Alþýðublaðið - 09.04.1961, Side 8
OXKUR datt svona í
hug, að kannski væri það
ekki svo vitlaust, að gefa
lesendum litla hugmynd
um hve snúningasamt það
er fyrir unglinga innan
við tvítugt að ná sér í eina
brennivínsflösku á l(augar-
dagskvöldi. Nú er þetta
alls ekki skrifað til þess að
gefa í skyn, að ungling-
arnir séu hræðilega spillt-
ir og slæmir og þaðan af
síður á þetta að vera bind-
indisprédikun.
Söguhetjur okkar eru
þrír skólapiltar, 18 og 19
ára gamlir. Það er Taugar-
dagskvöld og smátt og
fyllast sjoppurnar af ungl
ingum, sem eiga eftir að
gera það upp við sig, hvar
og hvernig kvöldinu skuli
eytt Á einni sjoppunni
hittasf þeir þremenningarn
ir og þeir hafa þegar ákveð
ið að eyða kvöldinu á sama
hátt og uncíanfarin laug-
ardagskvöld.
* ,,ÁTTU NOKK,UB?“'
Félagarnir hafa nú lagt
af stað í leiðangur og eins
og eðlilegt er, þá liggur
leiðin á næstu bílstöð. Þeir
byrj'a á því, að ganga um
stöðvarsvæðið, labba að
bílunum, sem bílstjórarn-
ir sitja í, halla sér upp að
opnum glugganum, og
segía: >>Er .sá guli við?“
eða „Áttu nokkuð?“ Þeir
hafa vit á því, að fara ekki
saman í hóp, heldur aðeins
einn og einn í einu. Ann-
ars gætu bílstjór'arnir hald-
ið að verið væri að góma
þá.
Helgina áður var þetta
allt auðveldara. Þá hafði
einhver gefið þeim upp dul-
nefni á bílstjóra, sem ekki
var ragur við að selja. —
Hann ók þeim bar*a að vissu
húsi í bænum, hljóp inn
og kom út með eina bokku.
Þá var engin hætta á að
hann yrði tekinn með flösk
ur í bílnum.
ic LÖNG BIÐ.
Þar sem þessi heiðurs-
maður var ekki við, urðu
pilt'arnir upp á von og ó-
von að ganga um stöðvar-
svæðið og reyna að hitta
þann rétta. Einn félaghnna
hafði heppnina með sér að
lokum, og hinir sáu hvar
bíllinn ók af stað með
hann. Þeir tóku því það til
bragðs að ganga í hægðum
sínum út á næstu sjoppu
og bíða þar.
Þeir vissu, að biðin gat
orðið nokkuð löng, því að
bílstjórarnir eru farnir að
grípa til ýmsra varúðarráð
stafana af ótta við að þeir
verði gripnir.
ic EKKI GABB.
En sá, sem h'afði heppn-
ina með sér sat nú í bíl hjá
gömlum kunningja, sem
vissi, að hann var ekki að
gabba heldur vildi aðeins
fá ein'a bokku. Bíllinn ók
eftir ýmsum krókaleiðum,
og bílstjórinn var alltaf að
líta í spegilinn, og athuga
hvort hann væri eltur.
Að lokum ók hann inn
í hliðargötu, stanzaði, tók
flöskuna fram undan mæla
borðinu og rétti piltinum
hana. Hann fékk sína
þókknun fyrir greiðvikn-
ina og síðan ók hánn sam-
kvæmt ósk piltsins að áður
nefndri sjoppu.
it „TAUGAHRÚGA.“
Á leiðinni sagði bílstjór-
inn, að það borgaði sig
varla lengur að selj'a. Taug
arnar væru farnar að segja
til sín vegna hins sífellda
ótta við það að nú kæmist
upp um þá. „Við þyrftum
að finna upp önnur ráð,
til að snúa á lögguna!“ —
sagði Hann, þegar þeir voru
komnir að sjoppunni.
Rúmur klukkutími var
liðinn fra því að félagarnir
þrír lögðu upp í leiðang-
urinn, en nú var sigurinn
fenginn. Kvöldinu var
bjargað og þeir voru vissir
um að þeir mudu skemmta
sér vel. En eftir allt þetta
erfiði voru þeir eindregið
á því, að um næstu helgi
yrði bokkan keypt í Rík-
inu.
SVERRIR HÖLMASS-
SON, nemandi úr finnska
bekk Menntaskólans er ný-
kominn heim eftir rúmlega
þriggja mánaða dvöl í
Bandaríkjunum, sem full-
trúi Islands í alþjóðlegu
æskulýðsmóti á vegum am-
eríska stórblaðsins „New
York Herald Tribune.“ —
Fulltrúarnir voru frá 35
löndum og sagði Sverrir,
þegar við höfðum tal af
honum um daginn, að þetta
hefði verið mjög skemmti-
legur hópur og samheldinn.
