf . ir sumarmánuðina og loka! Hér eru því öfgarnar í algleymíngi. Þá er það 1. des., sem að sumu leyti er orðinr. frídagur, t d. hjá verzlunar og skrif stofufólki og einnig öllu skóla fólki. Við getum látið okkur nægja 17. júní, sem okkar eina þjóð hátíðardag, en ekki fara að búa til annan slíkan eing og. nú er gert. Með sama áframhaldi má búast við að 1. des.. færi út kvíarnar í hátíðahöldum og verði innan skamms alger frí dagur allra. Núverandi helgidagar: Skír dagur, annar páskadagur, upp stigningadagur og annar hvíta sunnu.dagur, eiga að hverfa sem helgi og hvíldardagar. Ég skal taka fram, að þetta er ekkj sagt af neinni andstöðu við kirkju eða kristni í landinu, nema síður sé. Við eigum þá mklu frekar að sýna stórhátíð um meiri rækt og sýna þá i orði og verki að við meinum eitt hvað með helgihaldi okkar. Og ég vil segja að alla daga ársins eigum við að minnast og halda fast. við hinar dásamlega fögru kenningar kristinnar kirkju. Og það getum við gert hvort sem við störfum hver á okkar sviði á öllum virkum dögum eða á hvíldar og helgidögum þjóðarinnar. Nú er á það að líta, að fjöidi landsmanna, til dæmis á sigl ingaflotanum, og á þeim fiski skipum, sem ekki koma að landi daglega, fara algerlega á mis við helgi og hátíðahöld þau, sem við er í landi foúum, reynum að njóta. Mætti með góðu móti fækka frí og helgidögum um minnst 5 daga á ári. 5 dagar i fríi eru 1,37% áf 365 dögum ársins, eða ca. 1,6% af virkum dögum ársins. Ég ætla ekki hér að reikna út hve fjárhagslegt tjón þetta veldur þjóðinni, en það skiptir mörgum milljónum, ef ekkí tugiun milljóna króna, þegar allt er talið, t. d. minnj fram leiðsla, sem er aðallega fólgið í minni sjávarafla, minni ið,n aðarframleiðslu, og einng öll sóun á verðmætum, sem of lagnt yrði hér upp að telja, sem þessir óþarfa frídagar hafa í för með sér. Ég spyr nú: Hefir þjóðin efni á þessu öllu lengur? Ég fyrir- mitt leyti tel að hún hafi ekki efni á því Við losuðum okkur á sínum tíma við kóngsbæna daginn og er nú sannarlega tími til kominn að losa okkur við óþarfa helgidaga, sem i raun og veru eru hjá þjóðinni orðnir frekar frídagar en helgi dagar. Siðmenning og fagrar. dyggð ir verða að engu rr-inni meS þjóðinni, -þótt frídóguni yrði fækkað, slíkt eiga allir að temja sér alla daga ársins, hvort sem eru virkir Öa.gar eða. helgir. Ég endurtek þakklæti- mitt tj.1 leíðarahöfundar Alþýðu blaðsins hinn 30. marz sl. Það var þarft verk og gott að vekja menn til umliugsunar am stórt vandamál, sem verður fljótlega að koma nýrri skipan á eftir því sem breyttir tímar gera kröfu til. Útnesjakarl. OTNESJAKARL SPÝR: '• ; v Eigym við að fækka helgldögum um fimm? Viljum við auka framleiðslutímann um 1 9. apríl I96il' 'J Aþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.