Kvaðst hann hafa haft gam
an af að kynnast svona ó-
líku fólki og bætti því við,
að hópurinn hefði verið
söngvinn. Kom söngáhug-
inn líka glögglega í ljós,
þegar hópurinn kom í heim
sókn í Hvíta húsið. En eins
og kunnugt er, söng hóp-
urinn þar sér til dægra-
styttingar lagið „Clement-
ine“ og gekk Kennedy for-
seti á hljóðið og heilSaði
upp á mannskapinn.
Sverrir hefur auðvitað
orðið margs vísari í förinni
og hann lét vel yfir viðtök
um. Ameríkumenn eru
mjög viðkunnanlegir, sagði
hann, gestrisnir og maður
er fljótur að kynnast þeim.
Við höfðum heyrt að Sverr
ir hefði dvalizt hjá ýmsu
séntrúarfólki, en hann sagði
að það væri ekki rétt nema
hann bjó í 3 vikur hjá
Gyðingafj öisky ldu.
— Og hvernig kanntu
við þá?
— Gyðingafjölskyldan,
sem ég var hjá, bjó í
hverfi einu á Long Island
þar sem 90% íbúanna eru
af Gyðingaættum; það má
því segja, að þetta hafi ver
ið ghetto. Mér fannst
þetta vera ósköp venjulegt
fólk og hvergi fannst mér
lærdómsandinn eins mik-
ill og í skóla þeirra.
ic minna NÁMS-
EFNI.
— Og hvernig líkuðu þér
skólarnir?
Allsæmilega. Þetta var
reyndar allt öðru vísi en
ég hef vanist. Námið er
meira verklegt en hér og
kennslan í vísindum, eins
og t. d. líffræði, efnafræði
og eðlisfræði ágæt, enda
eru notuð ýmis konar ný
tízku tæki til þeirra þarfa.
Annars eru skólarnir vest-
ra mjög mismunandi og
má segja að gæði þeirra
séu í beinu hlutfalli við
efni fólksins sem senda
börnin í skólana.
— Varstu var við „náms
leiða?“
Það var svona upp og
ofan. Áhuginn virtist mér
svipaður og hér og ég held
að ekki sé meira lært fyrir
vestan. Pensúmið er minna
og léttara eins og eðlilegt
er. Kennararnir, sem ég
kynntist voru mjög færir
x sinni grein. Sambandið
á milli kennara og nem-
enda er gott og miklu nán-
ara en hér. Er þetta dálítið
ólíkt hinu heilbrigða ófrið-
arástandi nemenda og
kennara, sem hér er al-
algengt. Þá fannst mér
kennararnir nokkuð af-
skiptasamir og skipta sér
mikið af einkalífi nemend-
anna. En nemendurnir virt
ust kunna ágætlega við
þetta. Þeir þekkja k'annski
ekki annað.
ic keppzt um
VINSÆLDIR.
— Og hvernig féll þér
við ameríska unglinga?
Mér fannst andinn allt
annar en hér og áhugamál-
in önnur. íþróttirnar vaða
uppi. Mesti stórviðburður
í skólunum eru körfukn'att
leiksmót og því um lífct,
en það eru hávaðasömustu
skemmtanir sem ég hef
sótt. Iþróttirnar eru einn
ríkasti þátturinn £ féiags-
lífinu, sem mér fannst
ekki eins mikið og fjöl-
breytt og hér heim'a. Allt
er undir nánu eftirliti
kennaranna.
— Hvað fannst þér helzt
sérkenna unga fólkið í
Bandaríkjunum?
Ja ætli það sé ekki svo-
kallaðir „dates.“ Stúlkur
geta ekki hreyft sig án
þess að hafa „date“ og það
hræðileg'asta sem fyrir þær
getur komið er að mæta
einar síns liðs á skóla-
skemmtunum. Þær eru á-
kaflega rómantískar. Þetta
stendur í nánu sambandi
við það keppikefli ungs
fólks að afla sér vinsælda,
vera vel liðið og normalt.
Stúlkur vestra eru yfirleitt
snyrtilegar í klæðaburði,
►
SVERRJR Hólmursson
í bókabúð vestra. Honum
fannst jafnaltlrar sínir
þar lítt lesnir í bókmennt-
um og hafa lítinn áhuga á
góðum jazz. — Bókin, sem
hann heldur á er „May
This House Be Safe Frorn
Tigers“ eftir hrnn kunna
grínista, Alexander King.
en þær ganga í ten
og háum, hvítum u
um, sem mér fanns
lega ósmekklegt. S
ir ganga „töffale
fara og nota aldre
Menn, sem vinna
stofum, klæðast gö
sunnudögum, af þv
eru orðnir þreytt
ganga vel til fara aí
vikunnar.
ic „GÍSLINN'
GÓÐUR.
Sverrir er vel í
ýmsu og hefur á
mörgu. Hann er mj
ur í enskum og am
bókmenntum og
fannst honum ja:
sínir vestra lesa ]
til gagns og fróðle
vegar var hann mj
inn af ýmsum listi
g 9. apríl 1961 — Alþýðublaðið